Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUN RLAÐIÐ
Laugardagur 4. jan. 1964
Eftir Guðmund Daníelsson
ÉG LAS það fyrir skömmu eftir
fraegan bókmenntamann, að nú-
tíma skáldsagan væri dauð, eða
hérumbil. Þau ósköp höfðu gerzt
með þeim hætti, að skrifaðar
hefðu verið ein eða tvær bækur
í þeirri grein svo fullkomnar, að
síðan lægi þessi bókmenntagrein
í andarslitrunum um víða ver-
öld. Ekkert meira að gera á
þeim vettvangi! Yfir valnum
gnæfðu tvö nöfn eins og ófor-
gengilegir bautasteinar yfir
framliðinni íþrótt og mændu
inn í eilífðina. Annars heims-
endir um garð genginn í þeim
bæ.
Kommúnistar tóku þessum
tíðindum þungbrýnir og nokkuð
svo áhyggjusamlegir, enda höfðu
nokkra ástæðu til. En venjulegt
fólk hló og skáldin héldu áfram
að skrifa.
Þegar kunnáttusamur maður
finnur upp á því að segja 'snjalla
sögu útúrdúralaust án hrekkja
og ónáttúru, eru miklar líkur
til, að úr verði góð skáldsaga.
Og nú hefur Guðmundur Daníels-
son lagt eina slíka á borðið hjá
okkur ofan á margar aðrar góð-
ar. Og ég er að vona, að heims-
endir skáldsögunnar verði ekki
annað en nokkurs konar hala-
stjörnuærsli á fólki, sem af ein-
hverjum illum ástæðum hefur
misst fótfestuna á jörðínni. Og
sér ekki lengur menn heldur
drauga.
Guðmundur Daníelsson á orðið
að baki sér langan og afkasta-
mikinn rithöfundaferil. Frjósemi
hans og sagnagnótt hefur verið
ærið mikil. Ekki dettur mér í
hug að telja allar bækur Guð-
mundar jafn gildar og traustar
bókmenntir. En viðfangsefni
hans hafa alltaf verið góðu skáldi
samboðin og verk hans jafnan
atorkusamlega af hendi leyst.
Það tók hann að vísu nokkurn
tíma að finna sjálfan sig, finna
sitt eigið hugsanasnið, sitWorm,
sinn stíl, sitt eigið tungutak. Og
þó er gaman að gefa því gaum,
hve snemma öll höfuðeinkenni
Guðmundar, er síðan verða, koma
fram í fyrstu verkum hans.
ísafoldarprentsmiðja hefur gert
þann samanburð næsta auðveld-
an með því að gefa nú út sam-
tímis Húsinu fyrstu skáldsögu
Guðmundar Daníelssonar Bræð-
urnir í Grashaga, í minningu
þess, að þrjátíu ár eru liðin frá
því, er hann hóf skáldferil sinn
með ljóðabókinni: Ég heilsa þér.
Mig fyrir mitt leyti langar ekki
til að taka neitt aftur af því,
sem ég skrifaði um Bræðurna í
Grashaga, haustið 1935, en þar
komst ég meðal annars svo að
orði: „Það er í skemmstu máli
um þessa bók að segja, að hún
er með ólíkindum vel skrifuð af
byrjanda. Veldur þar mestu um,
að Guðmundur hefur þegar kom-
izt upp á lag með að skrifa sjálf-
stæðan og skemmtilegan stíl.“
Og ég var svo sem ekki einn
um þessa skoðun. Um þetta voru
allir sammála, sem þá létu sig
nokkru verulega skipta, hvernig
orkt var og ritað á íslenzka
tungu, og tóku margir dýpra í
árinni en ég.
