Morgunblaðið - 24.03.1964, Side 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjuaagur 24. marz 1964
ftft/ZABETrí FFQfiA&sr^ 3g gT
33
ILÍRD
ÆLUM
Ef til vill hefur hann hrætt
hana meira, en hún gerði sér
grein fyrir, því að jafnskjótt sem
hann var farinn ,hafði gripið
hana ákafur skjálfti. Hún var
hrædd um, að hún ætlaði að fara
að gráta, og hafði það óþægilega
á meðvitundinni, að hún gæti þá
og þegar farið að æpa upp yfir
sig.
Hún flýtti sér að skápnum í
horninu, þar sem Lester Ballard
geymdi vinföngin sín, og fékk
sér glas af konjaki. En í sama
bili kom Madge inn í stofuna.
— Eg hefði víst ekki nema
gott af að fá mér einn lítinn
líka sagði hún. Eg held ég verði
að fá mér einn með þér.
Hún tók fiöskuna af Ruth,
seildist inn í skájoinn eftir glasi
og fyllti það.
— Jæja, þú ert þá loksins bú,-
in að fá nóg af þessu, sagði
hún. — Eg er að velta því fyrir
mér, hvað langt yrði þangað til
þú létir bugast. Hvað hefur
Ranzi gamli verið að segja við
þig til þess að koma þér svona
út úr jafnvægi? Nú, hvað sem
það var skyldi ég ekki fást um
það. Madge virtist hafa batnað
eitthvað í skapinu, og framkoma
hennar var næstum ouðin jafn
snögg og vingjarnleg og hún
átti að sér. — Sá maður hefur nú
ekki nema eitt í huganun/ og það
er þessi dásamlega kona hans.
Já, það er einkennilegt hvað
langt sumar konur geta komizt
með karlmenn, finnst þér ekki?
Hún er ekki annað en dræsa og
það veit hann, og samf tekur
hann svari hennar gegn um
þykkt og þunnt! Eg vildi ég
vissi, hvernig hún fer að því.
— Jæja, mér finnst nú þú taka
svari Cesares, hvað sem veltist,
sagði Ruth um leið og hún sett
ist niður og fann, að konjakið
var í þann veginn að róa taugar
hennar. — Sem óviðkomandi að-
ila, finnst mér að hjónabandið
fari skrítilega með sumt fólk
Madge hló snöggt. Hún hlamrn
aði ér á stól og drakk vænan
sopa úr glasinu. um leið og hún
gerði það, mundi Ruth eftir
því, að enda þótt Madge virtist
kúga allt heimilið, þá væri þetta
í fyrsta sinn, sem hún sæi hana
setjast niður þarna inni.
— Oh, það er nokkuð sem verð
ur að vana, sagði Madge, og tók
um leið að klóra mýbitin á ökl
anum á sér. — Ef það kæmist
ekki upp í vana, væri ég farin
frá honum fyrir ævalöngu. Hann
er letingi og ónytjungur og
skepna, sem mundi aldrei gera
fyrir mig handarvik og heldur
svo framhjá mér f þokkabót. En
ég hef látið þetta viðgangast of
lengi til þess að geta farið að
taka í taumana héðan af. Fyrir
svo sem fimm árum hefði það
getað komið til mála, en nú orð
ið sýnist það varla ómaksins
vert
Ruth leit á hana undrandi. —
En ertu þá ekki hræðilega ógæfu
söm?
— Hver er það ekki, væna
mín. — Líttu í kring um þig og
vittu, hvort þú sérð nokkurn,
sem er verulega hamingjusamúr.
Sérðu það? y
— Ætli það þýði ekki bara
það, að þú þekkir fólkið ekki allt
of vel? Við skulum nú bara taka
þennan mannskap, sem við
þekkjum: Ballard og Ranzihjón-
in og okkur tvær . . . Hefðir þú
ekki sagt fyrir nokkrum dögum,
að við værum öll sæmilega ham
ingjusöm? Og líttH svo á, hverju
þú hefur komizt að um okkur
öll síðan. Það lítur svolítið öðru
vísu út núna, er það ekki? Vit-
anlega hefði ég getað sagt þér
sumt af þessu fyrir ævalöngu,
en ég get nú tekið eftir því,
sem leiðinlegt er, án þess að láta
það hafa nein sérleg áhrif á mig.
Svo mikið af slíku er ég búin að
sjá. Nei, aðalatriðið er þetta, að
sé maður orðinn vanur ein-
hverju, að láta það þó gott heita.
