Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNRLAÐID Laugardagur 4. jan. 1964 Öllum þeim sem glöddu mig á sjötugsafmæli minu með góðum gjöfum og árnaðaróskum votta ég mínar innilegustu þakkir. Sigmnndur Þorgilsson, Ásólfsskála. I SnaðarhúsnœSi 70—100 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast til leigu eða kaups í Reykjavík. Tilboð merkt: „Húsnæði — 3546“ sendist blaðinu. Duglegur sendisveiun óskast strax. H. F. Olgerðin Egill Skallagrimsson Ægisgata 10. Þannig var umhorfs annan kaupstaðar, jafnfallinn snjór hvitum bjúp. Myndina tók jóladag á götum Sigluf jarðar- og farartæki sum hver hulinn Steingrimur Kristinsson. Bjöm í Bæ skrifar: Föðurbróðir minn HARALDUR STEFÁNSSON HÚNFJÖRÐ andaðist 1. janúar. Vilhjálmur Húnfjörð. JÓN ÁRNASON fisksali, Selvogsgrunni 19, Reykjavík, andaðist í Landsspítalanum 23. desember 1963. Að ósk hins látna hefir útförin farið fram í kyrrþey. Sigurður Vigfússon. Hjartkær eiginmaður minn INGIBERGUR FRIÐRIKSSON Brimhólabraut 19, Vestmannaeyjum, andaðist í Landsspitalanum 2. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Ágústa Jónsdóttir. Jarðarför sonar míns, bróður og föður okkar ÞÓRÐAR EINARS SÍMONARSONAR fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 6. janúar kl. 13,30. Símon Sveinsson, Ólafur Símonarson, Grétar Einarsson, Guðmundur Einarsson, Arnór Einarsson, Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa ÞORSTEINS GUÐJÓNSSONAR Ester Þorsteinsdóttir, Jón Guðbjörnsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Svan Trampe, Jörundur Þorsteinsson, Svanh. Daníeisdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkuT samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR TÓMASSONAR frá Þingeyri Börnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför SVEINS ÞORLÁKSSONAR fyrrv. Símstöðvarstjóra Vík í Mýrdal. Eyrún Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför INGVARS INGVARSSONAR Lyngheiði 6, Selfossi. Guðrún Jónasdóttir, synir, fóstursonur og tengdadætur. Jarðskjálftinn 24. marz er minnissfæðastur 1963 BÆ, Höfðaströnd 26. des. — Þegar atburðarás ársins 1963, rennur mér um huga, er ég ekki í vafa um að ég hefi ekki Jifað fleiri eða meiri stóratburði. Má þar aðeins nefna jarðskjálfta — íárveður — eldgos — verkföll. Efst er mér í minni kvöldið 27. marz þegar jarðskjálítinn reið yfir, þar voru að verki öfl sem menn ráða ekki við en hræðsla og úrræðaleysi nær undirtökunum á hugum fólksins. Þetta kvöld virtist allt ætla úr skorðum að ganga, myndir á veggjum, blómapottar, og bækur lágu sumstaðar út um gólf, hurð- ir skekiktust í fölsum, steinveggir vatns- og miðstöðvarrör sprungu, og 300 til 460 kg. stykki á gólfum færðust til, svo nokkuð sé nefnt. Viðbrögð fólksins urðu vitan- lega mjög mismiunandi, en flestir urðu hræddir, oe til var fólk sem missti alveg vald á ráði sínu, og nær sér líklega aldrei til fulls, enda voru jarðskjálfta- kippir viðioðandi 3 til 4 vikur bó að fyrstu nóttina keyrði úr hófi, því að þá voru taldar allt að 20 hræringar. Þess} tími verð ur okkur, sem bjuggum á mest áberand} jarðskjálftasvæðinu, ógfleymanilegar. Tiðarfar var þannig að frá ára mótum og fra-m í april var hin bezta táð svo að elztu menn mundni varla slíkt, tún voru að byrja að grænka og tré að laufg- ast, en þriðjudagsmorguninn 9. april gerði afspyrnu norðanveður með snjókomu. Næsta vika mátti heita slysavika þvi að 16 manns drukknuðu af bétum og skipum. Miklir skaðar urðu einnig á landi, sérstaklega þó um norðan- vert iandið, víða setti þó niður mikinn snjó sérstakiega i útsveit um. Minnisstætt verður -manni einnig, að á páskunum varð eitt aiivarlegasta flugslys okkar