Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 23
r Sunnudagur 5. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 ■t* SJOTUGUR UNGLINGUR AD EIÐI VIÐ NESVEG Spjallað við IVieyvant Sigurðsson á timamótum í DAG, sunnudagr, er sjötugur þekktur borgari hér í borg, Meyvant Sigurðsson, Eiði við Nesveg. Þeir, sem Meyvant þekkja, og þeir eru ekjki fáir, mundu sennilega telja, að hann stæði nær fiir.mtugu, ef marka má lífsfjör hans og at- gervi. Sjálfur segir hann að sú staðreynd, að hann sé léttur í skapi, ráði mestu um muninn á aldri annars vegar og anda og útliti hins vegar. Og undir þetta tekur kona hans, Elísabet Jónsdóttir. Meyvant Sigurðsson er fæddur í Guðnabæ í Selvogi 5. apríl 1894. Eins og fyrr getur er hann kvæntur Elísa- betu Jónsdóttur og áttu þau hjón níu börn. Átta þeirra eru á lífi. Að Eiði hafa þau hjón nú búið í rétt 30 ár, en bærinn stendur á ‘landamörk- um Eeykjavíkur og Seltjarnar nesshrepps, Eeykjavíkurmeg- in. Er fréttamaður MbL leit heim að Eiði á föstudaginn, barst fyrst í tal strandvegur sá hinn mikli, em lagður hef- ur verið út Seltjarnarnesið, og liggur um 'hlaðið að Eiði. Hafði fréttamaður orð á því, að segja mætti að Meyvant byggi nú um þjóð'braut þvera. Játti hann því en bætti síðan við: „Það voru fjandans vand- ræði ag fá þennan veg hér um. Enginn friður. En þetta er tímanna tákn. Það var nauðsynlegt að leggja þenn- an veg hér og síðastur manna skyldi ég standa í vegi fyrir framförum.“ Það liggur í hlutarins eóli, að Meyvant setur sig mátu- lega upp á móti vegum, þótt þeir kunni jafnvel að liggja því sem næst í gegn um eld- húsið hjá honum. Líf hans hefur verið bílar, aftur bílar og enn bílar. Hann er einn af fyrstu bílstjórum á íslandi, ók sem drengur í Thomsens- bílnum 1903, og hefur sjálfur átt svo mörg farartæki, að hann kann ekki lengur á þeim tölu. Snerist því samtalið að miklu leyti um þessi hugðar- efni hans, sem þó hafa ekki átt hug hans nema að nokkru leyti. Meyvant Sigurðsson hefur lagt gjörva hönd á margt, og m.a. unnið mjög að félagsmálum í Eeykjavík. — Ég fæddist að Guðnabæ í Selvogi 1894, sagði Meyvant er fréttamaður innti hann um fyrstu ár ævi hans. — Ung- barn fluttist ég að Sogni í Ölf usi með foreldum mínum, Sigurði Frímanni Guðmunds- syni og Sigurbjörgu Sigurð- ardóttur. Til Eeykjavíkur fluttist ég tveggja ára að aldri og hér hefi ég búið síðan. Það var jarðskjálftaárið mikla, 1896. Að Eiði fluttist ég 1934. — Hvað hefur þú helzt sýsl að um dagana? — Ég hefi mest unnið við bíla, og að staðaldri frá 1918. — Er ökuskírteini þitt þá ekki meðal hinna fyrstu, sem gefin voru út 'hér? — Það er nr. 68. Eaunar hefði ég getað öðlast öikuskír- teini með númer á fyrsta tugn um, en það varð ekki af því. Ég átti þess kost á sínum tíma að gerast meðeigandi í fyrsta bifreiðafélaginu, sem stofnað var á landinu. Það var Bifreiðafélag Eeykjavíkur, sem hljóp af stokkunum í apríl 1914. Ég þáði ekki boð- ið vegna þess að um það leyti var ég í ágætri atvinnu hjá danska olíufélaginu. Það félag var hér einvaldur í olíusölu í þá daga. Þá var atvinna af skornum kammti, og þá fórn aði maður ekki góðu starfi. — Hjá olíufélaginu var ég til 1918, en það ár keypti ég minn fyrsta bíl, E-16. Það var Ford, T-módel, árgerð 1916. Ég átti þá 200 krónur í vas- anum, en bíllinn kostaði 3,200. Ég fókk 3,000 króna víxil í íslandsbanka og upp á hann skrifuðuheiðursmennirnir Ól- afur Ólafsson fríkirkjuprest- ur, Jens Lange, málarameist- ari og Magnús Jónsson, bæjar fógeti í Hafnarfirði. Þetta var mikig fé þá. — Af hverjum keyptir þú bílinn? — Fyrstu eigandur hans voru Sigurjón Jónsson, verzl- unarstjóri hjá Zoöga og Valde mar, sem lengi var stýrimað- ur á Laxfossi. Þeir keyptu bíl- inn nýjan og hugðust prakti- sera á honum, en ekki er mér kunnugt um hvernig það gekk. Ég keypti bílinn