Morgunblaðið - 14.04.1964, Síða 10
! ' 10
MORGUNBLAÐIÐ
?>r!í!judaéúr ’apríl 1964
Fyrir nokkru efndu konur í Styrktarfélagi Vangefinna til kaffidrykkju í Lyngási, dagheim
ili vangefinna, fyrir konur sendiráðsstarfsmanna og aðrar konur, sem lagt hafa málefni
þeirra lið. Konur sendiráðs starfsmanna hafa látið í ljósi mikinn á.huga á starfsemi félags-
ins og fyrir forgöngu þeirra voru stofnaðir tveir klúbbar, saumaklúbbur og bridgeklúbbur.
Saum.aklúbburinn saumar ýmislegt og gefur á bazar, sem haldinn er rétt fyrir jólin til styrktar
starfsemi vangefinna, en félagar í bridgeklúbbnum leggja ákveðna fjárhæð í sjóð í hvert
skipti sem þær hittast við spilaborðið. Nýlega afhentu þær félajginu greindarprófunartæki,
sem keypt höfðu verið fyrir fé það sem safnazt hafði í bridgeklúbbnum. Öllum konum er
heimill aðgangur að klúbbnuir..
Meðfylgjandi mynd var tekin úr boðinu í Lyngási. Á myndinni sézt frú Sigríður Thorla-
cius ávarpa gesti og segja þeim stuttlega frá starfsemi Styrktarfélags vangefinna frá upphafi.
Dana Jóhannesdóttir.
f>EIR eru skringilegir hatt-
arnir, sem sýndir eru á
tízkusýningum, eins og til
dæmis þessi á meðfylgj-
andi mynd. Hann var sýnd
ur á vorhattasýningu Sim-
one Mirman í Chesham
Place, London, einna lík-
astur ananas. Kollurinn er
gulbrúnn og stráin gras-
græn. — Sýningarstúlkan
heitir Sue Elliott.
andinn hefur breytzt og ungl-
imgarnir hafa ekki áhuga á
fimdum; þeir vilja miklu
fíekar fara í bíó eða á dans-
Lsiki. f>ó starfar leikfélagið
okkar með miklum blóma,
ía:rði upp „Þrjá skálka“ í
vetur, fór í leikför til Akur-
eyrar og fékk prýðilega
ö«óma“.
„Vinna giftar konur mi'kið
vitan heimilisins í Ólafsfirði,
eins og títt er í sjávarpláss-
tim?“
„Ójá, einkum yfir sumar-
tímann þegar síld er. Þá fara
íillar niður á plan sem vettl-
ingi geta valdið og koma
tiörnunum í gæzlu. Því miður
ar etokert dagheimili starf-
rækt í Ólafsfirði, en barna-
leikvöllurinn hefur komið í
góðar þarfir. Ég sem for-
maður barnaverndarnefndar
hef reynt ag koma því til
leiðar að dagheimili verði
starfrækt í barnaskólanum
yfir sumartímann, én sú hug-
mynd er ekki enn orðin að
veruleika, þó ég voni að það
málefni eigi ekki langt í
land“.
„Þó að ég hafi verið að
hnýta í eitt og annað“, sagði
frú Dana Jóhannesdóttir að
lokum, „þýðir.það ekiki að ég
trúi ekki lengur á framtíðina.
Þegar öllu er á botninn hvolft
finnst mér allt frekar færast
upp en niður. En hvað gerir
maður ekki í blaðaviðtali? Ég
gæti bætt því við að ég er
óánægð með að þurfa að
kaupa mjólk í flöskum cn fá
ekki mælt í brúsa eins og
áður var, þarf nú að bera
mörg tonn af gleri á ári,
kannski misjafnlega hreinu.
Enda sagði ég si sona við
kaupfélagsstjórann, að mér
fyndist ástæðulaust að kaupa
óþverrann í búð, ég gæti
fengið nóg af honum annars
staðar. Að ‘maður tali nú
ekki um kartöflurnar. En sem
sagt, ég trúi enn á lífið og
framtíðina eins og við gerð-
um í Ungmennafélaginu 1
gamla daga. Mér finnst eðli-
legra að fól'k byrji með smáu
og bæti við sig, en að það
krefjist alls af öðrum og
heimti allt upp í hendurnar í
einu.
Hg.
Tíðarandinn hefur breytzt
Rætt við Dönu Jóhannesdóttur
frá Ólafsfirði
„EKKI SKIL ég í því, bvern-
ig þið á Morgunblaðinu feng-
uð veður af því að ég væri í
bænum", sagði frú Dana Jó-
Ihnnesdóttir frá Ólafsfirði,
„né að koma mín vekti svona
athygli. Alltaf kemur eitthvað
manni á óvart. Er eittlhvað
sérstakt sem þið eruð á hött-
unum eftir?“
Við kváðum það ek'ki vera,
heldur langaði Okkur til að
spjalla við hana örlitla stund
um daginn og veginn, fá frétt
ir að norðan og þess háttar.
