Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. jan. 1964 MORGUNBLADIÐ 11 Jósi E. Ragnarsson: Raunverulega stðndum við öll andspænis sðmu vandamálunum" Willy Rrandt svarar spurningnni Itfiorgunblaðsins tNGUR og f jaðurmagnaður stjómmálamaður, f o r i n g i frjálsra eyjarskeggja í hinu rauða hafi konnmúnismans, framgjam og framfarasinnað- ur, hressilegur, en virðulegur í senn, maður hins nýja tima, þetta er WiIIy Brandt, rikj- andi borgarstjóri Berlínar, eins og hinn opinberi embaett- istitill hans hljóðar. Þegar ég var í Beriín í öndverðúim októbermániuði sl. hitti ég borgarstjórann augna- blík að máli í móttöku í Brandenburgerhalle í Sehöne- berger ráðhúsinu, etftir að boirgarstjórinn hafði lýst Ad- enauer heiðursborgara Ber- línar, f. h. hinna þýzku borga. Við athöfnina sagði Brandt m.a.: Við hefðum gjarna vilj- að sjá yður oftar hér í Beriín, hr. sambandskanzlari. Allir viðstaddir vissu, að hér var um ádeilu að ræða, ádeilu um meint áhugaleysi kanzáarans á málefnum Berlínar. Þetta lýsir borgarstjóranum vel, því að hann er opinakár og ákveð inn baráttumaður, jafnvel við athafnir, þegar öðruim þykir hæfa að draga yfir sig helgi- slepju. barna gafst sks mimair tkni til viðtals við borgarstjórann, ekki sízt þar sem viðtöl við slíka fyrirmenn þurfa að vera í þeim nákvæfmnistíl, að hvergi sé á heimsfriðinn hall- að. bað varð því úr, að ég ritaði niður spumingar mínar til hans og sendi honum dag- inn etftir. Skörarau sáðar var Wiliy Brandt lagður af stað til AÆríku og spurningar Mbl. biðu óþreyjufullar eftir svör- um hans og yfiriestri. Ég fékk síðan viðtalið sent frá borgarstjóronum með jóla- póstinum og með fylgja beztu kveður til allra landsmanna. — 0 — „Hefur ástandið í Berlín breytzt síðan 13. ágúst 1961, einkum hvað varðar bjartsýni og sjálfstraust borgarbúa á íramtíð Berlínar?" „Valdamenn rússneska her- námssvæðisins í Þýzkalandi reyndu að kyrkja Berlín með byggingu múrsins. Þessi til- raun þeirra hefur hinsvegar ekki tekizt. Borg okkar og efnahagslíf hennar er í mikl- um vexti. Þrátt fyrir lokun- ina með múrnum 13. ágúst 1961 starfa nú 20 þúsund fleiri starfsmenn við iðnaðinn í borg okkar, en fyrir bygg- ingu múrsins. Framleiðsla okkar hefur aukizt um 35 af hundraði og sparif jársöfnun hefur aukizt úr 1,4 milljörð- um marka í 2,3 milljarða. „Berlinarbúar hafa aldrei dæmt hið pólitíska ástand og aðstöðu borgar sinnar af ó- raunhæfri bjartsýni. VkS höf- um ávallt reynt að horfast í augu við staðreyndirnar. En Willy Brandt. það eru einmitt staðreynd- irnar, ekki sízt hinn efnahags- legi vöxtur Bcrlínar siðan 1961, sem veita okkur trú á framtíðina. Við munum einnig vinna bug á öllum erf- iðleikum framtíðarinnar með aðstoð vina okkar.“ „Hvað teljið þér einkuim gildi samstöðu erlendra manna með Berlínarbúum, hx. borgarstjóri?" „Berlín er orðin lifandi og sannfærandi sönnun fyrir afli frelsisins. I>að þökkum við ákveðni og einbeitni okkar og öflugum stuðningi vina okkar í hinum frjálsa heimi. Sam- staðan með Berlinarbúum er sönnun þess, að okkur Vest- urlandabúum er alvara, þeg- ar við Verjum frelsi okkar og réttlæti, og krefjumst sjálfs- ákvörðunarréttar fyrir alla.“ „Hvað viljið þér að lokum, hr. borgarstjóri, segja um hið gamla samband Þjóðverja, einkum Berlínarbúa og Norð- urlandanna, sérstaklega lands mins?“ „Milli Þýzkalands og Norð- urlandanna fimm hefur alltaf og er mjög náið samband, menningarlegt, efnahagslegt og ekki hvað sizt persónulegt samband milli fólksins. Við munum aldrei gleyma því, að stúdentar frá Norður- löndunum hafa reynt að hjálpa fólkinu handan múrs- ins, ásamt þýzkum skóla- bræðrum sínum. (Stúdentar frá Norðurlöndum, einkum Sviþjóð hafa mikið aðstoðað við flótta að austan síðan all- ar leiðir lokuðust. Einkum með því að útvega vegabréf. Nú er a.m.k. einn sænsknr stúdent í fangelsi , A-Þýzka- landi og tii dæmis um það horn, sem yfirvöld eystra hafa í síðu stúdenta frá Norð- urlöndum má geta þess, að mér var haldið í nokkrar klst. þegar ég fór yfir til A-Berlín- ar. Imsskot J.E.R.). Við erum mjög þakklát fyrir þann skilning, sem Norðurlandabúar, ekki hvað sízt hin íslenzka þjóð, hefur ávallt sýnt vandamálum okk- ar. Við erum þakklát fyrir siðferðilegan styrk og vináttu. Heimurinn er orðinn litill. Raunverulega stöndum við öll andspænis sömu vanda- málunum: Að viðhalda frelsi . okkar, og færa þeim á frið- samlegan hátt frelsi, sem ennþá fá ekki notið þess.