Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1964, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. apríl 1964 Bankastjórinn, skáldið og „Sjöstjarnan" ■ Þetta verk heitir „Sími: Stokkhólmur 812926“ og er gildru mynd. Þetta verk Spoerris er eign Muscum oí Modern Art í Kóm. Samvinna Framhald af bls. 3 sér. Níu hleifanna hélt ég eftir og festi á plötu. Til- gangur þessa verks míns var að losa sjálfan mig vig það, sem mér hafði verið innrætt í æsku, að það væri ljótt að kasta brauði. Heima hjá mér xnátti aldrei kasta brauði, ég varð alltaf að borða það ailt. Eftir að ég bjó til þetta verk get ég auðveldlega kastað brauði, enda á auðvitág að kasta brauði, þegar engin not eru fyrir það. Ég sá mjög Ihlægilega sjón hérna úti á Ásvallagötunni áðan. Nokkrir strákar voru að leika sér og notuðu brauð fyrir fótbolta. — Fyrir skömmu hélt Soc- ial Experimental Gallerie í París, sem er nátengt franska kommúnistaflokknum, sýn- ingu, sem mörgum listamönn- um var boðin þátttaka í. Með boðsbréfinu fylgdu spurningar um ýmsar skoðanir lista- mann, einkum með tilliti til stjórnmála. Ein spurninganna var svo: „Á listin aðeins að vera fyrir fámennan hóp sno<bba?“ Ég sendi sorpbrauðs verkið á sýninguna og svar- aði: „Já, listin á aðeins að vera fyrir þann fámenna hóp, *em kann að meta hana“. — Skemmtilegasta nafn á nokkru verka minna er „í samvinnu við rotturnar". Kunningi minn hafði borð með mat og drykk niðri í kjallara hjá sér. Höfðu rott- ur komizt í þetta og voru augljós merki átveizlu rott- anna. Hringdi hann þegar í mig og voru verkummerkin fest upp á vegg undir þessu nafni. — l»ér sögðuð áðan, að þér tækjuð verk annarra og fest- uð á þau ýmsa ihluti. Vilduð þér láta breyta yðar eigin verkum þannig? — Já, því ekki það. Úr því að ég er fús til samvinnu vig rottur. þá ætti slíkt að vera smámunir einir. — Hvaða tegund verka ballizt þér að um þessar mundir? — Ég fæst nú við dálítið annarskonar verkefni um þessar mundir í samráði við vin minn, sem er skáld. Það er eins konar sjóntúíkun orðatiltækja. Til dæmis er orðatiltæki á frönsku, sem heitir „að raka vegginn" og þýðir að fara með húsum (forðast að láta sjá sig). Nýtt verk eftir mig heitir „að raka vegginn" og er múrveggur með áfastri rakvél og fleiru. Einnig geri ég talsvert af því að festa 'hluti á myndir til túlkunnar þeim. Það er kall- að leiðrétting sjónblekkingar. Við nýrealistar köllum mál- aralitina sjónblekkingu, þar sem hann sýnir aðeins mynd af hlutunum. Við sýnum hins vegar hlutina sjálfa. ÉG HEFI sjaldan orðið meira undrandi en þegar ég hlýddj á útvarpserndi Péturs Benedikts- sonar um Hallgrimkirku, þar sem hann krafðist þess að bygg- ingin yrði stöðvuð án tafar vegna óhóflegs kostnaðar, stærð- ar og byggingarstíls, sem einna helzt líktist skötubörðum. Og ennfremur vegna þess að pen- ingarnar sem í kirkjuna færu væru teknir frá þeim fátæku og smáu í þessu landi. Bygging þessarar kirkju var ákveðin, teiknuð og samþykkt af löglegum yfirvöldum fyrir um 20 árum. Það fjár- magn sem komið er í þessa byggingu er að mestu komið frá safnaðarfólkinu sjálfu, og með frjálsum samskotum innan og utan safnaðarins. Allir hafa þessir unnendur kirkjunnnar lagt fram féð með núverandi teikningu í huga. „Það er stórt orð Hákot“ sagði blessaður bankastjórinn I út- varpserindinu. Hvað mundi hann segja sjálfur ef hann ætti hús í smíðum og fengi álíka dembu yfir sig úr _ útvarpi eða annar- staðar frá. Ég býst við að hahn mundi telja það mjög ómaklega árás. Bankastjórinn talaði um fjármagn, sem væri tekið frá þeim smáu í þjóðfélaginu. Hann er sjálfur settur yfir hluta af sparifé þjóðarinnar. Hvað er eftir af því fé sem bönkunum var trúað fyrir, fyrir 20 árum? Merkur fjármálamaður upp- lýsti nýlega, að það eru aðeins eftir 4 aurar