Morgunblaðið - 04.01.1964, Síða 20

Morgunblaðið - 04.01.1964, Síða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. jan. 1964 GAVIN HOLT: 22 ÍZKUSÝNING En ég stanzaði á miðju gólfi — Eftir á að hyggja, Bede, þa dettur mér í hug, að morðinginn hafi komið inn í gegn um dyrn- ar þarna, frá skrifstofuhlutan- um af byggingunni — sömu dyrn ar, sem við majórinn komum um, rétt áðan. Þá kynnir að vilja athuga handfangið að utan, upp á figraför. Mín för eru á því, en líklega mörg önnur. ■— Það verður séð um þetta aiit, sagði hann virðulega. — Þú bíður með Clibaud og hinum, þangað til ég er búinn hérna. Og reyndu ekki að fara burt. Ée hef gefið mínar fyrirskipanir. Ég gekk eftir ganginum og kikti gegn um bogadyrnar. Gest- irnir voru þarna enn, líkastir hóp af stúdentum, sem eru að bíða eftir að prófessorinn sýni sig. Búðarstúlkurnar voru þarna líka, svo og Josette og Ginette og Adrienne, allar í sýningar- stássinu. Leynilögreglumaður var að tala við Clibaud, og Jos- ette sat þar skammt frá, sveipuð loðkápunni, rétt eins og hermi væri kalt. Þetta var ekkert forvitnileg sjón og ég dró mig í hlé áður en nokkur sá mig. Ég barði að „dömu“-dyrunum. Enginn svar- aði, svo að ég gægðist inn. Hvíld arstofan var manntóm. Ég gekk yfir ganginn að búningsklefan- um og reyndi aftur að berja. í þetta sinn svaraði rödd frú Firnes. Ég gekk strax inn. Sally sat fyrir framan einn spegilinn. Hún var komin í úti- fötin, og ef til vill hafði hún verið að laga á sér andlitið. Hún leit vel og frísklega út, en aug- un komu upp um hana. Hún var með varalit í hendinni þegar ég kom inn. Nú lagði hún hann frá sér, og af augnaráðinu, sem hún sendi mér, datt mér helzt í hug, að hún ætlaði að fara að seilast eftjr eitri. Ég sagðist vilja tala við hana undir fjögur augu, og frú Firnes gekk út, en varaði mig þó fyrst við því, að stúlkunni liði hræði- lega. — Farið þér ekki illa með hana, áminnti hún mig. — Hún þarf að fá gott viðmót, hún er þannig gerð. Frú Firnes var óvenjuleg kona, hagsýn, skilningsgóð, sam úðarfull. Mér líkaði vel við hana. Ég færði stól nær Sally og settist niður. Hún hörfaði undan. . — Yður langar mest að eitra fyrir mig, sagði ég. — Það er allt í lagi. Það hefur marga lang að til þess. En svona tilfinningar líða hjá. — Þér! sagði hún, og það lá sitthvað í tóninum. — Allt í lagi, sagði ég. — Verið þér nú gSð stúlka 1 nokkr- ar mínútur, og þá skal ég kaupa handa yður allra bezta eitur. — Snuðrari; æpti hún gremju lega. — Þér eltuð mig til þess að njósna um mig, og ég sem hélt, að þér væruð almennilegur maður! — Nú, þegar þér eruð farnar að þekkja mig rétt, þá fyrirgef ég yður það, sagði ég. — Þér þurfið svo ekki meira að segja. Við höfum heldur ekki svo mik- inn tima til umráða. Á hvaða augnabliki sem er, getur Scot- land Yard ruðzt hingað inn, og því verðið þér ekkert hrifin af. Ég ætla að hjápa yður ef ég get, en sannast að segja, eruð þér dálítið illa stödd eins og er. Ef til vill get ég ekki hjálpað yður sérlega mikið, en þó get ég gefiö yður eitt ráð. Þér skuluð segja þeim sannleikann og standa við hann. _ — Ég þarfnast ekki neinna ráðlegginga frá yður, svaraði hún. — Það bezta, sem þér getið gert, er að láta mig afskipta- lausa. En nú var hryggðin orðinn dkafanum yfirsterkari hjá henni. Hún drúpti höfði og greip hönd unum fyrir andlitið. Ég stóð og snerti þá öxl henn- ar sem nær mér var, með tveim- ur fingrum, svo sem til að hugga hana. — Verið þér ekki að gráta, sagði ég