“ Kennedy heitinn Banda- ríkjaforseti sagði í ræðu af svölum Schöneberger ráð- hússins við Rudolph- Wilde Platz, sem nú h-eitir John F. Kennedy Platz: Ioh bin ein Berliner, og átti þar við, að allir frelsiis og friðelskandi menn í heiminum vœru Beriínarbúar í hjarta sdnu, slíkt tákn er Berlin orðin í huguim fólks um víða veröM. Um leið og við endurgjöld- uim nú um áramótin hvatn- ingu Brandt borgarstjóra með góðum óskum til ibúa Berlínl ar, þá erum við um leið að óska sjálfum okkur þess frelsis og friðar, sem ibúar hinnar fögru borgar í rauða hafiniu hafa svo skelegglaga barizt fyrir — einnig okkar vegna. Ilrossadrápiö á Akureyri Athugasemd og MAÐUR er nefndur Guðmundur Snorrason, búsettur á Akureyrí, ekur bíl, á „sport“-hesta og er meðlimur og forsjá allþekkts fé- lagsskapar er nefnir sig „Hesta- mannafélagið Léttir.“ Téðum Guðmundi þykir hlýða að ávarpa mig nokkrum vel völd- um orðum í Mbl. 8. des sl., út af 6máfrétt er ég sendi varðandi hrossadráp á almannafæri hér á Akureyri, sennilega í nafni síns félagsskapar. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að hann hafi aldrei haft það af að stafa sig fram úr meiru en fyrirsögninni á fréttinni, því að annars hefði hann hlotið að sjá að ég tók ekýrt fram að ég vissi ekki hverj- ir voru þar að verki og varðaði ekki um það, enda var það verkn- aðurinn sem ég fann að og hann hefði ekki orðið afturtekinn úr því sem komið var. Ég kaus að fara þá leið áð vekja athygli sem flestra á því að yfir svona verknaði yrði ekki þagað, og á þann hátt að menn hugsuðu sig um áður en þeir fremdu hann enn einu sinni. Ég gerði enga tilraun til að eigna neinum verknaðinn og nefndi hvergi „sporthestamenn" eða þeirra félagsskap, og er það ein- getið hugarfóstur Guðmundar Snorrasonar. En út frá þessu hug arfóstri þykir honum sæma að hefja heiftúðuga árás á mig og bændur yfirleitt (og í bræði sinni nefnir hann mig óðalsbónda með búsetu á eignarjörð Akureyrar- bæjar. óðalsbóndatitilJinn virð- ist vera að fá nýja merkingu í yfirlýslng málinu). Hann hikar ekki við að birta nöfn tveggja bænda eins og hverra annarra óbótamanna, þótt annar hafi aðeins verið eig- andi tryppisins og víðs fjarri þeg ar verknaðurinn var framinn en hinn húsráðandi þar sem piltarn- ir áttu heima, sem verknaðinn unnu. Og svo segir Guðmundur: „Stéttarbræður þínir standa að þessum ófögnuði en ekki „sport- hestaeigendur‘:‘ á Akureyri." En hvernig var það með folaldið sem skotið var í Glerórþorpinu fyrir augum móður sinnar og fyrir augum smábarna sem höfðu gælt við það allt sumarið og bor- ið í það brauð? Guðmundur hef- ur ekkert um það að segja. Það þarf ekki að birta nöfn þeirra, sem þann verknað unnu, að hans dómi. Það skyldi þó ekki vera af því að þeir stæðu eitthvað nær hestamannafélaginu eða hans stétt? Áður en ég bið Guðmund Snorrason fyrirgefningar, ætla ég að biðja hann að kynna þá fyrir mér og alþjóð jafn ræki- lega og hina. Þá bræður Eirík og Kristin Björnssyni bið ég af- sökunar á að ég skyJdi veifa dul- unni svo ógætilega að nautið réð- ist á þá líka, ef mér leyfist að nota líkingamál. Það hefur ekki verið venja hér á Akúréyri og í nágrenninu þar sem ég þekki til að hlaupa til og kæra hrossa- eigendur út af hestum þeirra þó að menn hafi orðið fyrir átroðn- ingi af þeim. Heldur hafa menn reynt að ýta þeim af sér eða hafa upp á eigendunum og segja þeim til þeirra. Þetta getur stundum verið erfitt ef menn þekkja ekki hrossin og hafa menn stundum þurft að leita aðstoðar eftirlits- manns. En yfirleitt er reynt að leysa þessi mál með friðsemd. Þessi