Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 5. apríl 1964 Fimmtugur i dag: Gunrtar Gíslason, Síra alþm. í DAG er fimmtugur séra Gunn- ar Gíslason, alþingismaður og sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði. Hann er fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914, sonur hjónanna Gísla Jónssonar, verzl- unarmanns á Seyðisfirði, sem enn er á lífi og Margrétar Arnórsdóttur Árnasonar sóknár- prests í Hvammi í Laxár- dai í Skagafirði. Margrét móðir séra Gunnars lézt þegar hann var enn á barnsaldri, frá mörg- um ungum börnum. Tók afi hans, séra Arnór í Hvammi þá sveininn til fósturs og ól hann síðan upp sem hans eigið barn væri. Er ekki að efa, að forsjá og leiðsögn þessa nnikilsvirta héraðshöfðingja og skörungs hafi reynzt séra Gunn- ari hið haldbezta vegarnesti, enda telja margir Skagfirðingar og aðrir, sem muna séra Arnór i Hvammi, að dóttursyni hans, séra Gunnar, svipi til afa síns á margan hátt. — Sjálfum er séra Gunnari áreiðanlega allra manna bezt ljóst, hversu mikið hann á séra Arnóari fóstra sín- um að þakka og minnist hann hans jafnan með virðingu og af sonarlegum hlýleika. Hvort sem þau ráð hafa verið ráðin fyrr eða síðar, að séra Gunnar skyldi nema guðfræði, eða leggja stund á einhver önn- ur fræði, er svo mikið víst, að hann var settur til mennta að ráði og með tilstyrk séra Arnórs, enda hafði séra Gunnar náms- gáfur ágætar og veittist auðvelt að nema þau fræði, sem hann var settur til. Lauk hann stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1938 og embættis prófi í guðfræði frá Háskóla ís- skóla íslands vorið 1943, hvort tveggja með háum einkunum. Var hann kosinn sóknarprestur til Glaumbæjarprestakalls þegar að loknu embættisprófi og hefir hann gegnt því starfi óslitið síð an við vaxandi álit og vinsæld- ir sóknarbarna sinna og héraðs- búa allra. Langt er frá því, ð séra Gunnar ahfi engum öðrum störfum sinnt en þeim, sem beint heyra undir hann frá því hann fluttist að hinu forna höfuðbóli, Glaumbæ rekið þar búskap af miklum dugnaði og mýndarskap. Vinnunr hann jafnan sjálfur að búi sínu af hinni mestu elju að hætti fyrri tíma stórbænda prestastétt. Þá hefir séra Gunn- ar einnig gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir sveitarfélag sitt, Seyluhrepp og Skagafjarðarhér- að. Séra Gunnar hefir allt frá æskuárum sinum verið hinn áhugasamasti um stjórnmál, enda mun hann hafa alizt upp í því andrúmslofti hjá afa sínum og fóstra, að það væri engan veginn syndsamlegt að láta að sér kveða í stjórnmálabarátt- unni, þótt um prestvígða menn væri að ræða. Fór því líka viðs fjarri, að séra Arnór heitinn léti stjórnmálabaráttu þeirra tíma afskiptalausa og þótti jafnan muna um harðsnúna liðveizlu hans, þegar því var að skipta. Á Háskólaárum sínum var séra Gunnar einn af forustu- mönnum Sjálfstæðismanna í skólanum, var hann formaður Vöku um skeið og átti sæti í Stúdentaráði 2 kjörtímabil. — Þegar að því kom, að Sjálfstæð- ismenn í Skagaf'irði þurftu að ákveða, hver verða skyldi eftir- maður hins vinsæla héraðshöfð- ingja Jóns Sigurðssonar á Reyn- isstað á Alþingi, þótti séra Gunnar sjálfkjörinn til þess. Var hann varaþingmaður Skagfirð- inga 1953 — 1959, kosinn þing- maður þess héraðs til sumar- þingsins 1959, þegar Jón á Reyni stað gaf ekki lengur kost á sér til þingmennsku, kosinn einn af þingmönnum Norðurlands vestra í haustkosningunum 1959 og er það enn. Séra Gunnar getur verið harð- skeyttur baráttumaður og stund- um ærið berorður, ef honum heppinn, hrókur alls fagnaðar og hinn mesti aufúsugestur í hvern hóp. En fyrst og fremst er hann vammlaus maður, drengur hinn bezti, sem hvers manns vanda vill leysa, samvizkusamur em- bættismaður og kennimaður ágætur. Þeir, sem kynnzt hafa séra Gunnari og mannkostum hans vita, að með þessari fá- breyttu