Morgunblaðið - 12.02.1964, Side 16

Morgunblaðið - 12.02.1964, Side 16
16 M0RGUNBLAÐ19 Miðvikudagur 12. febr. 1964 TFQRAÍZói ^riíílmg un í vasana, og hringlaði þar í nokkrum peningum. Ruth gekk fram hjá honum og stefndi áleið is til San Antioco. Rétt áður en maðurinn hvarf henni sjónum á næstu beygju, leit hún við og þá sýndist henni hann hafa misst nýkveiktan vindlinginn niður á jörðina og væri að kremja hann með fætinum. II. Stígurinn niður að sjónum, beygði út af aðeins nokkrum skrefum fjær, rétt að segja beint móts við grænmáluðu hurðina á bíiskúr Ballards. í tungunni milli stígsins og vegarins var þorpsbúðin. Feit, gömul kona sat þar í dyrunum, milli hauga áf vatnsmelónum og karfa af tóm- ötum og appelsínum. Hún brosti til Ruth, svo að skein í hvítar tennur og heilsaði henni með nokkrum orðum. Stigurinn var brattur niður í móti, fram hjá nokkrum kofum og miili ólívulunda. Við eina beygjuna á stígnum, fór hún fram hjá geitahóp, sem reyndi að halda sig í skugganum af múrnum, til að verjast hitanum. Berfættur krakki með dökkt fallegt andlit, var að gæta geit- anna. Hann brosti til hennar með eftirvæntingarsvip, er hún gekk fram hjá og sagði: „Halló!“ Þegar horft var á sjóinn gegn tim grágræn blöðin á ólívutrján um, var hann ennþá djúpblárri, en þegar sólin skein á hann. Þeg ar ólívulundunum sleppti, lauk einnig hellunum á stígnum og eftir það var hann ekki annað en moldargata, og loks tóku við steinþrep, neðst í hallanum, og þau voru hál af rykinu. Fyrir neðan var ofurlítil vík, með snar bröttum klettum öðrumegin en hallandi klettum hinumegin. Venjulega var þarna ekki margt um manninn, en í dag voru samt nokkrir drengir, sem töluðu saman og hlógu, uppi á klettasyllunum. Svo köfuðu þeir í sjóinn og komu upp aftur með busli og hávaða. Ruth gekk að lágum kletti, sem var alveg niðri í flæðarmálinu, renndi sér úr kjólnum og dýfði fótunum í háif voligan sjóinn. Þetta eru laglegir drengir, hugsaði hún, og á þeirra aldri hafði Nicky sama yndisþokkann til að bera, og hefði verið alveg eins fallegur og nokkur þessara snáða. Og hefði hann fengið að vera með þessum drengjum, hefði hann aldrei orðið feiminn, held ur glaður og kátur og vinsæll. Það var bara innan um mennta fólk, sem hann bjóst við, að mundi hlæja að sér, sem hann varð durtslegur og óframfærinn og ósjálfbjarga, af meðvitund- inni um sinn eigin ófullkomleika. Síðan móðir hans, sem var ítöísk dó, hafði Ruth líklega verið eina mannveran, sem Nicky hafði ekki verið feimin við og sú eina, sem hafði reynt til þess að láta hann ekki finna til feimni. Og að launum hafði hún fengið vel- vild og ást Nickys, sem hún þó gerði sér ekki fullkomlega ljósa, þar eð hún var ein þeirra, sem hugsa sér ekki sjálfa sig elsku verða. Henni fannst Nicky vera sér alltof háður, nú þegar hann var orðinn sextán ára, og þegar sú hugsun læddist að henni, að Nicky mundi gera hvað sem væri fyrir hana, jafnvel fremia glæp, þá fannst henni við nánari umhugsun, þetta vera eintómur bjánaskapur og stafa af hennar eigin óskhyggju að vera elskuð, jafnvel af hvolp eins og Nicky. En svona var það nú samt, að henni hafði dottið þetta í hug, og það fyrr en í dag. Það þurfti ekki til þessa sennu í morgun, sem hafði svo mjög fyllt hana kvíða — henni hafði fyrr dottið í hug, að Nicky gæti vel haft það til að fremja einhvern glæp. Ekki af ágirnd eða metorðagirnd — sem hann átti hvorugt til — heldur í reiðikasti. Síðar átti þetta eftir að verða mikilvægt at riði. Allan morguninn var hún ým- ist að synda eða baka sig í sól- inni og dró á langinn að skrifa þetta bréf, sem hún hafði ætlað sér að Ijúka við. En loks tók hún samt til við það. Það var