Morgunblaðið - 12.02.1964, Page 13

Morgunblaðið - 12.02.1964, Page 13
Miðvrkudagur 12. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Sarmákr í „sumariríi suður í Jöndum“ , .. Cadiz, 23. janúar. ÞEGAR Reykvíkingur vaknar að morgni í miðju skamm- degi, er alls ekki ólíklegt, að draumur næturinnar sem stendur honum fyrir hugskots sjónum, hafi verið um suð- ræna pálma, sól og sumar- skrúða náttúrunnar. Okkar fagra land býður börnum sín- um sjaldan upp á sól og hlýju og aldrei sumar eins og tíðk- ast hér sunnar á hnettinum. Það er því engin furða þótt janúarveður hér á suðurodda Spánar sé íslendingi sem ynd- islegt sumarveður. f dag er hér 20 stiga hiti, sólskin og þægileg gola af hafi. Séð yfir Stuttgart ofan úr sjónvarpsturninum Sjónvarpsturninn í Stuttgart, og karlinn sem tapaði hundrað þúsund kr. í spilavíti Að kvöldi hins 16. janúar lögðum við tveir félagar af stað frá Reykjavík í „sumar- frí suður í lönd“; í hæsta máta óvenjulegur tími til ferða- laga, og ferðazt á nokkuð sér- stæðan hátt. Er því ekki ó- sennilegt, að lesendur Morg- unblaðsins hafi gaman af að vita hvernig hefur gengið. Með Loftleiðum fórum við til Luxemburg, þaðan með rútu til Mannheim í Þýzka- landi, frá Mannheim með lest til Stuttgart og vorum þangað komnir um hádegi næsta dag. í Stuttgart fengum við okk- ur ágætan Mercedez Benz og skal hann nú duga til 10 þús. kílómetra aksturs vítt og breitt. Þarna eru höfuðstöðv- ar hinna miklu Dailmer Benz verksmiðja og í íþróttahöll þessarar borgar hefur merki íslenzkra íþrótta risið einna hæst; er ísland gerði jafntefli við Tékka í síðustu heims- meistarakeppni í handknatt- leik. Margir íslenzkir námsmenn eru við háskólann í Stuttgart; meðal þeirra ágætur vinur minn, Halldór Gíslason. Hann og annar námsrriaður, Hilmar Ólafsson, voru okkur mjög hjálplegir í sambandi við all- ar útréttingar og sýndu okk- ur borgina. Merkilegast þótti okkur að koma upp í hinn mikla og fræga sjónvarpsturn, sem gnæfir 211 metra hér í út- jaðri borgarinnar. Mannvirki þetta er einstakt í sinni röð, og þegar hafizt var handa un> bygginguna, árið 1954, þótti mörgum ráðizt í glapræði hið mesta. En turninn hefur sann- að gildi sitt og í dag stendur hann sem verðugt tákn meist- ara sinna og glæsilegur minn- isvarði þýzkrar. byggingar- tækni. Ofarlega á turninum er svo- kallað Krákuhreiður; heljar- mikil kúla, í rauninni 4 hæða hringlaga hús. Á þeirri neðstu er sjónvarpssendirinn, útsýn- ispallar efst, veitingastaðir á tveim næstu, og eldhús og skrifstofur á næst-neðstu. Tvær 15 manna lyftur ganga upp turninn og eru 52 sek. að komast efst upp. Því miður var skyggni ekki gott, er við komum upp í turninn, en Halldór sagði okk- ur, að í björtu veðri væri tilkomumeira en orð fá lýst ■að horfa yfir hið fagra land. Á útsýnispallinum hefur ver- ið sett upp há girðing með miklum og hvössum göddum, en á fyrstu árunum voru sjálfsmorð mjög tíð á þess- um stað. Elskendur, sem ekki fengu að njóta hvors annars ákváðu að verða samferða úr þessum heimi; hún framdi sjálfsmorð annars staðar í borginni, en hann stökk fram af turninum á sömu stundu. Þetta er sennilega eina nega- tiva hliðin, sem tilkoma turns ins