Morgunblaðið - 05.03.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. marz 1964 'ra t; ar^rcrr Fyrirspurnum svarað í gœr — um norðurlandsborinn og ráðstöfun brezka fjárfest- ingarmálsins — snarpar umrœður um íbuðabyggingar — þingsályktunartillaga um vrorku og dánartryggin gar sjómanna samþykkt FUNDUR var í sameinuðu AI- þingi í gær. Samþykkt var þings ályktunartillaga Geirs Gunnars- sonar o. fl. um að ríkis- stjórnin láti leggja fyrir þetta þing frumvarp til iaga um sér- stakar örorku og dánarbætur sjó manna. Þá svaraði raforkumála- ráðberra fyrirspurn um Norður- landsborinn, framtíðarverkefni hans og hvað lengi hann yrði í Vestmannaeyjum. Fjá.rrr.ilaráð- herra svaraði fyrirspum um skiptingu framkvæmdalánsins brezka. Hermann Jónasson flutti framsögu fyrir máli sínu um eigna- og afnotarétt fasteigna. Þá urðu allsnarpar umræður um þingsályktunartillögu alln-argra Framsóknarmanna um endur- skoðun laga um lánveitingar til íbúðabygjginga. Áttust þar við Einar Ágústsson, Eggert Þor. steinsson og Þorvaldur Garðar Kristján«a>n. Atkvæðagreiðslu um má.lið var frestað. SPURX UM NORBURLANDS- BORINN Ingvar Gislason fylgdi fyrir- spurn sinni um Norðurlandstoor- inn úr hlaði. Sagði hann á- kvörðun um flutning borsins til Vestmanna- eyja hafa virzt vera tekna í skyndingu, og hefði málið vak- ið umtal nyrðra Þá benti hann á, að borinn hefði verið keyptur fyrir Norðurland og benti á fjár- lagagrein því til stuðnings. Ingólfur Jónsson, raforkumála- ráðherra, svaraði fyrirspurninni, en fyrirspyrjandi þakkaði greið svör og lagði um leið áherzlu á nýtingu borsins fyrir norðan og að undirbúningi yrði hraðað. í svari sínu sagði raforkumála- ráðherra m.a., að margs>konar verkefnf biðu borsins fyrir norð- an, en þau væru enn í undirbún- ingi .Borinn yrði hinsvegar að- eins 3 til 4 mán. í Eyjum. Þá vitnaði ráðherrann til skýrslu dr. Gunnars Böðvarssonar, en þar komu fram athyglisverðar upplýsingar varðandi þessi mál nyrðra. Vinnsluaðstæður væru tiltölu- lega góðar á þeim stöðum þar sem væru varmaveitur nyrðra, á Ólafsfirði og SauðárkróCki. Gera tnaetti ráð fyrir, að auknar boran ir á þessum stöð um muni auka nýtanlegt vatns- rennsli og megi þrví stæffcka þess- ar veitur nofck- uð. í Húsavílk er grenilega jarð- hiti, og jarðhita- deildin hefur verið þeirrar skoð- unar ,að þar mætti tiltölulega auðveldlega ná nægilegu rennsli af 60’C til 100°C heitu vatni til Ihitunar Húsavíkurkaupstaðar. Fyrir skömmu var tilraunabor- un gerð í Húsavik. Dýpt hennar er 1.500 metrar, en árangur varð þó enginn, þótt borun haffi geng- iö greiðlega. Þessj neifcvæði ár- angur er að vísu bagalegur, en jarðhitadeildin telur þó engan veginn ástæðu til þess að ör- vænta um árangur á Húsavík og telur rétt að halda borunum áfram. Verður nú haldið áfram fyrst um sinn með minni bor. í umræddri borholu er um 90 °C hiti á 400 metra dýpi, og bendir ýmislegt til þess, að á þessari dýpt megi vinna heitt vatn. Deild in telur því horfur á því, að Húsavíkurkaupstaður muni á næstu árum geta komið upp varmaveitu. Meginverkefni jarðvarmarann- sóknanna á Norðurlandi eru að kanna hvort vinna megi heitt vatn fyrir Akureyri og Siglu- fjarðarkaupstað. Akureyri virðist nægilega stórt veitusvæði til þess að bera djúpvatnsvinnslu. Um Siglufjörð verður efckert