Morgunblaðið - 05.03.1964, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAOIÐ
Fimmtudagur 5. marz 1964
\'//EUZABtrti TeRKASÍsP7\
— Já, ég er alveg viss um, að
hann verður kominn fyrir þann
tíma, svaraði hún og gerði sitt
bezta til að trúa sínum eigin
orðum.
Skömmu síðar fór Ranzi heim
til sín.
Ruth fylgdi honum út í garð-
inn. Hingað til hafðí hún alltaf
verið hálfhrædid við hann. I>að
var eitthvað í framkomu hans,
stolt og afbrýðissemi í sambandi
við stöðu hans, sem virtist eins
og halda öllum í fjarlaegð frá
honum, nema þá fáum útvöld-
um. En í kvöld hafði hún ekk-
ert orðið vör við þetta. Hann
hafði verið eðlilega vingjarnleg
ur, og hún var honum þakklát
fyrir það.
Engu að síður var hún fegin,
þegar þessari heimsókn hans var
lokið. Nú var aðeins Madge eftir
að fást við, en þá gæti hún far-
ið að hátta.
En Madge reyndist auðveld
viðureignar. Hún var orðin eitt-
hvað svo þögul, næstum ólund-
arleg. Hún færði Ruth kvöldimat
á bakka, setti hann frá sér og
gekk svo þegjandi út. Ruth gat
sér þess til, að hún væri að
reyna að verjast gráti. Um leið
og Ruth tók til matar síns, tók
hún að hugsa um, hvað fólk
gæti oft komið manni á vart.
Hverjum hefði dottið það í hug
fyrir nokkrum klukkustundum,
að af öllum þeim, sem þekkt
höfðu Lester Ballard, yrði
Madge sú eina, sem harmaði frá-
fall hans.
Ruth lauk brátt við matinn og
gekk til svefnherbergis síns.
Það var nú, sem hún hafði
hugsað með sjálfri sér að fara
að hugleiða málið í ró og næði.
Þetta var sú stund, sem hún
hafði ætlað sér að ganga rólega
um gólf og reyna að greiða úr
allri þessari flækju, sem hugs-
anir hennar voru komnar í.
Fyrst og fremst var sú spurning,
hvers vegna hún væri orðin svo
einráðin í að hlífa Nicky, gefa
honum svigrúm til að sleppa
burt og svo hin spurningin, hvort
þessi ásetningur hennar hefði
ekki leitt hana út í þá háskalegu
villu að blekkja réttvísina —
villu, sem hún myndi iðrast eft-
ir síðar meir. En svarið við þess-
um spurningum virtist nú orð-
ið ekkert sérlega áríðandi. Vit-
anlega hafði hún gert þetta af
eintómri velvild til Nicky, áð-
ur en hún gaf sér tíma til að
átta sig á þýðingu sektar hans,
og auðvitað mundi hún, ef eins
stæði á, fara eins að aftur, og
framkvæma fyrst og hugjsa svo.
Aðalvandamálið, sem ruglaði
fyrir henni nú, var sambandið
milli dauða þessara tveggja Lest
ec Ballard, og hvernig Nicky
væri við málið riðinn. Hún gat
vel hugsað sér, að hann gæti
myrt mann í reiðikasti, en að
hann gæti með köldu blóði tek-
ið þátt í yfirlögðu morðsam-
særi, var vart hugsanlegt.
Líklegast fannst henni af öllu,
að Nicky hefði hlaupið á sig í
reiðikastai og hatri sínu, og lent
óviljandi inn í morðsamsæri, sem
annar hefði staðið fyrir, og þar
hefði orðið einu morðinu fleira
en upphaflega var ætlað.
Ruth fór að hugsa um Steph-
en. Meðan hún var að því, kom
hún auga á nokkuð á snyrti-
borðinu sínu. Það var eldspýtu-
stokkur.
En hvers vegna skyldi eld-
spýtnastokkur geta vakið svona
sérstaka athygli hennar, ef hann
væri ekki eitthvað mikilvægur
í sambandi við málið?
En þá mundi hún, að þetta
var sami stokkurinn, sem hafði
legíð á borðinu úti í garðinum
þegar hún hafði komið heim um
daginn, úr þessari árangurs-
lausu heimsókn sinni til Margu-
erite. Stephen var alltaf að
gleyma eldspýtunum sínum og
síðar þennan dag síðdegis, þeg-
ar hann hafði komið inn og
fundið hana álúta yfir líki Lest-
er Ballards, hafði hann engar
eldspýtur haft, en hún orðið að
útvega honum þær utan úr eld-
húsi. Hafði þetca nokkra þýð-
ingu?
