Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 15
MORGU N B LAÐIÐ Laugardagur 4. jan. 1964 15 Undraverö lækning krabbameins Eftlrfarandi fréttir birtust fyrir skömmu í brezka blað- inu „Medical News.“ • Veira veldur æxli á manni Miklar og margvíslegar rannsóknir, sem miða að því að upplýsa hvort veirur geti valdið krabbameini, íara nú fram í heiminum. Á 17. heims þingi lækna, sem haldið var í New York fyrir skömmu, skýrði bandaríski læknirinn og vísindamaðurinn James T. Grace við Roswell Park Me- morial stofnunina í Buffalo frá því, að æxli hefði mynd- azt í fingri hans eftir að hann hafði stungið sig á nál. Á nálinni var veira, sem notuð hefur verið við tilraunir til æxlismyndunar í öpum. Æxl- ið, sem veira þessi veldur er góðkynjað. Það var af slysni, að hún komst í fingur vísinda- mannsins, en viku eftir að hann stakk sig, fundust and- efni gegn veirunni í blóði hans og á fingri hans var að myndast æxli á alveg sama hátt og æxlin, sem veira þessi veldur þegar apar eiga í hlut. Skömmu síðar voru riokkr- ir sjálfboðaliðar fengnir og veirunni sprautað í þá. Enginn þeirra hafði áður komizt i tæri við þessa veiru. Æxli mynduðust í öllum sjálfboða- liðunum og andefni fannst í blóði þeirra. Sýnt hefur verið fram á að veirur geti valdið illkynj- uðum æxlum og blóðkrabba- meini i öðrum dýrum en mann inum og Grace læknir sagði, að enginn vafi gæti á >ví leik- ið, að veirur gætu valdið ill- kynjuðum æxlum í dýrarík- inu allt upp til mannsins og undarlegt væri, að maðurinn væri alger undantekning frá reglu, sem næði til allra ann- arra tegunda dýraríkisins. • Magakrabbamein algengast Átta til tíu sinnum fleiri karlar en konur látast úr lungnakrabba í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Kemur þetta fram í skýrslu, sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf út fyrir skömmu og nær yfir árin 1950-til 1960. Áðurnefnt' hlutfall milli karla og kvenna er miðað við aldurinn 65—74 ára, en þegar komið er yfir 75 ár, látast fimm sinnum fleiri karlar en konur úr lungnakrabba. Rannsóknirnar, sem skýrsl- an er byggð á sýna, að dauðs- föll af völdum krabbameins auksist um allan heim. Maga- krabbamein er efst á listanum yfir þær tegundir, sem flest- um dauðsföllum valda í þeim 25 löndum, sem einkum voru lögð til grundvallar við rann- sóknirnar. • Undraverð lækning Á nýafstöðnum fundi brezka læknafélagsins, var skýrt frá undraverðri lækn- ingu krabbameins, sem ekki var hægt að skera burt. Full- orðinn Breti, sem lengi hafði stundað dýraveiðar í Kenya. var að dauða kominn vegna krabbameins í þekjuvef í hálsi, en á síðustu stundu var honum gefið lyf (cyclophos- phamide) og varð hann al- heill. Veiðimaðurinn hafði fengið æxli í tungu og útfrá því of- vöxt eitils hægra megin á hálsi. Eftir að hatxn hafði verið skorinn upp og hlotið geislameðferð, fór hann til Kenya til þess að sækja konu sína og börn. Honum var sagt að koma aftur til sjúkrahúss- ins innan þriggja mánaða til' rannsóknar, en hann kom ekki fyrr en að tíu mánuðum liðnum. „Þegar hann kom,“ sagði prófessor Donald Harrison við Lundúnaháskóla," hafði ég aldrei séð annað eins. Æxl- ið í kyrtlinum hafði breiðst út á öxlina og fram á brjóst. Veiðimaðurinn leið hræðileg- ar kvalir og honum var gef- inn stór morfínskammtur þrisvar á sólarhring." Vonlaust var talið að skera manninn upp og Harrison ákv að að gera síðustu tilraun til þess að bjarga honum með því að gefa honum áðurnefnt lyf, en í stað þess að gefa 4 img. á hvert kg. líkamans eins og venja er, gaf hann veiðimanninum 40 mg á kg. „Og okkur til mikillar undr- unar,“ sagði prófessorinn,“ hvarf æxlið nær algerlega á fjórum dögum.