Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ i Sunnudagur 5. apríl 1964 I ÞAÐ var blá kyrrð í fjallinu. „Nú kembir fallega upp af hnúkunum," sagði Pétur Otte- sen, þegar við hittum hann á hlaðinu á Ytra-Hólmi. Við höfðum beðið svolitla stund eftir honum. Hann hafði verið úti í fjárhúsi eða niður á túni að einhverjum störfum. Hann var í verkamannafötum. „Ég ætla að skipta um föt,“ sagði hann, þegar hann gekk heim á hlað, „ég hitti ykkur hjá Guðríði.“ Við ókum heim að Guðna- bæ á Akranesi. Þar býr Guð- ríður Jónsdóttir. Hún er næst- um því eins gömul og Akra- fjall, hún er 100 ára í dag. Þegar ég hitti hana í stof- Guðríður Jónsdóttir (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Þá veit ég að guð tekur mig til sín Guðríður Jónsdottir 100 ára í dag unni þar á heimilinu, undrað- ist ég tvennt: hvað hár henn- ar var fallega hvítt í fléttun- um — jafnhvítt hár hef ég aldrei séð — og hvað hún var rösk og ákveðin í tali. Dóttir hennar sat hjá henni og hlust- aði á samtal okkar. Hún brosti stundum að hispursleysi móð- ur sinnar. í upphafi samtalsins sagði Guðríður mér frá því, hvernig hún, óvelkomin mann- eskjan, var í heiminn borin. „Ég er fædd á Mið-Fossum í Andakíl," sagði hún. „For- eldrar mínir voru Sigríður Sigurðardóttir, ættuð úr Anda kíl, og Jón Jónsson, bóndi frá Fossakoti í sömu sveit. Ég var óþarfabarn í heiminum. Faðir minn var giftur maður og bjó með konu sinni á Fossakoti, sem var næsti bær við Mið-Fossa, þar sem móð- ir mín var vinnukona. Hún var um tvítugt, þegar þessi ósköp dundu yfir. Og ein- hvern veginn var túngarður- inn ekki það vígi góðs sið- ferðis og kristilegs lífernis, sem hann átti kannski að vera. Vinnukonan, móðir mín, ól dóttur og þótti síður en svo til fyrirmyndar, eins og á stóð. O-já-já, ég varð oft vör við það fyrstu árin. En Vilborg móðursystir mín, sem bjó í Ausu, tók mig unga og gekk mér í móðurstað. Hún var ljósgeisli æsku minnar. Ausa þessi er spöl frá Hvann- eyri eins og maðurinn kannski veit.“ „Þú þarft ekki að segja blaðamanninum allt þetta,“ skaut dóttirin inn í samtal- ið. „Jú, jú, það stendur sem satt er,“ sagði gamla konan ákveðin og deplaði augum. „Ég kom svei mér óþarfabarn í þennan heim. Og nú er orð- ið langt síðan. Hvað er að óttast? Ég held þetta hafi oft gerzt, að börn verði til með þessum hætti. Og ég sé ekki að heiminum hafi farið neitt aftur í þeim efnum. Annars var þetta ósköp vandaður maður þar fyrir utan.“ „Hver?“ „Nú, en hann faðir rninn." „Mér sýnist þú í aðra rönd- ina vera fegin að hann skyldi hafa gert þetta,“ læddi ég að. „Nú af hverju þá, maður minn?“ „Annars sætirðu ekki hérna, Guðríður mín.“ „O, sei sei, það skyldi ég aldrei þakka. Ég var stundum að sneypa móður mína fyrir þetta spor, en hún var létt- lynd og sagði: „Það þýðir ekk- ert að tala um þetta eftir á, góða mín, og það gleymist fyrr en varir.“ Og ég varð að við- urkenna að það er margur frí- viljinn." „Manstu nokkuð eftir föð- ur þinum?“ „Já, já. Honum þótti ekkert vænt um st^lpuna, þangað til hann missti heilsuna. Þá var ég farin að geta ósköp lítið hlynnt að honum sem vinnu- kona og stelpa hingað og þangað um sveitir. Þá kom ég oft til hans í Fossakoti. En hann varð ekki gamall maður. Hann fékk bólguveikina í fæturna, og missti þá sem sagt. Það voru margir sem fengu þennan sjúkdóm fyrr á árum og bezt gæti ég trúað að það hafi stafað af erfið- inu, sem þá var alls staðar eina lausnin á öllum málum. Þá voru engir læknar í sveit- inni, bara skottulæknar og hómópatar, og þeir gátu lítið.