Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 8. Jan. 1964 MORGUNBLAÐID 13 var á GUNNAK Bjarnason skrifar grein í Morgunblaðið 5. janúar sl. og kallar hana „Kjötpólitík og kjötfræði“. Gunnari er margt til lista lagt. Hann hefur t.d. hugmyndaflug umfram aðra menn. í þessari grein virðist það þó ganga of langt. Hann er í lok greinarinnar búinn að flytja í huganum nærri 5000 bændur frá búskap til þorpa og kaupstaða, en ætlar þeim 1100, sem eftir sitja, að framleiða 16,000 tonn af kjöti, sem skiptist í fjóra jafna hluta, 4000 tonn af hverju fyrir sig, kindakjöti, nauta kjöti, svínakjöti og alifuglakjöti. Nú er Gunnar enginn meðal- maður að neinu leyti, svo að vera má, að hann gæti komið þessu í kring, ef hann mætti ráða. En það er ekki víst, að útkoman yrði eins hagstæð og hann ætlar. Hann gefur sér ákveðnar for- sendur, sem hann gengur út frá við uppsetningu dæmisins. Ef þær stæðust, væri kannske rétt- lætanlegt að setja á blað hug- mynd að þeirri byltingu, sem Gunnar gerir ráð fyrir. En þar eð forsendurnar standast ekki, verð- ur að teljast hæpið að setja hug- myndina fram í fullri alvöru, hvað þá að hugsa sér, að höfund- urinn eigi á hættu að verða drep- inn og verði píslavottur síns tíma fyrir vikið. Gunnar má a.m.k. ekki mis- skilja orð mín á þann veg, að ég vilji hann feigan vegna skrifa hans. Ég vil þvert á móti óska honum sem lengstra lífdaga, svo að hann geti fengið tækifæri til að átta sig á því, hve langt hann er kominn af réttri leið í landbún aðarmálum. Honum hefur orðið á að halda, að erlend fræði ættu við íslenzkan landbúnað, óbreytt, án þess að hann gæfi sér tóm til að athuga mismuninn á aðstöðu landbúnaðar hér og erlendis, og því fer sem fer. Það er ekki ástæða til að taka fyrir nema fáeinar fræðilegar skekkjur í grein Gunnars, en þeim mun meiri ástæða til að skýra örlítið eðli landbúnaðar á íslandi og nauðsynina á að hann sinni hlutverki sínu sem bezt. Gunnar viðurkennir réttilega, að íslenzkt dilkakjöt sé hátíða- matur. Þetta sagði Lyndon B. Johnson, núverandi forseti Bandaríkjanna, líka, þegar hann heimsótti ísland á sl. sumri. Johnson sá vafalaust enga ástæðu til að taka til þess, -þótt hann fengi úrvals nautakjöt í einu Evrópulandi, framúrskar- andi svínakjöt í öðru landi og ljúffengt kjúklingakjöt í þriðja landinu. Þessar tegundir kjöts gat hann alltaf fengið heima hjá sér jafngóðar. En hann á ekki kost á íslenzku dilkakjöti nema frá íslandi. Það gerir gæfumun- inn. Hér sézt Gunnari yfir mögu- leikann á því að afla íslenzka dilkakjötinu markaða erlendis og selja það þar á verði, sem er gæð- unum samþoðið. Þá þarf hann hvergi að kvíða því, að landbún- aðurinn lenti í vandræðum, þó að neyzlan á dilkakjötinu á innlend- um markaði minnkaði eitthvað. íslenzka dilkakjötið ætti að geta orðið jafneftirsótt sælgæti og lax, ostrur eða dýrustu nauta- 6teikur. Hvers vegna ættum við ekki að athuga þann möguleika, áður en við sláum því föstu, að leggja beri niður fjárbúskap að tveimur þriðju hlutum, eins og Gunnar leggur til í greininni? Það er líka fleira en kjöt, sem við fáum af sauðkindinni. Hún leggur okkur til ull og gærur. Og ullin og gærurnar eru hvort- tveggja sérstæðar vörur að sínu leyti, eins og dilkakjötið. Allir útlendingar, sem til íslands koma og vilja kaupa eitthvað' til minja um land og þjóð, kaupa sér muni úr ull eða gærum. Þennan möguleika gleymir Gunnar líka að athuga, áður en hann for- að losa um vinnuafl? Athugasemdir