Morgunblaðið - 05.03.1964, Blaðsíða 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 5. marz 1964
JMfagMitlrlfifrife
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslust jóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 80.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður-Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.'
á mánuði innanlands.
4.00 eintakið.
NÝ LÖG UM
ÞINGFARARKA UP
Ijingfararkaupsnefnd Sam-
* einaðs Alþingis hefur síð-
ustu árin unnið að því að end-
urskoða lög og reglur um
kaup alþingismanna. Enginn
ágreiningur ríkti um það að
þessi ákvæði væru löngu orð-
in úrelt. Þingmenn höfðu
ekki haft mánaðarkaupeinsog
aðrir opinberir starfsmenn
heldur voru þeim greiddir
dagpeningar. Árslaun þing-
manna fóru því eftir því,
hversu marga mánuði þeir
sátu á þingi ár hvert.
Þetta fyrirkomulag var
mjög óskynsamlegt og óhent-
ugt. Óeðlilegt var að þing-
menn gætu talið það fjárhags
legt hagsmunaatriði fyrir sig,
að þing stæði sem lengst ár
hvert.
Að athugun þingfararkaups
nefndar lokinni voru þeir for-
setar Alþingis, sem sæti áttu í
neðri deild og formenn stjórn
arandstöðuflokkanna, Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins, fengnir til þess
að flytja frumvarp, sem þing-
fararkaupsnefnd hafði samið
um þessi efni. Kjarni þess er
sá, að lagt var til að þing-
menn fái nú mánaðarlaun í
stað dagkaups áður. Munu
mánaðarlaun nema um 11 þús
und krónum. En auk þess fá
utanbæjarmenn greiddan
dvalarkostnað í Reykjavík
meðan Alþingi stendur yfir.
Ennfremur er gert ráð fyrir
að Alþingismenn fái á ári
hverju fjárhæð til greiðslu
kostnaðar við ferðalög í kjör-
dæmi sínu og ákveður þing-
fararkaupsnefnd þá fjárhæð,
sem heimilt er að hafa mis-
háa eftir kjördæmum.
Allir sem til þekkja, vita að
störf alþingismanna verða
með árí hverju víðtækari og
umfangsmeiri. Með stækkun
kjördæmanna stóraukast
ferðalög allra þingmanna ut-
an Reykjavíkur. Það mun
líka mála sannast að alls kon-
ar fyrirgreiðsla og erindis-
rekstur þingmanna í þágu
fólksins í kjördæmi sínu kosti
þá sízt minni tímaeyðslu en
sjálf þingstörfin.
Um það hefur oft verið
rætt, að þessi einka-erindis-
rekstur þingmanna í þágu
kjósenda væri óeðlilegur. —
Sannleikurinn er þó sá, að
fjöldi fólks úti um allt lahd
verður að treysta á aðstoð
þingmanns síns á fjölmörgum
sviðum. Þingmaðurinn dvelst
mikinn hluta árs í höfuðborg-
inni en þangað verður að
sækja um margskonar fyrir-
greiðslu. Þar eru flestar lána-
stofnanir þjóðarinnar og
fjöldi annarra stofnana, sem
einstaklingar og félagasamtök
um allt land verða undir að
sækja.
