Morgunblaðið - 14.04.1964, Page 24
24
MORCUNBLABIÐ
triðjudagur 14. aprfl 1964
l%FUZAB£rrí TSRRtSlSPPi 52
‘HlÆTCR
ÆLUM
9
— Hann veit það, er það ekki, sér, hvenær maður losni full-
Stephen? Ég á við, þegar hann
sagði þrjú. . . . Hún leit kring
um sig með kvíðasvip, en vildi
ekki segja meira, af því að
heyrðist til þeirra.
— Jú, eitthvað veit hann, svar
aði Stephen, — en bara ekki
eins mikið og hann vildi láta
þig halda.
— Það datt mér einmitt 1 hug.
En ef þeir hafa nú fundið
það . . .
— Það er ekki víst, að þeir
hafi það. Þeir geta náttúrlega
hafa itomizt að einhverju um
hitt. Mér finnst það líklegra. Og
úr því að það ert þú, sem barst
ranglega kennsl á hann, halda
þeir ef til vill, að þú vitir, hvað
varð af þeim rétta, og hafa verið
að reyna að hræða þig til að
glopra því út úr þér.
— Og kom ég upp um mig
þessum andlitssvip mínum?
— Nei, þú stóðst þig prýði-
lega.
— Það gerðir þú líka. En þessi
ferð okkar hefur bara borið
býsna lítinn árangur, finnst þér
ekki?
— Nei, góða mín. í rauninni
höfum við áorkað því, sem við
ætluðum og haft ýmislegt annað
þarflegt upp úr ferðinni, auk
þess.
— Til hvers fórum við þá?
— Ja, ég vil segja, að það
hafi strax verið gott að við
eyddum einum eða tvennum
misskilningi okkar í milli, eða
finnst þér ekki við hafa gert
það? Hann hallaði sér fram og
greip hendur hennar. — Er ekki
þeim misskilningi lokið? Við
eigum bæði við það sama, er
það ekki?
— Jú, Stephen . . og það er
eitt, sem ég vildi segja þér. . .
Hann dró hendurnar á henni
betur að sér og kyssti á fingurna.
— Það er óheppilegt að vera
að tala um morð í almennings-
farartæki, sagði hann.
— Ég veit það, og ég skal
heldur ekki gera það. En ég
ætla að segja þér þetta undir
eins og við erum orðin ein aftur.
Ég hefði átt að segja þér það
strax, þegar þú komst inn og
fannst mig með . . . . Samt vissi
ég ekkert um þig þá. En nú
verð ég aðsegja þér það.
;— Gott og vel, ég skai fylgja
þér heim og þá geturðu sagt
mér það.
— Já. En jafnskjótt sem hún
hafði sagt þetta, iðraðist hún
eftir það. Því að það hafði runn-
ið upp fyrir henni, að fyrir einu
andartaki, þegar hún hafði
spurt um erindi þeirra til
Napólí, hafði hann leitt spurn-
inguna hjá sér.
Kannski hafði það enga þýð-
ingu. En það gat það nú haft
samt. Kannski þekkti hún
hann alls ekkert ennþá. Kannski
hafði hún enn enga gilda ástæðu
til að treysta honum. Kannski . .
kannski . . .
Hún tók að velta því fyrir
komlega við vantraust á einum
manni. Tekur það vikur . . mán-
uði . . ár?
Á stöðinni í San Antioco tóku
þau hestvagn. En þau voru lengi
á leiðinni heim til hennar, af
þvi að hátíðahöldin töfðu fyrir
þeim og torgið var sneisafullt
af fólki, sem hnappaðist saman
og gerði enga tilraun til að víkja
fyrir umferðinni, sem var að
reyna að komast leiðar sinnar.
Eldflaugar sþrungu enn 'í ioft-
inu og trúarleg skrúðganga, ber-
andi helgimyndir og syngjandi,
var að nálgast torgið. Og þegar
vikið var fyrir skrúðgöngunni
varð mannþröngin ennþá þéttari
á torginu.
Leiguvagnstjórinn fór að tala
við þau um manninn, sem skot-
inn var um daginn. Hann hafði
þó ekki söguna rétta, að því
leyti, að hann hélt, að Sebast-
iano hefði verið einhver hátt-
settur maður í svartamarkaðs-
viðskiptum og hefði verið myrt-
ur af keppinaut sínum. Hvorugt
þeirra reyndi að leiðrétta hann.
Ruth var að hugsa um það, sem
hún ætlaði að segja Stephen
þegar þau kaemu heim í húsið.
Hún vissi ekki enn, hvort hún
myndi segja honum það eða
ekki, og hú,n var hrædd við að
verða of fljót á sér og svo
kannski sjá eftir öllu saman á
eftir. Hún var hrædd um, að
ef hún ákvæði nú að se,gja hon-
um það, gæti hún hæglega sagt
honum eitthvað meira, eða
minna, án þess að hugsa sig um.