af hverri krónu, Það er. drukkið og réykt fyrir mörg hundruð milljónir ár- lega. Tugir miljóna falla á ríkið vegna mjög vafasamra ábyrgða, og fjölmargt fleira mætti telja. Þegar þetta er athugað, þá verða þessi hundrað þúsund sem kirkjan hefir íengið frá ríkinu mjög smá upphæð. Ég las nýlega í dagbl. Vísi, grein um 7 ungar konur. Þeu: stendur að þær hafi verið í skóla á Laugarvatni og stofnað sauma- klúlbb „Sjöstj örnurnar". Þar er nú ekki aldeilis stundað slúður eins og margur haldi, heldur láti þær allar menninguna til sín taka. Þessu til sönnunnar segjast þær fara á ýmsar göfugar og list rænar samkomur, t.d. áskrifend- ur að öllum tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar og að annars- 1100 Eingin bifreið nýkomin á markaðinn, hefir vakið aðra eins athygli og MORRIS 1100. Framhjóladrifin — Sérlega stéöi g á malarvegum og í hálku — Er alltaf lárétt, jafnt á beinum vegi, sem í beygjum — Benzíneyðsla aðeins 7 lítrar á 100 km. — Drif, gírkassi og vél allt í sömu olíu- pönnu — Ryðvarin — Barnaöryggislæsingar á hurðum. Rúmgóð farangursgeymsla — Rúðusprautur — Heimskauta mið- stöð — Varahlutabirgðir — Verkstæðisþjónusta — Verð kr. 148.300,00 Komið — Skoðið — Reynið MORRIS 1100 og sannfærist um hina EINSTÖKU A K STURSHÆFNI. MORRIS m*. mm. r C ^ Suðurlandsbraut 6. umboðið P* Þorgnmsson & Co. sími 2 22-35. kvölds frumsýningum Þjóðlei-k- hússins, og síðast en ekki síst, fara allar utan á hverju sumri. Og vegna alls þessa hafi þær fullan rétt, frekar en ómenntað- ur lágstéttarlýður, að kasta hnút um að Hallgrímskirkju. Hún sé ljót, of stór, of dýr og allir turn- ar komnir úr móð erlendis. Svo væri það hreinn óþarfi að vera að byggja stóra kirkju til minn- ingar um hann séra Hallgrím sem var ekki einu sinni ættaður héðan, heldur einhversstaðar að norðan og þar á ofan var hann „bara sveitaprestur“. Niðurstað- an verður nú samt sú að bezt muni vera að setja þak yfir kirkj una og nota hana fyrir sönghöll, því hana vanti í þessari borg. Það er náttúrulega mjög van- hugsað af mér, sem engrar menntunar hefi notið utan far- kennslu í sveit, að fara að and- mæla þessum háu!!! persónum. Það er ekki ónýtt fyrir þjóðina að verja hundruðum milljóna til að mennta ungt fólk, ef árangur- inn er eftir þessu. Gunnar skáld lét þessi orð falla á fundinum i Sjálfstæðis- húsinu, samkvæmt frásögn Morg unblaðsins; „Kirkjuteikningin er eins og 'horrolla á vordegi með reyfið dragandi á eftir sér.“ Er það hann Gunnar sem samdi Borgarættina sem lætur slíkan óhroða út úr sér? Það getur tæpast verið. Ég vil að lokum skora á alla sem vilja að kirkja og kristni haldist I þessu landi, að flýta fyrir byggingu kirkjunnar með fjárframiögum og á annan hátt. Allir unnendur Hallgríms- kirkju, takið höndum saman, svo hin stórglsesilega kirkja megi sem fyrst gegna sínu göf- uga. hlutverki til blessunar fyrir land og lýð. Ingjaldur Tómasson. balastore Balastore gluggatjöldin gefa heimilinu vistlegan blæ. Balastore gluggatjöldin vernda húsgögnin og veita þægilega birtu. Mjög auðvelt er að hreinsa Balastore gluggatjöldin, að- eii.s þurrkuð með klút eða bursta. Vegna lögunar gluggatjald- anna sezt mjög lítið ryk á þau. Balastore eru tilbúnar til notkunar fyrír hvaða glugga sem er. Þau eru fyrirliggjandi ) 23 stærðum frá 45—265 cm. og allt að 200 cm. á hæð. Vinsældir Balastore fara vaxandi. Verð Balastore gluggatjald- anna er ótrúlega lágt. Ctsölustaðir: Keflavík: Akranes: Hafnarf jörður; Vestmannaeyjar: Siglufjörður: Borgarnes: Akureyri: Reykjavík: Stapafell h.f. Gler og Málning s/f. Sófinn h.f., Álfafelli. Húsgagnaverzl. Marinós Guðm. Haukur Jónasson. Kaupfélag Borgfirðinga. Arnór Karlsson. KMSTJÚISIGGEIRSSOIU H.F. Laugavegi 13 — Símar 13879—17172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.