huggandi. — Þetta verð ur kannski ekki eins slæmt og það litur út fyrir. Á minnsta kosti hóf ég að segja þessi orð, en ég komst bara ekki alla leið. Þessi hugg- andi snerting mín gerði henni mikið gagn, en bara ekki á þann hátt, sem ég hafði ætlað. Hún hristi höndina af öxlinni, þaut upp af stólnum og nú var and- litið með sama lit og hárið. — Þér . .! æpti hún aftur með þungri áherzlu. — Snertið mig ekki, vesalingur . . . Svona . . . labbakútur! Labbakútur! Það var næstum það versta, hitt var ekkert móti því. Þetta var einum of mikið, enda þaut ég upp, bálvonJur. Og hún var svo falleg, svona ofsareið, að það gerði mig ennþá óðari. — Hlustið þér nú! hvæsti ég. — Það kann að vera, að þér séuð bara ginningarfífl þessa majórs-fants, en þér sleppið ekki við að gera grein fyrir yður. Þetta snýst ekki lengui um stuld á kjólateiknteikningum. Það er orðið að morðmáli og fé- lagsskapur yðar við majórinn getur ekki annað en komið fram í dagsljósið. — Hvað eigið þér með því að kalla hann fant? spurði hún. Og hvað með stuld á kjólateikning- um? Og hvað rneð félagsskap? — Sleppið þessu móðgaða sak leysi, sagði^ ég. — Ég veit allt um yður. Ég veit, hvernig þér voruð í ráðum með Thelby um að stela silfur- og hreysikatlar- fötunum, svo að einhver ræning inn gæti stælt það. Þér hafið verið að svíkja Clibaud um nokk urt skeið, og nú hefur orðið skemmtilegt framhald á því at- hæfi. Hún virtist dofna upp, en þeg- ar hún náði andanum aftur, sagði hún. — Þér eruð bandvit- laus! Þér hljótið að vera sjóð- bullandi-hringavitlaus! — Því ekki það. Já, ég slapp úr spennitreyjunnj, rétt í tæka tíð til að handsama yður. Nema náttúrlega ef mér skyldi skjátl- ast. Kannski voruð það alls ekki þér, sem genguð inn j skrifstof- una með kápuna og kjólinn? Kannski voruð það ekki þér, sem ætluðuð að fara að hengja fötin inn í fataskápinn, svo að majórinn gæti gengið að þeim þar? Kannski ætluðuð þér alls ekki heim til hans í kvöld til að hjálpa honum, og svo skila föt- unum aftur á sinn stað á eftir? Kannski viljið þér segja mér, að mig hafi verið. að dreyma, en trúið mér til, að þessi heiðursmaður, félagi yðar, á ekki von á neinu góðu hjá lög- reglunni. — Hann getur gert grein fyr- ir því öllu, sagði hún, og eins og af sannfæringu. — Yðar vegna vildi ég geta vonað það sagði ég. — Mig .ang ar nú ekkert til að þér fáið ann- að áfall, ofan á það, sem þér hafið þegar fengið, en yður virð- ist ekki vera ljóst, hvernig ásatt er. En ég verð að gera yður það ljóst. Þér haldið ef til vill, að frú Thelby hafi hengt sig í skápnum. En það gerði hún bara ekki. Hún var hreiniega myrt. — Ég veit það. Nú var eng- inn reiðiglampi lengur í augun- um, heldur skein út úr þeim eymdin. Hún varð máttlaus og lét aftur fallast niður á stólinn. — Ég held ég hafi vitað það um leið og ég opnaði skápinn, sagði hún. — En ég get samt ekki skilið, hvað þarf að blanda mér inn í það, bara af því að ég opnaði skápinn. — Þér fóruð í skápinn til þess að fela þar kjólinn og kápuna, var ekki svo? Þér voruð með Thelby í þessu fyrirtæki, og bér sleppið ekki við að_ segja lög- reglunni frá því. Ég held nú ekki, að þér hafið átt neinn þátt í morðinu, en þér eruð í sama bát og Thelby. Hann átti að taka fötin síðar um daginn, en af ein- hverjum ástæðum kom hann nið ur klukkan fjögur eða litlu seinna. Hann segist hafa verið að reyna að ná í Schiussberg. Hann fór inn í verkstæðið, og svo aftur í skrifstofu frænku sinnar. En hún var hengd í