Morgunblaðið - 15.05.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.05.1964, Qupperneq 8
8 MORGUNBLADIÐ Fðstudagur 1S. maf 1984 Viðvörunarleppar Nína Krúsjeff er mömmuleg Tízkukongnum Jacques Est erel dettur margt fyndið í hug. Nýjasta uppátæki hans eru gleraugna-leðurleppar, sem notaðir eru til að leggja yfir sólgleraugu, meðan sá sem ber þaú fær sér sólbað, svo sólarljósið nái ekki að skína á augun. Lepparnir eru á letraðir svo sem meðfylgj- andi myndir sína. Áletran- irnar draga að sér athygli við staddra að stúlkunum — og venjulega hafa stúlkur ekk- ert út á það að setja. Áletrunin á efri myndinni hljóðar svo: Maðurinn minn er handan við hornið, en á þeirri neðri: Truflið mig ekki. — GL. EINS OG kunnugt er fóru Jens Otto Kragh, forsætisráð herra Danmerkur, og frú Helle Virkner, í opinbera heimsókn til Rússlands í fe'br úar sl. í flugvélinni á heim- leiðinni spjallaði frúin við blaðamann um Nínu Krúsjeff og sovézkar konur almennt. Fara hér á eftir glefsur úr því samtali: — Nína er ein mömmuleg asta og viðmótshlýjasta kona, sem ég hef hitt, sagði frú Helle Virkner, og ég hlakka til að taka á móti henni, þeg- ar hún kemur í heimsókn til Danmerkur í júní. Því .miður var hún sjúk fyrstu dagana sem við dvöldumst í Moskvu, en þegar fundum okkar bar saman varð é'g strax fyrir á- hrifum af persónuleika henn ar. Þegar taka átti mynd af okkur saman, sagði hún: „Nú eyðilegg ég myndina“. En það var öðru nær hún, sem Ijómar af kvenlegri tryggð. — Ýmsir vestrænir fulltrú ar í Moskvu telja, að konur eins og Nína, Rada dóttir* hennar, sem gift er Alexej Adsjubej ritstjóra Izvestia, og síðast en ekki sízt Lydia Gromyko, hafi pólitísk áhrif í landi sínu, sagði blaðamað- urinn. — Ég eyddi nokkrum tíma með Rödu Adsjubej, sem ég vona að komi með föður sín- um til Danmerkur. Hún talar góða ensku, sem ef til vill er ekki í frásögur færandi. Ég held, að allar þessar þrjár konur séu eiginmönnum sín- um ómissandi stoð og stytta. Nína Krúsjeff vaknar kl. 7 á hverjum morgni til að borða morgunverð með manni sín- um. Lydia Gromyko sagði mér, að hún ræddi alltaf við burði dagsins við mann sinn um kvöldið. Þurfi hann að vinna til kl. þrjú um nóttina, vakir hún einnig. Ég verð að játa, að ég fer að sofa, ef Jens þarf að vinna á næturn ar — þannig vill hann einn ig hafa það. Ég talaði við þeir eru í meirihluta, verða að vera í hlýjum sokkum. Mér er kunnugt um að nælonsokk ar eru ekki algeng sjón í Sovét. í þau fáu skipti sem ég fékk tækifæri til að fara í verzlanir komst ég að raun um, að þrátt fyrri framfarirn ar, er úrvalið takmakað, — og fatnaður er Sovétkonunni dýr. En það var býsna skemimtilegt að komast að raun um, að samhliða áhuga þeirra á krökk- um, eiginmanni og heimili, sem þær hafa allan hugann við eins og konurnar heima, höfðu þær áhuga á tízku, snyrtingu — já, öllum hlut- um sem konur almennt hafa áhuga á. Ráð undir rifi hverju t'- ■ Það nýjasta við skreyting. ar veizluborðsins er, „ætilegt borðskraut,“ sem jafnframt er afar glæsilegt skraut, eins og t. d. meðfyigjandi upp- stilling, sem höfð er á borð- inu miðju. Þar 'má sjá mel- ónur, púrrur, lauk, appelsín- ur, vínber, epli og margt fleira. — segir Helle Virkner Nínu Krúsjeff um dagskrána í sambandi við komu hennar til Danmerkur. Hún gaf mér ýms góð ráð í sambandi við matinn og bað mig um að sjá til þess að kvöldveizlurnar gætu byrjað eins snemma og mögulegt væri, þar sem Krú- sjeff vildi fara snemma að hátta en fara þess í stað fyrr á fætur, á morgnana. — Hvernig þykir yður klæðaburður sovézku kon- unnar? — Almennt séð eru þær ekki eins vel klæddar og kon urnar heima — en allir voru sammála um að klæðaburður þeirra færi batnandi. Sniðið er frábrugðið því sem við eig um að venjast — litir og gæði efnanna sömuleiðis. En mað- ur ætti að varast að gera bein an samanburð. Hlý ullarföt eru þeim nauðsynleg í vetrar- kuldanum. — Nælonsokkar sjást ekki nema endrum og eins, skaut blaðamaðurinn inn í. — Einmitt. Við sem kom- um akandi í leikhúsin áttum við engin vandamál að stríða. En þeir sem þurfa og nota venjuleg flutningatæki, og Magnús Guðni Pétursson ÞEIR eru nú óðum að hverfa mennirnir, sem voru að vaxa úr grasi á síðasta áratugi 19 aldar innar. í dag er til moldar borinn einn þeirra mætu drengja, Magnús Guðni Pétursson, sjómað ur frá Flateyri. Magnús Guðni Pétursson var fæddur 1. janúar 