ís- ]endin.ga, þegar Hrímfaxi Flug- féiags íslands fórst í Noregi með 12 manns. Um 20. aprll byrjaði að hlýna og snjóa tók upp smátt og smátt, en aftur kólnaði og snjóaði ann- að slagið svo ag enginn gróður var kominn 14. maí og var þá hriðarveður og skepnur allar á húsi. Sumarið var kalt og frekar óhagstæð heyskapartíð. Voru þó ek'ki miklar stórrigningar, þokur voru óvenjumiklar enda var ís upp við norðurland um tíma. Heyfengur varð tæplega í meðal lagi, kartöfluuppskera rýr og sumsstaðar engin. Silungsafli varð með minna móti og fisk- afli raunar lika en þó kom meiri fisikur á land á Hofsósi en 1962, sem var af því að 2 dekkbátar wru nú gerðir út þaðan ásamt niokikrum trilluan. 24. september gerði eittlhvert mesta norðanveður, sem sögur fara af á þeim tíma árs. Austur- Skagafjörður og Austur-Húna- vatnssýsla virtust verða einna harðast úti þar sem algjörlega varð jarðlaust um lengri tíma. Mjöig erfiðlega gekik að koma sláturfé til sláturhúsa, og sumir bæir voru aJveg einangraðir þar til að búið var að moka með ýt- um. í þessu álhlaupi fórst nokkuð af fé í skuxðum og með öðrum hættum, en varð þó minna en búasf mátti við, en af völdum þessara hrakninga og sveltu, sem sláturfé varð að þola, reyndist það óvenju rýrt til frálags svo að varla hefir þekkst verra hér. Látið var um byggingar á ár- inu, en jarðraektarframkvæmdir miklar svo sem verið hefir und- anfarin ár. Finnst þó mörgum of hægt ganga á þeim vettvangi þvi að heyfengur er víða of lítiW, búin þar af leiðandi of lítil, sem hamlar efnalega góðri afkomu fjöilda bænda. Umferð um vegina fer alltaf vaxandi. Sem dæmi um það má geta þess að 6 mánuði þessa árs fór nokkuð yfir 17000 bílar yfir austar} Héraðsvatnabrú en 1962 34531. Þrátt fyrir frekar erfitt árferði líður fólkinu vel. Skuldir við verzlanir og lánastofnanir hafa eitthvað auikizt, en yfirleitt lifir fólkið í alsnægtum og neitar sér ek'ki um margt. Vinnuafl er mjög litið á heimilum, en véla- kostur eykst ailtaf, sem gerir bændum kleift að framfleyta bú- stofni sínum. Heilsufar hefir Hklegasí verið mjög sæmilegt í héraðinu þetta ár, engin alvarleg farsótt gengið, Laeknar hafa þó yfirdrifið að gera og virðist að með betri að- búnaði í mat og öðrum Hfsþaeg- indium komi fleiri kvillar, sem bæta þarf með pillum, inntökujn eða öðrum laeknisráðum. Sem betur fer veit enginn hvað skeður 1964, en allir vona að árið verði gjöfult á hvers- konar haminigju, aliþjóð til handa. Fundur ráðherra- nefndar Evropu- ráðsins RÁÐHERRANEFND Evrópu- ráðsins hélt fund í Paris um miðjan desember. Af hálfu ís- lands sat Pétur Thorsteinsson sendiherra fundinn. Rætt var um viðhorfin á alþjóðavettvangi og um pólitísk vandamál, sem samfara eru nánari samvinnu Evrópuríkja. Var sérstaklega fjallað um samstarf rikjanna í Evrópu og Norður-Ameriku, um pólitískar afleiðingar aukinna tengsla á efnahagssviðinu og um væntanlegar viðræður um tolla- mál á vegum GATT. Ráðherra- nefndin ræddi einnig um sam- starf Evrópuríkja á sviði lög- gjafarmálefna og samþykkti að koma á fót nefnd til að stuðla að samræmingu lagareglna. Verð ur hún skipuð fuiltrúum allra þeirra 17 ríkja, sem aðild eiga að Evrópuráðinu. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). Vélgæzlumannsstarf við Grimsárvirkjun er laust til umsóknar. Lúiun og önnur kjör samkvæmt hinu almenna launa kerfi opinberra starfsmanna. Frekari upplýsingar um starf og kjör eru veittar hjá rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116, Reykjavík. Sími 17400. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. — Upplýsingár um menntun og fyrri störf fylgi umsókninni. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.