fullyrt að sinni, en málið er til athugun- ar. Auk þessa eru ýmis minni hátt ar verkefni, þ.e. rannsóknir fyrir einstaklinga og minni kauptún. Einkum má nefna verkefni fyrir Dalvík, en nofckur jarðhiti er í nágrenni kauptúnsins. Rannsóknir og árangur þeirra. Þær jarðhitarannsóknir, sem unnið er að má skipta í tvo flofcka, þ.e. (a) almennar rann- sóknir á hita, leka og gerð berg- ■ grunnsins á Norðurlandi, og (b) leit að jarðhita í efri berglögum á ákveðnum stöðum. Hér skal í stuttumáli greint frá þessum athugunum. Gerðar hafa verið víðsvegar á landinu grunnar borholur til þess að mæla hita og varmastraum í jörðu. Tvær siíkar holur eru á Norðurlandi, ein á Vaðlaheiði og ein í Vatnsskarði í Skagafirði. Þessar athuganir hafa enn ekki borið nægan árangur, og mæling arnar á Vaðlaheiði eru ekki í samræmi við niðurstöður á flest- um öðrum stöðum á landinu. Hit inn í Vaðlaheiði virðist vera til- tölulega lágur, og er nauðsyn- legt að kanna þetta betur. En ef notaðar eru niðurstöður frá öðrum stöðum slíkra mælinga, virðist hiti í bergi á 1.000 metra dýpt vera frá 40 °C og allt að 50°C. Um Eyjafjarðarsvæðið væri hinsvegar enn efcki vitað með fullri vissu. Ráðherrann sagði að lokum, að næsta verkefni borsins yrði á Akureyraravæðinu. SKIPTING FRAMKVÆMDALÁNSINS Halldór Sigurðsson og Helgi Befgs beindu fyrirspurn til fjár- málaráðherra um skiptingu fram kvæmdalánsins brezka. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra svaraði fyrirspurninni. Báðherrann sagði m.a.: í fyrirspurninni er spurt ann- ars vegar um það, til hvaða framkvæmda á vegum ríikisins hafi verið varið fé á þessu láni og hins vegar hve miklu hafi verið varið til annarra aðilja. Varðandi fyrri fyrirspurn um ráðstafanir til framkvæmda á vegum ríkisins er þetta að segja: I. Raforkufntmkvæmdir : L Til raforku og jarðhitamála vegna framkvæmda fyrir árslok 1962 40 mil’lj. kr. 2. Til raforkuframlkvæmda á árinu 1963 í samræmi við 10 ára raforkuáætlunina 44 millj. kr. 3. Til virkjunarrannsókna 6 millj. kr. 4. TLl byrjunarframkvæmda við raforkuver 20 millj. kr. II. Hafnargerðir : a. Til landshafnar á Rifi 17 miLlj .kr. b. Til landshafnar í Keflawik 5 millj. kr. m. Fiskiðnaður: Til síldarverksmiðja ríkisins 8,5 millj. Þetta er það fé, sem ráðstafað hefur verið til framkvæmda á vegum ríkisins. Þá er 2. liður fsp. um það, hvað aðrir að'iljar hafi fengið af þessu láni. Það er í fyrsta lagi Sogsvirkj- unin, til þess að ljúka stækkun írafossstöðvar 10 millj. kr. 2. Til hafnargerða var ráðstaf- að í heild 50 millj. kr. Af því fóru, eins og áður er greint, 22 millj. kr. til lands- hafna. 16.2 millj. er ennþá óskipt milli einstakra hafna. í þriðja lagi, til fiskiðnaðar 50 millj. Af þessari fjárhæð var ráðstafað til síldarverksmiðja 41,3 millj. Af því gagna 8% millj. til Síldarverksmiðja ríkisins og munu aðallega hafa verið not- aðar til framkvæmda á Reyðar- firði og Seyðisfirði. Afganginum, 32.8 millj., var úthlutað til fisk- vinnslustöðvar úti um land. TIL EINKAAÐILJA Af áðurgreindum 50 millj. til fiskiðnaðar var einnig ráðstafað til fiskvinnsiustöðva 8.7 millj. Þessum 8.7 millj. af enska lán- inu ásamt 12.3 millj. af öðru fé var úthlutað í einu lagi til 31 fiskvinnslustöðvar víðs vegar um land. Ekki liggur fyrir, hve mikið hver fiskvinnslustöð fékk af hvoru láninu um sig og leiðir af því, að ekki er hægt að birta sundurliðun fyrir enska lánið sérstaklega varðandi þessar 8.7 millj. til fiskvinnslustöðva. Eins og tekið var fram í bréfi fjárm. 