Yfirleitt var þetta svo líklegt,
að það var næstum þýðingar-
laust að vera að hugsa sig um
fyrirfram.
En hann hafði ekki gleymt
því. Þegar þau höfðu stigið út
úr vagninum og hann hafði snú-
ið við og lagt af stað aftur til
þorpsins, greip Stephen hana í
fang sér og þrýsti henni fast að
sér.
— Hlustaðu, sagði hann í eyra
henni. — Eg vil ekki, að þú seg-
ir mér neitt. Eg vil ekki heyra
það. Héðan af er alveg sama um
það.
— Já, en .'. .
— Gerðu það ekki, sagði hann.
— Því er öllu lokið. Talaðu
ekki um það.
Um leið og varir þeirra mætt-
ust, fann Ruth, að hann hafði
haldið, að hún hefði a»tlað að
fara að segja honum um sam-
band sitt við Lester Ballard.
Hann hafði ekki grunað, að hún
hafði ætlað að trúa honum fyrir
— Afsakið’ Viljið þér gjöra svo vel og hafa auga með manninun
nafni morðingja Ballards.
— Halló, herra! sagði rödd,
rÉtt hjá þeim í dimmunni. —
Elú skal ég spá fyrir þér og döm
unni!
.Fram úr myrkrinu kom lítil
mannvera til þeirra. Þegar ljósið
s fcein á hana, sáu þau, að þarna
v ar kominn drengurinn með páfa
gaukinn.
— Spá fyrir ykkur,' endurtók
hann í bænarrómi. — Góð spá.
Jtikilvæg spá!
Hann stakk hendinni inn í búr
i'i og kom út með páfagaukinn.
Setti hann á röndina á bakkan-
um, sem var framan á búrinu.
Fuglinn greip þegar lítið umslag
með nefinu. Drengurinn tók
umslagið af fuglinum og rétti
Stephen.
Stephen hló. — Gott og veþ
sagði hann og seildist til vasa
síns eftir peningum.
En um leið og hann gerði það,
sagði drengurinn: „Nei, nei!“ og
stakk um leið umslaginu í hina
höndina á Stephen og hvarf svo
út í myrkrið. En áður en hann
hvarf, leit hann einu sinni um
öxl. Og í tunglsljósinu sást skelf
ingarsvipur á fölu andlitinu.
52
B Y L T 1 q G 1 N É RÚSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
Annar illræmdur Okhrarja-
njósnari, sem hér verður gerð-
ur að umtalsefni, og það nokkru
ítarlegar en Azev, er Roman
Malinovsky. Hann var ekki jafn
áberandi og Azev, en fast að
því jafn undirförull, og sumt í
sjálfri ósvífninni og dirfskunni
ferli hans er næstum hlægi-
legt. Malinovsky var talsvert —
átta árum — yngri en Lenin og
honum er lýst sem aðlaðandi
manni, rjóðleitum og uppstökk-
um, og tölugur var hann og flóð
mælskur ræðumaður. Rússnesku
lögreglumyndirnar af honum —
og þær voru sjaldnast fegraðar
— sýna hnöttótt, rússneskt höf-
uð, þétt, snoðklippt hár, hang-
andi yfirskegg og greindarlegt
og bjartsýnilegt augnaráð að
öllu samanlögðu er þetta álitleg-
ur maður. Hann hafði orð á sér
fyrir að vera eyðsluseggur og
drykkjumaður, og á yngri árum
sínum var hann oftar en emu
sinni dæmdur fyrir smávægilega
glæpi. Ætterni hans var bæði
rússneskt og pólskt og ekki sér-
lega göfugt; hann var málmiðn-
aðarmaður og árið 1917 fram-
kvæmdastjóri félagsskapar málm
iðnaðarmanna í Petrograd. Ein-
hverntíma um þessar mundir
náði Okhrana í hann cig hann
byrjaði eitthvað smávegis sem
lögreglunjósnari og njósnaði þá
um samverkamenn sína. En bráð
lega komst hann á fast kaup hjá
Okhrana og honum var fengið
það mikilvæga starf að kljúfa
sósíaldemókrataflokkinn.
Lenin hitti hann í fyrsta sinn
á Pragþinginu 1912, þar sem hon
um skaut upp sem æstum bol-
sjevíka og fulltrúa fyrir iðnfélög
in í Moskvu. Frá fyrstu byrjun
virðist Lenin hafa orðið hrifinn
af honum, og hann studdi að
kosningu Malinovskys tiil Dúm-
unnar, sem bolsjevíkafulltrúa.
Okhrana studdi mjög þennan
leik — því hærra sem Malinov
sky væri skrifaður hjá bolsje-
víkunum, því betra — og lög-
reglan gat stutt kosningu hans
á þann einfalda hátt nð taka
mótframbjóðendur • hans fasta.
