Morgunblaðið - 05.06.1964, Síða 27

Morgunblaðið - 05.06.1964, Síða 27
Föstudagur 5. i'únf 1964 MORG"u*t AÐIÐ 27 Bein finnost í Pntreksfirði Líklega kuml írá heiðni Patreksfirði 4 júní SL. ÞRIOJUDAG fundust mannabein í hól við Vatnsdalsá, sem fellur um Vatnsdal í Patreks firði. Er líklegt talið, að liér sé um að ræða kuml frá heiðni, og ef svo er, þá cr hér um allmerkan fund að ræða, því sárafá kuml bafa fundizt á Vestfjörðum. Eigandi jarðarinnar Vatnsfals, Páll Guðfinnsson, var á þriðju- daginn að láta taka steypuefni í hól innarlega í Vatnsdal. Kom jarðýtan þá niður á mannabein, og ennfremur virðist vera þarna járn, eitthvað sem líktist spjóts- oddi eða einhverju öðru vopni. Þjóðminjaverði var tafarlaust gert aðvart urn fundinn, og ósk- aði hann eítir því að mokað yrði yfir þetta og ekki hróflað við hólnum frekar fyrr en hann hefði komið hingað og rannsakað inálið. — Trausti Mbl. snéri sér í gær til Krist- jáns Eldjárns, þjóðminjavarðar. Hann sagði það vafalítið, að hér væri um kuml frá heiðni að ræða. Ekki væri annað um málið að segja a þessu stigi, en þetta yrði rannsakað, vonandi áður en Xangt um liði. • ENDURSKOÐA MÆTTI... London, 4. júní NTB Sir Alec Douglas Home sagði í dag, að ástæða væri til að taka tii endurskoðunar þá afstöðu Vesturveldanna að selja ekki kjarnorkustöðvar til kommúnistaríkjanna. - ífrróitlr Framhald af bls. 26 íslenzku stúlkurnar verja annað sætið. Síðasta Norðurlandamót kvenna fór fram í Fagersta í Svíþjóð. Þá unnu Danir en ísland varð í 2. sæti. f>að er bezti árangur sem ísl. stúlkur hafa náð á mót- inu en þær hafa verið með þri- vegis. Danir og Svíar hafa yfir- leitt skipt á milli sín sigrum í þau 10 skipti sem mótið hefur farið fram. Hafa bæði löndin hlot ið 5 sigra. Danir eru sigurstrang legastir nú. Pétur Bjarnason er þjálfari ísl. liðsins, en hann sagði við blaða- menn í gær, að endánlegt val í íslenzka liðið færi ekki fram fyrr en um aðra helgi. Stúlkurnar æfðu vel, þrívegis vikuleg úti auk annarra æfinga. Var l ar.n bijartsýnn á getu beirra þó hann teldi að varla væri hægt að telja liðið eins sterkt, og það var 1960 á síðasta móti. Fimm stúlkur er þá voru með eru við æfingar nú auk margra nýrra o» mtö-r efni- legra. — Larsen Frh. af bls. 2F MYND þessi er frá átökunum í Seoul á miðvikudag, er um þúsund manns, stúdentar og lög reglumenn særðust (Símamynd frá AP). mjög upp og ofan, teflt skarpt og lagt út í á'hættusamar leikfléttur. í gær t. d. tefldi Tal við Berger og var nærri búinn að tefla skákina af sér . . . en hann er í öðru sæti núna, ásamt Spasski og Bronstein. — Gligoric hefur teflt illa móti Rússunum, hann hafð ekki nema % vining tvisvar eftir fimm viðureignir við þá, tapaði fyrir þremur og gerði jafntefli við tvo. Bent Larsen var við góða heilsu og ókvíðinn að venju og hann gladdist yfir áhuga Islendinga á velgengni hans. Átök þúsunda stúdenta og lögreglu í 8 borgum S-Kóreu Seoul, S-Kóreu, 4. júní • í dag kom enn til alvar- legra átaka í S-Kóreu, er þúsundir stúdenta hófu mót- mælaaðgerðir í átta borgum gegn stjórn landsins. Linnti þeim ekki fyrr en stjórnin hótaði að lýsa yfir hernaðar- ástandi í landinu öllu. • Höfuðborgin, Seoul, er enn í hernaðarástandi og herma fregnir þaðan, að hundruð stúdenta og fjöldi blaðamanna hafi verið hand- teknir. Fjölmennt herlið kom til borgarinnar í nótt og í morgun og ólga er sögð mikil þar undir niðri. Sameinast frjálslyndir republikanar um Scranton? New York, 4. júní AF—NTB. • FREGNIR vestanhafs hern-.a, að hinn frjálslyndi armur republikanaflokksins eigi nú úr vöndu að ráða vegna sigurs öld- ungadeildarþingmannsins Barry Goldwaters í pröfkosningunum í Kaliforniu, enda hafi hann kom- ið þeim allmjög á óvart. Þó sé sú skoðun sterk meðal frjáls- lyndra, að margt geti breytzt á þeim mánuði, sem er til stefnu þar til úr framboði flokksins verður