Morgunblaðið - 24.03.1964, Page 31
MORGUN BLAÐIÐ
31
(í’riðjudagur 24.. T964
Wislok hefur nú snúizt nokkuð í brimi og er æði siginn að aftan. Ljósm.: Ottó Eyfjörð.
Erfiðlega gengur
uð n«á Wislok út
f morgun þegar menn komu
niður eftir hafði gert töluvert
brim og vírinn strekkt á sér, sóp
að tveimur loftventlum af þilfar-
inu og var togarinn aftur fullur
af sjó. Stendur því við það sama
og áður.
Sjálfkjörið
á stjórn
Hlífar
AÐALFUNDUR Verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafnarfirði var
haldinn sl. sunnudag (22. marz)
í Góðtemplarahúsinu í Hafnar-
firði. Á fundinum var lýst kosn-
ingu stjórnar, eigi hafði komið
fram annar listi en frá uppstill-
inganefnd og trúnaðarmannaráði
og voru því þeir, sem á þeim
lista vbru sjálfkjörnir, en það
eru:
Stjórn: Hermann Guðmunds-
son, formaður, Gunnar S. Guð-
mundsson, varaf ormaður, Hall-
grímur Pétursson, ritari, Sveinn
Georgsson, gjaldkeri, Reynir Guð
mundsson, fjármálaritari, Gunn-
ar Ingvarsson, vararitari, Gísli
Friðjónsson, meðstjórnandi.
Varastjórn: Pétur Óskairsson,
Bjarni Jónsson, Leifur Kristleifs-
son.
Endurskoðendur: Ólafur Norð-
fjörð, Jón Einarsson. Varamaður:
Aðalsteinn Þórðarson.
Trúnaðarráð: Sigvaldi Andrés-
son, Hörður Sigursteinsson, Gunn
ar Hallgrímsson, Þórður ívars-
son. Váramenn: Gísli Emilsson,
Hálfdán Þorsteinsson, Magnús
Ásgeirsson, Árni Elísson.
Stjórn styrktarsjóðs: Þórður
Þórðarson, Gunnar Hjálmarsson,
Sigurbjartur Loftsson, Hinrik
Einarsson. Varamenn: Magnús
Þórðarson, Bjöm Bjarnason,
Skarphéðinn Eiðsson, Kristján
Þorvarðarson.
Laganefnd: Guðmundur Ge-
orgsson, Björn Sveinsson, Pétur
Óskarsson. Varamaður: Valgeir
Sigurðsson.
Fræðslunefnd: Jón Guðjóns-
son, Ólafur Norðfjörð, Einar
Magnússon. Varamaður: Björg-
vin Jónsson.
Þá var á aðalfundinum ákveð-
ið ársgjald kr. 700,00. — Flutt
skýrsla stjórnar og lesnir reikn-
ingar félagsins og samþykktir.
Einnig var kosið í nokkrar
nefndir og ráð.
Sæmilegur aflí
Keflavíkurbáta
Keflavík, 16. marz.
AFLI Keflavíkurbáta hefir verið
sæmilegur það sem af er vertíð.
Nú hinn 15. marz var aflinn orð-
inn 9.722 lestir, en var á sama
tíma í fyrra 8.588. I fyrra voru
40 bátar en nú 46. — Af þeim
bátum, sem veitt hafa bæði með
línu og netum er aflahæstur Jón
Finnsson með 443 lestir í 45 róðr-
um, þá Gísli lóðs með 387 lestir
í 45 róðrUm og Hilmir II sá þriðji
í röðinni með 361 lest í 46 róðr-
um.
HVOLSVELLI, 23. marz. — f
gærkvöldi var búið að þurausa
togarann Wislok og koma vírum
milli hans og dráttarbátsins Kor-
ol, sem liggur fyrir utan, en í
morgun var togarinn aftur full-
ur af sjó.