til stúlku, sem hafði verið félagl hennar í kvennahersveitinni í ófriðnum, en var nú meðeigandi í lítilli ferðaskrifstofu í London. Ruth hafði dottið í hug að segja þessari vinstúlku sinni, að hún væri að hugsa um að snúa aft- ur heim til Englands, og spyrja hana, hvort nokkur von væri um atvinnu í ferðaskrifstofunni. Ruth fannst þetta góð hug- detta, en samt fór það svo, að þegar hún var komin út í setn- ingu þar sem fyrir komu orðin „koma heim“, kom eitthvert hik á pennann, og meðan mínúturnar liðu hjá, kom ekki meira á blað- ið. Þá heyrðist rödd áð baki henni: — Svona er ég líka, þegar bréf Verið Þolinmóðar, frú. Þér fáið kaffið eftir augnablik. eru annarsvegar. Mér er meinilla við að skrifa nokkuð, sem ég fæ ekki borgað. Ruth hrökk við og leit um öxl. Þetta var Stephen Evers, sem hafði komið til hennar, hljóðum skrefum, en settist nú við hlið- ina á henni. Ruth lagði frá sér ritföngin. Eins og endranær, var fyrsta hugs un hennar, þegar hún sá Stephen að hann þyrfti að láta klippa sig, og að maður, sem var jafn ljós- leitur og beinaber og hann, liti hálf-skrítilega út í sundfötum úti í sólinni. Þrátt fyrir tveggja mánaða dvöl þarna, hafði honum ekki tekizt að fá nema nokkra rauða bletti og nokkrar freknur. BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD 1. kafli. Petrograd 1916. Það er almanna mál, að sept- ember og október séu verstu mánuðirnir í Leningrad. Hrá- slagalegur, rakur vindur blæs utan af Kirjálabotni, þoka og rigning elta hvort annað, einn þungbúinn daginn eftir annan, og allsstaðar er for og krapi undir fæti. Oft er orðið dimmt snemma seinnipart dags og köld nóttin stendur allt til klukkan níu eða tíu að morgni. En svo með nóvember gerist það dásamlega: það fer að snjóa. Snjórinn fellur svo þétt og stöð- ugt, að ekki verður séð nema fáa metra fram undan, og stund um ummyndast öll borgin á einni nóttu. Forin hverfur og gylltar turnspírur og marglitar hvelfingar ljóma nú á skjanna- hvítum bakgrunni. Það liggur einhver gleði í loftinu. Hitinn kann áð vera eitthvað fyrir neð- an frostmark, en í þessu bjarta og skínandi lofti, losnar fólkið loksins við kvefið sitt, og getur staðið sig við að brosa. Sam- kvæmt venju var þetta sá tími, þegar leiguvagnstjórarnir hýstu vagna sína og tóku fram sleð- ana og ökumennirnir, með gadd frosin skeggin, keyrðu litlu finnsku hestana sína með ógnar- hraða eftir hafnarbökkunum. Úti á Nevu tóku verkamenn að leggja vagnspor yfir frosin sund- in, út í eyjarnar, í áttina til Viborg. Það er ekkert erfitt að gera sér þetta umhverfi í hugarlund, eins og það var fyrir fjörutíu árum, þegar Leningrad var enn þá Petrograd 1) — meira en tveggja milljóna borg og höfuð- 1) Allt fram í ágústmánuð 1914, þegar Rússland var komið í ófrið við Þýzkaland, var borg in þekkt undir nafninu Sankti Pétursborg. Af þjóð- ernislegum ástæðum var henni þá gefið hið ó-þýzkara nafn Petrograd. Þessi bók fjallar aðallega um viðburði eftir 1914, og því er Petro- gradnafnið notað, til að forða ruglingi. Einnig jafnan notað vestrænt tímatal, sem er þrettán dögum á undan hinu rússneska. borg Rússlands. Veturinn 1916 var keisarinn enn í höllinni sinni, alþjóðlegt höfð- ingjalið hringsnerist enn kring um erlend sendiráð, í Enska Klúbbnum, í kirkjunum og óperunni. Rúmlega tveggja ára styrjöld hafði litlar breytingar gert, nema rétt á yfirborðinu, að minnsta kosti á allt ytra útlit. Nú var meira af hermannaein- kennisbúningum til sýnis og götulýsingin var dauf og strjál sökum eldsneytisskorts, og síðar vegna hættunnar af þýzkum Zeppelínum. Matarbiðraðir voru að verða lengri og tíðari, og nokkurs kvíða gætti af ránum á götum úti, vegna