Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 31
ú Sunnudagtír 5. aprí! 1964
MORC-UH& f AÐIÐ
m
Liljukórmn heldur tónleiku
ÞRIÐJUDAGINN 7. ogr miðviku-
daginn 8. apríl nk. heldur Lilju-
kórinn fyrstu opinberu tónleika
kór og telur aðeins 21 félaga, var
stofnaður 1 ársbyrjun 1962, og
hefur því starfað í rúm tvö ár.
Ekki hefur kórinn komið opin-
berlega fram fyrr en nú, nema
hvað hann hefur sungið af og til
í útvarp.
Stjórnandi kórsins er Jón Ás-
geirsson tónskáld, og hefur verið
það frá byrjun.
Efnisskrá tónleikanna að þessu
sinni skiptist í fimm þætti, þ.e.
íslenzk. kirkjulög frá ýmsum tím-
um, utsett og eftir söngstjórann,
Pál ísólfsson, Róbert A. Ottósson
og Jón Þórarinsson, sálmalög í út
setningu J. S. Bach, Missa „sec-
unda“ eftir Palestnína. Fjórir fé-
lagar úr kórnum syngja einsöng,
þeir Reynir Guðmundsson, Eiður
Ágúst Gunnarsson, Guðjón B.
Jónsson og Einar Sturluson, og
Haukur Guðlaugsson, organleik-
ari á Akranesi, leikur Ciaconni í
f-moll eftir J. Pachelbell, en
hann mun einnig annast undir-
leik með einsöngvurum og kór.
Aðgöngumiðar að tónleikum
sína í Kristskirkju,, Landakoti, þessum verða seldir í bókaverzl-
kl. 9 e. h. háða dagana. unum Lárusar Blöndals, Skóla-
Liljukórinn, sem er blandaður vörðstíg og Vesturveri.
HCIMDALLUR
Fí rirlestur um þjóðfélgasn-.il
NK. þriðjudagskvöld 7. apríl kl.
8.30 flytur dr. Benjamín Eiriks-
son bankastjóri erindi um RIKIÐ
OG HLUTVERK ÞESS. í erindi
sínu mun dr. Benjamín m. a.
gera grein fyrir viðhorfum hinna
ýmsu stjórnmálastefna til ríkis-
valdsins.
Kvikmyndakvöld
Miðvikudagskvöldið 8. apríl
verður kvikmyndakvöld í Val-
höll, er heíst kl. 8.30. Meðal
þeirra mynda, er sýndar verða,
er mynd um Jacquline Kennedy
og ferð hennar til Indlands og
Pakistan.
Féiagsgjöldin
Innheimta félagsgjalda er í
fullum gangi. Félagsmenn eru
hvattir til að greiða götu inn-
heimtumanna m. a. með því að
tilkynna sem fyrst aðseturskipti
á skrifstofu Heimdallar, sími
17102.
S. í. A. Sósíalistafélag íslend-
inga A'ustantjalds, ræðir um:
Harðstjórn kommúnismans, átöik
in í ,,Sósíalistaflokknum“ og sam
band hans við Kommúnistarí'kin
í RAUÐU BÓKINNI, en hún fæst
hjá flestum bóksölum svo og á
skrifstofu Heimdallar F. U. S.
Norræni lýðhá-
skólinn á íslandi
Danski ritstjórinn Christian
Bönding frá Nordisk Presse-
bureau, sem allt frá því 1960
hefur unnið að því að auka
fréttaþjónustu milli íslands og
annarra Norðurlanda, hefur með
starfi sínu og viðleitni vaikið vax-
andi áhuga á íslandi, og í júní-
mánuði kemur hann til landsins
með 80 Norðurlandabúa í leigu-
flugvél. í samvinnu við Norræna
lýðháskólann, sem heldur uppi
námskeiðum yfir sumarmánuð-
ina erlendis, mun verða efnt hér
til námskeiðs, sem stendur yfir
í mánuð.
Meðal þeirra sem koma við
sögu námskeiðsins af íslands
hálfu verða Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra, Gunnar Thor-
oddsen fjármálaráðherra og Þor-
leifur Þórðarson forstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins, sem draga
munu fram ýmsa þætti í íslenzku
þjóðfélagi samtímans. Einn liður
í námskeiðinu nefnist „Frá sögu-
öld til atómaldar“, og verður sú
saga rakin af þeim dr. Einari Ól.