snúru, sem hafði verið geymd í skúffu í verkstæðinu. — Benny gerði það ekki. Hann hefði ekki getað gert það. Hann er ekki þannig maður. Honum þótti vænt um Linu á sinn hátt. Hann var alltaf að taka upp hanzkann fyrir hana. — Og stela frá henni um leið . . teikningum hans Cli- baud . . og selja þær óviðkom- andi mönnum. — Nei, það hefði hann aldrei getað látið sér detta í hug. — Ég sagði henni, að hverju ég hefði orðið heyrnarvottur, daginn áður, og spurði hana, hvort hún vildi neita því. — Þetta hefur ruglazt hjá yður, sagði hún, í kvörtunar- tón. — Benny var að reyna að hjálpa mér. Það var nú allt og sumt. Ég veit ekki hvaðan þér fáið þessa hugmynd, að teikn- ingum hafi verið stolið. Það var heimskulegt gaman, — Þér viljið fá mig til að trúa, að þér hafið ekki vitað, hvaða alvara lá að baki þessu? — Vitanlega vissi ég það. Nú hljóp í hana nýr kraftur, við þessa nýju móðgun. — Hann vildi reyna að útvega mér at- vinnu í kvikmyndum. Það var nú allt og sumt. Hann kynnti mig ýmsu kvikmyndafólki, og kom í kring prófi fyrri mig í dag, en svo gat ég ekiki sloppið, vegna sýningarinnar. Hann fékk prófinu frestað. í kvöld ætl aði hann að fara út með mig til að borða með einhverjum kvikmyndastjóra, og í gær fékk hann snögglega þá hugdettu að fá lánuð föt frá sýningunni. Ég sagði honum af silfurkjólnum og hreysikattarkápunni, og hann var ákveðinn, að ég skyldi vera í því hvorutveggja. Hann vildi, að ég liti út eins vel og unnt væri. Honum fannst líka það geta verið rétt á Clibaud og Linu, það væri ekki nema kaup kaups fyrir meðferðina á mér. Þetta var sniðugt. Ef til vill ofmjög svo. Vel gæti það verið satt, en það var ekki ætlun mín að gleypa það hrátt. Ég spurði: — Hversu oft hafið þér tekið föt að láni, eftir uppá- stungu Thelbys? — Þetta var í fyrsta sinn, svar aði hún. — Eruð þér viss? Hvað um þetta smáræði, sem þér sýnduð mér í gær? — Ég sé ekki, að ég sé skyldug til að þola þetta, sagði hún. Ég hef sagt yður allan sann leikann. En auðvitað get ég ekki ætlazt til, að þér kannist við sannleikann. Það væri ofætlun. — Sleppum öllu persónulegu, hvæsti ég að henni. Álit yðar á mér kemur yður að engu haldi. Það sem máli skiptir er, hvaða álit ‘ég hef á yður. — Ég kæri mig ekki um, að þér hafið eitt eða neitt álit á mér. Ég væri beinlínis hrædd um það, eins og þér getið klúðr- að öllu, sem þér komið nærri. — Gott og vel. Ef þér ætlið að vera þver, get ég ekkert hjálpað yður. — Ég er ekkert þver, en ég er bara ekkert hrifin af fram- komu yðar. — Það skiptir engu máli. Þér hafið ekki annað að gera en svara nokkrum einföldum spurningum. — Ég hef sagt yður, að ég hef aldrei áður tekið kjól til láns. — Rétt. Ég ætla að trúa því, ef ekki til annars, þá til þess að tefja ekki fyrir. — Þér eruð skepna! — Ég veit það. En höldum okkur við efnið. Hefur Thelby hjálpað nokkrum öðrum stúlk- um í sambandi við kvikmynda- ráðningu? — Áreiðanlega ekki. — Hann heldur sig þá ein- göngu að yður? — Ég veit ekki, hvað þér eigið við, svaraði hún. — Benny hefur verið mér góður vinur. Engin stúlka gæti átt óeigin- gjarnari vin. Eruð þér að reyna að gefa í skyn, að eitthvað meira sé á milli okkar? — Nei, hjálpi oss vel. Til hvers ætti ég að vera að því? Þér farið bara heim til hans, skiptið um föt og labbið svo út í mat með honum. _ — Hvað er að athuga við það? Ég bý miklu lengra í burtu, og auk þess verð ég að hafa ein- hverja hjálp, ef ég klæði mig svona fínt, og Laura er svo góð að hjálpa mér. — Hver