Hún sagði:
„Þess er þá fyrst að geta
að ég kom hingað suður 17.
febrúar s.l. í Volkswagen-
bifreið og mun það einsdæmi
að bílfært sé frá Ólafsfirði á
þessum tíma árs. Við í Ólafs-
firði búum við öll hugsanleg
þægindi núna, 'höfum heitt
vatn í krönum, rafmagn og
góð húsakynni, nema hvað
vegasambandið er lélegt, en
vonandi lagast það þegar veg-
urinn fyrir Múlann verður
opnaður. Nú, nú, afli héfur
verið fádæma lélegur það
sem af er vertíð, og muna
elztu menn vart eftir verri
vertíð. En byggingar eru tals-
verðar og fólkinu fjölgar ört
í kaupstaðnum, nú munu vera
um það bil 1030 íbúar í Ólafs
firði, ef ég man ré.tt.“
„Ert þú fædd í Ólafs-
firði?“
„Já, og hef búið þar aflla
mína ævi, nema hvað ég var
smátíma stuttu eftir að ég
giftist á Akureyri. Þar kunni
ég ekki nema mátulega vel
við mig, og því fluttumst við
fajónin til Ólafsfjarðar. Það
var árið 1921. Við keyptum
okfcur pínulítið bús, sem var
ein stofa ag eldhús, og þótti
það mifcið fyrirtæki í þá
daga, enda fólk nægjusamara
en það er nú. Þetta litla hús
stendur enn. Það var byggt
fæðingarárið mitt 1008, og er
í frásögur færandi að þar hef-
ur aldrei dáið manneskja, þó
alltaf hafi verið búið í húsinu.
Ég er viss um að húsinu fylg-
ir mifcil gæfa, og þau átta ár
sem ég bjó í því voru yndis-
leg. Þaðan fluttum við í stórt
steinhús upp á tvær hæðir,
sem við höfðum látið byggja,
á þeirra tíma mælikvarða
þótti það 'heilmikil höll þó
ekki fari miikið fyrir því í
samiburði við stórhýsi nútím-
ans. Þar höfum við átt heima
síðan og vegnað vel.“
„Hvað starfar maðurinn
þinn?“
„Maðurinn minn, Jón
Björnsson, er nú fiskikaup-
maður, en hefur fengizt við
sitthvað um dagana, einkum
útgerð. Árið 1023 keypti hann
8 tonna bát frá Akureyri og
gerði hann út frá Ólafsfirði.
Svo áttum við jörð inn í firði,
Lón, og höfðum þar smá bú-
skap, um 50 kindur, 3-4 kýr
og mest man ég eftir fjórum
'hestum. Eiginlega var það
mér að kenna að við vorum
að bauka við þennan búskap,
því ég hef ævinlega verið
meira fyrir sveitastörf en
fiskvinnu, og þótti gott að
fara um tíma upp í sveit með
krakkana þrjá og fást við
heyskap. En auðvitað hef ég
lífca unnið í fiski, þegar svo
bar undir, og það við erfiðari
aðstæður en nú eru. Satt að
segja skil ég ekki þessa of-
þreytu sem allir eru tala um,
vinnandi ekki nema 8-10
stundir á sólarhring. Ég er
hrædd um það yrði hikstað
núna, ef verkafólkiðnu væri
sagt að bera saltfisk í drusl-
um á bakinu, vaska fisfc og
bera allt vatn í kerin, og
vinna meðan stætt væri. Og
ekki hef ég orðið var við að
heilsufarið sé neitt betra nú
til dags en þá“.
„Svo þú mannst tímanna
tvenna?“
„Ójá, margt hefur breytzt
til batnaðar, en ekki allt. Að
hugsa sér að smjörstykkið
skuli nú kosta yfir 13'8' krón-
ur! Það hefði - þótt trúleg
saga til næsta bæjar eða hitt
þó heldur, þegar borgaðir
voru 10 aurar fyrir að beita
línustoikk. Einnig finnst mér
félagsþroska fara hnignandi“.
„Hefur þú tekið mikinn
þátt í félagsstarfsemi? “
„Ekki bera að neita því. Ég
hef verið í Kvenfélaginú
Æskan í 45 ár og verið for-
maður um skeið, en nú er ég
farin að eldast og hef dregið
mig til baka fyrir yngri kon-
um. Kvenfélagið var stofnað
árið 1917 með örfáum kon-
um, en nú eru félagskonur
milli 70 og 80. í fyrstu starf-
aði félagið sem líknarfélag,
en tímarnir hafa breytzt og
starfsemi félagsins sömuleið-
is. Við lögðum fé í félagsheim
ilið okkar, Tjarnarbo]-.g, sem
er mjög myndarlegt heimili,
og þar er góð aðstaða til að
halda fundi, auk þess sem
haldnar þar eru árslhátíðir
og þorrablót, og svo auðvitað
danssamkomur um helgar. En
nú er efst á dagskiá hjá
okkur að koma upp elliheim-
ili, og er fyrirhugað að reisa
það í sambandi við væntan-
lega sjúkrahúsbyggingu. Eins
og kunnugt er hefur frú Jón-
ina Sæborg, mágkona mín,
sem búsett er í Noregi, gefið
stórfé til væntanlegrmr elli-
heimilisbyggingar í mi nningu
manns hennar og má búast
við að elliheimilið rísú upp
nokkru á undan sjúkrahús-
inu, þó þess sé engu «vð síður
þörf. Einnig er ég moðlimur
í Sjálfstæðisfélaginift, og
sakna ég þess mjög hs að það
sem önnur stjórnmálafélög í
kaupstaðnum eru dauf til að-
gerða núorðið. En þaí er nú
svona, í Ólafsfirði «tr fólk
hógvært í pólitík, nema fyrir
'kosningar, og þá færisrt heldur
betur líf í tuskurnar. En
fundarsófcn er mun lélegri nú
en hérna áður fyrri. Tíðar-