við grein Gunnars Bjarnasonar heldur en kenna þeim til nýtízku búskapar og láta þá framleiða mjólk, kjöt og ull? Þannig má lengi spyrja varð- andi landbúnaðinn. Það má líka spyrja, hvers virði iði.aðurinn er fyrir þjóðfélagið. Hann býr við verulega tollvernd, og fjölmörg iðnfyrirtæki myndu verða gjald- þrota, ef tollverndin væri með öllu felld niður. En á þá að leggja þennan iðnað niður eða „losa um vinnuafl" í honum? dæmir fjárbúskapinn. Hann hlýtur þó að haía lylgzt með því, að nú nýverið voru Búnaðardeild Atvinnudeildarinnar veittar 500,- 000.— krónur til rannsókna á því, hvernig auka mætti verðmæti ullarinnar til -ðnaðar. Það er gott útlit á, að fá megi vélar til að aðgreina ullina okkar í þel og tog, og þá myndi vera hægt að stórauka hana í verði og gera hana að undirstöðuhráefni fyrir leið er að koma við vélvæðingu nema með því að leggja tvær eða fleiri jarðir saman og þar sem bændur eru tvöfalt fleiri miðað við fólksfjölda heldur en hér á landi. Þar myndi Gunnar þurfa að taka til hendinni til að koma hlutunum í lag, Það er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að menn geri kröfur til sjálfra sin. Það er líka talið eðli- legt og sjálfsagt að gera miklar Þá myndi byggingarkostnaður á íbúðum falla niður í brot af því, sem hann er í dag. Eða þá verzl- uriarstéttin. Ef hver verzlunar- mpður tæki að sér að selja fimm- falt meira af vörum en hann ger- ir í dag, án þess að gera kröfur um hækkaðar árstekjur. Það væri ekki ónotalegt að geta keypt allar vörur með aðeins fimmta hluta verzlunarálagning- arinnar. T** Gærur, peysur og teppi í minjagripaverzlun. umfangsmikinn útflutningsiðnað. Mér hefði fundizt réttara af Gunnari að sjá til, hvernig geng- ur með þær tilraunir, áður en hann „losar um vinnuaflið“ í sveitunum. Ef vel tekst til með útflutning á íslenzkum sauðfjárafurðum á næstu árum og iðnaður úr ull og gærum eykst verulega samtímis, þá þarf engu að kvíða fyrir hönd íslenzks landbúnaðar. Gunnari rennur til rifja, hve skammt á veg vélvæðingu og skynvæðingu í landbúnaði á ís- landi er komið. En mikið er lán hans þó að þurfa ekki að vera ráðunautur í Efnahagsbandalags- löndunum, þar sem meðalbú- stærðin er allsstaðar minni en hér á landi, þar sem bændur beita enn mjólkurkúnum fyrir vagnana sumir hverjir og plægja akra með arði, sem uxum er beitt fyrir, þar senv jarðirnar eru margar svo landlitlar, að engin kröfur til íslenzkra bænda, og það gera allir, bæði beir sjálfir og aðrir. Bændum fer líka heldur fækkandi, meðan öðrum stéttum fjölgar, svo að það er ekki nema skiljanlegt, að meira beri á kröf- um á hendur bænda með hverju ári. Gunnar Bjarnason gerir mikl- ar kröfur til sjálfs sín. Hann ætl- ar að gera byltingu í íslenzkum landbúnaði. Hann gerir líka miklar kröfur til bænda. Hann ætlar þeim að leggja á sig fimm- föld ársafköst hverjum. Gunnar er bjartsýnismaður, og hann trú- ir því sennilega, að hvorttveggja muni takast, byltingin og afkasta- aukningin, sem hann ætlar bænd- unum. Okkur vantar áreiðanlega fleiri bjartsýnismenn í þessu þjóðfélagi. Hugsið ykkur bara, ef múrarar eða trésmiðir yrðu látnir fimmfalda ársafköstin sín án þess að tekjurnar hækkuðu. Þannig mætti lengi telja. Það er víða hægt að „losa um vinnu- afl“, ef út í það yrði farið. Og það virðist þurfa að losa um vinnuafl einhversstaðar í þjóðfé- laginu, ef vel er að gáð. Mönnum kemur bara ekki saman um, hvar á að byrja á að lagfæra hlutina. Gunnar vill