Morgunblaðið - 24.03.1964, Page 2
2
MORGUNni AÐID
; .'.f>r$M$agiír .24.. maí?, 1964
IJtlýt íyrir ka!saveður
REYKVÍKINGAR fengu að- inn lækkaði á nokkrum mínút
kenningu af vorhreti í gaer, um úr 8 í 3 stig. Kulaaskiun,
þegar vindurinn snerist skyndi sem sjást liggja yfir Snæfells-
lega klukkan kortér yfir eitt, nes, voru þá að fara hér yíir.
gekk úr suðaustri til vesturs, Heldur er útlit fyrir kalsaveð-
rigningin varð að krapi og hit- ur, a.m.k. vestan lands.
Gullfoss-farþegar
FARÞEGAR úr vetrarferðum
Gullfoss, og áhöfnin, efna til
skemmtikvölds í Þjóðleikhús-
kjallaranum n. k. miðvikudags-
kvöld kí. 9.
Þar mun Þórir Hersveinsson
sýna myndir úr fyrstu vetrar-
ferð Gullfoss, en einnig eru
aðrir hvattir til að koma með
myndir, sem þeir vildu sýna.
Ýmislegt fleira verður til
skemmtunar, m. a. dans.
Vetrarferðir Gullfoss hafa náð
miklum vinsældum og hafa
margir látið í ljósi óskir um að
mönnum gæfist tækifæri til að
hitta ferðafélagana og rifja upp
gömul kynni og gleðistundir.
VERZLUNIN Blóm & Avextir,
sem hefur verið til húsa í Mjólk-
urfélagshúsinu, Hafnarstræti 5,
í sl. 35 ár, er nú flutt í rnjög
vistlega og smekklega búð í
Hafnarstræti 3 (O. J. og Kaaber
húsið).
Verzlunin var stofnuð í nóv-
ember 1929 af þeim Ólafíu Ein-
arsdóttur í Hofi og Astu Jóns-
dóttur, Reykjum, en núverandi
eigandi verziunarinnar, Hendrik
Berndsen, hefur rekið búðina við
vaxandi vinsældir í sl. 25 ár.
Breytingar á hinni nýju búð
teiknaði Skúli Norðdahl, arki-
tekt. Tréverk annaðist Rósmund-
ur Runólfsson, trésmíðameistari
og raflögn Alfreð Eymundsson,
rafvinkjameistari. þá sá Hendrik
Berndsen, yngri, um alla skreyt-
ingu á búðinni, soju er eitLKar
smekkleg.
Einhvern tíma héfði það þótt saga til næsta bæjar að sláttur væri byrjaður seinast í marz. — En
Einar Stefánsson, múrarameistari í Eskihlíð 23, var i gær snöggkiæddur úti í garði að slá blettinn
sinn. Hann kvaðst aldrei hafa vitað aðra eins tíð eins og í vetur, þegar ljósmyndarinn vatt sér inn
í garðinn og tók þessa mynd af honum.
Gunnar J. Friðriksson
endurkjörinn formaður FII
ÁRSÞINGI iðnrekenda 1964 er
lokið. Síðasta dag þingsins voru
tekin fyrir álit starfsnefnda
þingsins og þau afgreidd. Sam-
þykktar voru ályktanir um láns-
— Kýpur
Framhald af bls. 1.
koma þar til misjafnar skoðanir
þeirra, er hlut eiga að máli. Haft
er eftir áreiðanlegum heimild-
um, að mikið sé undir því komið,
hvort Makarios, erkibiskup og
forseti, samþykki, að sáttasemj-
arinn sé frá einhverju því landi,
er hlut á að gæzluliðinu.
Sú spurning, er mesta athygli
vakti í þinginu í dag, var sú, er
Emanuel Shinwell, fyrrum land-
varnaráðherra í stjórn Verka-
mannaflokksins, lagði fyrir
Butler. Hann spurði:
„Teljið þér ekki, að Bretar
hafi lagt óeðlilega mikið af mörk
Ufrx til gæzlustarfs á Kýpur?“
Butler svaraði: „Það er stað-
reynd, að meginbyrðin hefur
hvílt á okkar herðum. Bjóðist
okkur hins vegar aðstoð annarra,
sem vilja létta okkur byrðina, þá
mun landvarnaráðherra okkar
(Peter Thorneycroft) grípa það
tækifæri".
fjármál, verðlagsmál, tollamál og
vinnumál.
