Morgunblaðið - 04.01.1964, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.01.1964, Qupperneq 2
2 MORGU N BLAOIÐ Laugardagur 4. jan. 1964 Martin Luther King „Maður ársins 19637/ BANDARÍSKA vikuritið í fyrsta skipti, sem blökku- Xime hefur kjörið bandaríska maður hlýtur þá útnefningu. blökkumannaleiðtogann Mart Útgefandi Time, Bernard M. in Luther King „Mann ársins Auer, segir í bréfi til lesenda, 1963“. að Martin Luther King hafi Blaðið hefur kjörið mann verið kjörinn maður ársins ársins frá 1927, en þetta er ag þessu sinni baeði sem ein- Myndin af „Manni ársins 1963“ á forsíðu Time. staklingur og fulltrúi kyn- þáttar síns, en árið 1963 verði ef til vili mikilvægasta árið í sögu blökkumanna í Bandarikjunum. Lesendur Time senda blað- inu tillögur sínar um kjör manns ársins, blaðið vegur og metur uppástungur þeirra, en ræður sjáift hver úrslitin verða. Formúlan fyrir kjöri manns ársins er svohljóðandi: „kjör- inn er sá maður eða kona, sem hefur verið mest í frétt- um á árinu og hefur sett óaf- máanlegan svip á söguna ann- aðhvort til góðs eða ills“. Rusk og Freeman öndveröum meiöi a Utanríkisráðherra Banda ríkjanna, Dean Rusk, og landbúnaðarráðherrann, Or- ville Freeman, eru ekki á eitt sáttir um stefnu Bandaríkj- anna við alþjóðlegar viðræð- ur um tollalækkanir, sem fram eiga að fara á þessu ári. Kom þetta fram við viðræður í Texas áður en Erhard kanzl- ari Vestur-Þýzkalands kom þangað á dögunum. Freeman er þeirrar skoðunar, Leiðangui gerðui að Brúarjöhli EGILSSTÖÐUM, 3. jan. — íí gærkvöldi lagði upp þriggja 7 ’manna leiðangur til þess að kanna hlaup það, sem orðið hefur í Brúarjökli. Fóru menn þrír á snjóbíl inn að jökli og er búizt við að leið- angurinn muni taka tvo daga. Mennirnir eru Ingimar Þórð- arson, sem ekur snjóbílnum, Hrafn Sveinbjarnarson frá Hallormsstað og Sigvarður Halldórsson frá Brú í Jökul- dal. Gott veður er hér í dag og búast má við að ferðalang- arnir fái gott leiði. — í nóv- ember var einnig gerður út leiðangur til þess að huga að jöklinum, en sá leiðangur varð frá að hverfa vegna ó- ’færðar. — Steinþór. að Bandaríkjamenn megi ekki fallast á neina málamiðlunartil- lögu, sem feli í sér samdrátt á út- flutningi landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum, fyrst og fremst til Evrópu. Rusk leggur hins vegar áherzlu á nauðsyn þess, að Bandaríkin vinni stjórnmálalegan sigur við viðræðurnar um tollalækkanir jafnvel þó að það kosti skerð- ingu markaða fyrir bandarískar landbúnaðarafurðir erlendis. Báðir ráðherrarnir hafa gert Johnson forseta grein fyrir sjón- armiðum sínum og mun hann reyna að miðla málum. Haft var eftir áreiðanlegum heimilum í Hvíta húsinu, að forsetinn væri þeirrar skoðunar, að reyna ætti að samræma sjónarmiðin. JÓLATRÉS- SKEMMTUN JÓLATRÉSSKEMMTUN Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin í Félagshemiili Kópavogs sunnudaginn 5.janúar 1964 kl. 15.00. Aðgöngumiðar fást í Sjálf- atæðishúsinu í Kópavogi sími sími 40708 í kvöld kL 20 — 22. Krjúseff ræðir við pólska leið- toga Varsjá 3. janúar (NTB). KRÚSJEFF forsætisráðherra Sovétríkjanna ræddi í dag við pólska leiðtoga um ástandið í heimsmálunum. Talið er að m.a. hafi verið rætt um tillögurnar, sem fram koma i áramótaboð- skap Krúsjeffs og tillögur Gom- ulka, leiðtoga pólskra komrnún- ista um kjarnorkuvopnalaust svæði í Mið-Evrópu. Viðræöur um fram lengingu heimsóknarleyfa til A.