lýsingu er á engan hátt hlaðið á hann oflofi, nema síður sé. Séra Gunnar Gíslason er kvæntur ágætri konu, Ragnheiði Ólafsdóttur, Gíslasonar, stór- kaupmanns í Reykjavik og konu hans Ágústu Þorsteinsdóttur, sem nú er látin. Eiga þau hjón, Ragnheiður og séra Gunnar 6 mannvænleg börn, sem flest eru enn á æskuskeiði. Um leið og ég færi séra Gunnari og fjölskyldu hans beztu hamingju- og árnaðaróskir á fimmtugsafmæli hans vil ég mega óska þess, a'ð þessi vinur minn og samherji megi sem lengst Vinna landi sínú og héraði svo sem hann hefir hingað til gert Einar Ingimundarson. Franco stjórn á finnst réttu máli hallað, en jafn- an einlægur, talar af krafti sann- færingar og hverskyns eitur vopnaburður er honum fjarri skapi. í viðkynningu og viðmóti er hann einn hinn geðþekktasti maður, sem ég hefi kynnzt. Hann er glaðvær, fyndinn og orðhepp- Madrid, 1. apríl (NTB). í DAG eru liðin 25 ára frá því að borgararstyrjöldinni á Spáni lauk með sigri byltingarsveita Francos. Var dagsins minnst með hátíðamessum víða um land. í viðtali, sem einræðis- herrann átti við blaðið ABC, málgagn konungssinna, sagði Franco að hann væri fylgjandi því að komið yrði á þingbund- inni konungsstjórn í landinu. Sagði hann að verið væri að undirbúa sérstök lög þar sem ákveðin eru starfssvið konungs annars vegar og forsætisráð- herra hinsvegar. í tilefni afmælisins í dag ákvað ríkisstjórnin að stytta alla fangelsisdóma pólitískra fanga og glæpamanna um einn sjötta. Sérstök hátíðahöld voru skammt utan við Madrid í „dal hinna föllnu", sem er minnis- merki um þá, er féllu í borgara- styrjöldinni. Þar var Franco ein ræðisherra viðstaddur, og með honum Juan Carlos prins af Bourbon og kona hans Soffía Grikklandsprinsessa. Álitið er að Franco vilji að Juan Carloa verði Spánarkonungur, en sam- kværnt stjórnarskránni verður hann að vera orðinn þrítugur. Auk þess verður faðir hans, Don Juan, að afsala sér erfðum. Juan Carlos prins er nú 26 ára. Alli Akrones- bdta 6,456 tonn irá nýári Akranesi, 3. apríl VERTÍÐARAFLI bátanna hér var orðinn 6.456 tonn 31. marz frá nýári. Aflahæstir eru þessir tveir bátar Anna, skipstjóri Þórð ur Guðjónsson, með 629 tonn og Sólfari, skipstjóri Þórður Óskars son, með 566 tonn. Heildaraflinn hjá bátunum í gærdag var 350 tonn, en 18 eða 19 bátar lönduðu. Þrjár trillur réru og fiskuðu frá 600 til 1150 kg. — Oddur. Hér kemur bréf um stór- iðjuna frá Jóni í Selási: Kísilgúr og alúminíum „Velvakandi góður, heldurðu að þú ljáir ekki fáeinum línum rúm í dólkum þínum undir heilabrot, sem ég er með út af því, r—n hér að ofan stend- ur. Ég gat því miður ekki hlust- að á fyrirlestur Jóhanns ráð- herra Hafsteins sem hann hélt á dögunum um stóriðju hér á landi. Þarf ekki að efa það, að þar hefir verið skýrt rétt og hlutlaust frá staðreyndum um þessi mál af þekn ágæta manni. Mig fuðar þó annars nokkuð á því, hve lítið er rætt um þessi mál manna á meðal en ég hygg ef slíkt yrði gert að einhverju ráði, gætu menn bet- ur áttað sig á sumum atriðum, sem mér finnst þó skipta nokkru máli, eins og nú er háttað atvinnulífi okkar is- lendinga. Einkum eru tvö atriði, sem ég sakna upplýsinga um: 1) Ef komið yrði hér á fót kísilgúrverksmiðju á Norður- landi (Mývatn) og alúmíníum- verksmiðju á Suðurlandi (Búr- fellsvirkjun?),. hvaðan kemur ckkur þá vinnuaflið sem með þarf við þessa framleiðslu. Einihversstaðar las ég, að alúm- iníumverksmiðja gæti séð ca. 100 manns fyrir vinnu. Nú er það svo, að auglýsingar þær, sem oftast heyrast í útvarpi og maður les í blöðunum, eru vinnutilboð á fiskiskipin í hraðfrystihúsin og annan fisk- iðnað. Suima framleiðslu, eins og saltfiskframleiðsluna, höf- um við orðið að láta niður falla vegna kostnaðar, sem leiðir af ónógu vinnuafli. Sama mun gegna um sveitastörf, að jafn og vaxandi hörgull á verkafólki við lancbbúnaðar- störf ríkir hér. Og því er mér spurn. Úr því ekki er til nóg vinnuafl til þess að sinna þess- um aðalatvinnuvegum lands- manna svo viðlhlítandi sé, hvaðan á þá að taka verka- fólk í þessa verksmiðjuvinnu? Verða það kannske þessar fáu hræður, sem ennþá fást á sjó eða púla uppá kúgras? Þetta finnst mér vera atriði, sem vel sé þess vert, að skýrt sé gleggra frá en^gert hefir verið. 