Morgunblaðið - 05.03.1964, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 5. marz 1964
MOKGUHBLADID
23
„Góðir eigsnmenn scfa
heimcs“ d Akureyri
Viðskipfaharm á fyr-
irtæki, en ekki ríki
ISSixon ræðír viðskspti við iíúbu
LEIKFÉL.AG Akureyrar irum-
6ýndi í gærkveiöi gamanleikinn
góðir eiginmenn sofa heima“
eftir Walter Ellis, í þýðingu Ingu
Laxness. Leikstjóri er Jóhann
Ögmundsson. Með stærstu hlut-
verkin fara Hagnheiður Júlíus*
dóttir, Eggert Ólafsson og Ólaf-
ur Axelssan. Aðrir leikendur
eru: Júlíus Oddsson, Þórey Aðal-
steinsdóttir, Jón Ingimarsson,
Jóhann ögmundsson, Vilhelmína
Sigurðardóttir, Árni Böðvarsson
og Hlin Daníelsdóttir. Leiktjöld
xnálaði Aðalsteinn Vestmann og
ljósameistari er Ingvi Hjörleifs-
•on.
Uppselt var á frumsýningu og
— Ruby
Framhald af bls. 1.
sín og um hljómsveit í einum
næturklúbba hans, sem hafði
sagt upp starfi.
Næst kom fyrir réttinn John
Newman, kunningi Campells,
eem hafði verið með Ruby þegar
fréttin um morðið á Kennedy
barst. Fóru þeir saman í flýti til
að komast að sjónvarpstæki og
fylgjast með atbúrðinum. Segir
Newman að Ruby hafi á engan
hátt hagað sér öðruvísi en aðrir
áhorfendur.
Tvö vitni skýrðu frá því að
hafa séð Ruby fyrir framán
fangelsið í Dallas, þar sem Os-
wald var geymdur í haldi, dag-
inn eftir morðið á Kennedy. Var
þá ætlunin að flytja Oswald til
annars fangelsis, en flutningn-
um frestað til næsta dags. Morg-
uninn eftir, þegar verið var að
færa Oswald út úr fangelsinu,
réðist Ruby að honum og skaut
hann til bana.
P. B. Leonard, lögregluforingi
í Dallas, skýrði frá því að Ruby
hafi verið viðstaddur þegar
blaðamannafundur var haldinn
hjá lögreglunni kvöldið sem
Kennedy var myrtur. En fund-
urinn var haldinn á sama stað
og Ruby drap Oswald tveimur
dögum seinna.
Næst kom fyrir réttinn J. R.
Leavelle, lögregluforingi. Hann
var handjárnaður við Oswald
þegar Ruby drap hann, og hafa
margar myndir verið birtar af
honum þar sem hann stóð hár
og þrekinn, ljósklæddur og agn-
dofa meðan Oswald hné niður
við hlið hans. Leavelle segir að
hann hafi heyrt Ruby segja um
leið og Oswald féll: „Ég vona að
tíkarsonurinn drepist." Hann
oegir að Ruby hafi skotið aðeins
einu skoti, áður en lögreglumönn
um tókst að yfirbuga hann. Hins
vegar hafi hægri hönd hans ver-
ið kreppt um byssuna eins og
hann væri að reyna að skjóta
eftur.
Réttarhöldum var haldið áfram
i kvöid (nótt eftir ísL tima).
leikhúsgestir skemmtu sér hið
bezta. í leikslok var leikstjóra
og leikendum þakkað með lófa-
taki og blómum.
Önnur sýning verður í kvöld,
en þar næst verður leikurinn
sýndur á laugardag og sunnudag.
VEGNA ágreinings þess, sem
upp kom milli Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og vörubílstjóra
fyrir austan Fjall, og skýrt var
frá í blaðinu í gær, sneri Mbl.
sér í gærkvöldi til Þorsteins
Arnalds, forstjóra BÚR, og innti
hann fregna af málinu. Þorsteinn
l sagði að fulltrúi BÚR, Benedikt
Blöndal, hefði átt viðræður við
framkvæmdastjóra vörubílstjóra
félagsins Mjölnis og sýlumann
Árnesinga, og hefði orðið að sam
— Kýpur
Framhald af bls. 1.
atriði tillögunnar hlytu aðra af-
greiðslu, en ráð er fyrir gert.