Hún mundi, að um morgun-
inn hafði Stephen setið úti í garð
inum meðan hún fór inn að hafa
fataskipti. Hann hefði getað skil
ið stokkinn eftir þá. Og væri
svo, hafði þetta enga þýðingu.
En setjum svo, að þær hefðu
verið skildar eftir seinna •—
meðan hún var heima hjá Ranzi?
Hún hallaði sér að snyrtiborð-
inu, lygndi aftur augiunum og
reyndi að muna, hvort Stephen
hefði haft nokkrar eldspýtur
þar sem þau borðuðu. Hvort
þeirra hafði kveikt í vindlingun-
um, sem þau reyktu þar?
Það var enginn vafi á því,
að það hafði Stephen gert.
Höndin, sem hafði snert stokk
inn, hrökk nú frá honum, eins
og hann væri brennandi heit-
ur. En samtímis tók hún eftir
öðm þarna inni. Hvorki rauð-
köflótti klúturinn, sem hún
hafði bundið um höfuðið í sund
ferðinni, né heldur sólgleraug-
un hennar, voru þar sem hún
hafði látið þau.
Hún vissi upp á hár, að hún
hafði lagt hvorttveggja á snyrti
borðið. Þetta var hún viss um,
því að það var fastur vani. Allt
af þegar hún hafði tekið hvort-
tveggja af sér, hafði hún lagað
á sér hárið fyrir framan speg-
ilinn. Þetta var eitt þessara fast-
mótuðu hreyfinga, sem aldreí
brá út af. En nú hékk klúturinn
á snaga á veggnum, en gleraug-
un lágu á borði við rúmið henn-
ar.
Hún var farin að skjálfa, og
gat ekki stillt sig um það, enda
þótt hún vissi, að svona smá-
ræði ætti ekki að geta skelft
hana. En áður en varði var hún
farin að fara um herbergið, opna
skúffur og gá inn í skápa og
brátt ^-arð henni ljóst, að það,
sem hana hafði gmnað, var raun
verulegt. Að vísu var lítið fært
úr stað, aðeins var treyja á
skökku herðatré, einir skór voru
á skökkum stað, blái kjóllinn,
sem hún hafði verið í um morg
uninn utan yfir sundfötunum, lá
á stól í staðinn fyrir á staðn-
um þar sem hún hafði komið
honum fyrir. Þetta var ekki um
að villast.
— En til hvers? spurði hún
sjálfa sig með örvæntingarfullu
hvísli. — Hversvegna í ósköp-
unum? Að hverju var verið að
gá?
BYLTINGIN í R Ú 5 S LANDI 1917
ALAN MOOBEUEAD
Neðanjarðarnet var nú tekið
að teygja sig yfir Evrópu og inn
í Rússland, og því stjórnaði Plek
hanov og Sósialdemókratarnir.
Þeir áttu sér málgagn, Iskra
(eða Neistann, tekið frá Push-
kin: „Neistinn skal kveikja bál-
ið“* — og sendimenn þeirra
*Sjá síðar um þátt Lenins í
Iskra.
vom sífellt á ferðinni til Rúss-
lands með þetta blað og fleiri
byltingarrit. Svo hötfðu þeir
sínar eigin prentsmiðjur í Rúss-
landi sjálfu, hermdarverkadeild-
ina, neðanjéirðarstarfsemi til að
sjá um pólitíska flóttamenn, og
magurt fjármálakerfi.
Aðalviðtfangsetfni Plekhanovs
og vina hans var að fá eitthvert
samhengi í þetta dreifða og ósam
stæða félag sitt, ekki sízt sam-
hengá í skoðunum og hugsana-
gangi; það var nauðsynlegt, að
allir vissu, hvert stefnt var, og
nákvæmlega hvert markmið þeir
hefðu fyrir augum. Meginreglur
varð að setja fram — ritaða
trúarjátningu hins nýja átrúnað-
ar — og koma varð sér saman
um starfsaðtferðir. Og til þess
að koma þessu í kring, varð að
halda þing einhversstaðar utan
Rússlands, þar sem fulltrúarnir
gætu talað saman að vild, án
þess að eiga handtöku á hættu.
Það var seinlegt verk að hóa
þessu þingi saman, þar eð flokks
foringjarnir voru ekki aðeins
dreifðir um allt Rússland, eða
í útlegð í Síberíu, heldur voru
þeir dreifðir út um alla Evrópu
aðallega í Englandi, Sviss og
Þýzkalandi, og næstum hver
einstakur hafði sínar skoðanir á
diagskránni og framsetningu
hennar. Samt var nú allt kom-
ið í kring, árið 1903, og Briiss-
el valin sem fundarstaður. Þetta
var árangurinn af tuttugu ára
starfi Plekhanovs, og jafnvel í
svona harðneskjulegum bylting
arheimi, var það fullhart fyrir
hann, að einmitt á þessari sig-
urstund, skyldi hetfjast fall hans.