“ „En móðir þín.“ „Hún, blessunin kom alltaf til mín þar sem ég átti heima, ef þannig stóð á, að hún kæmi því við. Hún var mér alltaf ekta góð. Hún giftist síðar manni, sem Jón hét. Þau bjuggu í Belgsholtskoti x Melasveit.“ „Þú hefur verið rétt feðruð, þó illa stæði á.“ „Ojá, þau höfðu dug til þess. Og Ingibjörg, kona föður míns, var mér ekki óalmenni- leg. Faðir minn átti fimm börn með konu sinni, allt myndarkrakka og drengirnir voru prýðilega hagmæltir. Jón Magnússon Bláskógaskáld var sonur eins af þessum hálf- bræðrum mínum, eins og ég verð að taka til orða, því aldrei átti ég nema helming. Börnin voru mér góð, en samt var heldur lítið skipt sér af stelpunni, og varla að manni væru sýndir stafirnir. En þeg- ar ég var komin í Ausu sýndi sig, að stelpan var heldur námfús. Mikil lifandi ósköp langaði mig til að geta lesið. Þá voru mér sýndir stafirnir og síðan reyndi ég, fátækur unglingurinn, að komast að nieiningu orðanna. Það gat verið dálítið stríð í þá daga. Og þetta stríð var háð úti í fjósi. Þar lærði ég kverið mitt. Ég var látin stunda beljurnar og mér líkaði það vel, því mér þótti gaman að skepnum. En fátæktin og baslið alls staðar eins og á- minning. Stundum sá þetta vesalings fólk skugga á hverju þili. Það var líka fátæktin að minna á sig. Og hvað mundi nú maðurinn segja, ef hann vissi, að einasta öfundin sem læddist inn í brjóst stelp- unnar var dálítil minnimátt- arkennd gagnvart þeim stúlkum, sem fengu að læra eitthvað hjá Pétri eða Páli.“ „En þú lærðir samt að lesa?“ „Já, segjum það.“ „Og skrifa?" „O, það var engin skrift. Maður náði sér í hellublek og fjöðurstaf, fór með hvort tveggja út í fjós, skar stafinn mjóan í endann og páraði svo eftir öðrum stöfum. Það voru sælustundir. Og hamingjan hvít og björt eins og mjólk- in í kúnum. Þegar ég var far- in að geta lesið sögur og rím- ur, þótti mér birta’ í fjósinu. Og þegar ég var byrjuð að lesa kverið og átti að læra það, tók ég gjarna rímur með. En auðvitað hefndist mér fyr- ir að vera að svíkjast um, kálfurinn náði í kverið og át það. Þá var ég illa stödd eins og mamma forðum.“ „Og hvað var nú sagt við þig, Guðríður mín?“ „Ég var sneypt, auðvitað. En húsbændurnir gáfu mér nýtt kver. Manni leggst alltaf eitthvað til. Kverið þótti jafn ómissandi og maturinn, kannski var það þess vegna. En ég he’f alltaf verið reglulega trúuð kona. Ég fékk það góða frá Hallgrími Pét- urssyni. Mér fannst það mega. Ég hef ekki verið að hugsa um neina hjáguði. Fólkið var mikið sterktrúað í mínu ung- dæmi og meira en nú er. Af þeim sökum leið því að sumu leyti betur en fólki í dag. Það var trúin sem hélt líftór- unni í fólkinu, meðan ísinn var hvað mestur, maturinn hvað minnstur og myrkrið svartast. Þá voru tvær sólir á lofti yfir íslandi, guð var önn- ur. Þá var ekki upp. á annað að hlaupa en hann. En tím- arnir hafa breytzt að því leyti að þeim fer fækkandi sem þurfa á honum að halda. Fólk- inu líður vel. Það þarf engan guð lengur. En það verð ég að segja, að ekki hefði stelp- an viljað missa sína trú fyr- ir eitt kíló af sykri, kaffilögg eða danska skó, o-sei-sei-nei. Og henni var ekki nauðsyn- legt að hafa séð til að trúa. Ég er fegin að ég skuli aldrei hafa séð neitt, ég hefði orðið svo hrædd. Myrkfælnin fylgdi mér og hvíldi eins og ófreskja yfir æsku minni. Þá vakti ég yfir túninu og átti ekki lít- ið bágt í myrkrinu." Pétur Ottesen var nú kom- inn inn í stofuna og