Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 15
Þrifjjudagur 24. n7pr?,1964 MO RC U N B LAÐIÐ 15 Fjölþætt starísemi íélags til hjálpar íöngum og dómfelldum mönnum FÉLAGSSAMTÖKIN Vernd héldu sl. mánudag fund með blaðamönnum og skýrði stjórn félagsins frá starfsemi þess. Formaður félagsins, frú I»óra Einarsdóttir, og aðrir st'órnarmenn skýrðu blaða- monnum frá störfum síðasta aðalfundar og svöruðu spurn- ingum þeirra. Félagið afhenti fréttamönnum útdrátt úr skýrslu formanns frá síðasta aðalfundi og fara hér á eftir helztu atriðin: Félagsmál Á árinu var kjörinn þriggja msnna framkvæmdanefnd, þar eð þungt þótti í vöfum að kalla aila stjórnina saman til af- greiðslu ýmissa daglegra við- fangsefna. Nefndina skipuðu: Þóra Einarsdóttir, Lára Sigur- björnsdóttir og Leifur Sveinsson. Skúli Þórðarson hefur sem fyrr verið aðalstafsmaður Vernd ar. Hann annast ferðir í fangels- in. umsjón og fyrirgreiðslu fyrir skjólstæðinga Verndar og fjöl- skvldur þeirra, eftir því sem tök eru á hverju sinni. Formaður hefur séð um út- br.iðslumál samtakanna, haft eftirlit með vistheimilinu, séð fundir á árinu. Hinn fyrri var haldinn í samráði við Skúla Tóm asson, yfirframfærslufulltrúa, og sátu hann forustumenn ýmissa hjálparfélaga. Fundur þessi sam- þykkti að fara þess á leit við borgarráð, að það beitti sér fyrir nánara samstarfi þessara aðila til hagræðis og sparnaðar í þess- um málum. Síðari fundurinn var boðaður af Sveini Ragnarssyni, skrif.stofu stjóra. Á þeim fundi fluttu full- trúar Verndar tillögu um sér- stakt náttskýli fyrir heimilisleys- ingja og að einnig verði komið upp stóru mötuneyti og vist- heimili í Reykjavík, þar sem ein- staklingar geti fengið fæði og húsnæði og notið réttrar að- hlynningar og meðferðar. Vistheimili Verndar að Stýri- mannastíg 9 hefur verið rekið með svipuðu sniði og áður. Sú breyting var þó gerð sl. vor að stjórnin ákvað að taka nokkra menn frá vistheimili Bláa bands ins, sem þá var lagt niður, til dvalar á heimilið. Að jafnaði hafa 15 manns dvalizt á heimil- inu um lengri eða skemmri tíma, auk þeirra, sem fá inni nótt og nótt í vandræðum sínum. Þeir, sem koma úr fangelsunum og leita til Verndar eru ávallt látnir sitja fyrir um heimilisvist. Þórð- Úr einu herbergi vistheimilisins. ttm spjaldskrá og inniheimtu og úí ífu ársritsins. ibigurlaug Sigurðardóttir hefur annast fátaviðgerðir, en jafnan berst töluvert af notuðum fötum tii heimilisins. A árinu var ráðinn til starfa tiálfan daginn Kristján Friðbergs son og hefur hann á hendi bók- hald, skýrslugerðir og fjármál eamiakanna. í Félagssamtökunum Vernd eru nú 79 félög og um 500 ein- staklingar. Vernd fékk á árinu 210 þús. kr. etyrk úr ríkissjóði og 60 þús. kr. styrk úr borgarsjóði Reykjavík- ur. Aðrar tekjur eru styrkur nokkurfa bæjarfélaga, ágóði af eölu ársritsins og gjöld og gjafir féiagsmanna og annarra velunn- ara þessa starfs, en slíkar gjafir Ihafa verið margar og sýna glöggt góðhug og skilning fólks á mál- efnum Verndar. Starfið Fangahjálpin er kiiarninn í 611u starfi Verndar, en