Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
1
íbúð óskast
nú þegar. Tilboð sendist
Mbl. merkt: „9391“.
Leigjum út
litlar rafknúnar steypu-
hrærivélar. Ennfremur raf-
knúna grjót- og múrhamra
með borum og fleygum, og
mótor-vatnsdælur. Uppl. í
síma 23480.
Vil kaupa
litla 2—3ja herfcergja íbúð
í Austurbænum. Má vera
í risi. Tilboð sendist afgr.
blaðsins fyrir miðvikudags
kvöld, merkt: „Austurbær
— 9321“.
Sendill óskast strax
hluta úr degi. — SKODA
BÚÐIN, Bollholti 4, sími
32881.
Óskum eftir að kaupa
lítinn gufuketil, þurmjólk-
urvals (þurkvals) og litla
hamrakvorn. Tilfb. sendist
Mbl. merkt: 9306.
Ábyggilegur maður
óskar eftir herbergi á leigu.
Má vera í kjallara. Uppl.
í síma 35244.
Morgunkjólar
(ailar stærðir) og svuntur,
til sölu, að Miklubraut 15,
uppL Sími 15017.
2ja herb. íbúð
til leigu frá 1. maí til 1.
sept. Uppl. í síma 41477.
Ráðskona óskast
í sveit. Uppl. í síma 22825
í dag (sunnudag).
Bílskúr
til leigu, 35 ferm. Einungis
fyrir þriflegan iðnað eða
geymslu. Upphitun. Uppl.
í síma 35903.
Trillubátur
Trillubátur til sölu, ca. 1%
tonn með 4 ha. Stuart-vél.
Bátur og vél í góðu ásig-
komulagi. — UppL í síma
51452.
Tenorsax „Selm^r"
til sölu. Gunnar Ormslev,
simi 13257.
Takið eftir
Ódýr plastskilti, svo sem
hurðanafnspjöld, húsnúm-
er, firmaskilti, minningar-
plötur o.fl. — Skilti og
plasthúðun, Vatnsstíg 4. —
Reykjavík.
Nýir svefnsófar
Kr. 1500 afsláttur. Úrvals
svampur. TízkuáklæðL —
Notað sófasett, klætt dýru
pluss-áklæði, aðeins kr.
3.900,00. — Sófaverkstæðið
Grettisgötu 69. Opið 2—9.
Sími 20676.
TIL SÖLU
glæsileg Moskwitoh bifreið
árgerð ’58. Upplýsingar í
síma 35148.
AT HUG IÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
í dag er sunnudagurinn 5. apríl og
er það 96. dagur ársins 1964. Eftirlifa
270 dagar. Tungi lægst á lofti. Síðasta
kvartel.
Árdegisháflæði kl. 11:04
Bilanatilkynningar Rafmagns-
vcitu Reykjavikur. Sími 24361
Vakt allan sólarhringinn.
Naeturvörður er í Ingólfsapó-
teki vikuna 21/3—28/3.
Slysavarðstofan i Heilsuvernd-
arstöðinni. — Opin allan sólar-
hringinn — sími 2-12-30.
Neyðarlæknir — simi: 11510 —
frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga
nema laugardaga.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kl. 9:15-8 laugardaga
frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl.
1-4 e.h. Sími 40101.
Holtsapótek, Garðsapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka daga kl. 9-7, nema laugar-
daga frá kl. 9-4 og helgidaga
frá kl. 1-4. e.h.
Næturlæknir i Hafnarfirði frá
4. — 6. apríl Jósef Ólafsson
(sunnud.)
Næturvörður er í Vesturbæj-
arapóteki vikuna 4. til 11. apríl.
O EDDA 596447/ — 1. Frl.
I.O.O.F. 1» = 145468(£ = S.K.
I.O.O.F. 3 = 145468 = G.H.8. Fl.
■ GIMLI 5964467 — Frl.
Orð lifslns svara « slma 1000«.
Síðastliðinn laugardag voiru
gefin saman í Kapellu Háskól-
ans af séra Ingólfi Þorvaldssyni
ungfrú Katrín Sigurðardóttir o.g
Ingvi V. Árnasön, Skaftahlið
38.