Nú og á öllum tímum hlýt-
ur það að vera þjóðinni mikið
hagsmunamál að til Jþingsetu
veljist dugandi og heiðarlegir
menn. Óhjákvæmilegt er, að
þeim séu greidd skapleg laun,
því fáir myndu telja það
heppilegt, að aðeins auðugir
menn gætu gefið kost á sér
tii þingmennsku. Hitt er á-
reiðanlega æskilegra, að á
Alþingi eigi sæti menn úr öll-
um stéttum hins íslenzka þjóð
félags og hafi aðstöðu til þess
að vinna þar þau störf sem
þeim eru ætluð, óháðir öllu
nema eigin sannfæringu og
dómi kjósenda þegar verk
þeirra eru vegin og metin við
kjörborðið að lýðræðislegum
hætti
NY VERÐLAGS-
ÁKVÆÐI
ITerðlagsnefnd hefur nú á-
* kveðið nýjar álagningar-
reglur og er samkvæmt þeim
um að ræða allmjkla hækkun
álagningar. Nýju álagningar-
reglurnar eru í stórum drátt-
um hinar sömu og ákveðnar
voru í septembermánuði 1958
á tímum vinstri stjórnarinn-
ar. —
Ástæðan til þess að óhjá-
kvæmilegt hefur verið að
hækka álagningu er að sjálf-
sögðu sú, að rekstrarkostnað-
ur verzlunarinnar hefur hækk
að geysimikið eins og raunar
rekstrarkostnaður almennt,
vegna hinna óhóflegu kaup-
hækkana að undanförnu. —
Hér er því um að ræða enn
eina afleiðingu hinnar van-
hugsuðu kaupgjaldsbaráttu á
síðastliðnu árL
Lögum samkvæmt á verzl-
unin rétt á því, að álagning-
arreglum sé hagað þannig, að
vel rekið atvinnufyrirtæki
geti borið sig. Að undanförnu
hefur hag verzlunarinnar ver
ið stefnt í voða, vegna þess
að álagning hafði ekki hækk-
að til samræmis við hækkað-
an verzlunarkostnað. Var því
skylt að gera þá leiðréttingu,
sem nú er orðin.
Það er athyglisvert, að
stjórnarandstaðan í verðlags-
nefnd greiddi atkvæði með
hinum nýju álagningarregl-
um, þó sjálfsagt verði ríkis-
stjórninni kennt um þær ó-
Stórþingiö deilir
um þorskandtina
Osló 14. febrúar.
1 GÆRKVÖLDI lauk löngum
og heitum kappræðum í Stór-
þinginu og var málsefnið þó
ekki pólitísikt heldur snerist
það um, hvort leyfa skyldi að
veiða þorsk í nót í Lófót.
Málsúrslitin urðu þau, að nú-
verandi bann, sem sett var
1958, skyldi gilda áfraim.
1 umræðunum gleymdist
hin rígbundna flobkaskipti íg
borgara- og stjórnarflokksins
alveg; þorskurinn tvistraði
öllum flokkum. Meirilhluti
fiskimálanefndar hafði lagt
til að tafcmarkaðri tölu báta
skyldi leyft að nota nót, auk
þeirra örfáu, sem nú flá að
veiða með nót undir vísinda-
legu eftirliti og á tilteíknum
miðum. En minnihlutinn, með
fiskknálaráðuneytið og fiski-
málastjórann 'að bakhjarli,
vildi banna nótina. Og það
var samþykkit.
Saga þessa móls, sem hlýt-
ur að vekja athygli islenzkra
útvegsmanna, er í stuttu máli
þessi: Árið 1953 var farið að
veiða þorsk í nót og fór sú
veiði vaxandi í Lófót til 1967.
En á þessum árum fór fiski-
gengdin að minka. Kenndu
margir nótinni um þetta og
héldu því fram að hún faeldi
þorskinn burt. Og nú var
ákveðið, frá 1958, að þorska-
naetur skyldu bannaðar næstu
tvö ár, en síðan hefur þetta
bann verið framlengt. En ör-
•fáir bátar skyldu veiða í nót
á takmörkuðu svæði, til þess
að hægt yrði að ganga úr
skugga um hvort nótin flærndi
þorskinn burt.
