Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNQ9 JkÐIÐ Sunnudagur 8. des. 1963 Stefan Vagnsson Fæddur 1889. Dáinn 1963. ÞANN 1. nóv. s.l. andaðist í sjúikrahúsinu á Sauðárkróki Ste- fán Vagnsson fyrrv. bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, síð- ar bókhaldari Mjólkursamlags Skagfirðinga. Stefán var fæddur 25. maí 1889 í Miðhúsum í Blönduihlíð í Skagafirði. Foreldrar hans voru Vagn bóndi í Miðhúsum f. 16/10 1852, d. 19/4 1898 Eiríksson hreppstjóra í Djúpadal Eiríks- sonar frá Djúpadal og prests á Staðarbakka Bjarnasonar bónda í Djúpadal Eiríkssonar. Hefir þessi ættleggur búið í Djúpadal síðan sneroma á 18. öld og býr þar enn, er það Djúpadalsætt sem allmargt merkra manna og nokkurra þjóðkunnra er frá komið. Móðir Stefáns og kona Vagns var Þrúður f. 18/10 1855, d. 21/7 I 1938. Foreldrar hennar voru Jón 'Björnsson, bóndi, Miðhúsum og kona * hans Þrúður Jónsdóttir héraðskunnur hagyrðingur om | sína daga. Að Stefáni stóðu góðir og traustir ættstofnar á báðar hliðar. Hann var kynborinn Skagfirðingur. Sefán missti föður sinn er hann var 9 ára og ólst upp á I vegum móður sinnar sem var mikil dugnaðarkona. Dvaldi einnig um skeið á þeim árum I hjá Aðalbjórgu móðursystur i sinni á Arngerðareyri við ísa- , fjarðardjúp. Hann lautk prófi frá , gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1910 með góðum vitnis- burði. Var svo barnakennari í Skagafirði á árunum 1910-1918. Bóndi á parti af Flugumýri 1920-21 móti tengdaföður sínum, bóndi á Sólhei'mium í Blönduhlíð 1921-1922. Keypti Hjaltastaði og bóndi þar 1922-1941, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks, var par búsettur til æviloka. Þar hafði hann næstu árin ýms störf s.s. barnakennsla á vetrutn og verkstjórn hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði árin 1943-46 o.fl. Árið 1947 varð hann skrif- stofumaður eða bófchaldari MjóJkursamilags Skagfirðinga, og gegndi því starfí með mikilli prýði þar til hann lagðist bana- leguna. Stefán bjó ávallt snotru búi, þó verðfaMið -eftir fyrri heitms- styrjóldina og kreppan eftir 1930 kæmi hart við hann eins og | marga fleiri og hömluðu stærri framfcvæmduirn. Jafnframt voru 'honutm falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Hann ' sat í hreppsnefnd Akrahrepps frá 1922-1937, í skattanefnd 1922- 1940, átti sæti í skólanefnd í mörg ár o.m.fl. Hann var kosinn | endurskoðandi reikninga Búnað- i ansambands Skagfirðinga 1931 og starfaði að því óslitið til 1949 og : endurskoðandi Kaupfélags Skag- ' firðinga frá 1944-1957. Hann átti sæti í fasteignamatsnefnd Skaga fjarðar á árunum 1939-40, sem varamaður Jóns á Reynistað. Lokis átti hann í mörg ár sæti i stjórn Sögufél. Skagf. og á Sauðárkrók hafði hann á hendi ýmis trúnaðarstörf fyrir bæjar- félagið. Störf sín öll rækti hann af mikilli samvizkusemi svo að þar mátti engu skeika. Kennari var hann svo góður að gamlir lærisveinar minnast kennslu hans enn í dag með ánægju og þakklæti.