“ Veiðimann- inum voru alls gefnir þrír skammtar lyfsins í æð og inn- an þrigja mánaða var hann alheill orðinn. Lyfið sem hér um ræðir hefur í mörgum tilfellum gef- ið mjög góða raun, en hins- vegar hafa orðið nokkur dauðs föll beinlínis af völdum þess. Telja læknar óráðlegt að nota lyfið fyrr en allar aðrar að- gerðir hafa brugðizt. Lyfið er gefið í slagæð og aðalvanda- málið er að dæla því inn í æð ina, sem nærir æxlið sjálft. Til þess að gera þetta auð- veldara er fyrst dælt litarefni inn í æðina og fylgst með ferðum þess til æxlisins. •Skipt um nýru í mönnum Fyrir skömmu komu vísinda menn, sem skipt haia um nýru í mönnum eða fengizt við rannsóknir á því sviði, saman til fundar í Washington. Voru þar komnir læknar og vís- indamenn frá mörgum lönd- um heims, meðal þeirra Jos- eph Murray, læknir við Pet- er Brent Bingham sjúkrahúsið í Boston. Flutti hann fyrir- lestur og benti m.a. á, að í hrifningunni yfir hinum miklu framförum í flutningi nýra milli manna, mætti ekki gleymast, að af 211 tilfellum. (ekki meðtalinn flutningur milli tvíbura) hefðu aðeins sex sjúklingar lifað meira en eitt ár eftir aðgerðina. Alls hefur verið skipt um nýru 244 sinnum í heiminum, þar af hafa þau firnm sinn- um verið flutt milli tvíeggja tvíbura og tuttugu og átta sinnum milli eineggja tví- bura. 92 þeirra, sem fengið hafa ný nýru, eru enn á lífi, en 152 hafa látizt. Þegar tví- burar eru frátaldir, hafa 144 látizt, en 67 eru á lífi. Af þess um 67 hafa aðeins 6 lifað leng ur en ár, eins og fyrr segir. Murray læknir kvað ekki hægt að efast um, að nokkur bjartsýni ætti rétt á sér um slíkar nýrnaaðgerðir, því að fyrir tveimur eða þremur ár- um hefði verið með öllu óhugs andi að gera þær. Enn væri þó ógerlegt að segja fyrir um hvernig hver einstök aðgerð myndi heppnast. Nefndi hann sem dæmi sex aðgerðir þar sem þrjár hefðu heppnazt, en þrjár misheppnazt, þó að sama tækni hefði verið notuð og sjúklingarnir virzt jafn vel undir þær búnir og jafn hæf- ir til þess að taka við hin- um nýju nýrum. • Skordýraeitur- sjálfsmorð Hin síaukna framleiðsla skordýraeiturs hefur víða skapað alvarlegt vandamál og æ fleiri dauðsföll verða af völdum þess, bæði sjálfs- morð og af slysni. j Veggjalúsaeitur, sem verið hefur á markaðinum í borg- inni Madras, hefur reynzt borgarbúum hættulegt, því að minnsta kosti 50% allra sjálfs morða í borginni eru framin með inntöku stórs skammts af veggjalúsaeitri. Á hverjum degi eru tveir menn eða fleiri lagðir inn á sjúkrahús borgarinnar vegna neyzlu þessa eiturs. Samkvæmt upplýsingum sjúkrahúsanna er það fyrst og fremst fólk á aldrinum. 15—30 ára, sem reynir að stytta sér aldur með því að taka inri lúsaeitrið. Yfirvöld í Madras hyggjast nú tak- marka innflutning eitursins og banna að það verði selt í eins sterkri upplausn og verið hefur. fréttir úr læknisfræði — Akvæbisvinna Frammh. af bls. 8 eru óvandvirkir og eða kæru- lausir, má búast við því að vegg ir skekkiist, standist ekki mál og göt og raufar gleymist. Af því leiðir, að nota þarf loftpressur til að brjóta göt og raufar og tnúraranir fá aukagreiðslur vegna viðbótarvinnu við afrétt- ingu veggja o.fL Óvandvirkni múraranna getur svo leitt af sór aukna undirbún- ingsvinmu