Morgunblaðið - 24.03.1964, Side 30
99
MORC U N BLAÐIÐ
f>riðjudpgur 24. marz 1964
ísland vann Danmörk en
tapaöi fyrir Finnum
og leirii í 3. sæti á Mordur-
landavnótÍRu í körfuknattleik
ÍSL.ENDINGAR unnu Dani i
körfuknattleik á laugardaginn
með 56 stigum gegn 55 eftir mjög
jafnan, tvísýnan og sérlega æs-
andi leik að því er fréttamaður
Mbl. á staðnum segir. — Fjögur
lönd tóku þátt í keppninni. Finn-
ar unnu mjög öruggan sigur, Sví-
ar urðu næstir eftir knappan
sigur yfir íslendingum, íslend-
ingar urðu þriðju í röðinni og
Danir ráku lestina nú sem í síð-
ustu keppni. En ánægjulegast er
að einn leikmanna úr íslenzka
liðinu, Þorsteinn Hallgrímsson,
er í keppnislok talinn bezti leik-
maður á Norðurlöndum í körfu-
bolta. Þorsteinn var langsam-
lega stigahæstur á mótinu, skor-
aði 77 stig, en sá er næst komst
er Finninn Limo með 55 stig.
Við sögðum frá leik íslendinga
og Svía fyrir helgina. Svíar unnu
með 65-59. Það var minni stiga-
munur en búizt var við. Liðin
skiptust á um forystu framan af,
en í hálfleik stóð 25-23 fyrir
Svía. Sjö sinnum í leiknum voru
íslendingar yfir í stigum, en urðu
að láta í minni pokann í lokin.
* „ÞÁ HEFÐI ÍSLAND
UNNIГ
Einar Matthíasson, frétta-
maður Mbl. á staðnum segir
að ef Guðmundur Þorsteins-
son hefði verið í liðinu eins og
upphaflega var ráð fyrir gert,
en hann forfallaðist vegna
veikinda og liggur í sjúkra-
húsi, þá hefði ísland án efa
unnið Svíþjóð.
Leikur íslendinga og Finna
var mjög vel leikinn. Að vísu
voru Finnar öruggir sigurvegar-
ar, en íslenzka liðið sýndi mjög
góðan leik og á köflum ekki síð-
ari leik en Finnar. Úrslitin urðu
81-48 fyrir Finna.
* FRAMFARIR ÍSLENDINGA
í síðustu keppni um Polar-
bikarinn, sem er verðlaun fyrir
Norðurlandameistaratign í körfu-
knattieik, lentu fslendingar
einnig í 3. sæti. En af markatölu
má ráða að islenzka liðið hefur
mjög nálgast Svía og Finna, sem
einir Norðurlandaþjóða standa
framar ísiendingum í þessari
grein. Úrslit frá fyrri keppni
gefa nokkra hugmynd um fram-
farir fslendinga. Svíar unnu okk-
ur þá með 63-38 eða 25 stiga mun
og Finnar unnu okkur þá með
100 gegn 47 stigum eða 53 stiga
mun, nú 37 stiga mun.
* SPENNANDI LEIKUR
Leikur íslendinga og Dana
var sérlega spennandi. Þetta var
barátta um að verða ekki í neðsta
sæti og taugaspenningur og á-
kafi einkenndi keppnina mjög. í
þeirri baráttu voru íslendingar
undir í byrjun og það leit út sem
þeir myndu bíða lægra hlut. En
á síðustu mínútum leiksins var
það Þorsteinn Hallgrímsson sem
hreinlega breytti tapi í sigur.
Hann skoraði sigurmarkið fáum
sekúndum fyrir leikslok. ísland
hélt — ekki sízt Þorsteins vegna
— 3. sæti í norrænu keppninni og
•sýndi að sigur er mögulegur yfir
Svíum. Enn eru Finnar ókrýndir
konungar í þessari grein. Finnar
fara eftir þessi úrslit í lokakeppni
um heirpstitilinn í greininni. Sví-
ar, sem urðu nr. 2, fara í undan-
keppni móti einhverju einu landi
um sæti í lokakeppninni.
