Morgunblaðið - 04.01.1964, Page 17

Morgunblaðið - 04.01.1964, Page 17
Laugardagur 4. ian. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Um bók lndriða G. Þorsteins sonar „ Land og synir 44 Indriði G. Þorsteinsson: Land og synir. Valdimar Jóhannsson. Reykjavík 1963. I. Margur hefur spurt seinustu íimm, sex árin: Hvað dvelur Indriða? Kemur ekki skáldsaga frá honum í haust?“ Það eru sem sé liðin átta ár, síðan 79 af stöðinni kom í fyrsta skipti á bókamarkaðinn — og sex ár frá því að Indriði gaf út smá- sagnasafnið Þeir, sem guðirnir elska. Það var þess vegna sann- arlega ekkert undarlegt, þótt menn spyrðu — jafnt kunnugir sem ókunnugir, því að mjög er óvenjulegt nú á tímum, að ungir xithöfundar láti verða mjög langt milli bóka sinna, og kunn- ugir vita ,að Indriði er mikill þrek- og áhugamaður. Hann var ungur að árum hörkudug- legur vöruflutningabílstjóri á hinni löngu og erfiðu leið milli Keykjavíkur og Akureyrar, síðan atorkusamur leigubílstjóri og svo dugnaðarforkur við af- greiðslu hjá bókaforlagi, og hann er víkingur til vinnu sem blaðamaður, minnsta kosti þegar bann vill það við hafa. Og vissu- lega þurfti hann ekki að kvarta yfir þeim móttökum, sem hin víðkunna skáldsaga hans fékk, komnar af henni þrjár útgáfur og auk þesg hefur hún verið kvifcmynduð. Já, svo almenna athygli hefur þessi saga vakið, eins stutt og hún þó er, að aftur Og aftur hef ég heyrt, þegar ég hef farið í rútubíl yfir Vatns- skarð, að samfarþegar mínir hafa verið að bollaleggja um, hvar gilið sé, þar sem hinn ungi Skagfirðingur Indriða hafi hleypt bíl sánum út af veginum. Menn hafa borið þetta undir mig og hreint ekki viljað trúa þeirri ágizkun minni, að Indriði kunni að hafa grafið handa þessum sveitunga sínum hentugt gil með jafnauðvirðilegum tækj- um Og ritvélarbókstöfum, og svo hafa þeir þá borið málið undir þaulkunnugan bílstjórann, en ekki fengið viðhlítandi svar. Einnig hefur mikið verið svipazt um eftir hestinum fræga í Glóðafeyki .... Þetta minnir helzt á umtal fólks um sagasvið Jóns Thoroddsens og Jóns Trausta. Og víst er um það, að skáldrit, sem vekur slíkar bolla- leggingar, hefur hlotið það öf- undsverða hlutskipti, að svo til j-afngilda veruleikanum í hug- um samtíðarmanna höfu ndarins —• já, máski fyrst og fremst hinum innrj veruleika. Auðvitað hefur Indriði ekki alveg sloppið við þá öfund, sem vaknar hjá þeim vanmetakind- um, oflátum eða strandmönnum sem ævinlega sjá ofsjónum yfir gengi þessa skálds er vekur al- þjóðarathygli ineð vel gerðu og veigamiklu skáldriti. Þeir slá þó gjarnan varnagla, svo að þeir eigi þess kost að núa sér upp við höfundinn með smeðju- legu lofi, ef svo kynni að fara, að hann reyndist með afbrigð- um sigursæll síðar meir og því kynni að fylgja nokkur frami að geta orðið honum að minnsta ®ð minnsta kosti málkunnugir. Gagnvart Indriða hafa þeir farið frekar varlega, flestir kosið hátt Gróu og Marðar frekar en að skrifa í blöð eða tímariit. En þessar meinakindur hafa mjög hækkað róminn, eftir því sem fleiri hafa liðið árin, án þess að ný skáldsaga bærist frá höfundi 79 af stöðinni: „Mann grunaði það nú, að ekiki gæti verið mjög mikils að vænta af þeim manni. Það, sem gaf þessu kveri hans sýndargildi, var end- urskin af stíltöfrum Heming- ways. —• það var nú allt og sumt.