-Berlínar 1,3 milljónir hafa fengið vegabréf Berlín 3. jan. (NTB) Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa veitt willy Brandt borgarstjóra Vestur-Berlínar heimild til þess að hefja við- ræður við fulltrúa stjórnar Aust- ur-Þýzkalands um framlengingu heimsóknarleyfa til Austur- Berlínar. Heimsóknaleyfin, sem sam- þykkt voru fyrir jólin, gilda ekki nema til 5. janúar n.k. Talsmenn bandamanna í Vest- ur-Berlín sögðu í dag, að reynt yrði, að ná samkomulagi um heimsóknarleyfi til langs tíma og fyrir alla Vestur-Berlínar- búa, hvort sem þeir ættu ætt- ingja í Austur-Berlín eða ekki. Haft var eftir talsmönnunum, að viðræður um framlengingu leyfanna myndi eflaust taka langan tíma og lítil von væri til þess að samkomulag næðist áður en núverandi fyrirkomu- lag g-engi úr gildi. Samkvæmt upplýsingum frá Vestur-Berlín hafa 1,3 milljón- ir borgarbúa fengið vegabréf til Austur-Berlínar um jólin. Á morgun er gert ráð fyrir að 240 þús. Vestur-Berlínarbúa fari gegn um múrinn og 250 þús. á sunnudaginn. Páfi leggur af stað í píla- grímsferð sina í dag Páfagarði, Amman 3. jan. (NTB). MIKILL undirbúningur undir komu Páls páfa VI er hafinn í Amman í Jórdaníu. Borgin verð- ur öll fánum skrýdd og blakti hinn hvít-guli fáni Páfagarðs við hið jórdanska fánans á fjölda bygginga. Margar verzlanir hafa skreytt glugga sína í tilefni komu páfa, komið hefur verið fyrir stórum skiltum með áletr- unum, sem bjóða hann velkom- inn og pálmatré við götur þær, er hann ekur um, eru ljósum prýdd. Páll páifi leggur af stað frá ítaliu á morgun með þotu af gerðinni DC-8 frá ítalska flug- félaginu Alitalia og með honum verður 30 manna fylgdarlið. For- seti Ítalíu, Antonio Segni, Aldo Moro, forsætisráðherra og forseti fulltrúadeildar ítalsika þingsins Goldwater gefiar kost á sér Phönix, Arizona, 3. jan. (NTB) BARRY Goldwater, öldunga- deildarþingmaður frá Arizona, skýrði frá því í dag, að hann gæfi kost á sér sem forseta- efni repúblikana við forseta- kosningarnar í Bandaríkjun- um á komandi hausti. Fyrir skömmu tilkynnti Nelson Rockefeller, ríkisstjóri í New York, að hann myndi gefa kost á sér sem forsetaefni repúblikana og talið er, að Richard Nixon, fyrrv. varafor seti, og Henry Cabot Lodge, sendiherra í Saigon, muni einnig taka þátt í baráttunni, er repúblikanar koma saman til að velja forsetaefni sitt. verða samankomni-r á fflugvell- inum til að kveðja páfa. Sérstök móttökunefn-d tekur á móti Páli páfa á flugvellinum við Amman, en þaðan ekur hann til Jerúsalem. Páfinn hefuir mieð- ferðis gjafir til allra kirkna, sem 'hann heimsækir í ferðinni. Gef- ur hann þær til minningar um vitringana þrjá, sem færðu Jesúbarninu gull, reykelsi og myrru. Páll páfi heldur heimleiðis ménudaginn 6. janúar, en áður ræðir hann við Aþhenagoras patríarka af Konstantínópel. Ivan-Assen Georgiev. Uppsagnir hjá varnarlíðinu AÐ undanförnu hefur mörg um íslendingum, sem starfað Shafa hjá varnarliðinu á Kefla víkurflugvelli, verið sagt upp og sama máli hefur gegnt um nokkra óbreytta bandariska borgara, sem starfað hafa þar í nóvember s.l. var 107 manns sagt upp starfi, og á gamlárs- dag var 80 manns til viðbót- ar sagt upp. Staðfesti Hörð- ur Helgason, deildarstjóri Vamarmáladeildar, þetta í gaer. Ástæðurnar fyrir uppsögn- um þessum mun vera að rekja til takmarkaðra fjárveitinga Bandaríkjastjórnar, en svo sem kunnugt er, hefur Johns on forseti skipað svo fyrir, að