En höfundarverk Guðmundar
Danielssonar á óumdeilanlega
sína tinda og sínar laegðir, enda
væri annað óhugsandi. Það er
vitanlega frágagnssök að rök-
styðja það í stuttri grein, sem
gerir ekki tilkall til að vera ann-
að né meira en persónuleg skoð-
un mín, að frá sjónarmiði list-
rænna vinnubragða séu tindarn-
ir í skáldsagnagerð Guðmundar
Danielssonar Mannspilin og ásinn
1948, Blindingsleikur 1955 og
þessi síðasta bók hans Húsið. Það
eru raunar merkileg innri tengsl
milli Hússins og Mannspilanna
og ássins, sem ég ætla, að ein-
hverntíma þyki ómaksins vert
að draga fram í dagsljósið, þegar
rituð verður þroskasaga skálds-
ins Guðmundar Danielssonar, og
með samanburði þessara tveggja
verka blasir það einna ugljós-
ast við, hvað hann hefur lært á
síðustu fimmtán árum. Það er
munurinn á því að vera óráð-
inn en snjall — og fullharðnað-
ur og fær.
Guðmundur Danielsson gerir
sér ekkert far um að dylja það,
að það er Húsið á Eyrarbakka,
sem er svið hinnar nýju skáld-
sögu hans og miðdepill. Á hlífð-
arkápunni er mynd af þessum
gamla hefðargarði, með assistents
húsinu, veðurvitanum og tignar-
legri fánastönginni. Brimver sög-
unnar, sjógarðurinn, fjaran,
skerin, engjamýrin fyrir ofan,
heiðin. Þetta er Eyrarbakki. En
þó að þessi mynd sé snilldarlega
dregin er hún 1 sjálfri sér ekk-
ert meginatriði. Hún er aðeins
hagleg umgerð. Guðmundur
hefði eins vel getað notað Djúpa-
vog, Húsavik eða Hafnarfjörð
fyrir slíka umgerð, ef hann hefði
þekkt þessa staði eins vel og
Eyrarbakka. Það sem máli skipt-
ir er það, að Guðmundur fyllir
þetta hús af þráðlifandi fólki,
fyllir allt plássið af bráðlifandi
fólki, sem heyr þarna sína heims-
styrjöld og örlagabaráttu, skop-
lega, hlálega átakanlega, grát-
lega og allt þar á milli — eins
og lífið sjálft. Þetta er heims-
veldi Lassens-verzlunar, sem
einu sinni var voldug, átti pláss-
ið, fjöruna, þangið, húsin, fólkið,
allan landsfjórðunginn — en er
nú komin að fótum fram. En
það kemur margt í ljós, þegar
stórveldi hrynur, sem leynist
undir yfirborði kyrrstæðra hátta
meðan gömul lög gilda; hrika-
leikur andstæðnanna, litbrigði
ljóss og skugga: Göfugmennska,
síngirni, drengskapur, klæki-
mennska, . varðveizla, sóun,
irausn, smásálarskapur, heiðar-
leiki, ábyrgðarleysi. í Húsi Guð-
mundar og plássi eigast öll þessi
öfl við og fylla augnablikin
átakaþrungnu lífi, hvert augna-
blik frá sunnudagsmorgni um
sumarmál, þar til einn morgunn
snemma í febrúar að öllu er lok-
ið. Og hvað hefur skeð? —
Ógleymanleg saga — eins og
Guðmundur Danielsson segir
hana.
Ég held að ég leyfi mér að
fullyrða, að svo snjall persónu-
smiður, sem Guðmundur Daniels-
son hefur löngum verið, hafi
honum aldrei tekizt jafn meist-
aralega með jafn margar per-
sónur í einni bók, eða nánar
greint allar persónur einnar bók-
ar. Þær eru margar og þær koma
ekki allar mikið við sögu, en
það má engin þeirra missa sig.
Hver um sig leggur til sinn skýra,
hnitmiðaða drátt í þá fjölbreyti-
legu lífsmynd, sem skáldið bregð-
ur upp. Það er í rauninni sama
hverja þeirra maður kveður
fram í huganum, verzlunarstjór-
ann Henningsen, frú Ingveldi
Henningsen, sem er fædd Ból-
stað, dæturnar Katrínu og Agn-
esi, svo furðulega ólíkar og þó
líkar, vinnumanninn, — Hús-Teit
— það er eins og maður hafi
þekkt þetta fólk frá blautu
barnsbeini. Og læknirinn og lyf-
salann og prestinn og Jón bónda
í Klöpp, og „nútíma manninn"
Tryggva Bólstað og Eyjólf snikk-
ara, að ógleymdri eldakonunni,
Jónu Geirs og „smörbrauðs-
dömunni" og stofupíunni Ásdísi.