Nýr maður var kominn fram á
sviðið.
Um eitt að minnsta kosti eru
ailar heimildir um Lenin sam-
mála: hann var ekki fallegur
og jafnvel ekkert etftirtektar-
verður í sjón. Hann var lágvax-
inn og kubbslegur, með rauðgrátt
alskegg, varð snemma sköllóttur
og fötin, sem hann var í, voru
léleg og p>okandi. Bruce Lock-
hart segir: „Við fyrstu sýn var
hann líkari matvörukaupmanni
utan úr sveit en foringja“.
En hégómlegur var hann ekki.
„Lenin var sjálfgleymnari flest-
um mikilmennum", ritar Ed-
mund Wilson. „Hann kærði sig
ekkert um að sjá nafnið sitt á
prenti, hann kærði sig ekkert um
að menn sýndu honum lotningu;
honum var alveg sama, hvernig
hann leit út, og hann gerði ekk-
ert til að sýna, að hann kærði
sig kollóttan".
Trotsky segir um hann sem
ræðumann, að hann hafi verið
„tilbreytingarlaus", og Sukhan-
ov, sem manna bezt fylgdist með
byltingunni úr nálægð, segir, að
hann hafi hvorki verið tilfinn-
ingaríkur né fyndinn; og undir
KALLI KÚREKI
Teiknari; FRED HARMAJNi
Nei, sjáum til, bara kominn aftur!
Gleymdirðu einhverju?
— Nei, Kalli minn. — Ég var satt
að segja að hugsa um að falast eftir
starfinu mínu aftur.
— Auðvitað! Þessir peningar end-
ast ekki eilíflega.
— Þeir eru þegar famir veg allrar
veraldar. Og bannsett skepnan líka.
Hún sparkaði mér í þymirunna og
seðlavöndullinn datt úr vasa min-
um.
— Og hún gerði sér lítið fyrir og
át þá! Svo hljópst hún á brott En
það er sveimér 500 dala virði að vera
laus við hana. Ég vona að hún hafi
fengið ólæknandi magakvilla af
þessu.
endalok skammrar ævi sinnar,
varð hann beinlínis tilbreyting-
arlaus. En Sukhanov bætir því
við, að á bezta aldri hatfi hann
verið geysilega áhrifaríktir og
kröftugur ræðumaður, sem gat
brotið niður rammflókin kerfi 1
einföldustu og aðgengilegiustu
þætti, og svo lamið, lamið, lam-
ið þá inn í hausana á áheyr-
naum sínum, þangað til þeir
voru algjörlega á hans valdi
Lenin var eins og flestir ein-
beittir menn, afskaplega óbrot-
inn og reglusamur í lifnaðarhátt
um sínum. Lestir eins og
drykkjuskapur voru honum að
minnsta kosti aldrei nein freist-
ing. Það er sagt, að hann hafi
haft ánægju af skák og tón-
list, og jafnvel einstöku sinnum
iþróttum eins og skautaferðum
og veiðiferðum, en við allt þetta
hætti hann samt, af þvi að það
„tafði hann frá vinnu“. Hann
var ekki geðvondur eða daufur
í dálílinn: Trotsky segir um
hann, að hann hafi stundum get-
að verið beinlínis kátur og get-
að gert að gamni sinu. Sætti
hann hins vegar mótmælum gat
hann sleppt sér í reiðikasti og
sást þá ekki fyrir.
Ef til vill er bezta lýsing sam
tímamanns á Lenin sú, sem ligg
ur eftir skilyrðislausan aðdá-
anda hans, ameríska blaðamann
inn, John Reed. Reed lýsir hon-
um þannig, á einni örlagastundu
byltingarinnar: „Lávaxinn og
samanrekinn maður, með stórt
höfuð, sem situr á herðunum,
sköllótt og hnöttótt. Lítil augu,
stutt nef víður munnur klunna-
leg haka, nú alrökuð, en skeggið
sem hann þekktist á, fyrr og
síðar, er tekið að vaxa aftur.
Klæddur í ómerkileg föt með
alltotf síðum buxum. Of sviplít-
ill til að vera hjáguð múgs, elsk
aður og tilbeðinn framar flest-
um í sögunni. Einkennilegjur al-
þýðuleiðtogi — leiðtogi í krafti
vits síns einvörðungu; litlaus,
kímnilaus, einþykkur, einstæður
laus við alla giæsilega sérvizku,
en með hæfileika til að útskýra
djúpstæðar hugsanir með euv-
földum orðum, og leysa úr hlut-
lægum vandamálum. Og aUt