Meðal annars vildi hann að gæzlu
liðið væri undir beinni yfirstjórn
Öryggisráðsins, en ekki stjórn U
Thants og Allsherjarþingsins eins
og fyrirhugað er. En þrátt fyrir
andstöðu við nokkur atriði,
kvaðst Fedorenko greiða tillög-
unni atkvæði, ef sérstök atkvæða
greiðsla færi fram um þá grein,
sem ákveður yfirstjórn gæzluliðs
ins.
Var farið að óskum Fedoren-
kos og fyrst greidd atkvæði um
stjórn gæzluliðsins, þ.e. að hún
skyldi falin U Thant. Var það
samþykkt með átta samhljóða at-
kvæðum, en fulltrúar Sovétríkj-
anna, Tékkóslóvakíu og Frakk-
lands sátu hjá. Síðan var til-
lagan í heild borin upp og sam-
þykkt með öllum ellefu atkvæð-
um.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
gæzluliðið verði skipað í sam-
ráði við ríkisstjórnir Kýpur,
Bretlands, Grikklands og Tyrk-
lands, og að U Thant skipi yfir-
mann þess. Skorað er á öll að-
ildarríki SÞ að forðast hverjar
þær aðgerðir, er geti aukið á
spennuna á Kýpur og jafnvel
stefnt heimsfriðnum í voða. Þá
er U. Thant einnig falið að skipa
sáttasemjara, í samráði við við-
komandi ríkisstjórnir, er reyni
að miðla málum miili tyrkneskra
og grískra Kýpurbúa.
Ætlazt er til að gæzluliðið
verði á Kýpur í þrjá mánuði, og
að þau ríki, sem taka þátt í
gæzlunni, anmst sjálf kostnaðinn
við það. En neimilt er að taka
Þá sjaldan að snjór hefur fall-
ið í vetur, hefur hann valdið 1
tjóni. Hér er mynd af gras- \
eynni við mót Hringbrautar í
og Sóleyjargötu. Er snjór féll /
síðast, tóku margir ökumenn ;
til bragðs að aka eftir eynni \
til að komast áfram. Þetta
hefur hinsvegar leikið eyna
svo grátt, í henni eru alldjúp
hjólför og hún öll mjög ójöfn.
Hér sjást menn við að rista
torf og laga eyna.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
komulagi að farið yrði eftir ósk-
um stjórnar vörubílstjórafélags-
ins um að félagið annaðist flutn
inga á fiski viðskiptabáta BÚR,
frá Þorláksihöfn til Reykjaví'kur
að hálfu leyti þar til úrskurður
sýslumanns Árnesinga um rétt-
mæti kröfu vörubílstjórafélags-
ins lægi fyrir. Væri þetta gert
til þess að forðast árekstra. Kvað
Þorsteinn vonir standa til, að úr-
skurðurinn lægi fyrir innan viku.
við framlögum annarra ríkja.
Meðan Öryggisráðið var að á-
kveða að senda alþjóða gæzlu-
lið til eyjunnar urðu nokkrir á-
rekstrar á Kýpur milli grískra og
tyrkneskra manna. Þegar er
fréttist um árekstrana var lög-
reglulið skipað Bretum að stilla
til friðar, og var alit með kyrr-
um kjörum í kvöld. Tveir Kýpur
búar særðust í átökunum, og eru
þetta fyrstu alvarlegu árekstr-
arnir á eyjunui síðan 14. febrúar
sd.
HÓPGÖNGUR í AÞENU.
Þegar úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar í Öryggisráðinu voru
kunnar, lýsti George Papandreou
forsætisráðherra Grikklands,
því yfir að þessi ráðstöfun yrði
til þess að koma sambúð Grikkja
við Breta og Bandaríkjamenn í
samt lag. í Grikklandi hafa ver-
ið farnar hópgöngur að undan-
förnu, til að mótmæla stefnu
Breta og Bandaríkjamanna á
Kýpur. Telja Grikkir að stór-
veldin tvö séu of einhliða hlynnt
tyrkneskum Kýpurbúum. Hafa
Grikkir safnazt saman við sendi
ráð Bandaríkjanna í Aþenu með
hrópum og köllum, og m. a.
brennt þar myndir og líkön af
Johnson forseta. Hingað til hef-
ur Papandreou ekki haft mikið
á móti þessum aðförum að
sendiráðinu, heldur þvert á móti
þakkað hópgöngumönnum fyrir
að sýna í verki vilja Grikkja.