oft er erf- itt að draga markalínu milli hjálpar við fanga og aðstoðar við það fólk, sem leitar til skrifstofu Verndar með margvísleg vanda- mái. Stjórn Verndar gerir sér því glögga grein fyrir því, að sam- atarf milli hinna ýmsu hjálpar- og líknarstofnana er nauðsynlegt. í þessu sambandi fóru fram tveir ur Guðmundsson hefur um eins árs skeið verið húsvörður. Ráðs- konur hafa verið tvær og skipt með sér verkum. Jólafagnaður Verndar fyrir heimilislausa einstæðinga fór í þetta sinn fráhi að Bræðraborgar stig 9 í húsakynnum S. í. B. S. Þangað komu urh 20 manns. Sér- stök jólanefnd sá um fagnað þennan en formaður hennar er Sigríður J. Magnússon. Vernd sendi á þessu ári bóka- gjöf í hegningarhúsið í Reykja- vík, en áður hafa bækur ■ verið sendar að Litla-Hrauni. Ennfrem ur gefur félagið öllum föngum og dvalargestum á vegum þess jólagjafir. Ársrit Verndar 1963 er nýkom- ið út. Prentsmiðjan Oddi hefur prentað ritið og gefið meira en helming kostnaðar. Árið 1963 hafði skrifstofa Verndar afskipti af 193 ein- staklingum, þar af komu úr fang elsum 38, fyrrverandi fangar voru 81 og svo annað fólk, eink- um drykkjumenn, 74 að tölu. Vernd veitti 24 heimilum aðstoð á árinu. Að marggefnu tilefni gat for- maður þess, að þann 21. júlí sl. losnuðu ,17 menn frá Litla- Hrauni. Allir komu þessir menn til Verndar og leituðu aðstoðar. Síðan komu 4 menn til viðbótar. Af þessum hópi hafa aðeins 4 j Verndar, komizt undir manna hendur að nýju og vonandi tekst hinum að finna lífi sínu nýjan og betri grundvöll." í stjórn Verndar voru kosnir: Þóra Einarsdóttir, formaður, séra Bragi Friðriksson, Lára Sigur- bjönsdóttir, Leifur Sveinsson og Sigríður J. Magnússon. Au-k þess á sæti í stjórn Verndar Baldur Möller ráðuneytisstjóri sem full- trúi dómsmálaráðuneytisins, og forstjórinn á Litla-Hrauni, Guð- mundur Jóhannsson. Varamenn: Hanna Ingólfsdótt- ir, Eimelía Samúelsdóttir, Vil- hjálmur Árnason lögfr. og Guð- mundur Jóhannsson fyrrv. for- stjóri Bláa bandsins. Jólanefndina skipuðu þessar konur: Sigríður J. Magnússon, form., Lóa Kristjánsdóttir, Unn- ur Sigurðardóttir, Ilanna Ingólfs- dóttir og Emelía Húnfjörð.“ Efnahagsleg fyrirgreiðsla Stjórnarmenn svöruðu síðan nokkrum spurningum blaða- manna og létu í té nánari upp- lýsingar um starf félagsins og framtíðaráætlanir. Eins og fyrr segir er megin- starf félagsins hjálp til handa dæmdum mönnum og föngum og síðan stuðningur við fanga eftir að þeir hafa tekið út dóm. Félagið sendir fulltrúa sinn í fangelsin, t. d. Litla-Hraun, og | þar er leitast við að hiálpa föng- unum og þó fyrst og fremst með þvi að greiða úr persónulegum erfiðleikum þeirra t.d. í fjármál- um og liðsinna aðstandendum þeirra, ef þörf krefur. Þá veitir félagið lögfræðilega aðstoð, ef þörf er á, einnig leitast það við að veita læknishjálp, en í því sambandi hefir félagið notið góð- vilja ýmissa sérfræðinga, því fiár hagsgeta til slíks er af mjög skornum skammti, og í heild er fjárhagur félagsins mjög þröng- ur og stöðugt þörf fyrir meira fé og frekari hjálp og liðsinni