hjá málurunum og svona mætta lengi telja. Þeir, sem hér eru nefndir fá auðvitað hver um sig fulla greiðslu fyrir sína vinnu, sa-mkvætmt verð- skrám, en verkkaupinn stendur berskjaldaður og verður að greiða allan aukakostnað, sem Ihonum verður ekki um kennt, en iðnaðarmennirnir og verk- takarnir eiga einir sök á. Að verkin séu unnin í réttri tíma- röð, skiptir einnig mifelu máli, þvá verk, sem tmnin eru í rangri tímaröð hlaða á sig allskyns aukafeosnaði vegna árekstra á tnilli starfsgreina, sem stundum eru svo alvarlegir að úr verður etkki bætt, þrátt fyrir mikinn aukakostnað. Styður þetta allt þá sfeoðun, að nauðsynlegt sé, að verkin séu í höndum aðal- verfetaka, sem hafi hag af því, að verkin í heild gangi snuðru- laust og séu unnin á þeim tím- um, sem bentugastir eru verks- ins vegna. Reykjavíkurborg hef- ur haft forgöngu um að bjóða verk út á þennan hátt og hefur það orðið til þess að opna augu margna fyrir gagnsemi þessar- •r tilhögunar. Við höfum of tengi ríghaldið í pöntunarfélags- ajónarmiðin og litrið svo á, að feostnaður við stjórn og skipu- lagningu vaeri óþarfa milliliða- kostnaður, sem bezt væri að komast hjá ef mögulegt væri, en reynsla annarra þjóða, sem lengra eru komnar í þessum efnum, hefur sýnt, að þessi skoð un er röng. í sambandi við ákvæðisvinnu er ýms vinna, eins og t.d. hand- löngun, sem sérstök þörf er á að hafa vakandi auga á að sé ekki misnotuð. Sú vinna er utan við ákvæðisvinnutaxta-na og því stöðug ásókn á, að hún sé sem mest, en-da verkar hún sem bein kaupbót, sé -hún notuð fram úr hófi. Um rétt ákvæðisvinnu- manna gilda ákveðnar reglur og er það hlutverk verktakans að gæta þess, að þessar reglur séu haldnar. Hafi verktakinn allan veg og vanda af verkinu, liggur í augum uppi að honum er lifs- nauðsyn að gegna því hlutverki, en hafi hann aðeins prósentur af kostnaði, má hann vera með afbrigðum samvizkusamur, ef hann leggur mikið á sig til að halda þessu í lagi. Einkum er þetta erfitt, þegar skortur er á vinnuafli og óvinsælt af þeim, sem vinna verkin að haldið sé stíft við þessar reglur, enda kemur oft fyrir að verfekauparnir sjálfir slaki til í þessum efn- um. Uppbygging ákvæðisvinnu taxtanna er mjög vandasöm og gera má ráð fyrir, að nokkurra ára reynslu þurfi til þess að fullt samræmi skapist á milli hinna einstöku liða innbyrðis. Þetta samræimi er engu að síður mikilvægt fyrir þá sem verkin vinna, en þá, sem vinn- una kaupa. Reynslan hefur sýnt, að innra misræmi taxtanna hef- ur valdið því, að sum verk eru ofborguð og þá oftast þau gróf- ari og vandaminni. Vandameiri verkin hafa orðið útundan og stundum svo, að varla eru menn lengur fáanlegir til að vinna þau sé önnur vinna í boði. í samningum um ákvæðis- vinnutaxtana, mun vera gert ráð fyrir endurskoðun þeirra, en slík endurskoðun er varla framkvæmanleg, nema að til sé yfirlit (statistik) ytfir heildarút- komu verka, en þessháttar yfir- lit verður ekki til nema, að gögnum sé safnað og úr þeim unnið á þann hátt, að fyrir liggi á hverjum tíma, hver sé meðal- útkoma pr. klukkustund i hverri tegund . ákvæðisverka ásamt hæstu og lægstu útkomum. Séu slík yfirlit til fyrir hverja starfsgrein, verður fljótlega vart við, ef óeðlilegar sveiflur verða upp eða niður, en þær sveiflur gefa tilefni til athugun- ar og endurskoðunar eftir fyrir- fram ákveðnum reglum. Ýms vandkvæði eru á að koma þessháttar reglu á hlutina, og er erfiðast viðfangs hin mikia