2. Þá er svo hitt atriðið, kaupgjaldsmálin. Við heyrum og lesum dags daglega, að at- vinnuvegimir (sjósókn og landibúnaður) standi hvergi nærri undir þeirri kaupgjalds- byrði, sem á þeim hvílir, svo ríkissjóðurinn verður að hlaupa undir bagga og greiða uppbæt- ur á fisk og landvöru, sem út er flutt, til þess að ekki snarist allt undir kvið á truntunni. Þessvegna hlýtur sú spurning að vakna: Verður ekki sjálf- gefið, að okkar ágætu hanni- balar sjái til. þess, að kaup og kjör við verksmiðjureksturinn verði ekki minni en nú er greitt fyrir hinar svo að ségja dauðadæmdu atvinnu- greinar, sjévarútveg og land- búnað. Einhversstaðar las ég eða heyrði, að útlendingar, Hollendingar myndu annast sölu hinnar útfluttu vöru. Nú man ég ekki að hafa lesið né heyrt, hvernig þessi vara stend ur á heimsmarkaði, en mér finnst, að það hljóti að vera með þessa framleiðslu eins og aðra, að eitthvert samband hljóti að vera milli framleiðslu- koetnaðar og söluverðs á heims markaði. Nú er reynsla okkar sú í framleiðslu fiskafurða og búvöru (ljóst dæmi þar sú ágæta þurrmjólk), að með þeim þarf að gefa svo þær gangi út. Kynni nokkuð svipað að verða ofaná með gúrinn, að borga þurfi uppbætur á tonnið úr ríkissjóði?, eða myndu þeir, sem söluna annast gera það? Þessa hlið málsins finnst mér að einnig mætti velta fyrir sér. Ég er í raun og Veru þeim mönnum samdóma, sem telja að stóriðja eigi framtíð fyrir sér á íslandi, en held aðeins, að mál til þess komi ekiki fyrr en eftir tvær til þrjár kyn- slóðir, m. ö. o. ekki fyrr en vinnumarkaður okkar er orð- inn það rúmur, að við getum fengið vinnuafl til þess án þess að skeraða um of fram- þróun þeirra atvinnugreina, sem eru fyrir í landinu. Kær kveðja Jón Jónsson, Selási“. Framleiðum meira Jón spyr hvort hér sé ekki of fámennt fyrir stóriðju. Mér finnst hins vegar eðlilegt að álykta, að einmitt fámennið í landinu geri það að verkum að við ættum að kappkosta að koma upp stóriðju sem fyrst. Það er sannað, að hver ein- stakur starfsmaður við iðjuver á borð við þau, sem rætt er ua að koma upp hér, framleiðir til tölulega mjög mikið. Með stóriðjunni nýtum við betur vinnukraft hvers einstaklings, framleiðnin á að aukast — og er það ekki einmitt sú hlið málsins, sem Jón hefur áhyggj- ur af? 1 síðari spurningunni segir Jón í Selási það bókstaflega, að við eigum að sætta okkur við að „okkar ágætu hannibal- ar“ hefti allar tæknilegar framfarir í landinu. Jón telur sjávarútveg og landbúnáð þeg- ar dauðadæmdar atvinnugrein- ar. Ef svo er, væri þá ekki kominn tími til að reyna eitt- hvað nýtt með sjávarútvegi og landibúnaði? Væru enn á árabátum Þeir, sem eru fyrirfram sann- færðir um að engu verði þokað fram á við og þeir sem álykta það staðreynd, að landsmenn verði að greiða útflutnings- afurðir sínar niður um alla framtíð — þeir eru af skiljan- legum ástæðum á móti því að framleiðsla landsmanna aukist og þeir leggjast gegn öllum stórhuga ráðagerðum í þá átt. Einfaldlega vegna þess, að sam- kvæmt þeirra kenningu þyrftu þegnarnir ekki að borga eins mikið, ef framleiðslunni yrði haldið hæfilega í skefjum. Ef slíkur hugsunarháttur hefði ráðið imdanfarna ára- tugi væru íslenzkir sjómenn enn á árabátum vegna þess að útgerðarmennirnir óttuðust að vélknúin skip yrðu dýrari í rekstri og mundu ekki bera sig. | rrri ^ Si ■ ÞURRHIÖDUR ERL ENDINUARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.