« Stefán var friður maður og all'Ur. hinn giörfulegasti, hann var á yngri árum mjög vel íþrótt um búinn, hafði æft þær mjög á Akureyri. Eftir að hann kom úr skóla, tók hann mikinn þátt í starfi ungimennafélaganna, var t.d. brautryöjandi knattspymunn ar um miðbik Skagafjarðar. Hann var einnig góður sundmað ur og var sundkennari í Vanma- hlíð vorin 1913-1918. Stefán var traustur maður og hófsamur og sérstakt prúðmenni eem ekki vildi varmm sitt vita, góður drengur og hjálpfús vin- [ ttm sínum, Hann hafði mjög fjöl- hæfar gáfur, var vel máli farinn og þó enn snjallari að rita niður bugisanir sínar, sum sendibréf hans voru með snilldarbrag, fuku þá með lausavísur, því hann var góður hagyrðingur og sumar vísur hans bráð smellnar, þó hann héldi þeim lítt á lofti. Jafnframt var hann listaskrifari. Hann var ráðinn ritari sýslu- nefhdar Skagafjarðarsýslu á öll- um aðalfundum hennar frá 1939- 1962 að báðum árunum meðtöld- um, eða þar til hann lagðist bana leguna í byrjun febrúar 1963. Hann var því orðinn eins og samgróinn sýslunefndinni og störfuim hennar. Það þótti því til finnanlegt skarð fyrir skildi er Stefán gat ekki mætt á síðasta sýslufundi. í því sambandi má geta þess að á sýslufundum eink um í tið Stefáns varð það all tátt ef kátleg ummæli eða atvik báru á góma, að miðar með lausavís- um flugu þar um borð. Var Ste- fán þar jafnan framarlega í flokki, og vakti glaðværð fund- armanna. Þó margt væri stórvel um Stefán, verður hann ef til vill minnisstæðastur Skagfirðingum fyrir glaðíyndi hans, græsku- laust gaman, og einstakt lag á að kioma samferðamönnunum í gott skap. í þröngum hring í hópi vina sinna var hann hrókur fagnaðar og neytti þá óspart fyndni sinnar og frásagnargáfu. Veit ég, að margir eiga ógleym- anlegar minningar frá slikum samfundum, og í banalegunni tók hann á móti gestum sínum með sömu hlýjunni og bros á vör eins og svo margsinnis áður. Fylgdi hann í því efni heilræð- um Hávamála, að glaður og reifur skyldi gumna faverr uns sinn bíður bana. Við útför Stefánis sem fram fór á Sauðárkróki 9. þ.m. kom ber- lega í ljós hve sterk ítök Stefán Vagnsson átti í huguim Skagfirð- inga. Þó vetur væri kominn og allra veðra von, var þar fjöl- menni samankiomið. En það at- hyglisverðasta var að þarna var fólk úr nær öllum sveituim Skaga fjarðar, jafnvel komið um lang- an veg yst utan af Skaga, utan úr Fljótum og framan úr Skaga- fjarðardölum til þess að kveðja þennan prýðilega Skagfirðing síðustu kveðju. Stefán kvæntist 19/7 1918 eft- irlifandi konu sinni Helgu. dóttur Jóns Jónassonar, bónda, á Flugu mýri og f. k. hans Ingibjargar Jónasdóttur. Helga er góð kona sem reyndist manni sínum góð- ur förunautur. Börn þeirra eru þessi: Ingibjörg húsfreyja Sauð- árkrók, Geirþrúður húsfreyja Reykjavík, Jón bifvélavirki Sauðárkrók, Eiríkur Haukur mál ari Sauðárkrók og Sigríður Hrafnhildur húsfreyja Sauðár- krók. Jón Sigrurðsson, Reynistað. KYNNING tókst ekki með okk- ur Stefáni Vagnssyni fyrr en eftir 1920, og urðu fyrstu sam- skipti okkar af einskærri tilvilj- un. En sú er raun á orðin eftir 40 ára náin kynni, að engir menn hafa orðið mér meira virði heldur en hann. Um langt skeið hefur Stefán verið kunnur mörgum mönnum víða um land sem gáfumaður og snjall hagyrðingur. Visur hans eru sjaldgæflega vel gerð- ar kjarnstökur, jafnframt ljósar og látlausar, líkast því sem þær væru sjálfgerðar, enda urðu þær til á merkilega skömmum tíma. Þegar safnað var til útgáfu á skagfirskum ljóðum, var sótt fast eftir því við Stefán, að hann leyfði prentun nokkurra vísna eftir sig. Því neitaði