í óendanlegri röð smárra og
stórra tilvika birtist allt þetta
birtist allt þetta fólk, hvert með
sínu fasi, látbragði, tungutaki,
umleikið sínum sérstaka andblæ,
frjálst, náttúrlegt, en sveigt með
hörðum aga undir lögmál verks-
ins. Ekki eins dækmi, sem betur
fer, í íslenzkri skáldsagnagerð,
en eitt af ekki allt of mörgum.
Og hvað sem öðru líður, fjarska-
lega ánægjulegur vottur þess, að
skáldsagan er ekki dauð á ís-
landi og að íþrótt skáldsagna-
gerðarinnar lifir hér enn með
blóma, þrátt fyrir tilkomu þeirra
bóka, tveggja eða jafnvel einn-
ar, sem meinast hafa gert iðkun
þeirrar íþróttar ófremjanda
verk unz himinn rofnar.
Meistarabragð skáldsögu velt-
ur ekki á því einu, hve fimlega
sagan er sögð, ekki heldur því,
hve skýrum, lifandi dráttum
persónur hennar eru dregnar, né
hve skörpu ljósi þær varpa hver
á aðra með atferli sínu í gangi
sögunnar. Þetta skiptir miklu, en
ekki öllu. í hverju skáldverki er
ein persóna að auki, sén eða
ósén, höfundurinn sjálfur. Smiðs-
högg höfundarins, eða skeif-
högg, veltur endanlega á því,
hverja siðferðilega afstöðu hann
hefur sjálfur til verks síns, hve
ríka ábyrgðartilfinningu hann
hefur sjálfur gagnvart því lífi og
örlögum, sem hann hefur skapað
í verki sínu. Og drengskap. Skáld
getur reist persónur sínar eins og
menn á taflborði og ráðizt síðan
á þær, spottað þær, svívirt og
hrakið, til þess að þjóna nátt-
úru sinni eða vega að einhverj-
um, sem það þorir ekki til við
öðru vísi. Slík vinnubrögð eru
ekki allskostar fágæt og gætir
jafnvel í verkum höfunda, sem
allhátt bera f jaðurskúfinn í
heimi bókmenntanna um sinn,
enda slík bolabrögð af vissum
hópum manna metin til andlegra
hreystiverka.
Guðmundur Danielsson státar
ekki með neinum slíkum hreysti-
verkum í þessari bók. Hann fjall-
ar um allar sínar persónur af
nærgætinni tillitssemi, umgengst
þær með lotningu, segir þeim
fyrir verkum og stýrir örlögum
þeirra með djúpri ábyrgðartil-
finningu. Að visu oftast með of-
urlítið kankvíslegt bros í öðru
munnvikinu en fyrst og fremst
ríkan samúðarskilning í augna-
ráðinu. Þess vegna verður leikur
lífsins í Húsinu og plássinu ekki
skrípaleikur, heldur fíngerður,
hljóðlátur harmleikur með ívafi
af kátlegri glettni lífsins og
hrjúfu gamni. Það er þessi djúpa
ábyrgðartilfinning, þessi sið-
ferðilega afstaða höfundarins til
verks síns, sem hefur þessa bók
Guðmundar Danielssonar upp á
svið hinna ágætu bókmennta.
að er hún, sem er kórónan á
þeirri kunnandi, sem verkið ber
í sér, sveipar það birtu skáld-
legrar fegurðar og gerir hvassa
skarpskyggni þess að mildri lífs-
vizku.