af Magnúsi Skaftfeld. — 1918 varð ég sem sagt at vinnubílstjóri, og er því lík- lega með þeim elztu hér. — Hvað er að segja um framhaldið? — Næsta ár seldi ég E-16 og keypti vörubíl, einn af fjór um fyrstu vörubílunum, sem hingað fluttust. Bílinn keypti ég_ fyrir 3,000 kr. af bændum í Árnessýslu. — Hvernig gekk reksturinn á þessum fyrstu bílum? — Sumarið 1918, er ég átti E-16, var mjög lítið benzín til hér. En ég naut þess, að hafa áður unnið hjá olíufélag inu og hafa kynnzt mörgum mönnum úti á landi í því starfi. Vegna þessa kunnings- skapar tókst mér jafnan að verða mér úti um benzín utan bæjarins, og gat ég rekið bíl- inn með þeim hætti. Stundaði ég þá aðallega fólksflutninga, einkum milli Eeykjavíkur og Árnessýslu. Er ég festi kaup á vörubílnum tryggði ég mér flutninga frá rjómabúum í Ár nes- og Eangárvallasýslum og hélt uppi föstum ferðum aust- ur fyrir Fjall. — Hvernig gekk þér að lifa af akstrinum fyrstu árin? — Það gekk sæmilega. Þó minnist ég þess, að vörubíll- inn var óyfirbyggður og á honum var ekki svo mikið sem hlifðargler. Það varð því að klæða sig vel ef illa viðraði á sumrin. Um vetrarakstur var þá ekki að tala; þá lokað- ist allt. — Og hvað tók þá við á veturna? — Þá reyndi maður að ná í vinnu í Eeykjavík, í kolum, salti eða fiski. Þessi vara var þá eingöngu flutt á hestakerr- um, og það var töluverðum örðugleikum , bundið að fá menn til þess að hætta við kerrurnar og reyna bílana. Fyrst varð ég að gefa vinn- una til þess að sýna fram á að Meyvant, að þú -hafir átt marga bíla um ævina? — Þeir eru svo margir, að ég get ekki kastað tölu á þá. Þetta eru margir tugir bíla. M.a. átti ég einu sinni 12 í einu. Það var á árunum 1926- 1933. Þá rak ég vörubílastöð fyrir eigin reikning, „Vöru- bílastöðina," sem oftast var nefnd vörubilastöð Meyvants. Það var á þessum árum, að ég hafði samvinnu við Morgun- blaðið um berjaferðir barna í Eeykjavík. Blaðið skipu- lagði ferðirnar en ég lagði til bílana endurgjaldslaust. Þetta voru mjög vinsælar ferðir, og það var Árni Óla sem annað- ist þær af Morgunblaðsins hálfu. — Hvað varg um vörubíla- stöðina? --- 1933 gerðist það, að sett var á vinnubann vegna sam- taka vörubílstjóra innan Dags brúnar. í Dagsbrún var stofn- uð sérstök deild og var þar ákveðið að hver maður mætti ekki eiga nema einn bíl og Meyvant Sigurðsson ásamt nýjasta farkosti sínum. Fyrirrenn ararnir eru óteljanlegir að því hann segir. Myndin er tekin við Eiði s.l. föstudagskvöld, (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) bilar gætu ekið kolum í kola- binginn. Þeir héldu að það væri ekki hægt. Varðandi fisk inn, þá héldu útgerðarmenn að hann mundi skemmast ef honum væri „sturtað“ af bíl- palli. Það var erfitt að fá þá til þess að breyta til. En um síðir sáu þeir þó fram á að fiskurinn skemmdist ekki við þetta. Ég vil geta þess að það var Þorgeir heitinn Pálsson, útgerðarstjóri, sem allra manna fúsastur var til þess að reyna nýjungar, sem til hagsbóta urðu útgerðinni. — Þú hefur ekið í þeim fræga Thomsensbíl? — Ég sá hann og man hann. Ég fór í honum eina ferð um bæinn sem drengur. Það var fyrsti bíltúrinn minn og þótti mér mikið til lpama. Eaunar var tækið þá ekki nefnt bifreið, heldur mótor- vagn. Orðið bifreið varð ekki til fyrr en einu eða tveimur árum eftir að Thomsensbíll- inn kom hér. Þá ritaði Þor- kell Clemenz grein í Eim- reiðina og mun hann þá fyrst hafa komið fram með þetta orð, sem síðan hefur fest ræt- ur í málinu. ' Þorkell var fyrsti íslendingurinn, sem lærði á bifreið. — Hvað reiknast þér til, aka honum sjálfur. Stjórn Dagsbrúnar bannaði að verka menn settu vörur á bíla Mey- vants. Héðinn Valdemarsson var þá formaður. Þeir sögðu að vegna þess að ég væri ekki félagi í Dagsbrún og semdi mig ekki að þeirra siðum væri stöð mín í verkbanni. Verk- bannið stóð í