seztur hjá okkur. Hann hlustaði einnig á gömlu konuna en gat nú ekki orða bundizt. „Það er áreiðanlegt að trú- in var sterkasti þátturinn í lífsbaráttu fólksins“, sagði hann. Gamla konan heyrði ekki, heyrn hennar er farin að dofna. Og hún hélt áfram án þess að hika: „Þá voru fleiri draugar, mórar og skottur í hverri sveit en fólkið sjálft, sér er nú hver skelfileg vitleysan! Og nú er það byrjað fyrir norðan. En ég hef aldrei trúað á neitt slíkt. Hitt veit ég, að það" er margur óvandaður maðurinn / TaMun Qi'óuw saw í henni veröld." Nú fóru þau að ræða sam- an Guðríður og Pétur. Þau töluðu m.a. um hagyrðinga, sem gengu ljósum logum í sveitinni í gamla daga, Eyjólf í Hvammi og Jónatan Þor- steinsson, og rifjuðu upp gamla húsganga. Guðriður kunni nokkuð af vísum, en vildi ekki fara með þær, þótti þær ljótar. En Pétur var ekk- ert að tvínóna við það. Hann kyrjaði þessa vísu eftir Eyj- ólf: Kristín heitir kona flá, kjafta beitir nöðrum, sker og reytir meira en má mannorðsfeiti af öðrum. Meðan Pétur fór með þessa vísu, hugsaði ég, að ekki hafi verið undarlegt, þó haft hafi verið á orði á þessum ár- um, að enginn skyldi skáldin styggja. En Pétur bætti við vísuna: „Maður þessarar konu, hressilegur náungi sem Jón hét og var bóndi hér I Borgarfirði, sagði einhvern tíma, að kjafturinn á sér væri á við snemmbæra kú — sem var mesti bjargargripur á heimili í þá daga.“ En nú þurfti Pétur að bregða sér frá og þau kvödd- ust. Við fáum kannski að heyra meira frá honum síðar, hann hefur lofað mér því. Og það var ekki pólitískt loforð. Þegar hann var farinn út úr stofunni, sagði gamla kon- an. „Blessaður drengurinn hann Pétur. í mínu ungdæmi var mest talað um Jón Sigurðs- son af stjórnmálamönnum. Og þeim, sem eitthvert vit var í, þótti hann gull. Ég hef alltaf haldið mikið upp á sjálfstæð- ið, en fjolla ekki sitt á hvað, Ég gat kosið Pétur minn all- an tímann sem hann var á þingi, eða 43 ár, ef ég man rétt. Þeir mega þá vera reiði- lausir af mér í hinum flokk- unum, kommúnistarnir og hvað þeir heita. En það hef- ur ekki verið hægt að snúa mér. þrátt fyrir margar og heiðarlegar tilraunir. „Að þú skulir vera að kjósa hann Pét- ur alltaf," sögðu þeir. Erx stelpan var ekki fjöllynd I þeim efnum. Og Pétur kaus hún. Og þykir verst að geta ekki haldið þvi áfram.“ „Voru einhverjir sem sögðti að Jón Sigurðsson væri ekki nógu góður?“ spurði ég. „Já, sumir sögðu að hann væri ekki eins ágætur og aðr- ir fullyrtu. Það voru þeir, sem voru grunnhyggnir. Et» þeir voru fáir sem betur f '~. Þá var mikið talað um J it og hans starf í sveitinni. Og þá talaði fólkið svona eins og ég segi upp og niður um Dani. En sjaldan var ein báran stök í þá daga frekar en nú. Þegar ég var á 9. ári dó Vil- borg. Ég var svona óheppin. En Árni, maður hennar, fékk sér ráðskonur, hinar og þess- ar eftir því sem gerðist, og giftist auðvitað einni þeirri að lokum. Hann var þrígift- ur karlinn. Minna mátti ekki gagn gera.“ Og Guðríður hlær hátt að hugsun sinni. „Ekkja ein var á Hvanneyri sem hét Ingibjörg, og þangað fór hann til að eiga hana. Hann dvaldist þar heilt ár, en þeim kom ekki ásátt.“ „Hvað hét sá sem fermdi þig?“ spurði ég. „Hann hét séra Janus.“ „Er hann ennþá lifandi?.* ' „Ha, lifandi?“ Og nú sló hún á lær sér og hló. „Nei, hann er dauður, maður minn.“ Og Guðríður reynir að skoða Iþennan einkennilega mann, sem situr við hlið hennar og spyr svo fávíslega. Hún grillir m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.