eftiirspurn eftir vinnuaifli. Úrvinnslu gagna þyrftu kunnáttu menn að gera og myndi sú vinna vera nofefeuð toostnaðarsöm en sta-rfsgreinar eru tiltölulega fá- mennar. Þá þurfa þessar upp- lýsingar að vera algjörlega hlut- lausar og því miður eru ekki til nein samtöfe, sem fyllilega geta talizt gæta hagsmuna verkkaup- ans, en það myndi breytazt, ef ábyrgð verfetakanna yrði meiri, en bún er nú. Það má búast við, að menn yrðu tregir til að samþykkja siíka skýrslusöfnun, af hræðslu við skattaytfirvöldin, en þá bræðslu gætu stjórnarvöld yfir- unmð með heilbrigðri sköttun atvinnureksturs, en í þá átt virðist hafa stefnt nú síðustu árin. Mjög varasamt mun vera að sctja þröngar skorður við út- komu einistakra verka, því ýmsar óvenjulegar ástæður geta valdið misjatfnri útfeomu og er tilgang- urinn með notkun þessarar vinnu tilhögunar einmitt sá, að mis- inunandi eiginleikar einstakling- anna geti notið sín og nýtzt fyrir , þjóðfélagið í heild. Þó má vera að þar sé nauðsynlegt að setja einbver takmörk, en endurtæfei t. d. góð útfeoma sig oft í ein- stöku verfcum, myndi það koma fram á heildaryfirliti og skapa sveiílu, sem tekið yrði eftir. Af þeim sökum er nauðsynlegt að setja tiltölulega lágt hámarks- tafemark á meðaltalsútkomuna, sem skyldaði endurskoðun. Þeg- ar svo væri komið að reistar væru skorður við óeðlilega mikl- um hagnaði af ákvæðisvinnunni, má telja eðlilegt að ákvæðis- vinnumönnum yrði tryggður r 0 — Arásin Framh. af bls. 3 líffæri eða önnur álíka mik- ilvæg. Þó varð að gera upp- skurð á okkur báðum, hremsa blóðklepra og fleira, sem nauð synlegt þótti.“ „Þið voruð þarna við flug- virkjanám?“ „Já. Við áttum eftir um vikuundirbúning undir próf, þegar þetta gerðist og vorum ekki lengur á spítalanum en svo, að við gátum lokið próf- inu fyrir jólin.“ „Halldór er ennþá vestra?" „Já hann varð að ganga aft ur undir uppskurð, en er nú talinn á góðum batavegi og úr allri hættu.“ „Hvað gerðu þeir svo við árásarmanninn? “ Enn er ekki lokið nema undirbúningsrannsókn máls- ins, og hefur Skaggs verið lát inn laus gegn tryggingu, en lægsti tímakaupstaxti, einkum, ef fallist yrði á að taxtarnir yrðu endurskoðaðir í heild, af kunnáttumönnum. Hér hefur verið stiklað á stóru, en það sem hér hefur verið minnst á sýnir, að við ýmsa erfiðleika er að etja, varðandi framkvæmd verka í nýbyggingum og mun ekki veita af að menn sameini krafta sína til úrlausnar vandamálun- um. Illa rökstuddar ádeilur og uppfhrópanir vegna einstakra einangraðra dæma, leysa ekiki vandamálin, en hóflegar umræð- ur um vandamálin geta leyst úr læðingi þau öfl, sem megniug eru að sameinast um raunhæfar aðgerðir, sem verða mættu til umbóta í þessum efnum. Árni Brynjólsson. hann mun vera vel í álnum. Aðalréttarhöldin munu hafj- ast seint í þessum mánuði, en við Halldór munum ekki þurfa að mæta þar, þar sem við höfum lagt fram okkar vitnisburð um öll málsatvik." „Heldurðu að þið fáið eng- ar skaðabætur?“ „Við gerum að sjálfsögðu skaðabótakröfur, en það mál mun ekki tekið fyrir, fyrr ein næsta vetur. Þá munum við verða að mæta þar vestra i sambandi við það.“ „Hafið þið nokkuð frétt af fyrrverandi gestgjafa ykkar, Jacqueline Owings?" „Nei“ svarar Ketill „af henni höfum við engar spurn ir haft, enda enga eftirgrennsl an gert í þá átt.“ Ég þakka Katli greiðar og góðar upplýsingar og kveð hann og hina vingjarnlegu fjölskyldu hans. S.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.