Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID í’riðjudagur 24. marz 19t54 Heimurinn er Samtal við frú Irmu Weile-Jónsson HEIMURINN er lítill! Þau gætu verið einkunnarorð fyrir eftirfar- andi samtali, sem blaðamaður Morgunblaðsins átti fyrir nokkru við frú Irmu Weile-Jónsson. Frú Irma er ekkja Ásmundar skálds frá Skúfstöðum, en hann lézt á sl. ári. Ásmundur setti um árabil svip á Reykjavík. Hann var sterk ur persónuleiki og að honum er sjónarsviptir. Hjónin bjuggu stutt frá einni mestu umferðargötu Reykjavík- ur í gömlu, tveggja hæða húsi, klæddu bárujárni. Húsið hafði yfir sér þann þokka, sem mynd- aði hinn rétta ramma utan um hið forna innbú hjónanna. Innbúið hátti heita að mestu hrein „antik“ frá mesta glanstíma Evrópu, frá þeirri veröld, sem var eins og Stefán Zweig skrifar um. Það var komið frá bemsku- og æskuheimili frú Irmu í Berlín, en það var um skeið miðpunktur menningar- og samkvæmislífs í stórborginni Berlín. Ék knúði dyra. Frú Irma tók brosandi á móti mér og bauð mig velkominn með þeirri hjarta- hlýju, sem er svo sjaldgæf á þess ari hraðaöld. Mér fannst ég vera staddur í gömlu Evrópu, þar sem gleðin ríkti. Fagrar hallir risu úr húsa- röð strætanna, fagrar konur gengu um sali hallanna, fögur músik ómaði við eyrum. And- rúmsloftið minnti mig á söguna um Einar Benediktsson, þegar hann var að gera hosur sínar grænar í Kristjaníu fyrir „primadonnunni" við leikhúsið. Einar beið fyrir utan leikhúsið að lokinni sýningu með tvær lystikerrur, sem tvelm gæðingum var beitt fyrir. Önnur lystikerran var ætluð elskendunum, en hin var hlaðin kampavíni og rósum! Þetta margumtalað og rómaða alþjóðlega andrúmsloft geislaði frá veggjum stofu frú Irmu, frá öllum myndunum á veggjunum, frá fomu húsgögnunum. Æða- slög sögunnar voru auðheyrð, næstum áþreifanleg. Minningarnar tóku á sig raun- veruiegar myndir. Ég fékk indælar veitingar. Kaffi, rjúkandi í litlum fallegum bollum, ævagömlum, og Camen- bertbsturinn freistaði mín svo mjög, að ég lét nýbökuð og rjúk- andi vínarbrauð eiga sig. Þér vitið ekki, hvað heimurinn er lítill, sagði frú Irma. Eitt sinn ýtti ég Puccini, hinu fræga tón- skáldi út af píanóbekknum heima hjá okkur í Písa á Ítalíu. Faðir minn hét Jens Weile, pró fessor í fornfræði við háskólana í Pisa og Florens, jafnframt því að vera þar þýzkur ræðismaður. Faðir minn var af þýzk-dönsk- um ættum, kominn af hinni víð- kunnu vínkaupmannaætt Weile í Álaborg, sem fyrstir gerðu hið fræga Álaborgarákavíti. Jafnframt voru þeir ættmenn óðalseigendur og háttsettir emb- ættis- og hirðmenn hjá Danakon- ungum. Frægastur af föðurfrændum hennar er þó Jakob Peter Sever- in (d. 1752), sem var for- stjóri Grænlandsverzlunarinnar dönsku, mikill vinur konungs og átti Dronninglund-höll hjá Sæby á Jótlandi. Hann var aðalstyrktarmaður Frú Irma og Maestro Bianchi Hans Egede Grænlandspostula og við hann er kennd Jakobshavn á Grænlandi. Liggur hann grafinn í Frúarkirkjunni í Kaupmanna- höfn. Já, segir frú Irma, ég man vel eftir þessu atviki með Puccini. Ég var þá aðeins 4 ára gömul. Puccini sat og lék á hljóðfærið, þegar ég geystist að honum og ýtti honum til hliðar, en settist sjálf við píanóið og spilaði eitt- hvað út í loftið. i Puccini var mikill vinur fjö}- skyldu minnar og kom þangað oft. Sýndi hún mér mynd af hon- um áritaða til móður hennar. Móðir mín hét Stefania Bark- any og var ungversk. Systir hennar var hin heimsfræga leik- kona Maria Barkany. Heimili hennar í Berlín var eins og áður er sagt miðpunktur menningar- og samkvæmislífs, þar til hún andaðist í Berlín 1928. Eftir lát föður míns fluttist ég til Berlínar. Varð ég þá daglegur gestur á heimili móðursystur minnar, og þar kynntist ég blómanum úr lista- og menningarlífi Evrópu á þeim tíma. Þarna var alltaf opið hús öllum listamönnum og menn- ingarfrömuðum. Ég erfði siðar þessa frægu móðursystur mina. Munið þér eftir fleirum, sem heimsóttu foreldra yðar í Pisa? Já, mörgum. Þegar ég var kornung kom þar Vilhjálmur Þýzkalandskeisari ásamt keisara- ynjunni. Þetta var ekki opinber heimsókn, en það þótti ekki nema eðlilegt, að keisarahjónin kæmu til foreldra minna, því að heim- ili þeirra var raunar tengiliður í öllu opinberu lífi milli Ítalíu og Þýzkalands á þeim tíma. Árið 1961 kom hingað til fs- lands prófessor Carlo Schmidt, vestur-þýzkur vísinda- og