hefur af sér leitt. Margir spáðu því í fyrstu, að byggingin myndi ekki standast mikla storma og hamfarir náttúrunnar, en reiknað hefur verið út, að vindur á 105 -mílna hraða, leiði af sér 172 tonna þrýst- ing. Turninn er sjálfur 4500 tonn og undirstaðan 3000 tonn, svo að sjá má', að slík- ur vindur hefur ekki mikil áhrif. í upphafi var vitað, að þessi 660 feta bygging myndi ganga spman um 2.4 tommur á 3 ára tímabili. Þetta hafði margvísleg vanda mála í för með sér fyrir verk- fræðingaha, m.a. í sambandi við víra í lyftum, rörlagnir * o.s.frv. Þetta var leyst með því að gera þessa hluti teygj- anlega, þannig að þeir sam- laga sig jöfnum höndum. í' turninum eru tvær sjálfstæð- ar rafstöðvar, önnur fyrir sendinn, en hin fyri starf- semina að öðru leyti, ásamt vitum fyrir flugvélar. Ef straumur skyldi af einhverj- um. orsökum fara af, fara tvær dieselstöðvar sjálfvirkt af stað og taka við. Spennu- strengurinn, sem um turninn liggur, er samtals 14.750 fet að lengd. í efri veitingasaln- um snæddum við miðdegis- verð og svo slcemmtilega vildi til, að íslenzki fáninn var á borði því er við fengum. Upp úr hádeginu kvöddum við landa okkar og héldum upp í hina löngu keyrslu suð- ur í sumarið. í Stuttgart var 10 stiga frost, en logn og snjó- laust. Á Autobahn E 11 ók- um við sem leið liggur allt til landamæra Frakklands og komum til Strassbourg um kaffileytið. Meðalhraðinn hef- ur verið um l20 km á klukku- stund, sem á okkar vegum kallast fantakeyrsla, en er þarna ósköp hæfileg ferð. Til Parísar náðum við um kvöld- ið og gistum yfir nóttina. Næsta morgun héldum við af stað niður til Bordeaux og komum þangað um kvöld- matarleyti. Á þessari leið er enginn Autobahn, en ágætis vegur samt, sæmilega breiður og yfirleitt beinn. Leiðin ligg- ur gegn um ótal bæi og þorp, en stærstu bæirnir eru Tours, Poitiers og Angouléme. Ekki höfðum við langa dvöl í Bordeaux; aðeins til að fá okkur í svanginn, þar sem við höfðum meiri áhuga á Biarr- itz niður við landamæri Spán- ar. Þar er fræg baðströnd og ennþá frægara spilavíti. Á þessum tíma árs er ekki mik- ið um að vera í borginni, en samt var spilavítið opið. Okk ur lék forvitni á að sjá rúlett- una margumtöluðu og stúd- era lýðinn, sem í kring um hana safnast. Ekki var auð- hlaupið að því að komast inn í þann sal, sem er lokaður, en okkur var boðið að gerast méðlimir í „Klúbbnum" fyr- ir 3 franka. Innifyrir var mik- ið líf, 3 stórar rúlettur í gangi. Við löngu grænu borðin sátu svo fórnarlömbin og lögðu fé sitt á númerin. Einn gamall karl var þar áberandi at- kvæðamestur; auðsjáanlega ríkur mjög. Bar hann tvær þykkar gullkeðjur um hægri hendi og gullhringi með stein- um á hverjum fingri. Þessa hálfu klukkustund, sem við dvöldum þarna, tapaði karl- inh óhemju fé; mér taldist til ca hundrað þúsunnd krónum íslenzkum. Og ekki var að sjá, að honum brygði hið minnsta. Við prísuðúm okkur sæla fyrir að vera ekki stungn ir þessari spilabakteríu. Já; það eru fleiri salir í þessari geysistóru spilahöll. Sá stærsti, sem snýr út að ströndinni, stóð nú auður með ábreiðum yfir öllum hús- gögnum. f honum er lofthæð- in 8—10 metrar. Út úr litl- um hliðarsal barst okkur til eyrna