Þorsteinn Hallgrímsson fékk
almennt orð á Norðurlanda-
mótinu fyrir að vera beztur
allra körfuknattleiksmanna á
Norðurlöndum. Hann skoraði
77 stig, en næsti maður Finn- ?
inn Limo 55. En allir sem ísl.
körfuknattleik þekkja vita að
Þorsteinn er ekki síðri í vörn
en að skora stig.
Islenzku
Finna
ÍSLAND varð í 4. sæti meðal 5
keppenda í keppninni um Norð-
urlandameistaratitil í handknatt-
leik unglinga 18 ára og yngri. —
Svíar urðu sigurvegarar í fjórða
sinn í röð í keppninni, en sá sig-
unglingarnir unnu
og urðu fjórðu
Afmælismót
handbolta
i
KR /
kvöld
Handknattleiksmót K.R. hófst
á sunnudagskvöid að Háloga-
landi og fóru þá fram 6 leikir.
Þau óvæntu úrslit urðu í leik
Fram og Ármanns, að Ármann
sigraði með 6-5. Um tíma hafði
Ármann 4-1 yfir, en Fram jafn-
aði, en Ármenningar tryggðu
sér sigurinn á síðustu sekúndum
leiksin. Valur sigraði Í.R. eftir
framlengdan leik með 8-7, Vík-
ingur sigraði Þrótt 6-5 og F.H.
sigraði K.R. 16-7. í 2. umferð
sigraði Fram Í.R. með 9-6 og K.R.
sigraði Þrótt með 12-6.
Mótinu lýkur í kvöld og fara
þá fram 6 leikir. Fyrstu leikimir
verða: Valur — Ármann, F.H. —
Víkingur, Þróttur — Í.R., K.R. —
Fram.
Síðan leika liðin, sem tapa í
fyrstu 2 leikjúnum og að síðustu
fer fram úrslitaleikurinn milli
þeirra sem sigra í 2 fyrsttöldu
leikjunum.
Fyrir síðustu 2 leikina munu
fimleikamenn úr K.R. sýna æf-
ingar á hesti og stökk. Að mót-
inu loknu mun formaður K.R.
Einar Sæmundsson, afhenda
sigurvegurunum verðlaunin.
ur þeirra vannst á markahlut-
falli. Svíar, Norðmenn og Danir
fengu allir 6 stig, ísland 2 stig en
Finnar ekkert.
1 leikjum íslendinga urðu úr-
slit þessi:
ísland—Finnland 11-10
fslands—Svíþjóð 10-18
fsland—Danmörk 19-25
ísland—Noregur 10-13
Leikur íslendinga við Finna
var heldur lélegur og íslenzku
piltarnir langt frá sínu bezta.
Móti Svíum náðu íslenzku pilt-
arnir sér vel á strik og sýndu
mjög góðan leik á köflum. eink-
um í fyrri hálfleik, sem lyktaði
9-7 fyrir Svía. í síðari hálfleik
sagði þreyta til sín í 2. leik ís-
lendinga sama daginn. En fyrir
leikinn fengu íslenzku piltarnir
mjög góða dóma.
í leiknum við Dani var keppni
mjög hörð og jöfn. í hálfleik stóð
11-11 en í þeim síðari stóðust ís-
lendingar Dönum ekki snúning.
Gylfi Jóhannesson, Viðar Símon-
arson og Hermann Gunnarsson
skoruðu 5 mörk hver, Jón Viggós
son og Jón Ágústsson 1 hvor. 175
manns horfðu á leikinn og dóm-
Titillinn tekinn af Clay?
Vegna þess að hann er ekki
frjáls að næsfa leik sínum
ALLT ÚTLIT er nú fyrir að
Cassius Clay missi sinn heims
m.:istaratitil í þungavigt hnefa
leika. Ástæðan er sú að al-
þjóðasamband hnefaleika-
manna — og einkum formað-
ur þess Ed Lassman — hefur
nánast samþykkt (formleg at-
kvæðagreiðsla er eftir) að
svipta Clay heimsmeistara-
tigninni og að hvorki hann né
Sonny Liston fái að taka þátt
í keppni 4 eða 8 manna um
titilinn.