“ Síðan rétt aðeins tú- tommu-varnagli: „Við sjáum nú hvað setur, — hver veit?“ En fjölmargir biðu nýrrar skáldsögu frá Indriða af já- kvæðri eftirvæntingu. Þeir hafa viðurkennt að Indriði hafi lært af Hemingway — eins og Lax- ness fyrir aldarþriðjungi af Sin- olair Lewis — hafi að hans dæmi stillt strengi stíls síns í samræmi við hljóðfall mjög breytilegra og ærið óræðra tíma, og þeim hefur þótt einsýnt, að hin róm- aða skáldsaga hans vitnaði um óivenjulega form- og skáldgáfu. Hin langa bið hefur verið þeim merki þess, að Indriða væri ljóst, hve vandi honum væri á höndum — að hann mætti hvorki í næstu sögu hjakka í sama far- inu né láta sér fatast á því nýja einstigi, sem hann veldi sér. Og víst hafa þeir beðið milli vonar og ótta. Jafnvel hugsanlegt að Indriði vandaði sig svo mjög, að vandfýsnin slægi um of á þá ólgu og þann frumstæða þrótt, sem er til lýta ríkjandi í hinni frekar óhrjálegu Sæluviku, en gætir næstuim eingöngu til bóta í 79 af stöðinni. 2. Loks er þá bókin komin og er svo sem engin doðrant, þótt lengi hafi hún verið í deiglunni. Hún heitir Land og synir. Það nafn er mikillar merkingar og þó eittlhvað vandræðalegt við það. Mér liggur við að ætla, að skáldið hafi lent á því eftir langa leit, sem hann hafi lagt upp í með þeim ásetningi að forð ast í vali sínu sýndarmennsku og sölusjónarmið, enda kitlar ekki heitið, sem hann hefur valið eyru manna eða flýgur upp í fangið á þeim. En þá er það sagan sjálf. Ég býst við, að hún komi mörgum á óvart. Yfirleitt munu menn hafa hugsað sér, að þótt Indriði þræddj ekki í nýrri sögu sömu leið og í 79 af stöðinni, mundi 'hann þó einkum lýsa lífsháttum og sköpum þess fólks hér í Reykjavík, sem hefur alizt upp í sveitum landsins, en af ýmsum ástæðum lent í þeim sterka straumi „sem stráin ber í fangi út að sjó.“ En sú hefur ekki orð- ið raunin. Sagan nýja gerist á nokkrum haustdögum norður 1 Skagafirði — á árum kreppu og mæðiveiki. í rauninni er þetta efnisval Indriða eðlilegt. Þesisa bók hefur hann orðið að skrifa, áður en hann hallaði sér á ný að samtíð- inni og því umhverfi, sem hann hefur nú lifað í um nokkurt ára- bil. Við að rýna í harmræn ör- lagarök aðalpersónu sinnar í 79 af stöðinni hefur honum orðið það enn ljósara en áður, að „enginn getur ættarböndin slit- ið og eðli sínu breytt á skammri stund“, og hann finnur sig knú- inn til að gera sér sem allra ljósasta grein fyrir öllu því er mótaði það fólk í bernsku og æsku, sem flúði úr fásinni strjál býlisins, meðan enn var þar flest lítið breytt frá fornum háttum og getuleysi ,og nú býr við allt aðrar aðstæður í alólíku um- h'verfi hraðbreytilegrar höfuð- borgar og elur þar upp nýja kyn slóð, án þesis að hafa til þess nema að litlu leyti skilyrði þekk ingar og reynslu, hvað þá forn- rar og þrautreyndrar ættarhefð ar. Hann verður að hyggja sem nánast að hverjum þeim þætti, sem úr eru snúnir þræðirnir, er tengja þetta fólk ætt, lífsháttum og átthögum og verða til æviloka uppistaðan í vef lífs þess og skapa. Þessi saga er og ja<fn ólík hinni fyrri og lífið á árum kreppu og mæðiveiki í skagfirzkri sveit Reykjavíkurlífinu á tímum styrj aldar og hersetu. En ungi mað- urinn, sem er aðalpersóna þessar ar sögu gæti hins vegar verið sýndarheimsmaðurinn úr 79 af stöðinni, sem reynist saklaus og hjálparvana afdalaeinfeldningur um leið og hin grálynda glæsi- blekking verður honum ljós og hrófatildur hamingjudraumsins hrynur til grunna. 