skemmtileg suðræn hljómlist og gengum við þar Sjónvarpsturninn í Stuttgart inn. Salurinn var snotur með litlum bar í einu horninu, yf- irfullur af fólki, og voru ung- ar stúlkur í miklum meiri- hluta. Suðuramerískur kvart- ett lék „latin music“ á smekklegan máta og með betri útsetningum sem ég hefi heyrt. Frá Biarritz fórum við svo yfir til Spánar, og gistum í San Sebastian um nóttina. Kormákr. , BRIDGE ENSKA bridgesambandið hefur nýlega tilkynnt hvernig sveitir þær, sem sendar verða á Olym- píumótið í New York, verða skip aðar. Kvennasveitin verður þann ig skipuð: A. Fleming, P. Gordon, P. Juan, R. Markus, J. Moss og D. Shanahan. Sveitin í opna flokknum er þannig: J. Flint, M. Harrison-Gray, K. Konstam, T. Reese, B. Sohapire og J. Tarlo. Sveitir þessar eru báðar skipað- ar söanu spilurum og sigruðu á Evrópuimótinu í Baden-Baden á s.l. árL Gera Englendingar sér tnikiar vonir um að sveitir þess ar nái langt, sérstaklega þó sveit ín í opna flokknum, sem sigraði með miklum yfirburðum á Ev- rópumótinu. Olympíumótið fer fram á tíma bilinu 2.—16. maí og er reiknað með mikilli þátttö'ku. Sendar verða þrjár sveitir til keppni á Norðurlandamótið í bridge í Oslo 16.-20. júní. Sam- ið hefur verið um hagstæð far- gjöld á flugferðum fyrir með- limi Bridgesambandsins á leið- inni Reykjavík-Oslo-Kaup- mannahöf n-Rey kj aví k. Þetta er því upplagt tæki- færi fyrir það bridgefóik, sem, hugsað hefur til utanfarar í sum- ar. Þarna getur þao fylgzt með skemmtilegu bridgemóti og jafn- framt notið hagstæðra kjara til að komast út. Farið verður 13. júní, en að öðru leyti er fólk ekki bundið hvað lengi það dvelur í Osló eða hvenær það kemur aftur frá Kaupmannahöfn. Það getur hag- að ferðum sínum að vild. Til þess að hægt sé að úfcvega öllum hótelherbergi í Oslo og Kaupmannahöfn á sæmi legum stöðum, verður fólk að tilkynna þátttöku sína sem allra fyrst. Mun framkvæimdarstjóri sambandsins veita allar upplýs- ingar. Til að afla fjár fyrir utanför bridgesveitanna er verið 'að hrinda af stað happdrætti. Vænt- ir sambandsstjórnin þess, að bridgefólk taki vel kvabbi um kaup á happdrættismiðum og að árangur happdrættissölunnar verði það góður, að hægt verði að styrkja vel sveitirnar til Oslo. — Herranótt Framh. af bls. 6. hann varð ein eftirminnilegasta persóna leiksins. Oiafur Ingólfs- son lék Purgon lækni og gerði honum skemmtileg skil. Með minni hlutverk fóru Kristján H. Guðmundsson (Cléante), Guð- mundur Björnsson (Béralde), Hörður Filippusson (Fleurant), Aðalsteinn Hallgrímsson (Bonne foy), og auk ofannefndra leik- enda kom Markús Örn Antons- son fram í eftirleiknum. Leikstjóra og leikendum var vel fagnað í leikslok og barst þeim fjöldi blómvanda. Jóhann Guðmundsson, formaður leik- nefndar, sem ávarpaði leikhús- gesti í upphafi, kvaddi sér einnig hljóðs í lokin og þakkaði Ásdísi Skúladóttur fyrir góða frammi- stöðu á fjórum Herranóttum, en hún leikur nú í síðasta sinn á vegum Menntaskólans. Fimm nemendur Menntaskólans önnuð- ust tónlistarflutning á sýning- unni. Sigurður A. Magnússon Ifígt Ingimundarson Klapparstig 26 XV hæð Simi 24753 hæstaréttarlögrr.aður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.