Maður veit, að maður getur þol-
að það, en hins vegar er ekki
víst, að eins vel gengi að þola
það, sem maður fengi í staðinn,
ef farið væri að breyta til En
kannski ertu enn of ung til að
skilja, hvað ég er að fara?
Ruth hugsaði sig um. — Svo
að þú hefur þá heyrt mest af
samtali okkar hr. Ranzi?
— Það er ekki nema satt. Ég
heyri mest af því, sem fram fer
hér í húsinu.
— Hvað fannstu þá ú.t úr því
. . . til dæmis um þetta, að ég
hefði farið þangað heim?
— Ja, væna mín, ef ég ætti
að velja um, hvorri ég ætti að
trúa þér eða þessum Ranzi-kven
manni, þá mundi ég heldur trúa
þér.
— Jæja, sjáum til.
— En það þýðir ekki sama
sem, að allir aðrir geri það. Eg
held, að þú sért óþægilega sett
og sumt fólk hafi áhuga á, að
þú verðir það áfram.
— Þú átt við Ranzihjónin?
Ruth tók að velta fyrir sér, hve
mikið Madge vissi í raun og
veru. Var það til dæmis hugsan
legt, að hún vissi um samdrátt
þeirra Marguerite og Lesters og
jafnvel, að þau hefðu verið að
undirbúa flótta saman?
Madge yppti öxlum. — Þau
hljóta að vera sjálf við þetta rið-
in — annars væri þeim ekki
svona umhugað um að koma þér
í vandræði Þau hljóta að vera
hrædd um, að eitthvað komi
fram, enda þótt ég viti, að frú
Ranzi var allan þennan tíma
Minntu mig á að hringja til pipulagningamannsina.
niðri við sjó, þar sem tugir
manna gátu séð hana, og þess
vegna hefði hún ekki getað gert
neitt að þessu sjálf, og að gamli
maðurinn hennar var allan dag-
inn í Napólí, eins og við Cesare,
svo að hann hefði ekki getað
gert það heldur. En það þýðir
ekki sama sem, að þau séu ekk-
ert við það riðin. Ef þú vilt vita,
hvað ég held. . . .
— Já, hvað?
— Ég held, að þú hafir bare
verið valin vegna þess, að þú
ert sú eina af öllum þessum hóp,
sem hefur enga teljandi fjar-
verusönnun. Líklega hefur fólk-
ið ekkert á móti þér persónu-
lega, en af því að þú getur ekki
vel sannað, hvar þú hafir verið,
er þægilegt að kenna þér um,
Það vill láta gruna þig, svo að
ekki verði rýnt um of í vissa
hluti, sem því sjálfu eru viðkom
andi. Það er til dæmis alls ekki
víst, að Ranzi hafi sérlega góða
fjarverusönnun. Það getur eng-
inn fullyrt, að hann hafi verið
í Napólí.
-— Þið sáuð ekkert til hans 1
lestinni, sem þið fóruð með?
BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
Hvað Dúmuna snerti v'ar þetta
tapað spil, þar eð hún varð að
gera eitthvað til að sanna tilveru
rétt sinn; og eina sem hún nú
gat gert, var að halda skamma-
ræður um stjórnina. Nikulás
þoldi þetta í tvo mánuði, en þá
stöðvaði hann málæðið með því
að lýsa yfir, að þingið væri rof-
ið. Þetta gerði hann með því að
láta herflokka umkringja Tauris
höllina, og þegar þingmennirn-
ir komu þangað, 21. júlí voru
allar dyr þeim lokaðar og læst-
ar.
Nú varð mikið uppþot: margir
Cadetar og Trudovikar komu
sér til Finnlands og gáfu út „Vi-
borgarávarpið“, þar sem skorað
var á almenning að bjóða stjórn
inni byrgin, með því að neita að
greiða skatta og gegna herþjón
ustu. En þetta var ekki uppþot,
sem gæti vænzt teljandi undir-
tekta — atburðirnir 1905 voru í
of fersku minni og hið fræga
rússneska slen hafði náð tökum á
múgnum enn einu sinni.