3. Stíllinn á þessari sögu er allur annar en á fyrri bókum Indriða. Þarna er ekkert hrátt eða óhrjá- legt svo sem í Sæluviku, og eng- ir dúandi kvenlegir bakhlutar úti í glugga eins og getur að líta Indriði G. Þorsteinsson í einni sögunni í hinu síðara smá sagnasafni Indriða. Ekkert er heldur spankennt eða æsilegt við stílinn svo sem fyrir bregður í 79 af stöðinni og er þar víðast við hæfi og ekki er yfir honurn frekar en atburðarrásinni nein áberandi reisn. En höfundurinn hefur auðsjáanlega — eða ef til vill nákvæmar sagt auðskynjan- lega — því að þarna koma sann- arlega til fleiri skynfæri en aug- að, — lagt mjög mikla og þraut- seiga rækt við mótun og sam- hæfingu stílsims, kappkostað í endurteknum yfirlestrum og af- skriftum að fella hann sem fast- ast og haganlegast að efninu, og hvergi hefur komið fram hjá Indriða önnur eins málfegurð og orðauðgi og í þesisari sögu — og hvergi slíkur samfelldur, iðu- laus og launþungur undirstraum ur. íslenzkar sveitasögur eru orðn ar allmargar, en þessi er að gerð og stíl gerólík þeim öllum. Ég hef áður vikið að því, að hún er ekki löng. Þegar ég tók eftir hve lengi ég hafði verið að lesa hana, greip ég Skáldatíma Lax- ness sem hjá mér lá og brá á rælni að athuga hve hún hefði orðið margar arkir með jafn miklu lesmáli á síðu og er í bók- inni um Canossa-göngu Nóbel- skáldsins. Arkirnar hefðu orðið aðeins níu. Höfundurinn leggur sem sé á það feiknamikla áherzlu að rekja upp í sem allra stytztu máii þann vef lífs og skapa sem ég gat um áðan og fá þó sýnt sem gleggst þættina sem þræðir uppistöðunnar eru snúnir úr. Samt býst ég við, að fyrstu at- hugun muni sumum — og það jafnvel frekar góðum lesendum ---- þykja höfundurinn alllang- orður, því að inn í frásögnina skýtur hann víðast hvar ein- hverjum tilbrigðum um náttúr- unnar, dýranna eða náttúrumót- aðra mannvirkja: Litum og blæ- brigðum jökla og fjalla, holta og mela, flóa og mýra, móa og túna, lygnra og stríðra fallvatna, áhrif um skins og skugga, mismunandi skyggniis og úrfellis, dagsbirtu, röbkurs og myrkurs, einnig alls- konar hljóðum náttúrunnar, golu þyt og stormgný, dyn úrkornu, þusi og skrjáfi í grasi og lyngi, árnið og lækjarrísli, — sem og lífstjáningu dýranna, kvaki fugla og fuglaþyt, hundgá, hneggi og kvartandi jarmi; ennfremur göt- um og vegum, með þeirra mis- munandi sveigju-m og áferð — og loks yfirbragði lútra torf- bæja með moldrauðum og gul- toppóttum snydduveggjum og þyngslalegum haustbleikum þekj u-m. En þetta slæðist engan veg- inn óvart inn í frásögnina. Ein- mitt í þessu er fólgið það forrn sem höfundurinn hefur valið sér eftir áreiðanlega langa og erfiða leit og margar tilraunir, sem 'honum hafa ýmist þótt of hefð- bundnar eða ekki fundizt ná til- gangi sínum af öðrum ástæðum. Svo má frekar segja, að menn sögunnar