al- mennings í þessum mikilsverðu líknarmálum. Félagið hefir trúnaðarmenn víðsvegar um landið, sem skjól- stæðingar Verndar geta snúið sér til. Vistheimili Verndar að Stýri- mannastíg 9 hýsti 67 einstaklinga árið 1963. Félagið hefir oft skotið skjóls- húsi yfir umkom lausa menn, sem hvergi hafa átt höfði sínu að halla, en álitið er að jafnaðar- lega muni um tveir tugir slíkra Úr dagstofu vistheimilisins. manna vera hér í höfuðborginni. Erfitt er þó að gera sér nákvæma grein fyrir fjölda þeira, enda er hann breytilegur. Þetta fólk hefir einnig komið á samkomur félags- ins um jól og aðrar stórhátíðir. Félagið telur að af þeim 193 mönnum, sem það hafði afskipti af á sl. ári muni 41 hafa fengið bata og telur stjórnin að mi-kill sigur sé unninn hverjum sem hægt er að liðsinna inn á rétta braut á ný. Fulltrúi Verndar mun nú taka sæti í nýskipaðri nefnd á vegum hins opinbera, sem leitast skal við að sameina krafta þeirra hj-álparstofnana, sem vinna að líknarstörfum fyrir olnbogabörn þjóðfélagsins, og hefir Vernd þegar samið áætlun er hún mun leggja fyrir nefndina. M'eð því hyggst félagið stuðla að því að meiri árangur náist, með skipu- lögðu samstarfi. í þessari nefnd munu starfa fulltrúar frá AA- samtök-unum, öryrkjasamtökun- um og áfengisvarnarnefnd undir yfirs-tjórn fulltrúa borgaryfir- valdanna. Guðmundur Jóhannsson for- stöðumaður fangelsins á Litla- Hrauni svaraði nokkrum spurn- ingum blaðamanna. Hann taldi heimsóknir fulltrúa Verndar mi-k ils virði fyrir fangana og að þær hefðu oft orðið til góðs. Taldi hann skaða skeðan ef þetta félli niður. Félagið hefir au-k persónulegr- ar fyrirgreiðslu leitazt við að styrkja skjólstæðinga sína til andlegrar og trúarlegrar upp- byggingar með fræðslu- og trú- arfundum. Þá hefir félagið geng- izt fyrir föndur- og tómstunda- vinnu fyrir fanga og aðstoð við útvegun efnis til þess. Forráðamenn Verndar kváðust ekki til kvaddir er um náðun fanga væri að ræða. Þó heldur félagið mjög ýtarlegar skýrslur um alla pkjólstæðinga sína. Vitn- uðu þeir til að erlendis væru starfandi nefndir frá svipuðum samtökum, sem væru dómsyfir- völdum til liðsinnis í þessum efn um. Missa húsnæði sitt Að lokum skýrði stjórn Vernd- ar frá því að hinn 1. október nk. mundi félagið missa það hús- næði, er það hefði nú á Stýri- mannastíg 9 og yrði því að vinda- bráðan bug að útvegun nýs hús- næðis og vonaðist félagið til að einmitt það vandamál yrði tekið til úrlausnar af bæjaryfirvöldun- um eða nefnd nefnd þeirri, sem nú hefir verið skipuð til lausnar þessara mála. Stjórnin, eða for- maður hennar frú Þóra Einars- dóttir, lagði áherzlu á að margir einstaklingar vildu leggja líknar- málum Verndar lið og því þyrfti um fram allt að skapa fólki að- stöðu til að veita þessa hjólp og virkja þá krafta er fólk af frjáls- um vilja vildi leggja fram til stuðnings þjóðfélaginu við oln- bogabörn þess. Samkeppni unglinga um táknmynd af skaðsemi tóbaksreykínga ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavík- ur hefur ákveðið að gangast fyrir sa.mkeppni meðal