Þannig var fyrirmyndin gefin,
í upphafi þessarar tilraunar til
lýðræðis, og átti eftir að verða
endurtekin aftur og aftur, næstu
tíu árin. Ríkisráð keisarans á í
vök að verjast, allt þar til, að
það finnur þörfina á fylgi þjóð
arinnar, og Dúman var aftur
kölluð saman. Ráðið vinnur svo
með Dúmunni um nokkurt skeið
— og kosningunum er þannig
hagað, að það getur fengið þing-
mennina kosna að sem mestu
leyti úr röðum hægriflokkanna
— en finnur brátt, að þingmenn
irnir eru enn óþjálir, og hversu
langt sem þeir eru til hægri,
finna þeir enn, að keisarinn og
ríkisráð hans er fjarlægt þeim
og á hæsta tindi einræðisins. Þá
er Dúman leyst upp, eða þaggað
niður í henni, eða hún skágeng-
in, og gremjan sýður í mönnum
allsstaðar.
Þó verður eitt stutt en mikil-
vægt hlé á þessari dapurlegu
hringferð. Nikulás komst brátt
að því, að Goremykin var óhæf-
ur til embættis síns og Stolypin
var settur í hans stað. Pjótr
Stolypin elskaði ekki Dúmuna
neitt úr hófi fram — hann leyfði,
að nýr þingmannahópur væri
kosinn, en flýtti sér að losna við
hann aftur — en hitt sá hann,
að það var heimskulegt að troða
þingið algjörlega undir fótum.
Skynsamlegra var að stjórna
því, finna leið til að vinna með
hinum hófsamari fiokkum, en
koma um leið fram sínum eigin
endurbótaáætlunum.
Stolypin var merkilegur mað-
ur — bezti forsætisráðherrann,
sem Rússland hefur nokkurn-
tíma átt. Það, sem sérstaklega er
minnisvert um hann, er ein-
beittni hans. Hann var sveita-
maður að uppruna og flutti með
sér ferskt sveitaloftið inn í hið
hóglífa og fyrnda andrúmsloft
Petrogradborgar. Jafnvel keisar
inn var hrifinn af honum í fyrst-
unni. Hann skrifaði móður sinni:
„Ég get ekki lýst því, hvað ég
er farinn að virða þennan
mann“. Bernard Pares, sem
þekkti Stolypin persónulega,
segir, að hann „hafi ekki haft
neitt af þessari tvöfeldni for-
framaðra skrifstofuherra. Þetta
er í fyrsta sinn, sem ríkisstjórn-
in hafði ekki fundarstjóra eins
eins og Goremkin, eða harð-
stjóra eins og Witte, heldur raun
KALLI KÚREKI
Teiknari; FRED HARMAN
— Hvemig lítur hann út? Og hvað
er langt síðan hann fór?
•—Fyrir svona klukkutíma. Hann
er dökkur yfirlitum og ljótur, hefur
háan, barðalítinn, svartan hatt á höfði
og segis heita Stubbur.
— Það sem ég fæ ekki skilið er
hvemig hann gat vitað að við höfð-
um fundið gull, þó við séum ekki
einu sinni búin að láta skrá lóða-
kröfu okkar.
— Hann minntist eitthvað á
„gamla manninn“ — ætli hann hafi
ekki átt við hann Gamla okkar.
— Gamli — hann fór í búðina með-
an ég var að bíða eftir lóðaskrárrit-
aranum. Hann hlýtur að hafa verið
að stæra sig af gull-fundinum.
— Hann skal eiga mig á fæti, moð-
hausinn sá arna.
verulegan foringja". Izvolsky
(utanríkisráðherrann) lýsir hon
um þannig, að hann hafi verið
„gæddur skýrum og heilbrigðum
hugsunarhætti“.
Auk þess hafði nýi forsætis-
ráðherrann útlitið með sér,
Hann var stórvaxinn og svart-
skeggjaður, horfði beint í augu
manna og það var eitthvað traust
vekjandi og heilbrigt í fram-
komu hans. Auk þess var hann
maður hugrakkur. í ókyrrðinni
1905 hafði hann stjórnað ókyrr-
asta héraði Rússlands, Saratov,
og þar hafði hann stjórnað vel
og af öryggi. Hann hræddist
hvorki sprengjur né byssukúlur
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 63,
sími 40748.
Carðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247.
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, sími
50374.
Keflavík
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Keflavíkurbæ er að
Hafnargötu 48, sími 1113.
Afgreiðslur blaðsins hafa
með höndum alla þjónustu
við kaupendur blaðsins og
til þeirra skulu þeir snúa
sér, er óska að gerast fastir
kaupendur Morgunblaðs-
ins.