Allan sunnudaginn unnu menn
af bílaverkstæðinu hér við að
þétta göt aftan á togaranum,
sem opin voru og notuðu þeir 5
dælur til að dæla sjó úr togaran-
— Togararnir
Framhald af bls. 32.
auðugustu fiskimið heims, skul-
um senda togara okkar allt upp
í 1200—1300 mílur í burtu, til ann
arrar heimsáifu, til þess að leita
íiskjar.
— Frá 12. marz sl. hafa íslend
jngar ótvírætt öðlazt fullkominn
rétt yfir 12 mílna fiskveiðilög-
sögu sinni, og verða þeir þá að
gera upp við sig, með hvaða
hætti veiðisvæðin innan 12 míln
anna verði hezt nýtt. Ég vil taka
það skýrt fram, að ég tel, að
vernda beri uppeldissvæði fisks
ins og að nauðsynlegt sé að
tryggt ver-ði, að fiskurinn fái
tækifæri til að hrygna á hrygn-
ingarsvæðunum, en eins og nú
háttar eru þau þvergirt með
Xietalögnum bátanna.
Hvað segið þér um gæðamis-
mun togarafisks og bátafisks?
— Margir halda, að þátafisk-
urinn sé betra hráefni til vinnslu
en togarafiskurinn. En þetta er
mjög mikill misskilningur. Staf
ar hann frá þeim tíma er meiri
hluti bátaaflans en nú er
var línufiskur. Hins vegar er nú
6vo komið, að meginhluti þorsk-
um. Hefur hann færzt til þar
sem hann liggur á strandstað og
snúið afturhluta meira út í sjó-
inn. í gærkvöldi var búið að
dæla mestallan sjó úr skipinu og
festa víra, sem lágu út í Koral, í
afturmastur og við dekkið á tog-
aranum. Þá var orðið dimmt og
mun hafa staðið til að reyna að
kippa í togarann á hádegisflóð-
inu í dag, ef allt stæði við það
sama.
afla bátanna er netafiskur, sem
oft er dauður, þegar hann er inn-
byrtur. Þessi fiskur stenzt engan
veginn samanburð við togarafisk
inn að gæðum. Gert er að togara
fiskinum strax eftir að hann hef-
ur verið innbyrtur, síðan er hann
þveginn og ísaður og varðveittur
í lestum, sem kældar eru með
kælitækjum, sem eru í flestum
togurunum. Er því hvert kíló
af fiski, sem kemur um borð í
togara, meira að verðmæti en
hvert kíló af netafiski, sem bát-
arnir afla.
— Hefur ekki verið álitið, að
botnvarpa togaranna fari verr
með miðin en önnur veiðarfæri?
— Áður en fiskveiðilögsagan
var færð út í 12 mílur, var hér
mikill fjöldi ^rlendra togara að
veiðum ásamt hinum íslenzku,
stundum svo hundruðum skipti.
Við útfærsluna hefur veiði hinna
erlendu togara við landið stór-
lega minnkað, þannig að botn-
vörpuveiðarnar nú eru ekki sam-
bærilegar við það sem þær voru
áður fyrr. Láta mun nærri, að
nú séu gerðir út um 35 íslenzkir
togarar til veiða, og myndi það
samsvara því, að um 20—25 ís-
lenzkir togarar væru að veiðum
Erfiðlega gengur með björg-
unina. Togarinn er mikið síginn
að aftan miðað við það sem hann
var upphaflega. Orðið er erfitt að
komast um borð. Hafa mennirnir
orðið að fara í stól, sem þeir hafa
útbúið, og dregið hver annan
um borð í honum.
Aðalflóðið er 28. marz. Ekki er
vitað hve lengi björgunarmenn
endast til að þétta og dæla úr
skipinu. — O. E.
að staðaldri í kring um landið,
þar sem nokkur tími fer til sigl
inga með afla og eðlilegs við-
,halds skipanna.
Ég tel, að það tjón, sem ís-
lenzku togararnir mundu vaida
á miðunum með veiðum sín-
um, þótt þeim væri skilað aftur
hluta af fyrri veiðisvæðum sínum
innan núverandi fiskveiðitak-
marka, sé hverfandi í samanburði
við það tjón, sem bátarnir vaida
með dragnótarveiðum sínum á
uppeldissvæðum í fjörðum og
flóum, með því að þvergirða
hrygningarsvæðin, svo að fisk-
urinn fær ekki tækifæri til að
hrygna, og með nótafiskveiðum
þeim, sem nú fara hraðvaxandi
fyrir suðurströnd landsins.