Sveinssyni, dr. Kristjáni Eldjárn
og dr. Sigurði Þórarinssyni. Þá
mun Sigurður A. Magnússon
blaðamaður kynna þátttakendum
íslenzkan nútímaskáldskap, og
Gunnar G. Schram ritstjóri fjalla
um íslenzkan blaðamennsku. 1
stuttu máli hefur Clhristian Bönd
ing hagað námskeiðinu þannig,
að hinir norrænu gestir geti
kynnzt sem flestum hliðum á
daglegu lífi á íslandi nú. Hann
er sjálfur nákunnugur málefnum
eftir átta heimsóknir, sem marg-
ar hafa tekið yfir nokkra mánuði,
og hefur skrifað fjöldann allan
af greinum um ísland, sem birzt
— Krúsjeff
Framh. af bls. 1.
er frá því að geinargerð Mikha-
; ils Suslovs, sem birt var í gær
! um ógnina er stafar frá Peking,
hafi fyrir birtingu verið borin
undir allar flokksdeildirnar í
j Sovétíkjunum. Fluttu ýmsir af
; fremstu leiðtogum Sovétríkjanna
skýrslur um greinargerðina á
fundum víða um land, þeirra á
' meðal Breznév forseti, Mikoyan
vara forsætisráðherra, Kosygin,
Podgorny o. fl. Hafi allir komm-
únistar Sovétríkjanna lýst yfir
; fullum stuðningi við stefnu Krús
! jeffs og fordæmt framtkomu leið-
! toganna í Kína.
í greinargerð Suslovs er lagt til
að boðað verði til ráðstefnu leið-
; toga frá öllum kommúnistaflokk-
I um um ágreining Kínverja og
j Rússa, og hefur þeirri tillögu ver
! ið vel tekið. Talsmenn ítalskra
s kommúnista háfa þó bent á að
i mjög þurfi að undirbúa þessa
ráðstefnu ef hún á að bera til
ætlaðan árangur.
hafa í milljónaupplögum í norsk-
um, sænskum, finnskum og dönsk
um blöðum, er njóta þjónustu
Nordisk Pressebureau,
Um ramband sitt við Norræna!
lýðháskólann segir Bönding að
það sé mjög eðlilegt, þar sem
verulegur hluti af starfsmönnum
Nordisk Pressebureau starfi jafn
framt að kennslu við ýmsa skóla.
Auk greina og frétta urn norræn
efni, sem blöð á öllum Norður-
löndum fái að staðaldri, fram-
leiði Nordisk Pressebureau einn-
ig tímabært kennsluefni, m. a.
um uta.nríkismál, sem notað sé
við kennslu í skólum.
Á undirbúningsfundum, sem
haldnir hafa verið að undanförnu
hér í Reykjavík, hefur Christian
Bönding ásamt forstjóra Nor-
ræna lýðháskólans, Ame Hyld-
krog, átt samnings iðræður við
íslenzka aðila um stofnun full-
gilds lýðháskóla Lérlendis, sem
starfi órið um kring. Með viður-
kenningu, sem vonazt er til að
íslenzka ríkið veiti, munu nem-
endur geta 'engið sama stvrk til
að sækja lýðháskóla á íslandi
eins og þeir fá í heimalöndum
sínum. Þessi tilthögún hefur lengi
tíðkazt í samskiptum lýðháskóla
í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og
Danmörku, og hafa m: rgir ís-
lendingar notið góðs af henni.
Allt frá unglingsárum hefur
mig dreymt um að komast á lýð-
háskóla á íslandi, segir Ohristian
Bönding, en það var ekki hægt,
þar eð þess háttar skólar voru
ekki til á íslandi. Það er mér
því mikið gleðiefni að fá að taka
þátt í samningsviðræðum um
skóla, sem ég er sannfærður um
að mun á ókom.ium árum draga
til sín þúsundir ungra karla og
kvenna frá Norðurlöndum.
Áhuginn, sem Nordisk Presse-
bureau hefur í stofnun norræns
lýðháskóla á Islandi, stafar m.a.
af þvi, að með þessari tilihögun
verður hægt að staðsetja norska
sænska og danska starfsmenn
skrifstofunnar hér, og gætu þeir
jafnframt kennslustörfum unnið
að öflun frétta og blaðagreina í
samráði við íslenzka starfsbræð-
ur sina til dreifingar erlendis.
Slík samræming er nauðsynleg
af tveimur orsökum: 1) ferðalög
milli íslands og annarra Norður-
landa eru svo dýr vegna mikillar
fjarlægðar, og 2) íslenzk dagblöð
eru svo fá og smá, að þau geta
ekki með áskrift sinni hjá Nor-
disk Pressebureau kostað skrif-
stofu hér og launað starfsmenn
— en þannig er því háttað í Nor-
egi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan-
mörku.
