Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. apríl 1964
fifl/ZABETri TeQ&ASlSi */\
að smygla miklu af þeim í far-
angrinum sínum? Nei, einhver
hefur verið að smygla þeim út
fyrir hann um nokkurt skeið,
tekið svo eða svo mikið með sér
í hverri ferð og komið þeim svo
fyrir í Buenos Aires. Og þegar
svo þessi maður hefur lokið
verkinu fyrir Ballard, hefur
Ballard myrt hann, af því að
honum gat orðið óþaegilegt að
hafa mann á höttunum í Suður-
Ameríku, sem vissi upp á hann
skömmina og gat fundið upp á
því að krefjast ágóðahluta. Mér
finnst þetta allt geta komið
heim og 'saman.
— En númerið í rauðu bók-
inni?
— Ef það þýðir nokkuð, þá
á það við skartgripina og
geymslustað þeirra. — B.A. þýð
ir auðvitað Buenos Aires og tal-
an getur vel verið símanúmer.
— Ertu viss um, að þú munir
töluna enn?
— Já, hárviss. En segðu mér
nú af Sebastiano. Hann ætlaði
til lögreglunnar frá þér, var
ekki svo.
— Svo sagði hann.
— Ertu eitthvað í vafa? Held-
urðu, að honum hafi fallizt 'hug
ur?
-— Nei, það hugsa ég ekki.
— Og hvað ætlaði hann svo
að gera?
— Ég býst við, að hann hafi
ætlað heim, eða í búðina.
— Til Napólí?
— Já.
Stephen virtist vera að hugsa
um þetta, en samt fannst Ruth
eins og hann væri þegar búinn
að ákveða sig, en væri bara að
herða sig upp I það, sem hann
ætlaði að gera. Allt í einu stóð
hann upp og sagði snöggt: —
Gott og vel, þá förum við af
stað. Mér þætti gaman að vita,
hvert gamli skröggurinn er enn
á staðnum. Ef heppnin er með
okkur getur það verið. En bíddu
andartak meðan ég athuga það.
— En hvert förum við?
— Til Napólí.
— En verður okkur sleppt
þangað. Hún flýtti sér á eftir
honum er hann gekk niður að
vegínum. Heldurðu, að lögregl-
an stöðvi okkur ef hún sér okk-
ur á leið til stöðvarinnar?
— Við notum ekki stöðina.
Stephen gekk greitt eftir vegin-
um og Ruth brokkaði á eftir hon
um. — Jæja, þarna erum við
heppin. Giulio gamli er að fá
sér hænúblund. Mér datt í hug,
að hann þyrfti þess með. Nú
verður þetta allt auðvelt fyrir
okkur.
Hann gekk til Giulio, sem
hafði stöðvað vagninn sinn við
vegamótin þar sem stígurinn lá
niður að sjávarhömrunum. Hann
hafði sjálfur setzt í farþega-
sætið og lét skrítna hattinn
sjúta niður fyrir andlitið, og
stofnaði þannig. Stephen greip
í ermi hans og vákti hann.
Ruth greip hinsvegar í erm-
ina á Stephen. — Við getum
ekki farið til Napólí í hestvagni.
Við verðum fram að miðnætti
að komast þangað.
Stephen lét sem hann heyrði
ekki, en sagði við Giulio:
— Hvað kostar að aka okkur
til Ravento?
Giulio hrökk upp og sveiflaði
hattinum. — Hvenær viltu fara?
Á morgun?
— Núna strax, sagði Stephen.
— Til hvers er að vera að
fara strax? sagði Giulio. —
Miklu betra að fara á morgun.
Betra að fara snemma og'geta
séð rústirnar, fá sér vel að
borða — ég skal sýna ykkur
góðan stað til þess — mjög bil-
lega — en annarsstaðar verður
okrað á ykkar — og svo förum
við kannski lengra? Til Pompei
f>að er ekkert langt frá Ravento
og mjög merkilegt. Þið sjáið þar
allt og takið myndir, og fáið
ykkur kaffi. Ég bíð eftir ykkur.
Og svo förum við aftur til San
Antioco um kvöldið. Fullt tungl
núna, óg gaman að aka í tungls-
ljósinu. Við förum á morgun,
er það ekki?
— Við viljum fara núna strax,
sagði Stephen. — Við viljum
fara fjallveginn og við ætlum
bara til Ravento og komum ekki
aftur þaðan, að minnsta kosti
ekki í hestvagni. Hvað mikið?