Ástæðan til sviptingarinn-
ar er sú að Cassius Clay undir
ritaði samning við ákveðið
fyrirtæki sem er í eigu Sonny
Listons. Samningurinn hljóð-
aði upp á að fyrirtækið gæti
ráið næsta leik Cassiusar,
ráðið leikdegi, ráðið mót-
herja o. s. frv. Það er á móti
reglum alþjóða-sambandsins
að slíkur samningur sé gerður
og þess vegna hefur formaður
sambandsins snúizt til mót-
aðgerða og er harður í horn
að taka. Hann hefur undir-
búið sitt mál mjög vel og
rr.un hafa tryggan meirihluta
í stjórn sambandsins þegar til
atkvæðagreiðslu kemur.
Cassius Clay hefur að sjálf-
sögðu haft stór orð um þessa
málavexti. Aðspurður af
blaðamönnum kvaðst hann
vera saklaus í málinu. Víst
hefði hann skrifað undir
samninginn en út á það væri
ekki hægt að setja þvi „mín
atvinna er að keppa í hnefa-
leikum og það einasta sem
ég hef áhuga fyrir er hvað
mörg prósent af tekjunum ég
fæ.
Lassman form. alþjóða-
sambandsins hefur sagt að
Clay sé hnefaleikaíþróttinni
sérlega óhagstæður maður.
Gort hans og vanhugsað tal
hafi skaðað íþróttina og ekki
sizt það tiltæki hans að gerast
félagsmaður í „Black Mus-
lim“ hreyfingunni.
Þessu hefur Cassius svarað
með eftirfarandi: „Ég reyki
ekki, ég drekk ekki, ég fer
ekki óheiðarlega að kvenfólki
og ég ber ekki vopn í óleyfi.
Ég vann heimsmeistartign á
heiðarlegan hátt og ég hef
aldrei tekið þátt í neinu
óheiðarlegu athæfi. Það er
Sonny Liston, sem Lassman
hefur í huga en ekki ég“
sagði Clay.
ari var Sandeberg frá Finnlandi.
Norðmenn unnu sigur sinn yfir
íslendingum þegar í byrjun, náðu
3 marka forskoti og sigur þeirra
í leikslok varð 3 mörk eða 13-10.
Mörk íslendinga skoruðu Stefán
Sandholt 3, Viðar 2, Gylfi 2, Jón
Ágústsson, Jón Karlsson og Her-
mann 1 hver.
í úrslitaleik mættust Danir og
Svíar. Danir unnu leikinn með
16-14 en það nægði ekki til sig-
urs. Markahlutfall Svía var betra
og Danir höfðu tapað fyrir Norð-
mönnum, 16-15.
Keflvíklngor og
Menntskæling-
nr unnu
HEÐ síðara sundmót framihalds-
skólanna í Reykjavík og ná-
grenni fór fram í Sundlhöll
Reykjavíkur fimimitudaginn 5.
marz s.l.
í sundlkeppni stúlkna voru þátt
takendur frá 8 skólum. Keppt
var í fjórum sundgreinum auk
boðsunds. Keppnin var stiga-
keppni. Sveit stúlkna úx gagn-
fræðaskóla Keflavíkur vann
keppni stúlkna. Stúlkur frá sama
skóla hafa unnið stigakeppnina
þrjú undanfarin ár og hlaut þvi
skólinn til eignar þann verð-
launagrip, sem um hefur verið
keppt. Næstar að stigatölu urðu
sveitir stúlkna úr Flensborgar-
skólanum í Hafnarfirði og frá
Gagnfræðaskólanum við Lindar-
götu í Reykjavík.
Til keppni í sundgreinum pilta
komu þátttakendur frá 12 skól-
um. Keppt var í fimm einstak-
hngsgreinum og einu boðsundi.
Menntaskólinn í Rey'kjavík og
Kennaraskóli íslands urðu jafnir
að stigum, en þar sem Mennta-
skólinn vann boðsundið var þeiim
skóla úrskurðaður sigurinn.
Hlaut skólinn að verðlaunum
keramikdisk.
Næstir og jafnir að stiguim
urðu gagnfræðaskóli Laugarnes-
skóla og Iðnskóli Hafnarfjarðar.