Þingið fagnaði fram komnu
frumvarpi á Aliþingi um breyt-
ingu á lausaskuldum iðnaðarins
í föst lán. Hins vegar harmaði
þingið, að ekki skyldi enn hafa
verið farið að vilja Al/þingis og
endurkaup hafin á hráefna- og
framleiðsluvíxlum iðnaðarins. —
Kvaðst þingið vilja vekja athygli
ó því, að iðnaðurinn ætti nú í
vö/k að verjast vegna vaxandi
samkeppni erlends fjármagns.
Erlendir keppinautar gætu boðið
viðskiptavinum sínum löng lán á
vörum og framleiðslutækjum. En
íslenzk iðnfyrirtæki færu halloka
í þeirri samkeppni sökum láns-
fjárskorts.
Þingið sam/þykkti að skora á
Seðlabankann að taka nauðsyn-
legt tillit til sérstöðu iðnaðarins
í hráefnakaupum miðað við inn-
fluttar fullunnar vörur.
Stjórn Félags íslenzkra iðnrek-
enda skipa nú þessir menn:
Gunnar J. Friðriksson, formað-
ur, Sveinn Guðmundsson, Ás-
björn Sigurjónsson, Árni Krist-
jánsson og Hannes Pálsson. Vara
menn eru: Hallgrímur Björnsson
og Haukur Eggertsson.
Stjórnmálasam-
band við Mexico
RÍKISSTJÓRN íslands og Mexí-
kó hafa ákveðið að taka upp
stjórnmálasamband sín í milli í
því skyni að efla vinsamleg
tengsl beggja landa á sviði menn
ingar og viðskipta. Hefur ríkis-
stjórn íslands ákveðið, að sendi-
herra íslands í Washington, Thor
Thors, verði jafnframt sendi-
herra íslands í Mexíkó, og veitt
samþykki til þess, að sendiherra
Mexikó í London, Antonio Ar-
mendariz, verði sendiherra Mexí-
kó á íslandi. (Frá utanríkisráðu-
neytinu).
AKUREYRI, 23. marz — Vörð
ur, félag ungra Sjálfstæðismanna
á Akureyri, gekkst fyrir kvöld-
ráðstefnu um bæjarmálefni Akur
eyrar í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld.
Form.aður Varðar, Jón Viðar
Guðlaugsson, setti fundinn, en
að því búnu flutti Gísli Jónsson
menntaskólakennari, framsögu-
ræðu og lýsti' þar ýmsum fram-
kvæmdum á vegum bæjarins,
störfum og helztu málefnum,
sem á döfinni eru í bæjarfélag-
inu.
Að ræðu hans lokinni hófust
fjörugar umræður um bæjar-
málin. Fram voru bornar margar
fyrirspurnir, sem þeir svöruðu
Stefán Stefánsson, bæjarverk-
fræðingur, Árni Jónsson, bæjar-
fulltrúi og Gísli Jónsson.
Umræður spunnust einna helzt
um skipulagsmál, lóða og bygg-
Allt með
kjörum á
SKAGÁSTRÖND, 23. marz: —
Allt hefur verið með kyrrum
kjörum á Saurum síðan um há-
degi á laugardag, en þá hentist
matborðið til hjá hjónunum,
nokkuð löngu eftir að gestir
lögðu af stað suður ásamt tveim
dætrum hjónanna. Eg talaði við
Margréti og Björgvin um 7 leyt
ið í kvöld. Hafði heimilisfólkið
það þá ágætt og var allt í bezta
lagi á bænum.
Mikið hefur verið um gesta-
komur um helgina. Laust eftir
hádegi á laugardag komu 7 með
limir Sálarrannsóknarfélags ís-
lands fljúgandi norður. í leið-
angrinum voru sr. Sveinn Vík-
ingur, varaforseti félagsins, Haf
steinn Björnsson miðill, frú
Katrín Smári, Sigurlaugur Þor-
kelsson, Helgi Vigfússon, frú
Mildríður Falsdóttir frk. Sigur-
veig Hauksdóttir. Dvaldi fólkið
á Saurum allan daginn og fór
um 10 leytið um kvöldið.