— Heyrðu mig, sagði Giulio
vingjarnlega. — Ég skal heldur
fara með þig á morgun — mjög
billega. Miklu betra áð fara
snemma af stað. Ég skal segja
þér frá öllu, sem við sjáum á
leiðinni, og þú getur tekið mynd
ir og svo skóðum við rústirnar,
þegar við komum til Ravento.
— Ég vil fara strax! sagði
Stephen.
— Strax! stundi gamli mað-
urinn, þegar hann sá, að hinum
var alvara.
— Hvað kostar það?
— Þú vilt láta mig flytja þig
til Ravento núna og bíða með
an þú skoðar rústirnar og fá
mjög ódýran og góðan mat og
svo aka þér til baka í kvöld?
— Nei, bara til Ravento. Við
förum ekki til baka í hestvagni.
Hvað mikið.
— Það er billegt, sagði Giuiio.
Þrjú þúsund lírur.
— Það er meira en billegt
eða hitt þó heldur! Tvö þúsund!
Eftir langt þjark var verðið
ákveðið tvö þúsund og sex
hundruð og þau ýoru sér bæði
þess meðvitandi, að þau höfðu
fallið í álit hjá Giulio með því
að láta svo fljótt undan, er þau
stigu upp í vagninn. Svo var
ekið áleiðis til fjallanna.
— Heldurðu nú ekki, að þú
vildir segja mér, til hvers við
erum að fara til Ravento? sagðí
Ruth, þegar þau voru búin að
korna sér fyrir í litla vagninum.
— Ég hef hvort sem er aldrei
vitað neinn fara þangað, nema
til að hjá rústirnar.
— Það gengur áætlunarbill
milli Ravento og Napóli, sagði
hann.
— Nú, er það? Ég vona, að
það standi heima.
— Það gerir það. Ég sá það
auglýst einhversstaðar.
— Þú manst vist ekki ná-
kvæmlega, hvað stóð í þeirri aug
lýsingu.
— Nei, ekki svo alveg upp
á hár.
— Þú skílur, ef áætlunarbíll
er auglýstur, þá getur það verið
einu sinni á dag, eða tvisvar
á dag eða kannski einu sinni
eða tvisvar á viku. Ef við kom-
um til Ravento og sjáum, að
enginn áætlunarbíll fer fyrr en
á þriðjudaginn kemur. . .
— Þá höfum við góðan tíma
til að skoða rústirnar og koma
til baka með Giulio, enda þótt
ég geti í bili ekki hugsað mér
neitt skemmtilegra en að staldra
við í Ravénto til þriðjudags.
— En ef lögreglan eltir okkur
þangað?
— Vertu nú ekki að draga úr
mér kjarkinn. Maður verður að
geta hvílt taugakerfið eitthvað
svolítið, jafnvel þó maður standi
í morðmáli.
Hún sá, að nokkuð var til í
þessu, enda þótt hún hefði litla
trú á hvíld fyrir taugarnar, því
að nú var vagninn kominn á
grýttan fjallveg. Bráðum kæmu
þau að staðnum, þar sem lík hins
ætlaða Lester Ballards fannst og
þar næst að staðnum, þar sem
sá rétti Lester Ballard var
geymdur. Þarna voru tveir
draugar á ferðinni á þeasum
slóðum og jafnvel þótt bjart
væri og menn að vinna þarna
í nágrenninu, fannst henni stað-
urinn skuggalegur og óhugnan-
legur.
Stephen var líka þögull, þegar
þau nálguðust litla líknéskið á
klettinum andspænis staðnum
þar sem líkið fannst, og hún
fann að hann stirðnaði upp við
hliðina á henni.
Líkneskið var fellt inn í
sprungu í klettinum. Nokkrir
blómvendir, flestir visnaðir,
stóðu í gömlum sultukrukkum
fyrir framan líkneskið. Einhver
tilraun hafði verið gerð til að
búa þarna út ofurlitla garðholu.
Handan við veginn var aðeins
lágur veggur, en þá tók við
þverhnípt bjargið niður að lækj
arfarvegi, sem var svo að segja
þurr um þetta leyti árs. Þegar
Ruth fór fram hjá staðnum, leit
hún frá hömrunum en horfði
fast á litla Maríulíkneskið, með
ljósrauða, sviplausa andlitið,
gylltu kórónuna og bláa kyrt-
ilinn — eins lengi og hún gat.