endanlega skorið og því muni hentast að ákveða hið fyrsta hvernig haga skuli barátt- unni gegn honum. • I stórblöðunum brezku og bandarísku kemur sú skoð- un ótvírætt fram, að frair.boð Goldwaters yrði hið mesta ólán. „New York Times“ sagir það hörmulegt fyrir Bandaríkin jafnt sem flokk republikana verði hann frambjóðandi flokks- ins. Og „Times“ í London segir, að vart verði mönnum láandi þótt þeir fyllist óróleik við um- hugsunina um Goldwater sem framb jóðanda. • Þá fer sovézka tímaritið „Literaturnaja Gazeta“ háðuleg- um orðum um Goldwater i dag. Segir hann hafa „Páfagauks-, heila“ og að spaugilegt sé, að hann hyggi á fran.boð. Grein blaðsins um Goldwater ber fyrir sögnina „Ferill Neanderthals- manns“ og lýkur henni með áminningu um, að Hitler hafi ekki verið tekinn alvarlega í upp hafi og það hafi orðið mannkyn- inu dýrt. Mikið er nú rætt uam þann möguileika frjálslyndari republik ana að fyl'kja sér um William Scranton, ríkisstjóra í Pennsyl- vaniu. Er hann talinn einna lík- legastun' til að geta forðað klofn ingi í flokknum. Scranton hefur ekki enn látið beint í ljós óskir um að komast í framboð og síðast í gær lýsti hann því yfir, að hann óskaði hvorki eftir fram boði til forseta — né varaforseta embættisins, nema því aðeins að fram kæmi af hálfu flokksins heiðarleg og alvarleg tilmæli þar að lútandi. Hinsvegar hafa verið uppi raddir um að samþykkja fram- boð Goldwaters en reyna að hafa þau áhrif á hann, að hann taki upp nokkuð sveigjanlegri stefnu í utan- og innanríkismálum. Talsmenn þessarar stefnu biðu verulegan ósigur þegar í kvöld, er talsmaður Goldswaters lét hafa það eftir sér, að vísast muni Goldwater greiða atkvæði gegn því, að bundinn verði endi á málþófið í öldungadeildinni um stjórnarfrumvarpið um aukin réttindi blökkumanna, hversu mjög sem að honum verði lagt að breyta afstöðu sinni í því máli. Sú skoðun er útbreidþ meðal fréttamanna vestra, að aðrir sem til greina hafa komið sem fram- bjóðendur republikana muni aldrei fást til að ljá Goldwater fyigi. Johnson ánægður >á segir í AP-frétt frá Was- hin.gton, að líklega sé Johnson förseti að vissu leyti ánægður með sigur Goldwaters, þar sem hann telji hann einna hættu- minnstan keppinaut úr hópi repu blikana. Á það er bent, að John son hefur fátt látið eftir sér hafa að undanförnu um hugsanlega frambjoðendur republikana. Þó hefur hann farið viðurkenning- arorðum um þá Rockefeller, Scranton, Henry Cabot Lodge, sendiherra og George Romney, ríkisstjóra í Michigan. Hinsvegar hafi Nixon, fyrrverandi varafor- seti og Goldwater nokkrum sinn um verið skotspænir heldur háðulegra athugasemda forset- ans. Bandarísk og brezk dagblöð harma yfirleitt að Goldwater skyldi bera sigur úr býtum í Kaliforníu en bandairísku siðdeg- isblöðin telja Ólíklegt, að héðan af verði komið í veg fyrir að hann verði útnefndur frambjóð- andi flokksins. • „New York Journal-Ameri- can“ segir í ritstjórnargrein, að sigur Goldwaters hafi verið óum deilanlegur, þótt naumur hafi hann verið. Fáránlegt sé að halda því fram, að Goldwater hafi ekki fylgi meðal kjósenda, úr því hann hlaut 51% 2.1 millj óna republikana. • „Wall-Street Journal“ segir ðhjákvæmilegt að draga þá álykt un, af úrslitunum í Kaliforníu, að í Bandaríkjunum sé veruleg- ur fjöldi mjög íhaldssamra manna — eða a.m.k. manna sem andstæðir séu lýðræðislegum þjóðfélagsumbótum. • „New York Times“ leggur á það áherzlu, að nærfellt helm- ingur republikana í Kaliforníu hafi þó greitt atkvæði gegn Gold water, og ekRi sé ástæða til að telja, að hann hafi stuðning meirihluta republikana í Banda- ríkjunum öllum. Á hinn bóginn séu litlar líkur til þess að unnt verði að hindra framboð hans til forsetakosninganna úr þessu. Síðan segir blaðið, að það yrði jafn hörmulegt fyrir Bandaríkin og flokka republikana kæmi hann fram sem frambjóðandi flokksins, — og