Guðmundur Danielssyni hefur
tekizt að reisa Hús sitt í hverju
kauptúni á íslandi og gera okkur
alla að borgurum í Brimveri. Svo
nærstæður og mennskur er veru-
leiki þess lífs, sem bókin lýsir,
ótímabundinn, óstaðbundinn inn-
an sinna þröngu marka. Það er
spá mín, að þessi bók eigi eftir
að bera hróður Guðmundar út
fyrir mörk þessa lands, og raun-
ar hrein handvömm ef svo verð-
ur ekki. Og ég held, að hún eigi
eftir að bera hróður Guðmundar
út fyrir mörk þessa lands, og
raunar hrein handvömm ef svo
verður ekki. Og ég held, að hún
eigi eftir að standa allnokkra hríð
sem gilt verk í þeim heimi, hvar
skáldsagan meinast að hafa lif-
að sinn dag utan kannski hjá
Papúum og Grænlendingum.
Holti 27/12 1963
Sigurður Einarsson.
Ákvæðisvinnutaxtar og ábyrgð verktaka
í ÞJÓÐFÉLAGI þar sem
launa og atvinnumál eru ekki
í jafnvægi, getur orkað tví-
mælis að taka fyrir einn þátt
atvinnulífsins, en láta aðra vera
sem ef til vill þyrftu enn frekari
athugunar við.
Almennt mun sú skoðun ríkj
andi að ákvæðisvinna sé sú
vinnutilhögun, sem liklegust
sé tiil þess að skila beztuon ár-
angri og gefi verkafólki færi á
bættum launum í samræmi við
afkastagetu og hagkvæmni í
vinnubrögðum.
Ákvæðisvinnunni er auðveld-
ast að koma við á þeim stöðum,
sem vinna er staðbundin, eins
og t.d. í verksmiðjum, en þar
er tiltölulega auðvelt að koma
við nauðsynlegum tímamæling-
um og öruggu eftirliti.
Þar eru lí'ka önnur skilyrði
fyrir hendi, t.d. hefur vinnuveit-
andinn í höfuðatriðum gagn-
stæða hagsmuni vig verkafólkið
og leitast hann því við að semja
við það um sem hagkvæmast
verð á vinnunni, en afkoma verk
smiðjunnar byggist að verulegu
leyti á því, að vinnukostnaður
sé hóflegur.
Sú hætta er alltaf yfirvofandi,
þegar unnið er í ákvæðisvinnu,
að verkvöndun bregðist, en í
verksmiðjum er tiltölulega auð-
velt að fylgjast með slíku, enda
er vöruvöndun lífsskilyrði fram-
leiðslunnar, ef varan er seld í
samikeppni.
í byggingariðnaði hefur verið
unnið í ákvæðisvinnu svo ára-
tugum skiptir og nefnist hún í
daglegu tali „uppmæling". Mál-
I arar, múrarar, trésmiðir, vegg-
fóðrarar og pípulagningamenn,
vinna samkvæmt uppmælinga-
töxtum, en í misjafnlega ríkum
mæli.
Þótt menn séu sammála um,
að þessi vinnutilhögun sé til
fyrirmyndar og geti verið hag-
kvæm bæði verkafólki og verk-
kaupum (húsbyggjendum), hef-
ur raunin orðið sú, að fátt hefur
mætt eins almennum óvinsæld-
um. Ástæðurnar til óvinsæld-
anna eru margar, en varhuga-
vert er að dæma gott málefni
eftir meðferð skammsýnna
rnanna. Telja má, að höfuðástæð-
an fyrir vandræðum uppmæling
artaxtanna sé sú, að sveinarnir,
sem framkvæma uppmælinga-
vinnuna, hafa í raun og veru
engan hagsmunalegan gagnaðila
til að semja um taxta sína við,
sambærilegan við t.d. verksmiðju
eigendur gagnvart verksmiðju-
fólki.
Iðnmeistarar og iðnfyrirtæki,
sem taka að sér framkvæmd
verka, eru ekki verktakar i þess
orðs fyllstu merkingu, nema í
i'þeim tilfellum, sem verkin eru
tekin skv. útboði. í öðrum til-
fellum framselur verktakinn
vinnuna samkvæmt reikningi,
hvort sem um uppmælingu eða
tímavinnu er að ræða og er þá
fjárhagsleg ábyrgð verksins al-
gjörlega á herðum verkkaupans.