Laugavegi 27, sími 15135
Bannablússur
Stærðir 5—14 ára.
BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917
JLLAN MOOREHEAD
og í janúar 1914, fór hann leið-
ina, sem aðrir forsætisráðherrar
höfðu áður farið — þeir sem
sluppu við að vera myrtir —
hann var rekinn úr embætti; ó-
sköp vingjamlega, blíðlega og
snögglega. Goremykin, hinn trúi
bryti keisarapólitíkurinnar, var
aftur settur í fyrra embætti sitt.
Hann var nú orðinn 74 ára, og
langaði ekkert í embættið, en
skyldan var fyrir öllu.
Nikulás fann sig nú mjög sterk
an. Jafnvel í andstöðu við ráð-
leggingar Rasputins veitti hann
um og nú komust engir í em-
bætti nema örgustu afturhalds-
seggir. Snemma árs 1914 var
hann með ráðagerð um að veikja
vald þingsins og troða það undir
að lokum Þetta var sérlega
heimskuleg stefna; Dúman hafði
unnið gott verk þessi ár, og
hafði loks lært að ræða mál þing
leta. og hafði raunverulega orð
ið hluti af stjórn Rússlands. Jafn
vell grimmustu einveldissinnar
við hirðina neyddust til að stinga
því að keisaranum, að hann
gæti ekkert gert á hluta Dúm-
um leið; og svo var horfið frá
hugmyndinni
Nikulás hafði nú setið að völd
um í tuttugu ár, og enn hafði
hann til að bera þessa stæltu
hógværð, og sama ósveigjan-
lega drauminn um guðlegan rétt
konunganna Að því er til hans
tók, hefðu Lenin og aðrir bylting
armenn eins vel getað verið á
tunglinu
6 kafli
ÚTLAGARNIR
Uppreisnin 1905 hafði verið
óæft og klaufalegt tiltæki, en
samþykki sitt andjúðsku lögun- unnar, án þess að vekja óeirðir samt átti hún þátt í því að herða
KALLI KUREKI
Teiknari; FRED HARMAN
Hver ert þú — og hvað viltu
Þegar Kalli skorar á hann, stekkur
Stubbur í felur. mér?
— Stattu grafkyrr þar sem þú ert Sleppum öllu gamni. Ég vil fá gull-
kominn!
sandinn og þig með!
— Hvemig gat hann leitað mig
uppi svona fljótt? hugsar Stubbur —
og hvar er hann eiginlega? — það
sem þú færð er skot í hausinn!
hug byltingarmannanna, auka
kunnáttu þeirra og tækni, sem
þá hafði þangað til skort svo
mjög Hún gekk frá sósíaldemó-
krataflokknum mjög veikum, en
samt var hann nú orðinn eitt-
hvað meira en hópur útlaga —•
hann var viðurkenndur aðili á
stjórnmálasviðinu Menn gátu
hækkað í tign i flokknum, og
jafnvel komið löglega fram sem
fulltrúar hans í Dúmunni. Með
öðrum orðum var flokkurinn
tekinn að þróa með sér ábyrpðar
tilfinningu í stað fyrri örvænting
ar, og hann var tekinn að snúa
sér að hógværari aðferðum til
að ná marki sínu.
Greinileg merki þessa komu
fram á þriðja sósíaldemókrata-
þinginu, sem háð var í Stokk-
hólmi vorið 1906. Þetta var kall
að „Einingarþingið", og að
minnsta kosti voru mensjevík-
arnir hlynntir einingu. Þeir
voru orðnir stærsta deild flokks
ins, og þeir, en ekki bolsjevíkarn
ir, höfðu ráðið yfir Petrograd-
sovéttinu 1905, og 1906 áttu þeir
samkvæmt játningu Lenins,
meiri peninga (en belsjevíkarnir)
meiri bókmenntir, fleiri umboðs
menn, fleiri „nöfn“, fleiri sam
verkamenn". Nú vildu þeir strika
yfir missætti sitt við Lenin og
flokk hans, til þess að geta end
urskipulagt flokkinn á öflugri og
hagsýnni hátt en verið hafði. Á
Stokkhólmsþinginu var fyrsta
skref þeirra í þessa átt að sam-
þykkja tillögu gegn aignaupp-
töku.