Malinovsky gerðist nú hæst-
launaði njósnarinn hjá Okhrana,
með 500 rúblna laun á mánuði
og hann virðist hafa lifað tvö-
földu lífi til fullnustu. Hann
sendi eintök af þingræðum sín-
um bæði til Lenins og lögregl-
unnar. Stundum gátu Lenin,
F simenev eða Zinoiev samið ræð
ubnar fyrir hann, og þessar ræð-
ut sendi hann heiðarlega til lög-
r'glunnar, áður en hann flutti
þíEir. Efnahagur hans blómgað-
ift; Okhranalaunin hækkuðu
upp í 700 rúblur á mánuði og
þígar hann gaf bolsjevíkaflokkn
utn peninga gat hann látið skrifa
upphæðina hjá lögreglunni, sem
sferfskostnað. En lögreglan virð
ií t líka hafa verið útfarin í þess-
um leik, því aðeinu sinni sektaði
hfm Pravda um 500 rúblur fyrir
byltingargrein eftir Malinovsky.
En snemma árs 1914. tóku
bæði Okhrana og bolsejevíkarn-
ir a'ð gruna mann sinn. Okhra #a
ákvað að slíta sambandi við
hann. Hún skipaði Malinovski
að segja af sér þingmennsku og
gaf honum 6000 rúblur í eitt
skipti fyrir öll, til þess að koma
undir sig fótunum að nýju. Hann
fór þá beint til Galizíu, sem var
heimskulegt tiltæki, því að bol-
sjevíkarnir hófu þá tafarlaust
rannsókn á framferði hans. En
áhrifavald Lenins nægði til að
bjarga höfði Malinovskis (enda
þótt það hindraði ekki bolsje-
víkana í að taka hann síðar af
lifi í Moskvu).
KALLI
HARMAN
Þú hefur svei mér verið heppinn
fram til þessa — og enn ertu með
ekambyseuna. Viltu reyna öðru
sinni?
— Nei, nei, alls ekki!
— Losaðu beltið með vinstri hend-
inni og hentu því hingað — svo ríð-
um við af stað. Við komum líklega
rétt mátulega til þess að sjá Frænku
taka kalkúnsíeikina út úr Qfninum.
— Kalkún — hvað áttu við?
— Það er þakkargjörðardagurinn
í dag — og væri ég í þínum sporum
myndi ég flytja sérlega þakkargjörð
fyrir að vera enn á lífi
Svona persónusaga ævintýra-
manns er kannski að einu leyti
rxlerkileg: hún sýnir, að um þær
mundir sem hinir mikilvægu dag
ar voru að nálgast, rétt fyrir
heimsstyrjöidina, þá var bylt-
ingastraumurinn langt frá því að
vera hreinn. Hann var gjöreitr-
aður, og tímabundin blinda Len
ins og annarra fyrirmanna á það,
sem raunverulega var að gerast
í þeirra eigin röðum, var engu
minni en blinda keisarans á það,
sem var raunverulega að gerast
í Rússlandi yfirleitt. Hún er ein
kennileg sjón, þar sem þverúðug
ar sálir eru að mjakast áleiðis til
sinnar eigin tortímingar, og
enginn maður mundi veðja skild
ingsvirði um það, hvort keisar-
arinn eða bolsjevíkarnir ólu
upp meiri fanta í liðskosti sín-
um. Víst er um það, að hið svarta
innræti Rasputins er ekki laust
við að lýsast ofurlítið við saman
burðinn við siðleysi manna eins
og Azevs og Malinovskys.
Að minnsta kosti voru nú —
síðustu dagana fyrir 1914 — öfl
að verki, sem voru sterkari en
svo, að keisarinn eða Lenin, gætu
við þau ráðið. Nú eins og 1905,
voru það hræringar og tilfinn-
ingar rússnesku þjóðarinnar i
heild, sem ætlaði að fara taka
málin í sinar hendur, og þarna
fóru menn ekki eftir forskrift-
um neinna foringja til hægri eða
vinstri, heldur út frá eigin
reynslu og þeirri meginsetningu
sem Trotski hafði orðað þann-
ig, að „gamla skipulagið var
orðið óþolandi". Einveldi keisar-
ans var hrundið. Tilraun hinna
frjálsu í Dúmunni til að leita
lækningar í lýðræðinu, hafði orð
ið fyrir skemmdarárásum. Þvi
leitaði rússneska þjóðin einu
hugsanlegu lausnarinnar, sem eft
ir var. Frá janúar til júlí fóru
meira en milljón verkamenn í
verkfall í stóru borgunum, og
í maímánuði kom svo verkfall í
vopnabúri flotans, vefnaðar-
verkamenn í Moskvu neituðu að
halda áfram vinnu, og götubar-
dagar hófust í Baku, milli oliu-
verkamann, kósaka og lögreglu.