Þegar verk eru tekin skv. út-
boði ber verkkaupi ekki ábyrgð,
nema á tilboðsupphæðinni, haifi
hann gengið tryggilega frá út-
boðsskilmálum, en verktakinn
beir ábyrgð á ag verkið sé fram-
kvæmt og verður hann því fyrir
tjóni, ef óhöpp henda eða sleifar
lag er á framkvæmd verksins,
en hagnast auðvitað, ef fram-
kvæmd venksins fer svo vel úr
hendi, að kostnaður verði lægri
en tilboðsupphæðinni nam.
í þessum tilfellum hættir verk
takinn nokkru, en það er for-
sendan fyrir því, að hann eigi
rétt á hagnaði. Þótt nokkuð
hafi fjölgað þeim verkum, sem
unnin eru samkvæmt útboði, eru
þau verk í miiklum minnihluta
og fjöldi verka, sem fara af stað
sem tilboðsverk, breytast í tíma
vinnuverk, vegna ónógs undir-
búnings. Þá má benda á, að til
eru samtök verktaka, sem banna
fólagsmönnum sínum að gera
tiltooð í verk.
Hin mikla eftirspurn, sem er
eftir vinnu iðnaðarmanna, mun
án efa eiga sinn þátt í þeim erfið
leikum, sem eru á heilbrigðri
þróun þessara mála, en verk-
kaupar gæta oft ekki hófs í fríð
indaboðum sínum, er þeim liggur
á fraimkvæmd verka. Að nokkru
má einnig rekja skort á lærðum
iðnaðarmönnum til þess, ag svein
ar og meistarar hafa samið um
takmörfcun nema, umfram það,
sem lög gera ráð fyrir.
Þegar unnið er samikvæmt
verðskrá (uppmælingu), er auð-
veldara og nauðsynlegra en
annars, að verktakinn taki að
sér verkin fyrir fyrirfram ákveð
ið fast verð, þwi þá fer það að
verða hagsmunamál fyrir hann
að halda niðri kostnaði. Þegar
verktakinn aftur á móti hefur
prósentur af kostnaði, hver svo
sem hann endanlega verður,
verða hagsmunir hans alilt aðrir
og gagnstæðir hagsmunum verk-
kaupans, en svipaðir hagsmunum
sveinanna, sem verkin vinna.
Þannig er þessu háttað í flestum
tilfelHum í dag. Það er og nokkuð
algegnt, að meistarar (verktak-
ar) vinni með í ákvæðisvinnu-
verkum og þá stundum aðeins
með nemum sínum ojr má þá
Ijóst vera, að hagsmunir þeirra
eru slíkir, að varla er hægt að
ætlaist til, að þeir séu færir uim
að semja við sveinafélögin um
ákvæðisvinnutaxtana og gæta
hagsmuna verkkaupanna sem
skyldi.
Á verkvöndun verður verk-
takinn að bera ábyrgð, því ekki
er hægt að ætla verkkaupa að
I meta þá hlið verka, nema óvand
! virkni og mistök séu mjög áber-
( andi. í stórum verkum eru þó
, oft eftirlitsmenn, sem gæta haga
muna verkkaupans, en slíku eft-
irliti er erfitt við að koma I
smærri verkum.
Gæðamat er hægara um að
tala, en að framkvæma, þvi
grunnur gæðamatsins verður að
vera ljós og öllum kunnur, svo
'hægt sé að koma því við.
Að því er ég bezt veit, eru
ekki enn til hjá neinni iðngrein,
a.m.fc. ekki í byggingariðn, nein-
ar skriiflegar lágmarksreglur um
verkvöndun. Á meðan svo er,
verður erfitt að halda uppi
| ákveðnum kröfum um vinnu-
brögð, því skoðanir manna I
þeim efnum eru mjög ósam-
hljóða.
Sem dæmi um vinnuibrögð 1
nýbyggingum má taka, að ef
þeir, sem annast mótauppslátt
1 Framh. á bls. 15