Morgunblaðið - 07.03.1964, Side 12

Morgunblaðið - 07.03.1964, Side 12
MORCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 7. marz 1964 JWí>rj0im#í&M|í Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinssoa. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. Aukinn stuðningur N-Vietnam við skœruliða FJÖLBREYTTARA ATVINNULÍF Allir íslendingar eru sam- ^ mála um það, að atvinnu- líf þeirra og framleiðsla þurfi að verða fjölbreyttari. Við þurfum að hagnýta landsins gæði betur og treysta þar með afkomugrundvöll fólks- ins. Til þess að ná þessu tak- marki er nú hafinn undir- búningur nýrra stóriðjufyr- irtækja. Þegar hefur verið komið á fót áburðarverk- smiðju og seinentsverk- smiðju, sem hafa reynzt stór- merk og gagnleg fyrirtæki. Nú er hins vegar rætt um kísilgúrverksmiðju og alúm- iníumverksmiðju. Báðum þessum stórfyrirtækjum, á- samt olíuhreinsunarstöð, verð ur vafalaust hrundið í fram- kvæmd innan tiltölulega skamms tíma. Þau munu síð- an eiga sinn þátt í að treysta afkomugrundvöll þjóðarinn- ar í framtíðinni. En þrátt fyrir það, að at- hyglin beinist í bili mest að þessum stóriðjufyrirtækjum framtíðarinnar, megum við ekki gleyma hinu, að við höf- um á undanförnum árum byggt upp fiskiðnað, sem í dag stendur undir meginhlut- anum af gjaldeyrissköpun landsmanna. Hraðfrystiiðnað urinn er í dag afkastamesta og fullkomnasta grein iðnað- arframleiðslu okkar. Sá iðn- aður framleiðir vörur, sem hafa getið sér ágætt orð á er- lendum mörkuðum, og er stöðugt að vinna nýja mark- aði. Þennan iðnað er hægt að efla enn að miklum mun og stórauka útflutningsverð- -mæti hans. Betri og fjöl- breyttari nýting íslenzkra sjávarafurða er í dag tví- mælalaust fljótfarnasta leið- in til þess að auka útflutn- ingsframleiðslu þjóðarinnar og verðmæti hennar. Að vísu má segja, að svik- ull sé sjávarafli. Það er rétt. Einmitt af þeirri ástæðu verð ur þjóðin að gera atvinnulíf sitt fjölbreyttara, þannig að öll afkoma hennar velti ekki á aflabrögðunum við sjávar- síðuna. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að fiskurinn er bezta og útgengilegasta hráefnið, sem við getum unn- ið úr til útflutnings. Ull, gærur og dilkakjöt eiga einnig í framtíðinni að geta orðið verulegur þáttur í útflutningsframleiðslunni. ís- lenzka dilkakjötið er afbragðs vara, sem hlýtur að vera hægt að vinna markið fyrir víðar J en ennþá hef ur tekizt. Til þess að efla fiskiðnað- inn eru margar leiðir, meðal annars sú, að bæta verulega hafnarskilyrðin í fjölmörgum verstöðvum, sem vel liggja við miðum en ennþá búa við alltof léleg hafnarskilyrði. Fiskiðnaðurinn þarf einnig að eiga kost á meira lánsfé til uppbyggingar framleiðslu- tækjum sínum og hagnýting- ar hinnar fullkomnustu tækni sem völ er á. HAGNÝTING SKELFISKSINS A ðeins örfá ár eru liðin síð- an íslendingar fóru að hagnýta humar og rækjur. Nú eru þessir verðmætu skel- fiskar veiddir í stórum stíl og fluttir út fyrir tugi milljóna króna árlega. Engu að síður erum við alltof skammt á veg komnir með hagnýtingu skel- fisks hér á landi. Bæði krækl- ingur og kúfiskur, sem víða um heim er verðmæt vara og þykir hið mesta lostæti, eru ekki hagnýtt hér á landi. Víða við strendur landsins getur þó að líta ógrynni af þessum skelfiski. Fyrir nokkrum árum var samþykkt þingsályktunartil- laga á Alþingi um hagnýtingu skelfisks, en lítið eða ekk- ert hefur verið gert til fram- kvæmdar henni. Á þessu verður að verða breyting. Við íslendingar höf- um ekki efni á því að láta undir höfuð leggjast að hag- nýta þessar skelfisktegundir, sem hlýtur að vera hægt að afla markaða fyrir. Við verð- um að hefjast handa um hag- nýtingu kræklings og kú- fisks á sama hátt og gert var þegar rækju- og humar- veiðarnar voru hafnar. 