séu felldir inn í þessa samsettu og margbrotnu heild en að þeir standi skýrt aðgreindir. Samt sem áður verðum við þess vis við leisturinn, að smátt og smátt lifna þeir — og lífsrök þeirra svo sem seytla inn í vi't- und okkar og verða okikur minn- ingaauki og éf til vill viðbót við þann játningaforða, sem allir eiga, en ýmsir gera sér lítt grein fyrir og sumir viðurkenna ekki nema að litl-u leyti, jafnvel fyrir sjálfum sér. í rauninni minnir sagan sem heild á náttúru fanta- síu eftir Kjarval, þar sem áhorf- andinn uppgötvar í hrauni og kjarri og mosa andlit með ýmsu svipmóti, sem orðið geta undar- lega raunveruleg og hugstæð. Það, sem skáldið vill láta okk- ur ráða af formi sögunnar -mundi mega orða þannig: Hver litur, hver lína í náttúrunni, hvert h-ljóð, hver ilmur, hver hreyfing vatna og-gróðrar, hver fugl í lofti og fiskur í elfi, hvert einasta dýr á bóndans búi — allt þetta er í órofa tengslum við þann, sem með því er fóstraður, og ekkí sízt var þetta svona á horfnum tímum einangrunar og fásinnis, frumstæðra aðstæðna og lítilla bosta, — hann er hluti af því og það af honum, og svo sem hann er út af því genginn, mun hann inn í það deyja, hvar sem hann beinin ber. 4. f rauninni eru persónur sög- unnar ekki nema fjórar og ein þeirra dóttirin í Gilsbakkakoti, er ilmur æsku og kvenlegs þokka og annað ekki, og það er hún í minningu okkar þó að við í sögulok komumst að raun um hið fornkveðna, að „á hverfanda hveli“ o.s. frv. Eða hver veit? Hún átti gamla foreldra, og máski var hjartað svo meyrt og minningabundið, að hafi á úr- slitastundinni, þegar allt hið gamla hrópaði á hana og mugga komandi vetrar byrgði sýn til óræðrar framtíðar, mátt sín meira en sá hvati og lævísi full- trúi tímgunarinnar ,sem notað hafði meðaumkun hennar með einmana og syrgjandi sveini til að fleygja íkveikjuorðum í arfa sátu langbældra fýsna? Það er þessi sveinn, Einar á Gilsbakkka, sem er aðalpersóna sögunnar, og svo eru það hinir gömlu samherjar og nágrannar, Ólafur faðir Einars, og Tómas, faðir stúlkunnar. Þeir eru full- trúar bjartsýnismannanna, alda- mótamannanna, þess anda, sem hafði heillað svo mjög hinn glæsilega og umdeilda bardaga- mann realismans og vin Brand- esar, Hannes Hafstein, að hann orti aldamótaljóð, sem eru ákall til Drottins, rómantísk og hug- sjónaleg hylling fornrar frægðar og heilla, lofsöngur til framtíðar möguleika ættjarðarinnar og eld'heit eggjan til þjóðarinnar, eldletruð árétting orða Jónasar: „Veit þá enginn að eyjan hyíta á sér enn vor, ef fólkið þorir Guði að treysta,’ hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða“, lýsa vorhvatar Steingrims: „Og bót er oss heitið, ef bilar ei dáð“. En hinir gömlu hugsjónabændur og samherjar hafa séð vonir bregð- ast og framtíðarroðann fölna. Þeir hafa beygð bök og búa enn í lágrisa hreysum fortíðarinnar, hafa ekki notið stritandi véla eða séð bylgjandi akra eða blað- fagra skóga. Á gamalsaldri lifa þeir kreppu í stað okurs danskra selstöðukaupmanna, safna skuld um í kaupfélagi, en ekki í dan- skri búðarholu — og í stað fjár- kláða hefur forsjónin sent þeim mæðivei'ki. Skarkandi vörubíll kaupfélagsins er hið eina tákn hinnar dáðu og