Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. marz 1fl64 MOr%'m,t 4 0 |Ð 5 SVERTIIMGJAHÖFUÐ Einu frægasta málverki mál arans Rubens var í þessum mánuði stolið úr Málverka- safni í Briissel í Belgiu. Það var málverkið af Negrahöfð- unum, er Belgir þekkja einna bezt verka hans, vegna þess, að það hefur verið notað sem mynd á 500 franka seðil um lengri tíma, en fyrirmyndin var sjómaður frá Norður-Af- ríku. Innbrotið var framið með sérkennilegum hætti. Þjófn- um eða þjófunum hafi tekizt að ko.mast niður um þak lista safnsins. Reistir höfðu verið vinnupallar við nærliggjandi og reyndust þeir einskonar stökkpallar fyrir þjófinn eða þjófana yfir á þakið. Þjófnaðurinn var uppgötv- aður af varðmanni milli kl. 2 og 5 um nóttina. Safnið er í hjarta Briissels nálægt konungshöllinni. Almennt var talið, að hér hefðu miklir kunnáttumenn verið að verki. Daginn eftir kom þó annað á daginn. Þá handtók lögregl- an 19 ára gamlan ungling, sem reyndist vera þjófurinn. Drengurinn var handtekinn á götunni eftir að lögreglan hafði rakið til hans símhring ingu úr almennissíma til lista safnsins. Einnig hafði drengur inn skrifað safninu bréf og farið fram 17.000 dollara fyrir myndina. Myndin fannst, að því er, nær óskemmd. Unglingurinn heitir André Beugnies, og kvaðst hafa feng ið hugmyndina að ráninu í Radio Luxemburg. Þá veit maður það. STORKURINN sag&i! »ð hann hefði undanfarið legið í einhverri slæmsku, en væri nú orðinn flugfær aftur. Máski hefði enginn saknað hans, sagði hann með grátstafinn í kverkunum. Nú væri veðrið svo gott, og hann hefði varið að fijúga hérna yfir tniðbænum og þá hefði hann séð •kemmtilega sjón. Hann hefði séð, sagði storkur- jsnn, fjöldann allan af ungu fólki úr Verzlunarskólanum marséra um göturnar, og var það allt klætt eins og amma og afi hér fyrr á árum. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar heldur bazar 17. rr.arz n.k. Þeir er vildu styrkja hann eru góðfúslega beðnir að snúa sér til kirkjuvarðar Dómkirkjunnar eða frú Elísabetar Ámadóttur, Aragötu 15. SKÁTAKAFFI. Kvenskátar hafa haft kaffisölu árlega undan- farin 17 ár og er það fjársöflun- ardagur Minningarsjóðs Guðrún- ar Bergsveinsdóttur. Ágóða sjóðs ins skal varið til kaupa á hús- gögnum í dagstofu kvenskáta í Reykjavík. Hinn árlegi kaffidag- ur verður nú í LÍDÓ á sunnu- daginn. Margt verður til skemmt unax m.a. tízkusýning, Ómar Ragnarsson skemmtir, spurninga keppni, danssýníng og söngur. Gott kaffi, heimabakaðar kökur og hinir vinsælu lukkupokar. Junior Chamber Island Fundur á vegum stjórnþjálfunar- nefndar verður í klúbbnum n.k. þriðju dag kl. 12:15. Frummælandi: Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Fyrir- spurnir, umræður. Langholtssöfnuður. Er til viðtals í saínaðarheimili Langholtsprestakalls alla virka þriðjudaga miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7 e.h. svo og klukku- stund eftir þær guðsþjónustur, er ég annast. Sími 35750. Heimasími að Safa mýri 52 38011. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði. Gunn- ar Sigurjónsson cand. theoi talar á samkomunni á sunnudagskvöldið kl. 8:30. Bræðrafélag Dómkirkjunnar heldur aðal- og fræðslufund. Sunnudaginn 8 marz 1964 kl. 20:00 í áður auglýstum stað. Mætið vel og stundvíslega. Fundur verður hjá Bræðrafélagi Óháða safnaðarins sunnudaginn 8. marz kl. 3 e.h. í Kirkjubæ. Stjórnin. Kvenfélag Neskirkju heldur fund fimmtudaginn 12. marz kl. 8:30 í Fé- lagsheimilinu. Skemmtiatriði og kaffi. Stjórnin. Hjálprœðisherinn H jálpræðisherinn heldur sérstakar samkomur, sem æskulýðsforingi Hjálp ræðish^rsins frá Noregi. Ofursti Arne Fiskaa talar á. Samkomurnar eru laugardaga, sunnu daga, mánudaga og þriðjudaga kl. 8:30. Á sunnudag verður Yngri líðs- mannavígsla kl. 5, og Hermannavígsla kl. 8:30. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thoraren sen ungfrú Sigrún Ingólfsdóttir, Miðbraut 16, Seltjarnarnesi og Hurbert C. Chism, Abilene, Texas U.S.A. Laugardagsskritlan Hversvegna sagðirðu mannin- um að bróðir minn væri bók- haldari? Einfaldlega vegna þess, að hann hefir ekki skilað mér aftur einni einustu bók, sem ég hefi lánað honum. GAMALT oc Gon Kvöldúlfur er kominn í Gvönd, konurnar vöku herða, stirur í augum, stirðnar hönd, stafirnir skakkir verða. Sannast hér hið fornkveðna, sagði storkurinn, að lömm er sú taug, sem rekka dregur föður- túna sína. Víst er um það, að íslendingar eiga allt of lítið af gömlum skemmtilegum venjum, og því var það, þegar óg flaug framhjá hópnum sagði storkurinn, þá tók ég hattinn ofan, og sagði um leið ©g ég flaug upp á 7. hæð á Morg- unblaðshöllinni: Haldið þið þessu bara áfram, börnin góð! s«x N/EST bezti Eitt simi sagði Konráð Gisiason við Magnús Eiríksson: „Ég gekk í gærkve'.di í Litargöui og sá þar í glugga fallega og brosleita stúlku. Datt mér þá í hug það, sem séra HaUgrímur Pétursson segir í sálmi dnum: „Þegar þig freisting fellur á, forðastu einn að vera þá“ Ég fylgdi ráðum hans og fór inn til stúlkunnar.“ Magnús Eiríksson: .,Já, frater, ég held, að séra Hallgrímur hafi nú ekki meint þetta svona.“ (Að gefnu tilefni er þetta ekki úr „ísienzkri fyndni"). ÖLAFUR GAUKUR & hljómsveit 'ásamt SVANHILDl GLAUMBÆR *fim eiFBEIMEIGElUR Vegna fyrirsjáanlegra anna með vinnu, ráð- leggjum við þeim bif- reiðaeigendum sem ætla að láta ryðfríja og hljóð einangra bíla sína að hafa samband við okk- ur sem allra fyrst. RYÐVORIM Grensásvegi 18. — Sími 19945. Tilboð óskost í eina Dodge Weapon bifreið og nokkrar fólksbif- reiðir er verða sýndar í Rauðarárporti mánudag- inn 9. þ.m. kl. 1—3 e.h. Tilboðin verða opnuð í skrif- stofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Framkvœmdanefnd Við tökum að okkur að útvega steypuefni og leigj- um hrærivél. Einnig útvegum við fyllingarefni, syo sem í húsgrunna, lóðir og í vegi. Leigjum ámokst- ursvélar Priéstman vélskóflur og ýtuskóflur. Upplýsingar gefnar í símum 1494, Helgi Haralds- son og 1924 Þorgeir Haraldsson. Vinnuvélar hf.9 Akranesi Handsetjari óskast strax. Félagsprentsmiðjan hf. Spítalastíg 10. — Sími 11640. Sjómannafélag Hafnarfjarðar Aðalfundur Sjómannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn sunnudaginn 8. marz 1964 kl. 2 sd. í Verkamanna- skýlinu. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.