8. apríl 1963 til fjvn., var varðandi lánveitingar eða varð- andi úthlutun á þessum 50 millj. ti lfisíkiðnaðar fengnar till. frá fulltrúum Seðlabankans, Lands- bankans og Útvegsbahkans. í fjórða lagi er til iðnaðar 10 millj. kr. Hlutafélaginu Iðngörð- um hefur verið úthlutað þessu fé til byggingar iðnaðarhúsahverf- is í Reykjavík, en það lán hefur ekki verið afgreitt ennþá. Þá er loks varðandi lánskjörin. Skuldabréf fyrir lánunum eru í sterlingspundum. Vextir af öll- um lánunum eru 7 Mc%. Hver lán taki greiðir við lántöku 1*0% af lánsupphæð í lántökugjald. Hafn arlánin eru til 20 ára og endur- greiðast með jöfnum hálfs árs- legum greiðslum afborgana og vaxta. Fyrsta afborgun greiðist 1. maí 1964, en fyrsta vaxta- greiðsla var 1. nóvember 1963. [flCiEM R'ÆPtJR SNARPAR UMRÆÐUR UM ÍBÚÐABYGGINGAR Alisnarpar umræður urðu um þingsályktun Framsóknarmanna um endurskoðun á lögum um lánveitingar til íbúðarhúsa. Einar Ágústsson sagði það ekki neina lausn að halda því fram, að allt væri í góðu lagi í þessum efnum. Hér væri mikill hús- næðisskortur, sem yrði að leysa. Hann bar saman tölur frá stjórn artíma vinstri stjórnarinnar og tíð núverandi stjórnar og taldi þær sýna, að nú væri ver að ver- ið. Ræðumaður fagnaði fagnaði ályktun Sambands Ungra Sjálftæðismanna, sem samþykkt var um helgina á þingi þess. Sagði hann ályktunina sýna mik- inn stórhug, en þóttist kenna í henni stefnumál Framsóknar- manna. Ræðumaður sagði að lok um, að húsnæðisvandamálinu yrði ekki lengur skotið á frest og mælti eindregið með samþykkt ályktunarinnar. Næstur talaði Eggert G. Þor- steinsson. Hann lýsti vonbrigð- um sínum á þeim farvegi, sem umræðurnar féllu eftir. Ekki væri litið á röðugleika í ljósi staðreynda, en hver og einn færi með þær tölur, sem hann teldi helzt styðja mál flutning sinn. Miðuðu sumir við fjölda haf- inna bygginga, en aðrir við fjölda fullunn- inna. Um tillög- una sagði hann vera, sem um svo margt ann- að á þingi. Þar væru frómar ós/kir, en gætá þó werið sett fram í orðunum: Aukið fé til húsasmíði. Ekki taldi hann þó tillögu Framóknarmanna líklega til framfara í þessum efnum. Þá sagði hann húsnæðismáiin brýnt hagsmunamál launþega og yrð: að greiða fyrir lánveitingum til íbúðabygginga og ekki síður auka byggingarhraðann og hag- ræði. ÞJÓÐHAGSLEGT VANDAMÁL Þorvaldur Garðar Kristjáns- son talaði að lokum og sagði Framsóknarmenn ganga svo langt í talhlýðni sinni við komm- únista, að þeir gleymdu atbeina sinna eigin manna. Hann minnti í þessu sam- bandi á lög vinstri stjórnar innar, sem hefðu að mestu verið endurprentun á lögunum frá 1955. Þorvaldur sagði, að á síð- asta áratug hefði 40% af heildar- fjárfestingunni farið í íbúðabygg ingar og 10% af þjóðartekjun- um. Á þessum tíma hefði verið byggt yfir 58 þús. manns, en fólfcsfjölgunin hefði verið 38 þús und. Ef það er rétt að við getum ekki byggt hraðar af þjóðhafs- legum ástæðum, hvað er þá hægt að gera, sagði ræðumaður. Þorvaldur ræddi síðan um slæmt skipulag lánamálanna og yrði að gjörbreyta því fyrir- komulagi. íbúðabyggingar í fjár- festingarskyni