hann harðlega. Sýnir fátt betur hve fjarri hann var því að láta á sér bera eða vilja halda sér fram. Ljóðasafninu hefði vissu- lega orðið ávinningur að stök- um hans. Þetta skiptir þó ekki j máli. Ljóð hans eru gædd vængj um. Þau munu mörg lifa lengi, þótt þó kæmust ekki í safnið. Stefán var þaulkunnugur ís- lenzkum skáldskap, fornum og nýjum. Og engan mann hef ég þekkt svo ljóðnæman sem hann. Minnið var frábært, einkum á sögu og ljóð. Hann kunni utan að heila kvæðabálka úr Heims- kringlu og Eddu, auk þess sem hann hafði jafnan á hraðbergi heil kvæði eftir seinni tíma höf- unda. Engan mann hef ég heyrt lesa kvæði betur en hann. Þar orkaði mestu næmur skilningur hans og innlifun í efnið, ásamt fögrum. og látlausum fram- burði. Sem ræðumaður naut hann sín ágstlega. Eru mér í Ijósu minni ýmsar ræður, sem hann flutti við viss tækifæri og á gleði.nótum. Alvara og góðlát- leg kimni héldust í hendur — og einmitt í réttum hlutföllum. Alvaran átti jafnan grunntóninn. Kímnin var sem aukaþáttur efnis, en markviss og fór vel, því að maðurinn var með ágætum grómlaus og vandur um velsæmi. Stefán vakti jafnan eftirtekt, hvar sem hann fór og hvar sem hann var. Bezt naut hann sín í fámennum hópi góðra vina, því að hann var umfram allt sam- ræðusnillingur, Því olli skáldleg hugkvæmni hans, fyndni og góð- látlegt fjör. Þótt hann væri í hópi lærðra gáfumanna, hlaut hann jafnan að móta svip á sam- neytið. Allir hlustuðu og nutu. Ljúfastar eru mér í minni stundirnar þá er ég var gestur hans og þeirra ágætu hjóna. Þá valdi hann oft einn mann eða fleiri að auki til samneytis. Og ekki skorti hann hugkvæmni og nærgætni til að velja þá menn til móts, er áttu samléið um hugðarefni og viðræður. Þær stundir voru mér sönn yngilind og andleg heilsubót. Má geta þess hér af því, hve vel var að orði komizt, að um hann sagði merkur læknir og gáfumaður, að hann væri „andlegur heilsu- brunnur." Rausnarlund hans og sjálfboð- in hjálp, er hann oftlega veitti vinum sinum, var einstæð. Nú er hann horfinn okkur, augun hans lokuð, höndin köld, borðið autt. En hjá okkur, sem þekktum hann, munu minning- arnar geymast ófölskvaðar um fjölhæfan og sérstæðan gáfu- mann, tryggðavin og dáðadreng. Kolbeinn Kristinsson. t t FÁA menn hef ég hitt fyrir á lífsleiðinni, sem ég hefði fremur kosið að eiga nágrenni við en Stefán Vagnússon. Því var við brugðið af óllum, sem nokkuð þekktu til hans, hversu skemmti- legur hann var í tali, ótæmandi brunnur fróðleiks og gaman- mála. En hann var eigi síður mikill alvörumaður, og honum brást hvorki rökvísi né rökfimi til þess að halda vel á þeim mál- um, sem honum voru hugfólgin. Mest var þó um það vert, sem verður ekki með orðum lýst, við- mót hans allt, hina sérstöku hlýju málrómsins, þann anda góðmennsku og drenglundar, sem frá honum stafaði. Fyrirsjóninni þóknaðist að haga því svo, að hér voru jafnan mikil fjöll á milli frænda og langir vegir milli vina. Fundum okkar Stefáns bar allt of sjald- an saman, og þeir voru of stutt- ir hverju sinnL Þetta varð hins' vegar til þess, að ég hafði af honum með einu móti öðru vísi kynni en þeir, sem honum voru nærlendir. Hann var óþreytandi að skrifa, bæði bréf og ýmsar frásagnir. Dálítið úrval þessara frásagna er prentað í síðara bindi