1957 höfðu fjöldamargir út-
vegsmenn eignast þorskanæt-
ur og undu banninu illa. Því
að nótin hafði gefizt þeim
svo vel, að talið var að hún
mundi valda tímamótum í
sögu Lófótveiðanna. Slkipin
sem höfðu nót öfluðu marg-
falt betur en hin, sem notuðu
net eða línu. En hinsvegar
var sá ljóður á, að ekki var
hægt að nota nótina í mis-
jöfnu veðri og var því oft
landlega hjá nótarveiðimönn-
um þegar aðrir bátar gátu
róið. Þrátt fyrir þetta voru
uppgripin hjá nótamönnunuim,
þegar gaf, margfalt meiri en
hjá jafnstórum línu- og neta-
bátnum. Bannið við nótinni olli
því sárri gremju þeirra, sem
þóttust sjá á bak stórgróða
og höfðu lagt í mikinn kostn-
að vegna veiðarfæra, sem þeir
fá ekki að nota.
Fiskifræðingarnir eru ekki
sammálá um hvort nótin sé
skaðleg eða ekki. En þeir eru
yfirleifct sammála um, að það
sé ofveiðin í Barentshafi sem
valdi því að íiskigangan á
Lófófchafi hafi verið svo lítil
hin síðari ár. En Barentshafið
verður ekki friðað nema með
alþjóðlegu samþykki.
Formaður fiskimálanefndar
Stórþingisins er Harald War-
holm (hægri). Hann er fiski-
maður sjálfur og þingmaður
Nordlandfylkis. Hafði hann
framsögu fyrir meirihluta
nefndarinnar og hélt mikla
sóknarræðu fyrir málstað fylg
ismanna nótarinnar. Hann
líkti banninu gegn nótinni við
það, að mönnum yrði bannað
að nota jarðýtu en skipað að
nota skóflu og hijólbörur í
staðinn. Vitnaði hann í ýmsa
fiskifræðinga, sem telja það
algerlega ósannað hvort nótin
tvístri fiskigönguniim og
flæmi þorskinn burt. Hann
andmælti þeirri „röksemd“,
að nótin hefði valdið fiski-
leysinu mikla á vertíðinni
1957, því að nætumar hefðu
svo að segja ekki verið notað-
ar á Lófótmiðunum þá ver-
tíð, heldur á norðlægari mið-
um. „Nú hafa nótaveiðar ver-
ið bannaðar í fimm ár og
hafrannsóknarmennirnir eru
komnir að þeirri niðursfcöðu,
að fullyrðingamar um sikað-
semi nótarinnar sóu ástæðu-
lausar,“ sagði Warholm. „Á
árunurn 1947—’G3. með og án
nótar, hefur þorskurinn hagað
sér líkt, og líffræðilegar ástæð
ur og breytingar á sjávarhita
ráðið mestu um hátterni hans.
Reynslan virðisit sýna, að
snurpinótin ráði engu um
göngu fisksins, fremur en önn-
ur veiðarfæri,“ sagði War-
holm og vitnaði í ýms gögn,
sem legið hafa fyrir nefnd-
inni.
Warholm reyndi að sýna
fram á, að ef nótin hefði ver-
ið leyfð mundu afköst Lófót-
veiðanna hafa orðið önnur en
raun ber vitni nú. Síðan 1953
hefur meðalafli vertíðarinnar
verið 49—44 þúsund lestir,
en veiðimönnum farið fækk-
andi með hverju ári, því að
ungir menn fást ekki til að
ráða sig á Lófótskipin vegna
þess hve lítið vertíðin geifur
af sér. Warholr. fullyrti, að
ef nætur hefðú verið leyfðar
mundi vertíðaraflinn e.t.v.
hafa komist upp í 100 þús.
lestir. En með núverandi hátt-
erni veiddu útlendingar þann
fisk í Barentshafi, sem Norð-
menn hefðu sjálfir getað veitt
á Lófótmiðunum.
Warholm vék einnig að
fiskimálastjóranum og vitnaði
til gamals ritlings, sem hann
hefur skrifað, til þess að sýna
fram á að fiskimálastjórinn
hefði verið hringlandi í skoð-
unum á þesu máli. Og fiski-
málaráðuneytinu bar hann á
brýn, að það hefði misst tök-
in á þessu mikla deilumáli
norsikra útvegsmanna.