Bandaríska sendiráðið í Aþenu
hefur ekki hreyft neinum mót-
mæluim í sambandi við þessar
hópgöngur þar, bersýnilega í því
skyni að auka ekki ólguna. Tals
maður grísku stjórnarinnar
minntist á þetta atriði í dag og
sa.gði bandaríska sendiráðið hafa
sýnt mikinn skilning.
New York, 4. maiv, (AP)
Richard M. Nixon, fyrrverandi
varaforseti Bandaríkjanna, flutti
í gærkvöldi r:ú5u á þingi verk-
taka í New York. Réðist hann
þar harðlega á erlend fyrirtæki,
sem enn selja vörur til Kúbu,
og tók sérstaklega sem dæmi
brezka bílasmiðju, er nýlega
gekk frá sölusamningi á 450 áætl-
unarbifreiðum þangað.
— Ef þeir óska eftir að selja
Castro áætlunarbifreiðir, geta
þeir ekki selt bíla sína hér,
sagði Nixon.
Nixon nefndi ekki fyrirtæki
það, sem hér á hlut að máli. En
enginn vafi leikur á því að hann
átti við Leyland Motors Ltd.
Sagði Nixon að sjálfsagt væri
að banna allan innflutning til
Bandaríkjanna á vörum frá þeim
fyrirtækjum erlendum, sem
Aðalfundur
Dagsbrúnar
AÐALFUNDUR Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar var haldinn
í Iðnó sl. sunnudag, 1. þ.m.
Á fundinum var flutt sikýnsla
stjórnar og lesnir endurskoðaðir
reikningar félagsins. Á starfsár-
inu höfðu 199 menn verið sam-
þykktir í félagið. Minnst var 30
félagsmanna er látizt höfðu.
Sjóðsaukning, hjá öðrum
sjóðnum en Styrktarsjóði, nam á
árinu 887 þús. kr. og hjá Stykrt-
arsjóðnum um 2 millj. kr. í árs-
lok námu bókfærðar skuldlausar
eignir Dagsbrúnar 6 millj. og 890
þús. kr.
Samþykkt var að hækka árs-
gjöldin úr 500 kr. í 700 kr.
Skýrt var frá framkvæmdum
við húseignina að Lindargötu 9,
en það hús eiga Dagsbrún og
Sjómannafélag Reykjavíkur.
Endurbyggingu hússins er nú
langt komið og fluttu bæði fé-
lögin bækistöðvar sínar þangað
í janúar sl.
Þá samþykkti aðalfundurinn
ýmsar breytingar á reglugerð
Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna,
sem m. a. felur í sér tvöföldun
á bótatímabilum, en sjóður þessi
tók til starfa 1. janúar 1963.
Stjórnarkjör fór fram 24. og
25. janúar sl. og skipa nú þessir
menn stjórn Dagsbrúnar:
Eðvarð Sigurðsson, formaður;
Guðmundur J. Guðmundsson,
Tyrggi Emilsson, ritari; Halldór
Bj örnsson, gjaldkeri; Kristján
Jóhannsson, fjármálaritari; Tóm
as Sigurþórsson og Hannes M.
Stephensen meðstjórnendur.
— Færeyiar
Framhald af bls. 1.
lendinga til veiða á ytra sex
mílna svæðinu. Noregur og ís-
land, og Danmörk að því er varð-
ar Færeyjar og Grænland, standa
að vísu utan við þetta samkomu
lag vegna fyrri ákvarðana um út-
færslu í 12 mílur.