1889, í Engidal í Skutulsfirði í N-ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Jónsdóttir og Pétur Magn- ússon, er bjuggu í Engidal, og síðar að Hálsi á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Er þau hjón höfðu dvalið nokk uc ár að Hálsi dó Pétur bóndi af slysförum. Ekkjan stóð nú ein uppi með 5 unga sonu og eina dóttur. Jóhanna fluttist þá með börn sín norður í Hnífsdal. Magnús Guðni var elztur syst kynanna, þá aðeins 11 ára. Sveirminn var þroskamikill og duglegur, varð hann því aðal- stoð móður sinnar um fyrirvinnu fyrir vngri systkinunum Er hann var 12 ára réðst hann til hins mikla athafnamanns, Jónasar Þor varðssonar á Bakka í Hnífsdal. Fyrst var hann smali, en brátt gildur vinnumaður. Þegar hann var 14 ára reri hann sína fyrstu vertíð á opnu skipi. Fljótt kom í ljós, að Magnús Guðni var frábær að dugnaði og mjög vænlegt sjómannsefni. Um tvítugt gerðist hann for- maður hjá Jónasi Þorvarðarsyni. Hann var framsækinn og hug- mikil og varð því brátt formað ur á eigin fleytu. Lángefinn var hann og fengsæll formaður. Árið 1924, 21. desember kvænt ist Magnús Guðni, Petrínu Sig- rúnu Skarphéðinsdóttur, en hún var ekkja eftir Pétur bróður Magnúsar. Pétur dó ungur frá þrem börnum í bernsku, sem Magnús gekk nú í föðurstað_ Þau hjón, Petrína og Magnús Guðni, bjuggu í Hnífsdal til árs- ins 1927. Þá fluttust þau hjón að Kleifum í Seyðisfirði við ísa- fjarðardjúp. Á Ideifum bjuggu þau til ársins 1931, en það ár flutt ust þau til Flateyrar í Önundar- fxrði. Til Flateyrar kom Magnús Guðni með vélbát sinn og gerði hann út þaðan um skeið. í maí 1933 missti Magnús Guðni konu sína, Petrínu Sig- rúnu, frá stórum barnahóp. Ráðs kona hjá honum gerðist þá, upp eldis- og bróðuxdóttir hans, Sig- ríður Pétursdóttir. Á Flateyri átti Magnús Guðni heimili til ársins 1948. Hann stundaði jafnan sjó, en einnig hverja aðra vinnu er til féll. Á efri árum sínum stundaði hann sjómennsku á togurum. Árið 1948 flutti Magnús Guðni heimilisfang sitt til Reykjavík- ur, þar átti hann síðan heimili hjá syni sínum, Pétri Jóhanni, bókbindara í Álftamýri 25, og konu hans Rögnu Björnsdóttur Magnús Guðni var alla ævi við urkenndur atorku- og dugnaðar- maður. Hann var einn þeirra kjör kvista, sem „bogna ekki, en bresta í bylnum stóra seinast“. Hann starfaði meðan hann gat föturn fyigt. Eftír 5 vikna sjúkdómslegu dó hann í Borgarsjúkrahúsinu 9. maí 1964. Stjúpbörn og börn Magnúsar Guðna eru þessi: Sigríður Pétursdóttir, gift Hjálmari Kristjánssyni, verka- manni á Flateyri; Hallgrimur Pét ursson, stýrimaður (hann fórst með v.s Péturséy á styrjáldar- árunum; Magnús Björn Péturs- son, umsjónarmaður, kvæntur og búsettur í Reykjavík; Pétur Jó- hann Magnússon, bókbindari, kvæntur og búsettur í Reykja- vík; Eva Magnúsdóttir, gift og búsett i Reykjavík; Páll Magnús son og Skúli Magnússon, dóu báðir börn að aldri. Óskar Magn ússon, kennari, kvæntur og bú- settur á Eyrarbakka. Guðný María Magnúsdóttir, gift og bú- sett í Vesturheimi; Guðmundur Ingvar Magnússon, skrifstofumað ur á Keflavíkurflugvelli, kvænt- ur og búsettur í Reykjavík. Við lát móðurinnar voru tvö yngstu börnin tekin í fóstur: Guðný María ólst upp hjá Margrétu Guðleifsdóttur og Guð mundi Sigurðssyni, hjónum á Flateyri. Guðmundur Ingvar ólst upp hjá Hildi Guðmundu Magnús dóttur og Jóni Péturssyni, bróð- ur Magnúsar Guðna. Að lokum skal svo þetta sagt: Flest var Magnúsi Guðna Péturs syni vel gefið. Hann var karl- menni í sjón og reynd. Bjartur yfirlitum, beinvaxinn og snar- legur burðamaður. Verkfús, kappsfullur, verkdyggur Hvert það rúm, sem hann skip aði að störfum, á sjó eða landi, var sem ágætum skipað. Góður starfsfélagi, glaðlyndur, gaman- samur vel. Ágætlega greindur var hann, las miikið og las vel. Stálminnugur var hann, einkum á ljóð og snjallar vísur. Ástvinupi sínum ástúðlegur, umhyggjusamur og fórnfús. — Magnús Guðni Pétursson var drengur góður í þeirra orða fyllstu merkingu. Mestur fannst mér þó hann Magnús Guðni í yfirlætisleysinu. Eitt sinn var sagt, er dugmikill ágætismaður var kvaddur: „Sizt vil ég tala um svefn við þig“. Magnús Guðni, þegar þú ert kvaddur, skal heldur ekki á svefn inn minnast. Ástvinir þínir og samferðamenn trúa því, að þín bíði bjartur og fagur starfaheim ur fuilur verkefna, sem hæfi starfsvilja þínum og hjartahlýju, Sv. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.