Grá- skinnu hinnar meiri. En það er ekki nema lítið brot alls þess, sem hann sendi mér. Sumt af því fékk ég einungis til þess að lesa og endursendi. Um sumt af því, sem enn er í mínum vörzlum tók Stefán fram, að það maetti ekki prenta. Hann færði það einungis í letur sér til gamans og sendi það mér til skemmtun- ar. Stefán var snillingur að skrifa bréf. Þeir menn, sem gefa sér tíma til slíks nú á dögum, verða fágætari og fágætari. En bréf hans voru ekki neinir smáseðlar, þau voru löng og rausnarleg. Og þau voru rituð af þeim léttleik og því fjöri, að manni fannst hann sjálfur vera þar lifandi kominn. Það var kunnugt í héraði og raunar ýmsum víðara um land, að Stefán Vagnsson væri vel hagmæltur. En svo örlátur sem hann var á aðra hluti, sem gátu orðið málvinum hans til skemmt unar og fróðleiks, var honum ótamt að flíka vísum sínum og alveg fjarri skapi að láta þær fara lengra. Og það, sem meira var: Hann lagði enga rækt við þessa íþrótt sina. Varla er of djúpt tekið í árinni, þótt fullyrt sé, að Stefán hafði til þess flest eða öll skilyrði að verða einn allra bezti hagyrðingur samtíðar sinn- ar, ef hann hefði lagt sig fram að iðka þá list, tjá sig í vísum sínum, ydda þær og fága. Það má virða honum til hlédrægni og lítillætis, að hann stundaði þetta svo lítið og hélt því enn minna á loft, kom aldrei til hug- ar að efna til vísnakvers eða jafnvel leggja sinn litla skerf til Skagfirzkra ljóða. En samt hygg ég, að annað og meira hafi undir búið. Hann var gagnkunn- ugur öllu því, sem bezt var í íslenzkum skáldskap að fornu og nýju, smekkvís og dómvís á það, sem af bar. Þetta meinaði hon- um að bera til þess brunns nokk- uð það, sem væri í meðallagi. Til þess var hann ekki nógu lítilþægur. Hann hefði áreiðan- lega borið kinnroða fyrir að láta frá sér fara undir sínu nafni mörg þeirra ljóðakvera, sem aðr- ir hafa miklazt af. En þegar hann örsjaldan leyfði sér að vera ekki einungis hagyrðingur, heldur skáld, og sam.it án þess að láta það fara margra á milli, þá gat glytt í það, sem hann bjó í rauninni yfir. Þetta er t.a.m. símskeyti, sem hann sendi sjötug um frænda sínum: Fölnar nú á björkum blað byljir hrista lauka. Hausta tekur, húmar a'S. Hræðast aldrei skaltu það: Vorsins dísir veita þér sumarauka. Mér eT nær að halda, að þær séu ekki allfáar, ljóðabækur hinna minni spámanna, þar sem leitun sé á öðru eins stefi. Eng- inn veit nema Stefán hafi ort fleira en nokkurn grunaði, ein- ungis fyrir sjálfan sig, sem hon- um þótti annars vegar of gott til þess að bera það út á hræsi- brekku og hins vegar ekki nógu. gott til þess að vera í þeim fé- lagsskap, sem hann mat mest. En þó að þau ljóð hafi öll verið ókveðin, þá veit ég, að þau voru til og hljóta að vera einhvers staðar geymd í hinum mikla sjóði tilverunnar og eilífðarinn- ar. «- W. HJÁ AIMDRÉSI GlaesiKegt úrval af karlmantia- fötum og frökkum Herradeild: Peysur í úrvali íslenzkar, franskar, ítalskar, margir litir. Skyrtur poplin og nælon. Náttföt Treflar Sokkar Bindi og margt fleira. Fyrir drengi: Peysur Skyrtur Hanzkar Náttföt Ddmudeild: Dömukápur með skinnum. Terylenekápur nýkomnar á kr. 1495.— Peysur Blússur • Slæður Hanzkar Undirfatnaður o. fl. í f jölbreyttu úrvali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.