væru höfuðorsök og afleiðing verðbólgunnar. Það er þörf mikils átafcs í þessum málum, en ræðumaður sagði til- lögu Framsóknarmannanna þó engu breyta 1 þeim efnum. Atkvæðagreiðslu ‘jm málið var frestað. Unnið nð björg- un nr Wislok f GÆR unnu menn frá Björgun h.f. enn að þvi að bjarga ýmsu lauslegu úr pólska togaranum Wislok, mjt. akkeri, keðjum o.fL Sandstormur var á í gær á þess- um slóðum og gerði hann björg- unarmönnum mjög erfitt fyrir. Samkvæmt þcim upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Björgun h.f. i gær, er togarinn nú tekinn að brotna, þótt brim hafi ekki ver- ið. Ráðgerir Björgun h.f. að halda áfram að bjarga ýmsu úr skip- inu fram undir hetgi. — Ræða Jóhanns Hafsten>s Framhald af ols. 6. upp í 166 millj. kr. að 10 árum liðnum. Árlegur gjaldeyrissparn- aður Sementsverksmiðju er tal- inn um 70 millj. kr. og Áburðar- verksmiðju um 42 millj. kr. Samningar við Hollendinga um samvinnu við að reisa kísilgúr- verksmiðju við Mývatn eru senni laga að komast á lokastig. Kísilgúr er ólífrænar leifar kísilþörunga — örsmáar kísil- sfceljar einn þúsundasti til 200 þúsundasti úr millimeter. Botnleðja Mývatns er ein stærsta náma af kísilmold, sem þekkt er, og rannsóknir á gæð- um til kísilgúrvinnslu hagstæð- ar. Kísilgúr er notaður í nútíma- efnaiðnaði sem síunarefni, fylii- efni, einangrun o.fl. Öll framleiðslan þyrfti að selj- ast á erlendum vettvangi og það er ein meginástæðan til sam- vinnu við Ho'lendingana. Kostnaður verksmiðjunnar er áætlaður um 130 millj. kr. En jafnframt er gert ráð fyrir jarð- hitavirkjun frá Námaskarði og vegagerð stytztu leið til Húsa- víkur, sem yrði afskipunarhöfn. Ég skal nú ekki hafa þessar upplýsingar lengri — en hef þá í huga, að spurningatíminn veit- ir nánari upplýsingar og svör. Að lokum vil ég svo víkja að því, sem mönnum er eðlilega mikið í mun, þegar stóriðjan er á dagskrá. Eigum við að leita samvinnu við eriend fyrirtæki og erlent fjármagn? Mér finnst einsýnt að svara þessari spurningu játandi. Að sjálfsögðu eru fjölmörg vandasöm atnði við að glíma á þessu sviði. En ég hefi aldrei óttast, að við íslendingar værum ekki menn til þess að semja svo í samskiptum við erlenda, hvort sem það eru einstaklingar eða ríki, að við héldum ekki heiðri ofckar. Það væri mikil fásinna að loka augunum fyrir því, að við þurf- um óhjákvæmilega að sækja sér- þekkingu og tæknikunnáttu til annarra þjóða. Hins vegar hafa íslendingar sýnt, að þeir hafa mannkosti til þess að tileinka sér bæði tækni og kunnáttu eigi þeir þess kost. Ég viðurkenni fúslega, að ég skil vel varfærni og vissan ótta, sem sprettur af sérstöðu okkar og þá, hversu fáir við erum. En við ættum alveg að spara okfcur að gera hverjum öðrum getsakir um sölu landsréttinda, landhelginnar eða þeirra náttúru auðæfa, sem eru varasjóðir kom andi kynslóða. í nýrri tækni, meira fjármagnl en við ráðum einir yfir, er fólg- in orka til vaxandi hagsældar og menningar. Framtíð íslands er fólgin í fjðl þættri framleiðslu, sem skapar meira öryggi, — í hagnýtingu orkunnar, sem fólgin er í foss- um og fallvötnum, jarðhita og öðrum náttúrugæðum, í fiskimið unum og gróðurmoldinni. En ekfcert af þessu hagnýtist þó, ef okkur skortir sjálfa manndóm, kjark og framsýnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.