Spurningunni um, hvenær Nor-
disk Pressebureau búist við að
geta opnað skrifstofu í Reykja-
vík, svarar Ohristian Bönding á
þann veg, að hann vonist til að
hægt verði að opna slíka skrif-
stofu fyrir árslok 1964. Að starf-
semi hennar mun standa íslenzkt
hlutafélag, sem öll dagblöðin og
Ríkisútvarpið eru hvött til að
eiga aðild að.
(Fréttatilky nning
frá Chr. Bönding).
Kartöfluupp-
skeru í Beykja-
vík kelmingi
minni 1963
en 1961
Kartöfluuppskera í Reykjavík
árið 1961 var sem næst 9.400
tunnur og var ræktað í 39 hekt-
urum lands.
Árið 1962 varð uppskeran í
Reykjavík því sem næst 6.100
tunnur og 1963 um 4.505 tunn-
ur af kartöflum og að auki 391
tunna af gulrófum, 85 tunnur af
gulrótum og sem næst 3 tonn af
káli.
Kartöfluuppskera í borgar-
landinu hefur því minnkað um
rúmlega helming frá árinu 1961,
enda eru ræktendur mun færri
á s.l. ári.
— Handtökur
Framh. af bls. 1
því að Ranieri Mazzili, sem skip
aður var forseti til málamynda
gegni því embætti áfram. Eru
uppi háværar raddir að skipa
Carlos Lacerda, fylkisstjóra, í
embættið. En hann var einn af
fremstu leiðtogum uppreisnarinn
ar gegn Goulart. Samkvæmt
stjórnarskrá Brasilíu má Mazzili
aðeins gegna embætti í 30 daga
og í viðtali við hann í gær lagði
Lacerda áherzlu á að tíminn
yrði sem stytztur.
París, 3. apríl AP.
• Utanríkisráðherra Frakk-
lands, Couve de MurviIIe, til-
kynnti utanríkismálanefnd
franska þingsins i dag, að
stjórnn hefði ekki í hyggju að
viðurkenna Norður-Kóreu.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reyltjavík
Fyrirlestur
Mr. David Lasser forstöðumaður hagdeildar sam-
bands starfsmanna í raftækjaiðnaði í Bandaríkjum
Norður Ameríku I.U.E.W. flytur fyrirlestur á veg-
um fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Iðnó í dag
sunnudag 5. apríl 1964 kl. 2 e.h.
Fyrirlesturinn nefnist
Verkalýðshreyfingin í Bandaríkjum
Norður Ameríku.
Fyrrlesarnn mun svara fyrrspurnum að loknum
fyrirlestri. — Eyður Guðnason blaðamaður túlkar.
Öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
Stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík.
Frestur
til að sækja um byggingarlóðir í Elliðavogi, Ár-
bæjarhverfi og Kleppsholti, rennur út að kvöldi
5. apríl.
Á sama tíma rennur út frestur til að endurnýja
þær umsóknir á svæði þessi, sem sendar voru fyrir
3. marz s.l.
Umsóknirnar skulu lagðar í póstkassa Skúlatúns 2.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
VerBlœkkun
Vegna hagkvæmra innkaupa á vegghillum, getum
við lækkað verð á vegghillum okkar um 14% meðan
birgðir endast, og kosta nú 20 cm. hillur 190.— krM
25 cm. 210.— kr., 30 cm. 220.— kr.
Símáhillur eftir máli. — Sýnishorn á staðnum.
HÚSGAGNAVERZLUNIN EINIR
Hverfisgötu 50 — Sími 18830.
Skrifstofustarf
Ungur maður óskast nú þegar á skrifstofu vora.
Um framtíðaratvinnu er að ræða við nýjustu skrif-
stofutækni. Upplýsingar á skrifstofu vorri, Skúia-
götu 59, sími 20360.
Skýrsluvéiar rtkisins og Reykjavíkurborgar.
Kópavogsbúar
Fermingarskeyti skátanna verða seld sunnudaginn 5. apríl í tjöldum á eftir-
töldum stöðum: 1. Við Biðskýlið, Borgarholtsbraut. 2. Við Kópavogsbraut 38.
3. Við Kron við Borgarholtsbraut. 4. V ið verzl. Fossvog. 5. Við Hábraut.
6. Við Gagnfræðaskólann. 7. Við verzl. Kóp. 8. Við Kron, Hlrðarveg,
STYRKIÐ SKÁLABYGGINGU SKÁTANNA,
SKATAFELAGIÐ KOPUR.