dimmunnar. En sporvagnar voru enn í gangi og löngu, skrautlegu gangarmr í flotamálaráðuneytinu og Vetr- arhöllinni voru mannfleiri en nokkru sinni áður, og leikhúsin voru opin hvert kvöld, að sunnu- dögum meðtöldum. Dansdrottningin Karsavina dansaði í Svanavatninu eftir Tchaikovsky í Mariinsky. Sjalja- pín kom fram í Narodny Dom. Kappreiðar voru haldnar á Se- menovsky-æfingavellinum, jóla sirkusinn hafði verið opnaður og Kauphöllin var róleg og tíðinda- laus. Flest betri málverkin úr Einbúahöllinni höfðu af öryggis- ástæðum verið flutt til Moskvu, en tízkubúðirnar og veitingahús- in voru full af fólki, og ófriður- inn hafði enn ekki gert stórher- togunum það ókleift að hafa við- hafnarmóttökur með fornum glæsibrag. Ekkert hafði enn ver- ið sprengt eða skemmt, og ef frá er talinn snjórinn og þunglama- leiki bygginganna, hafði borgin yfir sér einhvern ítalskan blæ, sem minnti aðkomumenn oft á Feneyjar. í stuttu máli sagt, var þetta héimur forréttinda og friðar, glæsilegt eins og myndabók og virðist enn í okkar augum eitt- KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN — Húrra! Þú hefur ekki aðeins bjargað lífi okkar, heldur hefur þú líka fundið okkur heilan fjársjóð í gullmolum! — Ekkert skal vera of gott handa þér, þegar við loks komumst heim! Þú skalt fá þína eigin hlöðu, úrval hafra, alfa-alfa gras .... og Gamli er svo hrifinn að hann kyssir Skratta kollu sina .... — Og þú mátt sparka í mig á hverjum degi, ef þú vilt...... það Æ — og það þarf víst ekki að segja þér það. gerirðu víst áreiðanlega. hvað kunnuglegt, þrátt fyrir all- ar byltingarnar og umturnina á síðustu tæpum fimmtíu árum. Það er eins og við þekkjum vel margt af þessu fólki og þau hlut verk, sem það gegndi, rétt eins og við munum persónurnar úr einhverri sögu, leikriti eða ævin- týri, sem hafa komið ímyndun- arafli okkar á hreyfingu, þegar við vorum á barnsaldri. Þannig, til dæmis að taka, getum við alveg séð fyrir okkur dyravörð- inn, sem stendur við hallardyrn- ar, í svarta frakkanum sínum og með loðskinnshattinn ofurlítið hallandi á höfðinu, Stórhertog- ann með alla heiðurspeningana, kósakkann, sem hallar sér á hest baki mújikinn í blússunni sinni, hertogafrúna í hvítu silki með háruppsetningu eins og fugls- hreiður, með færilú,sar-mitti og flegin niður að brjósti, leiguvagn stjórann með frosið skeggið, há- skólaprófessorinn og kaþólska prestinn með kaggahattinn, skrautstafinn og spámannssvip- inn. Og að baki þessum persón- um er alltaf sanja leiksviðsum- hverfið; danssalurinn með öllum súlunum, stúkuraðirnar í óper- unni, rússneski örninn í skjaldar merki keisarans, laukhvelfing- arnir á kirkjunum við fölan him ininn, snjórinn, gresjurnar og þráðbeint járnbrautarspor, sem liggur óendanlegt austur í Sí- beríu. Allt þetta kann nú að vera ævintýraleg skyndilýsing á Rúss landi keisarans, og samt er það eins og nálægt í minni okkar, og þetta umhverfi og þetta fólk get- ur oft komið okkur kunnuglegar fyrir sjónir en allir kommissarn- ir, ráðin, verksmiðjurnar og vatnsveituframkvæmdirnar og hinn milljónhöfðaði, sviplausi öreigaskari Rússlands nú á dög- um. Ef til vill hefur það verið snilld skáldsagnahöfunda Rússa á 19. öld, sem festi keisara-Rúss- land svona ljóslifandi í huga Okkar, ef til vill líka hitt, hve snögglega þetta hvarf, en að minnsta kosti var það enn við líði síðustu daga ársins 1916, og venjulegur gestur í Petrograd þá, hefði alls ekki látið sig gruna að keisarinn og öll hirð hans, þessi háa yfirbygging léns- skipulagsins, byggð upp af ein- völdum Rússa á þúsund árum, væri í þann veginn að hverfa fyrir fullt og allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.