— Af framangreindum ástæð-
um tel ég sjálfsagt, að gagn-
ger endurskoðun fari fram á
næstunni á þeim grundvallar-
reglum, sem nú gilda fyrir ís'-
lendinga á fiskveiðum báta- og
togaraflotans umhveríis landið.
ANNAMARÍA, Dana-
prinsessa, unnusta Kon-
stantíns Grikkjakonungs,
er nú komin heim til Dan-
merkur eftir mánaðardvöl
í Aþenu.
Konstantín Grikkjakonungur kveður unnustu sína á flugvcllin-
um í Aþenu.
TunnuverksmiSp ú Abronesi
Brúðkaupsundar-
búningur hafinn
AKRANESI, 23. marz. — Á fundi
bæjarstjórnar hér um mánaða-
mótin samþykkti bæjarstjórnin
einum rómi tillögu Sjálfstæðis-
manna og Alþýðuflokksins að
fela atvinnu- og iðnaðarmála-
nefnd. bæjarins að athuga hvort
hagstætt mundi að stofnsetja og
starfrækja tunnuverksmiðju hér
á Akranesi og þá t.d. með því að
bæjarstjórnin beitti sér fyrir
Stofnun hlutafélags í því skyni.
í greinargerð er bent á að tunnu-
framleiðslan nemi 120—140 þús.
á ári og bent á hinn mikla dreif-
ihgarkostnað innanlands. Segir
siðan: Með það fyrir augum má
telja fullvíst að tunnuverksmiðja
fyrir SV-land sé vel staðsett á
Akranesi. Þarna hafi um langan
tíma verið hvað afkastamestar
söltunarstöðvar. En auk þess er
Akranes þannig í sveit sett, að
þaðan er nokkurn vegin jafn
langt með flutninga til hinna
ýmsu söltunarstöðva, hvort held-
ur er á Snæfellsnesi eða Reykja-
nesi. Framleiðsla saltsíldar á SV-
landi hefur numið 80—100 þús.
tunnum á ári til jafnaðar síð-
ustu 15 árin. Jón Árnason, alþing
ismaður, hefur tvívegis flutt
frumvarp á alþingi um þetta
mál. — Oddur.
Anna María fór til Aþenu,
þegar Páll Grikkjakonungur
veiktist, en áður var hún í
heimavistarskóla í Sviss. Ráð-
gert hafði verið að prinsessan
yrði í heimavistarskólanum til
vors, en hinar breyttu aðstæð-
ur, sem leiddu af dauða Páls
konungs, koma í veg fyrir að
hún geti haldið áfram námi.
Ákveðið hefur verið að brúð-
kaup Önnu Maríu og Kon-
stantíns verði haldið nú í vor,
en ekki í janúar næsta ár
eins og tilkynnt hafði verið
áður en Páll konungur lézt.
Þegar Anna María trúlofað-
ist Konstantín var hún, sem
kunnugt er, aðeins 16 ára og
foreldrar hennar, Friðrik kon-
ungur og Ingiríður drottning,
kváðust því Aiótfallin, að
brúðkaupið færi fram fyrr en
hún yrði 18 ára. Hún verður
það í ágúst næstkomandi, en
þá verður hún orðin drottning
Grikklands.
Anna María hélt heimleiðis
frá Aþenu sl. föstudag með
viðkomu í Sviss, þar sem hún
heimsótti heirpavistarskólann
til þess að kveðja kennara
sína og skólasystur og sækja
farangur sinn. Á sunnudags-
morguninn kom hin unga
prinsessa heim til Kaupmanna
hafnar þar sem foreldrar henn
ar og systur fögnuðu henni
innilega, og næstu mánuði
hefur Anna María nóg aíj gera
við undirbúning brúðkaups-
ins.