sem mest verði dregið úr út- gjöldum rikisins vegna her- stöðva erlendis. Korn til Sovét- ríkjanna frá Kansas Kansas City, 3. jan. (NTB) KORNKAUPMENN í Kansas City hafa samið við Sovétríkin um sölu á 1,5 milljónum tunna ar korni fyrir rúman milljarð ísL kr. Er þetta fyrsta kornsala Bandaríkjamanna til Sovétríkj- anna samkvæmt áætlun þeirri, sem Kennedy, fyrrv. forseti, kunngjörði. Fyrirtækið, sem hefur söluna með höndum er Continental Grain og hefur það fengið sam- þykki stjórnarinnar til þess að selja enn meira magn korns til Sovétríkjanna, en ekki hefur ver- ið gengið frá frekari samningum. • HOLLENDINGAR HÆKKA VEXTI Haag 3. janúar (NTB) Hollenski þjóðarbanki-nn tilkynnti í dag hækkun vaxta úr 3,5% í 4%. Hjálparbeiðni EINS og frá hefur verið sagt í blöðum borgarinnar vildi það ó- happ til á nýársdagsmorgun að íbúðarhúsið Teigur á Seltjarnar- nesi brann, og bar þessi hörmung svo brátt að fólkinu sem var í fastasvefni, að það rétt aðeins bjargaðist á náttklæðum einum. Húsið var eign Oddnýjar Hjart ardóttur, sem er ekkja, 64 ára gömur og heilsulítil. Húsið var lágt vátryggt. Frú Oddný sjálf var ekki heima, þegar þetta gjörð ist, en sonur hennar, Ingimundur, kona hans og fimm börn þeirra voru í húsinu. Fólk þetta slapp út með naumindum og missti allt, sem það átti, því innbú Ingi- mundar var óvátryggL Það þarf engum blöðum um það að fletta hve erfitt og sárt það er, þegar svona kemur fyrir. Þessvegna vil ég nú fyrir hönd þessa fólks leita til ykkar Reyk- víkingar og íbúa Seltjarnarnes- hrepps, vegna þess, að samúð, hjálpsemi og höfðingslund hefur alltaf verið svo rík ykkar á með- al, þegar sorgir og bágindi hafa lagzt að. Morgunblaðið og skrifstofa sveitastjórans á Seltjarnarnesi hafa lofað að taka á móti sam- skotum vegna þessa atburðar. Minnumst þess að margt smátt gerir eitt stórt. Gleðilegt nýár. Jóu Thorarensen. Georgiev dæmd- til dauða ur BÚLGARSKI sendiráðsstarfs- maðurinn Ivan-Assen Georgi- Rétturinn í Sofiu hefur nú látið gera upptækar banka- ev, sem sakaður var um njósn innstæður þriggja kvenna, ir í þágu Bandaríkjanna og sem þegið höfðu fé af Georgi- landráð, var dæmdur til dauða ev. Hafði sannazt, að banka- í Sofiu á gamlársdag. innstæðurnar samanstóðu ein- Um þrjú hundruð manns, göngu af fé, sem konurnar sem viðstaddir voru, er dóm- höfðu fengið frá njósnaranum. urinn var kveðinn upp, fögn- Einnig voru allar eigur uðu honum með áköfu lófa- Georgievs gerðar upptækar. taki. Georgiev hlustaði róleg- Georgiev var um skeið ráð- ur á dómarann, er hann las gjafi sendinefndar Búlgaríu upp dauðadóminn og gekk út hjá Sameinuðu þjóðunum og úr réttarsalnum milli tveggja á hann m.a. að hafa gefið varða án þess að líta til hægri Bandaríkjamönnum upplýsing eða vinstri. Hann hafði játað ar um áætlanir og skoðanir sekt sína og beðið um þyngstu Sovétríkjanna á Allsherjar- refsingu. þingi Sameinuðu þjóðanna Á" 1960, en þá sat Krúsjeff for- Georgiev hafði fengið 200 sætisráðherra þingið. Einnig á þús. dollara fyrir ýmis ríkis- Georgiev að hafa gefið Banda- leyndarmál, sem hann sveik í ríkjamönnum upplýsingar um hendur Bandaríkjamanna á mikilvægan fund leiðtoga árunum 1956—1963 og hann kommúnistaríkjanna sumarið sagði í réttinum fyrir skömmu 1960 og fund æðstu manna að hann hefði greitt ástmeyj- kommúnista í Moskvu sama um sínum þúsundir dollara. ár. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.