afstaða getur þó breytzt, ef menn geta búizt við að þurfa að sanna hverjir hafi átt hest- ana á túninu hjá sér í það og það skiptið. Ég get ekki sannað að öll þessi 40 hross sem voru á túninu hjá mér í haust í marg- umrætt skipti hafi verið frá Ak- ureyri en þó þekkti ég og fékk upplýsingar um 7—8 hestaeig- endur sem áttu þarna hross og voru þeir allir Akureyringar. (Guðmundur Snorrason vill kannski láta birta nöfnin þeirra). Enda er tvoföld varnargirðing hér fyrir norðan bæinn og varla við mörgum utanbæjarhrossum að búast í bæjarlandinu. Að lok- um vil ég benda Guðmundi Snorrasyni á, þar eð ég veit að hann vill hafa það sem sannara reynist í símun málflutningi og byggja á haldgóðum upplýsing- um, að á Kífsártúni hefur ekk- ert hross verið drepið og ég hef engar nytjar af Kífsártúni. Enn- fremur er ég fréttaritari Morg- unblaðsins í Eyjafirði og hef vissar skyldur í því sambandi, en aðeins almennar skyldur við ákæruvaJdið. Kífsá, Ak. 22/12 ’63 Víkingur Guðmundsson. YFIRLÝSING Guðmundur Snorrasoh, hesta- maður á Akureyri, fær birtan eft- ir sig greinarstúf í Mbl. þann 8. des. sl. undir yfirskriftinni At- hugasemd. f pistli þessum stað- hæfir hann að ég undirrit- aður ásamt bróður mínum Eiríki hafi staðið fyrir drápi á tryppi á túninu á Kífsá nú í vetur. Tryppi þetta á að hafa verið skot- ið á færi í miðjum hrossahópi. Það er tilhæfulaust með öllu að við bræður höfum átt nokkurn hlut að þessu. Að vísu var um- rætt tryppi á Eiríks vegum og hafði hann beðið Kolbein Sig- urðsson að handsama það til slátrunar, en önnur fyrirmæli gaf hann honum ekki og þá auðvitað ekki að verkið ætti að fram- kvæma á sunnudegi. Vissi hvorki ég né Eiríkur um slátrun á hross- inu fyrr en eftir á. Kolbeinn Sig- urðsson er ekki heimilismaður hjá mér og hefir aldrei verið. Guðmundur vitnar í frétt, sem birtist í Mbl. af þessu drápi og ber það á fréttamanninn, að hann svívirði saklausa menn og hirði ekki um að kynna sér hvað er rétt eða rangt, en sjálfur hikar hann ekki við að nafngreina sak- lausa menn í því skyni að sverta mannorð þeirra og mætti því benda Guðmundi hestamanni á það sama og hann fer fram á við fréttaritarann, n. 1. að biðja þá menn opinberiega afsökunar, er hann níðir niður án tilefnis. Kristinn Gestsson, Kotá, Akureyri. Fyrst farið er að bendla menn persónulega við þetta er rétt að Geymsluskúr brann í Kópavogi ELDUR kom upp i bílskúr við búsið núimer 21 við Skólagerði í Kópavogi mánuda,gin.n 30. dies. Skúrinn er steyptur, svo að lítið skemimi.st af honuim sjájfum, nema þaikið. Hins vegar áttu noúakrar fjölskyldur geymt dót í skúrnuim, og mun það allt hafa eyðilagzt. — Eldsupptök eru ókunn. leiðrétta að hesturinn var ekki skotinn á færi heldur handsam- aður áður en hann var skotinn. Annað sem í fréttinni stendur þarf ekki breytinga við. Víkingur Guðmundsson. Neíndsemjiírum- varp um æsku- lýðsmál MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipað nefnd til þess að semja frumvarp til laga «m æskulýðsmál, þar sem sett séu ákvæði um skipulagðan stuðning rílds og sveitarfélaga við æsku- lýðsstarfsemi, er meðal annars miði að því að veita æskufólki þroskandi viðfangsefni í tóm- stundum Formaður nefndarinnar ei Knútur Hallsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, og far- ið hefur verið fram á að eftir- greindir menn taki sæti í nefnd- imni: íþróttafulltrúi ríkisins Þorsteinn Einarsson, æskulýðs- fulltrúi Reykjavíkurborgar, síra Bragi Friðriksson, tómstunda- ráðunautur Æskulýðsráðs, Jón Pálsson, forseti íþróttasamband Islands, Gísli Halldórsson, sam- bandsstjóri Ungmannafélags ís- lands, síra Eiríkur J. Eiríksson, skátahöfðingi íslands, Jónas B. Jónsson, forseti Æsikulýðssam- bands íslands, Ólafur Egilsson, og aeskulýðsfulltrú:' Þjóðkirkjunn ar, síra Ólafur Skúlasön. Ætlazt er til, að nefndin hafi lokið störfum svo snemma, að unnt verði að leggja frumvaxp um æskulýðsmál fyrir næsta regluJegt AJþingi. (Frá menntamálaráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.