er Laura? — Konan hans auðvitað. Sal'ly glápti aftur á mig. — Eruð þér svo ósvífinn að gefa í s>kyn, að . . Ég greip fram í fyrir henni. Ég er ekkert að gefa í skyn, skyldi þó e.kki vera einskonar spurninga. Þessi Laura. Hún skyldi þó ekki vera einskonar listakona? Málari eða þesshátt- ar? — Jú, víst er hún það. Hún rnálar ágætlega. Hún hefur mál- að andiitsmynd af mér. Hún sá mig í búðinni og bað um að mega mála mig. Þannig kynntumst við og urðum vinkonur. Og það var Laura, sem hvatti mig til að halda áfram að teikna. .— Svo þér teiknið? Lika þér? Áherzlan, sem ég lagði á orðin móðgaði hana enn meir. — Ég veit ekki til hvers ég er yfirleitt að tala við yður, hvæsti hún. — Þér leggið allt, sem ég segi, út á versta veg. — Það er nú bara ímyndun yðar, sagði ég. — Ég er ein- mitt að reyna að hjálpa yður — alveg eins og Laura og Benny. En hvað er annars um þennan Wally, sem þér fóruð að hitta í gær? Hún gapti. — Er yfirleitt nokk uð til, sem þér vitið ekki um mig? — Jú, margt. Ég hef til dæm- is enga hugmynd um, hvaða matur yður þykir beztur á morgnana, né heldur hvar þér kaupið skóna yðar, en það skul- um við annars láta liggja milli hluta í bili. Segið mér heldur um hann Wally. — Látið hann eiga sig. Hann á engan þátt í þessum vandræð- um. Hann er kvikmyndaleikari. Hann ætlar að fara með mér til upptökunnar í dag. Eg varð að segja honum. . . Hún lauk ekki við að segja, hvað hún ætlaði að segja honum, því að í þessu var barið að dyrum, svo að hún snarþagnaði. Ég bölvaði í hljóði, en skapið batnaði strax er ég sá, hver var, sem inn kom. Hann sagði: — Hæ, Ritzy. Ertu nú að taka fram fyrir hend urnar á mér. Ég held þú ættir að kynna mig þessari dömu. Ég svaraði: — Ungfrú Dutton, þetta er Burchell lögreglufull- trúi. — Ungfrú Sally Dutton. Burchell minnti meira á klæð- skeragötu Lundúna en Scotland Yard. Hann sagði: — Jæja, ung- frú Dutt. Ég skal ekiki ónáða yður mikið í bili. Við erum bara að fá yfirlit yfir þetta. Og við þyrftum að fá fingraförin yðar, ef yður væri sama. Á eftir honum kom sérfræðing ur með blekpúða. Hann var ósköp meinleysislegur á svipinn, en Sally horfði á hann eins og hann væri sá gamli sjálfur. SHÍItvarpiö LAUGARDAGUR 4. JANÚAR. 7:00 Morgunútvarp. 7:30 Fréttir. — Tónleikar 7:50 Morgunleikfimi 8:00 Bæn —- Veðurfregnir. 8:30 Fréttir — Tónleikar. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14:30 í vikulokin (Jónas Jónasson). 16:00 Veðurfregnir — Laugardags- lögin'. 16:30 Danskennsla (Hreiðar Ásvalds- son). 17:00 Fréttir. Þetta vil ég heyra: Karl Karls- son sjómaður velur sér hljóm- plötur. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Dísa og sagan af Svartskegg'* eftir Kára Tryggvason; I. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl* inga (Jón Pálsson). 18 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 „Uglan blóðugluklóa**, smásaga eftir Líneyju Jóhannsdóttur (Lár us Pálsson leikari). 20:15 ,,Aumingja Carmen": Guðmund- ur Jónsson gerir þessu hlut* verki sín skil. 21:00 Leikrit: „Flýgur fiskisagan**, gamanleikur eftir Philip John* son. Þýðandi: Ingólfur Pálma* son. — Leikstjóri: Balvin Hall* dórsson. Persónur og leikendur Alfred Booker borgarstjóri .... Þorst. Ö. Stephenseri Minnie kona hans ... Helga Valtýsd. Maggie þjónustustúlka ..... Bryndís Pétursdóttir Presturinn .......... Valur Gíslason Frú Pratt ...... Guðrún Stephensen Mospy .......... Þóra Friðriksdóttir 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.