æsku Reykja- víkurbor.gar um það, hver bezt geti teiknað mynd (veggspjald) er sýni, á táknrænan hátt skað- semi tóbaksreykinga. Allir, sem eru á aldrinum 18 ára og yngri geta tekið þátt í keppninni. Þátttakendur verða að vinna verkið sjálfstætt að öllu leyti, þ.e. hugmynd, teiknun litun og texta. Stærð myndanna skal vera 25—30 sm á breidd og 45—50 sm á lengd. Hver mynd skal merkt með dulnefni, og aldri en nafn og heimilisfang skal sent í sér umslagi. Verðlaun verða veitt í tveim flokkum, þ.e. börn 14 ára og yngri og ungling- ar 15—18 ára. í hvorum flokki verða veitt ein 1. verðlaun kr. 2000,oo, 5 önnur verðlaun kr. 500, oo og 10 þriðju verðlaun kr. 100,oo. Allir verðlaunahafar munu fá sérstök viðurkenningarskjöl. Sýning verður síðan haldin fyrir almenning á teikningum. Myndunum skal skilað til skrifstofu æskulýðsráðs, Tjarnar götu 12, fyrir 20. apríl n.k. Nán- ari upplýsingar eru gefnar þar í síma 21430. Dómnefnd er skip- uð þessum mönnum: Bendt Bendtsen frá Æskulýðsráði, Ó- feigur J. Ófeigsson, læknir, Gisli Sigurðsson, ritstjóri, Gísli B. Björnsson, auglýsingateiknari og Jón Oddgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sn haft hefur verið samráð við stjórn þess félags og VÍK í MÝRDAL, 23. marz — í gær messaði sr. Jónas Gísla- son í öllum kirkjum Víkurpresta kalls og kvaddi söfnuðina. Sett- ur sóknarprestur, sr. Páll Páls- son, flutti stutt ávarp í kirkjun- um við þetta tækifæri og drap á helztu störf sr Jónasar, flutti honurn þakkir fyrir störf hans í þágu kirkjunnar og bað honum og fjölskyldu hans blessunar drottins á ókomnum tímum. Sr. Jónas predikaði um upphaf kristniboðs, en vék síðan að starfi sínu í Víkurprestakalli og færði sóknarbórnunum þakkir og bless unaróskir. Um kvöldið var svo sr. Jónasi Gíslasyni og fjölskyldu haldið veglegt samsæti í Vík. Valmund ur Björnsson, sóknarnefndar- formaður, stýrði hófinu og Gunn ar Þorsteinsson stjórnaði almenn um söng. Ræður voru fluttar og mun það styðja samkeppnina bæði fjárhagslega og á annan hátt. Æskulýðsráð Reykjavíkur væntir þess, að ungt fólk taki höndum saman um varnir gegn tóbaksneyzlu æskufólks og sýni hug sinn í þeim efnum með mikilli þátttöku í þessari sam- keppni. presthjónunum færðar aluðar- þakkir fyrir dvöl þeirra og störf í prestakallinu. Sr. Jónas hafði verið prestur hér í 10 ár, en fékk lausn frá bví embætti um sl. áramót skv. eigin ósk. Þessir fluttu ræður í kveðju- hófinu: Björn Jónsson, skóla- stjóri, Sigurður Gunnarisson í Litla Hvammi, Gísli Skaftason á Lækjarbakka og Gunnar Þor- steinsson, dýraiæknir. Síðan voru presthjónin leyst út með gjöfum, allir kirkjukór- arnir gáfu þeim stórt málverk af Dyrhólaey og ýmsir aðrir í- búar í Mýrdal gáfu þeim yfir 30 þús. kr. Að lokum tók sr. Jónas Gíslason til máls, þakkaði þá vináttu og þann höfðingsskap sem þau hjónin hefðu orðið að- njótandi, bað eftirmanni sinum farsældar í starfi og öllum íbú- um Víkurprestakalls blessunar. Fréttaritari (Frétt frá Æskulýðsráði). PRESTUR KVEÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.