7,7 MILLJÖNIR TRJÁPLANTNA TJákon Bjarnason, skógrækt- * arstjóri, skýrði blaðinu nýlega frá því, að í starfs- áætlun skógræktarinnar fyrir yfirstandandi ár, væri gert ráð fyrir að skógræktin hefði til ráðstöfunar 1.1 milljónir plantna en hefði átt að hafa 1.5 milljónir trjáplantna. — Vegna áfallsins í páska-hret- inu á sl. ári væru nú fyrir hendi mun færri plöntur en gert hafði verið ráð fyrir. Vonandi tekur ekki langan tíma, að vinna upp það tjón sem skógræktin varð fyrir í Hfscncmara héSf til Saigon í gær Washington 5. marz NTB. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Mc- Namara, hélt í dag áleiðis til Saigon. Á flugvellinum sagði hann, að Bandaríkja- menn hefðu nú undir hönd- um skýrslur, sem sýndu, að á síðasta hálfa ári hefðu skæruliðar kommúnista, sem berjast í S.-Víetnam, notið aukins stuðnings frá N.-Víet- nam. Ráðherrann sagði, að mörg hundruð sérfræðinga, sem nú væru í S.-Víetnam, yrðu send heim til Bandaríkj anna í náinni framtíð. McNamara ræddi við frétta- menn á flugvellinum í Washing- ton. Sagði hann, að Bandarí'kja- myndu halda áfram að styðja íbúa S.-Víetnam í baráttunni við skæmliða kommúnista eins lengi og nauðsyn krefði. Þeir myndu þjálfa hermenn stjórnarinnar og útvega þeim hergögn. McNamara sagði, að skýrslur, sem Bandaríkjamenn hefðu nú undir höndum, sýndu ljóslega, að stjórn N.-Víetnam hefði aukið stuðning sinn við skænxliða Víet Cong til muna síðastliðið hálft ár. Hjá skæruliðum hafi fundizt vélbyssur, sprengjur og ýmis út- hinu geigvænlega páskahreti vorið 1963. Stefnan í skóg- ræktarmálunum hefur verið mörkuð. Haldið er markvisst áfram að gróðursetja skóg í öllum landshlutúm. Eitt páskahret mun ekki draga úr trú þjóðarinnar á möguleika skógræktarinnar í landinu. Nokkurra áratuga reynsla er búin að sanna það, að hér er hægt að rækta skóg, ef rétt er að farið. Skógræktarstjóri skýrði frá því að nú stæði til að breyta nokkuð um fræsöfnunarstaði í Alaska og verða nú fræ tek- in þar nokkru sunnar en áð- ur vegna fenginnar reynslu. Ekkert er eðlilegra, en að mörgum hafi sviðið sárlega það afhroð sem einstakar trjátegundir biðu í trjágörð- um þeirra í páskahretinu í fyrra. En eins og kunnugt er, voru það einkum tvær trjá- tegundir, ösp og viss afbrigði af sitkagreni sem verst urðu úti. En við íslendingar verð- um að gera okkur ljóst, að öll ræktun í okkar landi krefst þolinmæði og þrautseigju. Áföll einstakra ára mega ekki lama trúna á gróðrar- möguleika landsins. í öllum löndum, hvar sem er á hnett- inum, getur orðið uppskeru- brestur vegna óhagstæðs veð- urfars. En engum kemur þó til hugar að gefast upp og hætta að sá, í von um hag- stæðari tíma og betri upp- skeru. búnaður til skemmdarverka, allt framleitt í Kína. Ráðherrann sagði, að meðan hann dveldist í Saigon, myndi hann og aðstoð- armenn hans reyna að gera sér grein fyrir því hve umfangs- mikill stuðningur stjórnar N,- Víetnam við skæruliða Víet- Cong væri og hvað væri unnt að gera til þess að auka árangur baráttunnar gegn þeim. Ráðherrann sagði ennfremur, að sérfræðingar, sem Bandaríkja menn hefðu sent til þess að kenna hermönnum S.