★
En meðan verið var að
þrátfa um þetta í þingsalnum,
var verið að innbyrða fyrstu
stóru síldarköstin- á þessum
vetri, út af Svíney við Ála-
sund. Fyrsti báturinn fékk
3000 hektolítra kast og þrír
aðrir sanitals 6.500. Síldin er
komin. Og nú er spáð góðri
vertíð, því að árangurinn frá
1959 er talinn „sterkur".
Sk. Sk.
OAS-handtökur
Parfa, 3. marz. NTB.
• Lögreglan í París hefur
handtekið 15 unga menn úr
æskulýðsdeild OAS — neðan-
jarðarhreyfingarinnar. Fjórt-
án hinna handteknu eru stúd
entar á aldrinum 18—20 ára
en hinn fimmtándi er foringi
þeirra, þrítugur maður að
nafni Jean Paul Caunes.
Brúðkaup í ísrael
Jerúsalem, 3. marz. AP.
• Levi Eshkol, forsætisr.'#-
herra ísrael gekk í heilagt
hjónaband í dag. Er kona
hans Miriam Selikovich, er
starfað hefur sem aðstoðar-
bókavörður í ísraelska þing-
inu. Hún er 38 ára að aldri,
forsætisráðherrann 68 ára. —
Selikovich er þriðja kona
Eshkols.
hjákvæmilegu verðhækkan-
ir, sem leiða af hækkaðri á-
lagningu. En væntanlega fer
mönnum nú að skiljast, hve
fráleitt það er, að óhóflegar
kauphækkanir bæti hag laun
þega. Sannleikurinn er þvert
á móti sá, sem verkamaður
nokkur benti Morgunblaðinu
á, að hagur hans hefði ætíð
versnað en ekki batnað, þeg-
ar lagt hefði verið út í harð-
vítugar vinnudeilur og knúð-
ar fram óraunhæfar kaup-
hækkanir.
FRJÁLSRÆÐI í
FISKVERZLUN
ær raddir heyrast stundum,
að við íslendingar eigum
að einangra okkur frá al-
þjóðasamstarfL Við varðveit-
um bezt frelsi okkar með því
að láta alþjóðamál afskipta-
laus.
En þessar fáránlegu skoð-
anir eiga raunar stöðugt
færri formælendur, sem eðli-
legt er, því að fulltrúar okk-
ar á alþjóðavettvangi hafa
margsinnis sýnt og sannað að
þeir geta haldið vel á mál-
stað okkar og haft heillavæn-
leg áhrif á afgreiðslu mála.
Þegar fiskveiðiráðstefnan í
London hófst, heyrðust enn
fullyrðingarnar um landssölu
og undanslátt. Þær raddir eru
nú þagnaðar, enda notuðu
fulltrúar okkar þetta tæki-
færi til þess að undirstrika
enn rækilegar en áður rétt-
indi okkar til að ráða yfir
fiskimiðunum við ísland. En
þeir létu ekki þar við sitja.
Fiskveiðiráðstefnan af-
greiddi álytkun, þar sem all-
ar ríkisstjórnirnar, sem aðild
áttu að ráðstefnunni, eru
hvattar til að vinna að auknu
frjálsræði í fiskverzlun. Fe’st
í því hvort tveggja í senn,
aukið verzlunarfrelsi og
lækkun tolla til að auðvelda
fiskverzlunina á Evrópu-
mörkuðum.
Þessi ályktun er auðvitað
geysiþýðingarmikil fyrir ís-
land og mjög ánægjuleg, því
að fyrirfram höfðu menn
ekki gert sér vonir um að
samstaða næðist um slíka yf-
irlýsingu.
Þannig hefur enn einu
sinni sannazt, hve mikilvægt
það er fyrir okkur, að taka
þátt í alþjóðasamvinnu og
beita áhrifum okkar á þeim
vettvangL