Þá segir blaðið ennfremur varð
andi útilokun erlendra skipa frá
ytri sex mílunum við ísland,
Noreg, Færeyjar og Grænland:
„Ekkert arinað en víðtækar trygg
ingar fyrir aðgangi að vaxandi
mörkuðum meginlandsins — sem
verða að biða a.m.k. þar til
Efnahagsbandalagsríkin hafa
gengið endanlega frá fiskimála-
stefnu sinni — getur fengið þessi
riki til hleypa erlendum fiski-
mönnum aftur inn í hin auðugu
fiskimið innan 12 milna frá
ströndum þeirra. Þetta getur
orðið. En þar til svo verður, og
ef takmarka þarf innflutninginn
frá Færeyjum, þá eru tillögur
brezka fiskiðnaðarins ekki ósann
gjarnar,“ segir The Times.
seldu annað en matvæli og lyf
til Kúbu.
Um 1300 fulltrúar byggingar
iðnaðarins sátu þingið, og hvatti
Nixon þá til áð samþykkja á-
skorun á utanríkisráðuneytið um
að setja verzlunarbann á þau
erlend félög, sem verzla við
Kúbu, í stað þess að koma á
verzlunarbanni á viðkomandi
ríki í heild.
Nái þessi viðskiptabönn ekki
tilætluðum árangri, sagði Nixon,
ættu Bandaríkin að reyna allar
aðrar leiðir en hafnbann eða inn
rás. Sagði Nixonfréttamönnumað
með þessu ætti hann einnig við
stöðvun olíuflutningia frá Sovét-
ríkjunum til Kúbu.
Nýr sendiherra
ó íslandi
Osló, 4. marz (NTB).
JOHN Peter Sigvaldason, hixui
nýskipaði sendiherra Kanada á
tslandi og Noregi, með aðsetri i
Osló, kemur til Fornebu-flugvall
ar við Osló á morgun, finnutu-
dag.
Sendiiherrann er fæddur í Bald
ur, Manitoba, árið 1904, og starf
aði hjá menntamálaráðuneyti
Kanada fyrir síðustu heimsstyrj
öld. Á stríðsárunum var hann í
kanadíska flughernum, en fékk
lausn þaðan árið 1946. Sarna ár
hóf hann störf á vegum utan-
rikisráðuneytisins, og var árið
1961 skipaður sendiherra í Indó
nesiu.
— íhróttir
Framhald af bls. 22
Sunddeildin reynir nú að fá er-
lent sundfólk til þátttöku,
hvernig sem það tekst.
Körfuknattleiksdeildin efnir
til hraðkeppni f.h. apríl eftir að
landsliðið er komið heim frá Pol-
ar-cup keppninni í Helsingfors.
Frjálsiþróttadeildin efnir til
afmælismóts í sumar, væntaa-
lega með erlendri þátttöku.
in Afmælisrit.
í tilefni afmælisins hefur KR
gefið út stórt, faliegt og vandað
afmælisblað, sem Ellert Schram
hefur ritstýrt. Rekur ritstjórinn
sögu KR í stuttu máli en síðan
koma greinar um hverja deild
félagsins og starf þeirra síðustu
5 árin, eða frá því að síðasta
KR-blað var gefið út. Er þetta
afmælisrit hið glæsilegasta, prýtt
fjölda m.ynda með fjölbreyttum
greinum viðtölum, töflum aii
— Flugfreyiur
Framhald af bls. 3
unnið á skrifstofu lðnskólans.
Hún er reyndar kunn íþrótta-
kona, hefur keppt í KR-liðinu
í handbolta. Þuríður Magnús-
dóttir er einnig handbolta-
kona úr öðru félagi, ÞróttL
Stúlkurnar sjö voru eftir-
væntingarfullar þégar þær
lögðu upp í æfintýrið í gær,
en sögðust aðein vera að fara
um stundarsakir, einhvem
tíma kæmu þær aftur heim.
Það er gott þegar ungt fiólk
fær tækifæri til að hleypa
heimdraganum og kynnast
veröldinni.
Rio de Janeiro, Brasilíu,
4. marz (NTB)
Sprening varð í dýnamitt-
geymslu í borginni Itaocra í
Brasilíu í dag. 26 manns fór-
ust í sprengingunui og fjöldí
særðist.
Sýslumaður sker úr om rétt
mæti krölu bílstjóranna