-Víetnam, Sakaður um 15 þús. morð Frankfurt 2. marz (NTB). RÍKISSAKSÓKNARINN i Frankfurt skýrði frá því í dag, að handtekinn hefði ver- ið í Buenos Aires lögfræCing- urinn Bernhard Bohne, en hann er sakaður um þátttöku í 15 þús. morðuim á árum síð ari heimsstyrjaldarinnar. Bohne er einn af fjórum mönnum, sem stefnt var fyrir rétt í Limburg fyrir skömmu. Voru þeir sakaðir um þátt- töku í yfir 200 þús. svonefnd ur „meðaumkunarmorðum", en flest fórnarlömbin voru geðveik og vansköpuð. Tveir þeirra, sem stefnt var fyrir rétt í Limburg, Werner! Heide og Friedrich Tillmann,1 frömdu sjálfsmorð áður en réttarhöldin hófust, en sái oriðji, Hans Hefelmann, hef- ur verið yfirheyrður. Brússel, 4. marz (AP) Frú Golda Meir, utanríkis- ráðherra ísraels, kemur í næstu viku í þriggja daga heimsókn til Belgíu og Lux- emborgar. Ræðir hún þar við ýmsa forustumenn Efnahags- bandalagsríkjanna. Nýju Dehli, Indlandi, 4. marz (AP) Flutningavél eign indverska hersins hrapaði í dag niður í Hooghli-fljótið, um 20 km. fyrir norðan Calcutta. í véi- inni var fimm manna áhöfn og 17 farþegar, og fórust ali- ir. Véliq var af gerðinni C-119. yrðu kallaðir heim jafnskjótt og S.-Víetnammenn gætu tekið við’ starfi þeirra. Mörg hundruð sér- fræðinga héldu væntanlega til Bandaríkjanna innan skamms. Hinir hernaðarlegu ráðgjafar, sem nú eru í S.-Víetnam yrðu hins vegar ekki sendir heim. Aukín oibrot í USA Washington, 5. marz (NTB). YFIRMAÐUR F.B.I: (Sam- bandslögreglu Bandaríkj- anna), Edgar Hoover, skýrði frá því í dag, að á árinu 1963 hefðu alvarleg afbrot aukizt um 10% samanborið við árið áður.. Hoover skýrði frá skiptingu aukningarinnar og sagði, að í borgum með yfir 1 milljón íbúa hefði hún orðið 6%, en í borgum með milli 25 þús. og 100 þús. íbúa hefði aukning- in verið 13% og einnig í út- hverfum stórborga. I sveitum jukust afbrot um 6% miðað við 1962. Þau afbrot, sem mest fjölg- aði, voru bifreiðaþjófnaðir og innbrot, en morð og árásir stóðu nær í stað. Hoover sagði, að aðeins hefðu handtökur fullorðinna aukizt um 2% 1963, en hand- tökur unglinga innan 18 ára hefðu aukizt óhugnanlega mikið. Finnskur náms- styrkur FINNSK stjórnarvöld' hafa ákveðið að veita íslendingi styrk til háskólanáms eða rannsókna- starfa í Finnlandi námsárið 1964—1965. Styrkurinn veitist til 8 mánaða dvalar og nemur 400 eða 500 finnskum nýmörkum á mánuði, eftir því hvort um er að ræða nám eða rannsóknir. Ætl- azt er til þess, að öðru jöfnu, að sá, sem styrk hlýtur til náms, hafi stundað a.m.k. tveggja ára háskólanám á íslandi. Þá munu finnsk stjórnarvöld veita norrænum fræðimanni styrk til að leggja stund á finnska tungu. Nemur sá styrkur 800 nýmörkum á mánuði og er ís lenzkum fræðimönnum heimilt að sækja um hann. Umsóknir um framangreinda styrki sendi menntamálaráðu- neytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 25. marz n.k, og fylgi staðfest afrit prófskír- teina, svo og meðmæli. Umsókn- areyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu og hjá sendiráðum Islands erlendis. (Frá Menntamálaráðuneytinu). Hljómleikar í Keflavík RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari heldur hljómleika 1 Keflavík n.k. mánudagskvöld. Hljómleikarnir eru á vegum Tón listarfélags Keflavíkur og fyrir styrktarfélaga þess. Rögnvaldur leikur aðallega verk eftir Beethoven og Schu- bert og fara tónleikarnir fram í Félagsbíói í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.