bætir við, að það verði síður en svo til að auðveldi republikönum Ieiðina inn í Hvíta húsið. Öllu heldur verði þetta til þess að auka á andstæður bandarísku þjóðar- innar og fjarlægja republikana þeim milljónum óháðra kjós- enda, sem hafi látið í ljós áhuga fyrir þeim lýðræðislegu þjóðfé- lagsumbótum, jafnvægi, réttlæf- isviðleytni og efnahagslegum framförum, sem orðið hafi síð- ustu þrjá áratugi, sem stjórnii republikana og demokrata hafa skipzt á um völdin. • Brezka blaðið „Guardian" segir, að enginn vinur Bandaríkj anna og jafnfrmt enginn, sem óskar áframhaldandi tengzla Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu geti óskað Goldwater sigurs í baráttu hans fyrir forsetaembætt i-nu og „Times“ tekur svo til orða, að erlendir fréttamenn geti vart við því gert þó þeir fyllist óróleika og kvíða við umhugsunina um Goldwater sem frambjóðanda til forseta- kjörs. Þó muni sá kostur að Johnson vinni kosningarnar með því meiri yfirburðum. Segir „Times“ að Goldwater sé mað- ur, sem ekkert samband hafi við raunveruleikann. • í Sovétríkjunum hafa einnig heyrzt raddir um Goldwater. Tímaritið „Literaturnaja Gazeta' fer þeim orðum um hann, að hann hafi „páfagauksheila“, og segir hann þekktan aðeins fyrir tvenn.t, nærföt þau og ilmvatn er hann selji. Blaðið segir i grein undir fyrirsögninni „Ferill Neanderthals-manns“, að Gold water hafi aldrei lokið háskóla- menntun sinni en bætir við, að „auðvitað* þurfi ekki háskóla- próf til að selja „brjóstahöld og magabelti". Fer síðan háðuleg- um orðum um, að hann skuli bjóða sig fram til forsetaembætt is. „En það sem okkur finnst nú grín eitt kann að snúast upp í mikinn harmleika fyrir Banda- ríkin. Það er næsta ótrúlegt að fólk skuli hugsa til þess að leggja líf sitt og örlög í hendur þessa fávísa manns“. Síðan lýkur hann greininni þannig: „Hitler var heldur ekki tekinn alvarlega í byrjun — og það var I mannkyninu dýrt spaug". Alvarlegastar urðu óeirðirnar í dag í borginni Kwangju, sem er 265 km suður af Seoul. Söfnuð- ust þar saman á að gizka sex þúsundir stúdenta og kröfðust þess, að stjórn landsins segði af sér. Köstuðu þeir grjóti og öðru lauslegu að lögreglumönnum og brutust gegnum varnarlínur þeirra. Lögreglan beitti táragasi og kylfum og tókst að dreifa hópnum að mestu — en allmarg- ir komust þó til aðsetursstaðar borðarstjórnarinnar og kröfðust þess að fá að ræða við borgar- stjórann. Neitaði hann að tala við stúdentana, sem þá hófu grjót- kast á húsið, brutu a.m.k. 50 rúð- ur og ollu fleiri skemmdum, áður en lögreglu tókst að hrekja þá á brott. Að minnsta kosti 20 stúd- entar og 10 lögreglumenn meidd- ust í átökum þessum. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið að um níu þúsund stúdent- ar hafi tekið þátt í mótmælaað- gerðum í öðrum borgum, þar á meðal í Chonchou, 70 km norð- austur af Seoul; Chongju, um 100 km suður af borginni; hafn- arborginni Pusan á suðaustur- ströndinni; hafnarborginni Inch- on skammt frá Seoul; borginni Taejon og loks í Mokpo, sem var helzti vettvangur óeirðanna 1960, er leiddu til þess að Syngman Rhee fór frá völdum. í öllum þess um borgum urðu átök millf stúd- enta og lögreglu, kröfðust stúd- entar þess að stjórn Parks fæn frá völdum, sökuðu hana um fjármálaspillingu og óstjórn og kröfðust þess jafnframt að hern- aðarástandi yrði létt í Seoul • Ólga í Seoul Liðsstyrkur tók að st. u til höfuðborgarinnar fljótlega eft- ir að hernaðarástandi var’ lýst yfir þar í gærkvöldi og útgöngu- bannið sett. Var borgin sem í um- sátri í allan dag. Talið er að 400— 500 manns hafi verið handteknir, mest stúdentar og blaðamenn. Einnig munu hafa verið hand- teknir fimm starfsmenn Donga- útvarpsstöðvarinnar, sem gagn- rýnt hefur Park-stjórnina harð- lega að undanförnu, og ritstjórar blaðsins „Kyungyang“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.