heillt ár. Á með- an hafði ég ekkert að gera fyrir bílana og varð að greiða 10 mönnum kaup á þessum tíma. — Þetta hefur verið mikið áfall? — Já, ég reis ekiki undir því. Þeir hafa ekki gert það, sem stærri hafa verið. — Eeyndir þú ekki að fá hlut þinn réttan? — Ég bar mig upp við Magnús Guðmundsson, dóms- málaráðherra og Jón Þorláks- son, borgarstjóra. Þeir töldu sig ekkert geta gert þar sem engin vinnulöggjöf væri til í landinu og töldu auk þss að lögregluvernd bjargaði engu, — Og hvað þá? — Ég varð að gefast upp. Ég fékk lítið sem ekkert fyrir bílana. Það var lítil atvinna í landinu á þessum árum og peningarnir í samræmi við það. Fyrir suma bílana fékk ég lítið, fyrir flesta ekki neitt. — Hvernig gekk Dagsbrún- armönnum meg sína bíla? — Þeir stofnuðu þessa einu vörubílastöð, sem í Eeykjavík hefur síðan vexið. Þróttur er arftaki hennar. Öll sú vinna, sem ég hafði áður, rrnn nú til þeirra. — Hvernig léku þessi mála lök þig? — Ég fór út úr þessu þann- ig, að ég varð öreigi. Ég missti allt, og loks húsið, sem ég hafði nýlokið við að hyggja við Hverfisgötu. Eftir að bílarnir voru horfnir fyrir lítið sem ekki neitt kom Héð- inn Valdemarsson með kröfu á mig fyrir benzín sem ég skuldaði. Hann hafði húsið af mér. Ég tek það fram að ég var efcki pólitískur samherji hans. — Og hvað gerðist svo? — Eftir þetta varð ég að taka minn vörubíl, aka á hon um sjálfur, og greiða gjald til þessarar stöðvar. Ég hefi ekið bíl síðan að undanskildum þeim árum, sem ég hafði með höndum verkstjórn við Há- skólalóðina. Og ég ek enn, nú hjá Eeykjavíkurbæ. — Hvað viltu segja um Eeykjavík eftir öll þessi ár? — Eeykjavík er þeim til sóma, sem með stjórn borg- arinnar fara. Vöxtur borgar- innar hefur farið langt fram úr því, sem nokkrum manni hefði dottið í hug fyrir tiltölu lega fáum árum síðan. Að- búnaður ag aðhlyning hinna smærri hefur verið til fyrir- myndar. Það sýnir sig bezt að þau hús, sem Eeykjavíkur- borg hefur byggt fyrir þá, sem búið hafa í lélegu hús- næði, hefðu talizt fyrirmynd- ar embættismannabústaðir á æskuáru mmínum. Það kem- ur úr hörðustu átt, er andstæð ingar Sjálfstæðisflokksins eru að ásaka borgaryfirvöldin fyr ir aðgerðarleysi í byggingar- málum. Sjálfir geta þeir orðið nokkurs vísari með því að aka um hin nýju hverfi borg- arinnar. Þetta er orðið svolít- ið pólitískt hjá mér, en það gerir ekki til; ég er nýbúinn að standa svo lengi í eldinum. — Vegna skoðana minna hefi ég jafnan stutt þann flokk sem veitir einstaklingnum mest og bezt athafnafrelsi. Það er Sjálfstæðisflokkurinn og ég hefi fylgt honum að mál um og unnig fyrir hann í ára- tugi. Ég sé ek'ki eftir því. — Ég átti um margra ára skeið sæti í stjórn Óðins. Að- aláhugamál mín voru þá m.a. að bæta húsakost verkamanna og sjómanna. Það var starf okkar þá að vinna að Bústað- arvegs'húsunum. Síðar komu smáíbúðirnar í Bústaðahverf- inu. En nú er svo komið að Eeykjavíkurborg byggir æ stærri og vandaðri íbúðir handa verkamönnum en þá var gert. Mér finnst þetta á- nægjuleg þróun, og það er von mín, að Eeykjavík vaxi og dafni áfram eins og verið hefur frá því að ég man hana fyrst, sagði Meyvant að lofc- um. Morgunblaðið sendir Mey- vant Sigurðssyni og fjöl- skyldu hans hugheilar árnað- aróskir á þessum merku tímamótum í lífi þessa síunga athafnamanns. EEIMANGRtNARKORK 1”, 1 2” og 4” þykktir. fyrirliggjandi. Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235. Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 12, III. hæð. Símar 15939 og 38955. PÍANOFLUTNINGAR ÞUNGAFLUTNINGAR Uilmar Bjarnason Simi 24674 Til fermingargjafa Sloppar, náttföt, undirkjóla pils, skrautvörur, festar, armbönd, nálar, regnhlífar, kventöskur, hanzkar. Manecure veski, snýrtivörur. Póstsendum. Hatta og skermabúðin Bankastræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.