stjórn- málamaður. Feður okkar voru miklir vinir, þegar þeir bjuggu í Flórens. Carlo var þá 11 ára en ég 4 ára. Ég hitti prófessor Sehmidt í boði hjá þýzka sendiherranum hér við fyrstu komu hans til íslands. Við fórum að tala um Florens og fundum þá út, hvað feður okk ar höfðu verið miklir vinir. Urð- um við ákaflega glöð, töluðum ítölsku allt kvöldið og rifjuðum upp lífið í Florens. Ásmundur skáld frá Skúfstöðum. Fannst yður ekki heimurinn vera fjarsika lítill, þegar þér hitt- uð prófessorinn? Lítill, jú, það veit sá, sem allt veit, og þar á ofan er hann alltaf að srnækka. Til dæmis kom hingað til ís- lands í haust framúrskarandi, ítölsk strengjasveit, I Solisti Ven- eti, og hafa birzt um hana grein- ar og myndir í blöðum hér eftir hljómleika þeirra. Á efnisskránni var eitt verk sem tilheyrði nútíma ítalskri músik. Þetta verk var Bhaspody eftir Gabrieli Bianchi. Maestro Bianchi er í dag forseti Músik- akademiunnar í Feneyjum, Bene detto Marcello, og er þekkt tón- skáld í heimalandi sínu. Allir 9 'hljóðfæraleikararnir í Soloisti Venettii, heimsóttu mig hingað í stofuna, sagði frú Irma. Það var að vísu þröngt, en það kom ekki að sök. Heimurinn er nefnilega svo fjarska litill, að einmitt þetta tónskáld, Maestro Ga'briele Bianchi, lék undir á fyrsta konsert mínum, sem ég hélt á Ítalíu 13. febrúar 1932. Feyneyjar er heimfræg lista- borg. Það er auðvitað Milanó líka, en á öðru sviði og frekar nýleg borg. Andrúmsloftið í Feneyjum er stórkostlegt. Það er eins og allt sé þar sólroðið gull, en gamla Flórens hefur einnig sinn „char- ma“, en hann minnir fremur á silfurskin mánans, segir frú Irma, og hún veit vel hvað hún syngur. Frú Irma var mjög þekkt söngkona í Evrópu á árunum 1926-1938. Fyrsta konsert sinn hélt hún í Berlín árið 1926. Undirleikari hennar þá var Móðir frú Irmu enginn annar en sá heimsfrægi Louis Kentner, sem tileinkaði henni 7 sönglög eftir sig. Frú Irma varð fyrst til að kynna verk ungverska tón- skáldsins Zoltán Kodaly utan heimalands hans, m. a. í Berlín, Róm, París og Prag; jafnframt flest önnur tékknesk og ítölsk nútíma tónskáld. Frúin hefur á löngum söngferli sínum sungið í velflestum helztu borgum Evrópu, og nægir til við'bótar þeim, sem áður eru nefndir að nefna Budapest, Napoli, Brussel og Antwerpen. f Róm söng hún í útvarpið á 9 tungumálum. Konsertinn í Feneyjum, þar sem Maestro Gabriele Bianchi aðstoðaði hana, varð m .a. merki um hjátrú frú Irmu. Stjórnu- spekingur í Berlín hafði spáð því 1931 fyrir frú Irmu, að bezti dagur hennar næsta ár yrði föstudagurinn 13. febrúar 1932. Konsertinn hafði verið ákveð- inn einhvern annan dag, en frá Feneyjum var sent skeyti og beð- ið um það að deginum yrði breytt, og 13. febrúar ákveðinn Enda reyndist þetta mikill happa dagur fyrir listakonuna. Blaðamaðurinn fékk að sjá mörg blaðaummæli úr ýmsum erlendum blöðum. Kenndi þar margra góðra grasa. Þess mætti líka geta, að hún hefur haldið fjölmarga fyrir- lestra um ísland, bæði í útvarp og í samkomusölum, og mörg samtöl við hana hafa birzt í er- lendum blöðum, og hefur þetta máski mest gildi, vegna þess, hve hún var þek'kt söngkona á meginlandinu. Hún hefur reynzt íslandi sannur vinur. Frú Irma er útlærður píanó- leikari frá Tónlistarháskólanum í Berlín, og var hún þar samtím- is hinum fræga píanóleikara, Claudio Arrau. Nú varð blaðamaðurinn að hverfa, á braut, en frú Irma lánaði honum til birtingar 5 myndir. Ein myndin er af föður hennar, og er hún máluð af hin- um heimsfræga ítalska málara, Alessandro Lanfredini. Önnur er af móður hennar, máluð af búlgarska málaranum, Nicola Michailov, sem var búsettur í Berlín. Þriðja myndin er aí ANGLI illllll sem ekki þarf að strauja Frú Irma Weile-Jónsson manni hennar, Ásmundi heitnum frá Skúfstöðum, og hin fjórða af frú Irmu á gangi á torgi I Feneyjum með Maestro Gaforiele Bianchi, daginn eftir konsertinn. Fimmta myndin er af frú Irmu, þegar hún var á hápunkti frægð- ar sinnar, teiknuð af prófessor Eduard Klenk frá Budapest I Berlín 1932. Blaðamaðurinn kvaddi og þakkaði frú Irmu sam talið og ágætar veitingar. Fr. S. JERSETKJÓLAR ný sending FERMINGARKÁPUR FERMINGARKJÓLAR Rúllukraga-peysur Verð frá kr. 245,00 Leffurvestl Leðurpils Töskur Hanskar og fleira til fermingargjafa FELDUR U. Austurstræti 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.