Þá kom Lára Ágústsdóttir, mið
ill, frá Akureyri á sunnudag og
var þar allan sunnudaginn.
— Þ. J.
Miðilsfundur á Saurum
Mbl. átti tal við sr. Svein Vík
ing og spurðist fyrir um árang-
ur af för Sálarrannsóknarfélags
manna. Hann staðfesti að hald-
inn hefði verið miðilsfundur á
Saurum, en aðstæður ekki verið
góðar, þar sem svo margt fólk
var í kring. Um fundinn vildi
hann lítið segja, sagði að alltaf
kæmi hitt og annað fram á svopa
fundum.
— Eg fór norður af því að ég
hafði gaman af að forvitnast um
þetta, vita hvers miðill yrði var
og reyna með miðilsfundum að
freista þesa að hafa áhrif á
þetta, ef um verur væri að.ræða.
Hvort það hefur tekizt verður
svo reynslan að skera úr. Og
reyndar fæst aldrei full sönnun
fyrir að það standi í sambandi
við för okkar þó þetta lagist.
ingamál, gatnagerð, hafnarmál,
skóla- og íþróttamál ennfremur
um væntanlega jarðhitakönnun
í bæjarlandinu, og nágrenni
þess.
Fundurinn var hinn fróðleg-
asti. Umræður almennar og á-
hugi fundamanna mikill.
kyrrum
Saurum
Það er ekki hægt að mynda
sér neina skoðun í svona ferð.
Þetta þyrfti langrar athugunar
við, sagði sr. Sveinn Víkingur
ennfremur. Mér fannst ég sann
færast um að þetta mundu ekki
vera jarðskjálftar. Það hlyti að
stafa af öðru. Hitt veit maður
aldrei hvaða kraftar gætu verið
að verki. Persónulega hefi ég
ekki mikla trúa á að þetta kunni
að vera af mannavöldum, þó
maður geti aldrei gengið úr
skugga um slíkt nema með
langri rannsókn.
Mbl. hafði samband Ýið Haf-
stein Björnsson, mlðil. Hann
sagði: Eg vil ekkert um þetta
mál segja á þessu stigi.
Allt löngru liðnir sjómenn
Fréttaritari blaðsins á Skaga-
strönd spurði Láru Ágústsdót.ur
hvað hún vildi segja um för
sína. Hún vildi láta hafa þetta
eftir sér:
„Það var ekki gott að ná sam-
bandi vegna ókyrrðar, en samt
sá ég fljótlega margt, bæði við-
víkjandi þessum hræringum og
svo ýmsa framliðna vini fólks
ins eins og gengur. En ég lagði
aðalkraft í að komast að hverj-
ir væru valdir að þessum hreyf-
ingum. Tel mig hafa séð það.
Allt eru þetta löngu liðnir s.ió-
menn, en eru þó ekki tenpdir
þessu fólki eða þessu byggðar-
lagi. Kraftmestur af þessum fram
liðnu mönnum fannst mér vera
enskur maður og heyrði ég skot-
hríð í sambandi við hann. Tel
ég sjálfsagt að eina leiðin til
að fjarlægja þetta séu góðar bæn
ir og hugur til þessara framliðnu
manna og heimilisfólksins á Saur
um. Fleira segi ég ekki um þetta
að sinni, en ég mun gera mitt
bezta til að losa fólkið við þessi
óþægindi“.
Eiríkur Smith
sýnir í Eyjum
EIRÍKUR Smith, listmálari held-
ur málverkasýningu í Akoges-
húsinu í Vestmannaeyjum um
páskana. Hann sýnir þar olíu-
málverk og vatnslitamyndir, allt
nýlegar myndir.
Opnar Eiríkur á skírdag og
verður sýningin opin fram yfir
hátíðina.
H Snjókoma 1 \7 Skúrir I ///// Kutíaski! I ~H Hm$
fd jg Þrw'Wy/aallkO' HiU.M ,i
23 3 */■ //
v . ÆV'
V”'
J!
Sjálfstæðvsmenn á Ak-
ureyri ræða bæjarmál