Á páskadag voru gefin 9am-
an ungfrú Hildigerður Skafta-
dóttir Höfn Hornafirði og Unn-
steinn Guðmundsson Dröngum
Skógarströnd.
Síðastliðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband af Júlí-
usi Guðmundssyni, ungfrú Hrafn
hildur Konráðsdóttir og Karl V.
Jónsson, Hörpugötu 3.
Myndirnar hér að neðan eru
teknar af Studio Guðmundar,
Garðastrætfc Studio Gests á
Laufásvegi, hjá Lofti, hjá Þóri á
Klapparstígnum og ýmsum fieiri
góðum ljósmyndurum.
Vegna mistaka, sem hér með
er beðið afsökunar á, birtist ekki
mynd af frú Ingveidi Gísladótt-
ur, Aðalstræti 41, Patreksfirði,
sem átti 60 ára afmæli í gær.
Hér birtist svo myndin.
Guðbjörg Sigmundsdóttir frá
Sauðárkróki er 85 ára í dag.
Hún er nú til heimilis að Kletta
borg 2, Akureyri.
70 ára varð 2. apríl Sveinn Vig
fússon, fyrrverandi verkstjóri
hjá Vikurfélaginu, til heimilis
Melabraut 51, Seltjarnarnesi.
75 ára er í dag Halldór Eiríks-
son verkamaður, Úthlíð 13. Hann
verður að heiman í dag.
Sunnudagur 5. apríl 1964 ,
Síðastliðinn páskadag voru
gefin saman íhjónaband af séra
Jakobi Jónssyni, ungfrú Bára
Hafsteinsdóttir Höfn HornaJirði
og Bjarni Stefánsson Eskifirði.
Laugardaginn 28. marz voru
gefin saman í hjónaband af séra
Árelíusi Níelssyni ungfrú Sig-
rún Óskarsdóttir og Ari Guð-
mundsson. Heimili þeirra verður
að Asvallagötu 60.
Síðastliðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband af séra
Ólafi Skúlasyni, ungfrú Hulda
E. Pétursdóttir og Ólafur Gunn-
arsson, Stað í Ytri Njarðvík.
Um páskana voru gefin sam-
an í hjónaband í Dómkirkjunni
af séra Óskari J. Þorlákssyni
Fjölnir Björnsson stýrimaður
Hófgerði 20 og Erna Óladóttir
Básenda 9. Heimili þeirra er að
Hófgerði 20 Kópavogi.
Á páskadag voru gefin saman
í Langholtskirkju af séra Árelí-
usi Níelssyni ungfrú Erla jd.
Guðjónsdóttir og Dagfinnur H.
Ólafsson Ásbraut 5, KópavogL
Spakmœ/i dagsins
Það er sagt, að tízkutiLstand-
ið hafi byrjað. þegar Eva bauð
Adam eplið.
Nýlega voru gefin saman I
Fríkirkjunni Hafnarfirði af séra
Kristni Guðmundssyni, ungfrú
Þuríður Guðmundsdóttir og
Kristján Kristjánsson Austur-
brún 2.
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband ungfrú Valdís Ragn-
arsdóttir skrifstofumær og Ey-
steinn Fjölnir Arason, sjón-
varpsvirki. Heimili þeirra er að
Glaðheimum 22. Séra Benjamía
Kristjánsson gaf hjónin saman
í Kópavogskirkju,
Nýlega voru gefin saman I
hjónaband af séra Ásgeiri Ingi-
bergssyni að Hvammi íDölum
Steinunn Einarsdóttir og Ólafur
Þór Magnússon, Grundargerði
11., Reykjavík.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Björk Thomsen
Álfheimum 34 og Baldur Ágústa
son Bólstaðahlíð 12.
Sunnudagsskrítlan
Frá bæjarfuUtrúaefni, sem
ekki náði kosnlngu, birtist svo-
hljóðandi þakkarávarp: ,*Beztu
þakkir frá mér til allra, sem
kusu mig, og beatu þakkir frá
konunni minni til allra, sem
kusu mig ekki.“