byrja á bændun- um. En hann gerir enga grein fyrir því, hvort vinnan, sem þeir taka upp í þorpum O" kaupstöð- um, er arðbærari en búskapurinn, sem þeir fóru frá. Skyldu upp- gjafabændurnir gera meira gagn fyrir þjóðfélagið með því að vinna í hraðfrystihúsunum held- ur en við fjárbúskapinn? Ei meira um vert að láta þá vera í byggingarvinnu í Reykjavík, heldur en láta þá nýta landið til að framleiða útflutningsafurðir og hráefni fyrir innlendan iðn- að? Er það hagkvæmara að kenna bændunum á ritvél og koma þeim fyrir á skrifstofum, Nokkrar gerðir Sindra-stóla Á að draga saman fiskiðnað- inn fyrir það, að hann getur stundum ekki greitt nema brot af heimsmarkaðsverði fyrir hrá- efnið, þegar það er lagt upp til vinnslu hér? Er ekki ástæða til að fækka fólki við þau störf og krefjast meiri afkasta af þeim, sem eftir eru? Óhagkvæmur rekstur í iðnaði kemur niður á allri þjóðinni, ekki síður en óhagkvæmur rekst- ur í landbúnaði. Hvorttveggja ber að forðast. En landbúnaður- inn stendur betur að vígi en iðn- aðurinn að því leyti, að með fram förum síðustu ára, hefur fram- leiðslan á mann í landbúnaði stóraukizt og tækni við bústörf og framleiðsla á bónda er meiri hér en í flestum löndum á megin landi Evrópu. Iðnaður hér á hins vegar enn langt í land að ná þeim afköstum,' sem almenn eru í iðnaði nágrannalanda okkar. Þegar bornir eru saman mögu- leikar f járbúskapar og iðnaðar til útflutnings á afurðum sínum og samkeppni við tollfrjálsan inn- flutning, er ekki vafi á því, að sauðf járbúskapurinn stendur bet- ur að vígi eins og er. Á meðan svo er, virðist sannarlega ekki ástæða til að flytja fólk frá sauð- fjárbúskap til starfa ið iðnað. Iðnaðurinn á eftir að taka mikl um framförum, ekki sízt ef vel tekzt til með aukningu á verð- mæti ullar og gæra til iðnaðar. Sauðfjárræktin á einnig eftir að taka miklum framförum, og þær framfarir eru einnig að verulegu leyti bundnar við ullina og gær- urnar. Þess vegna er einsýnt, að hagsmunir landbúnaðar og iðnað- ar geta átt samleið að svo miklu leyti, að hvorugur megi án hins vera. Ef vel tekst til með ullar- og gæruiðnað í framtíðinni, þá verð- ur möguleiki á að stórfjölga sauð- fé í landinu. Þá getur farið svo, að þó að 6000 bændur ættu 1000 ær hver, hrykkju afurðir af þeim ekki til, svo að bændum yrði að fjölga verulega til að fullnægja eftirspurn iðnaðarins eftir hráefn um og eftirspurn útlendinga eftir dilkakjöti. Til þess að þessi draumur ræt- ist, þarf að gera margt til um- bóta í landbúnaði. En íslenzkir bændur kunna betur við fjár- búskap en hænsa- eða svínarækt, og þeir eru framúrskarandi á- hugasamir um allar framfarir, sem geta orðið til þess að bæta rekstur búanna, auka framleiðn- ina og bæta landið. Þeir myndu þurfa að bæta við sig ræktuðu landi í stórum stíl til að hægt væri að framfleyta 6 milljón fjár í landinu, og þeir yrðu að taka upp nýja vinnutækni, nýja húsagerð, ódýrari girðingar og rækta arðsamara fé en nú er. Og þetta getur allt tekizt, ef rétt og vel er að unnið. Sauðfjárbúskapur hefur einn meginkost umfram annan búskap í landinu. Hann er svo lítið háður innfluttu fóðci. Sau,ðkindin breyt ir íslenzku grasi í verðmætar vörur. Svín og hænsni breyta inn fluttu korni í fremur verðlágar vörur. Þess vegna er hagkvæm- ara frá þjóðhagslegu sjónarmiði að láta sig dreyma um stórbú- skap við sauðfé heldur en stór- búskap við svín og hænsni. Stefán Aöalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.