vongjöfulu tækni þróunar umheimsins! ..En þeir hafa ekki gefizt upp. Þeir eiga þá erfðaseiglu, sem aldrei brást íslenzkum bændum á nauðöld- unuim, og þeir grípa til þess, sem heldur hverjum manni upp- réttum, meðan höfuðið er á boln um, neitunarinnar á því, sem öðrum hlýtur að sýnast óhaggan leg staðreynd, að þeir séu sigrað ir og örvona menn. Einari er á annan veg farið. Við sjáum raunar og finnum því betur, sem lengra líður á söguna hve traustum og viðkvæmum böndum hann er bundinn um- hverfi sínu og öllu, sem þar lifir og hrærist, en hann hefur ekki lifað daga glaðrar trúar og glæstra hugsjóna — hann hefur ekki séð rósrauðan bjarma fagur rar framtíðar roða brautsiglandi hafísihellu, þar sem Helja hefur setið á stóli hendandi „hungur- diskum yfir láð“. Hann er fædd- ur undir myrkvuðum heims- styrjaldarhimni, hefur ekki skort brýnustu nauðsynjar til að ná eðlilegum líkamsþroska, en hef- ur andlega aðeins notið áa og undanrennu þeirrar gróðarrauðu bjartsýnis- og hugsjónamjólkur, sem aldamótakynslóðin svolgraði af slíkum ákafa, að með fylgdi oft og tíðum meira en lítið af vindi. Hann er fóstraður á árum stöðnunar og uggs, sem er.u í hrópandi ósamræmi við eðlis- þarfir heilbrigðs æskumanns, og þegar hann hefur komizt aif æskuskeiðinu, myrkvar heims- kreppan himininn og kyrkir þær. vonir, sem með honum kunna að hafa leynzt um betri og bjart ari tíma í sveitum landsins. Mæðiveikihræin, sem hann hefuir séð á við og dreif um hin meira og minna uppblásnu, en samt sem áður kjarngóðu heiðalönd, sem faðir hans segir að alltaf hafi í hans augum verið hafin yfir annað land, varða síðan hinum stirnuðu vonum veginn í kirkjugarðinn. Húsfreyjan á Gilsbakka er látin. Þeir eru aðeins tveir í kot- inu, feðgarnir, og þeir eru ekki sammála um framtíðina frekar en þeir Einar og Tómas í Kotinu, sem raunar hefur reynzt meiri framlkvæmdamaður en Ólafur. Einar segir við föður sinn, að þeir ættu að flytja í kaupstað. Ólafur svarar „Þetta hafa menn sagt, síðan kreppan byrjaði, og nú, þegar féð drepst úr mæði- veiki, kunna ungir menn eins og þú engin önnur ráð en flytja“. Og gamli maðurinn er harðá- kveðinn í að þrauka. Þá er Tó- mas ekki myrkur í máli. Hann segir vig Einar: „Bölsýni í ung- um mönnum er mæðiveiki and- skotans.“.... En Einar breytir ekki um skoðun. Hins vegar er samband feðganna afar náið. Lýsingin á því er eitt hið bezt gerða og eftirminnilegasta í sög- unni. Og ef til vill hefði Einar ekki flutt, ef faðir hans hefði lifað nokkrum árum lengur. En hann veiktist skyndilega að syn- inum fjarverandi — og er dáinn þegar sonurinn kemur heim. Harmi Einars — undir hálf- hrjúfu yfirborði — lýsir skáldið af mikilli og væmnislausri inn- lifun. Stúlkan segir, þá er föðujr hans ber á góma: „Ég veit, að ef til em tveir staðir, góður og vond ur, þá fer hann í þann stað, sena er góður.“ Einar svarar: „Þá verða þeir að sækja hann.“ Hún: „Það getur verið.“ Einar: „Hann var aldrei fyrir að trana sér fram.“ Hún: „En mönnum einn og honum er ætlaður staður.“ Einar: „En samt var hann ekki að vinna sig í neina vist, þegar þessu lyki.“ Hún: „Þannig eru Framh. a bis 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.