Morgunblaðið - 06.06.1964, Page 8

Morgunblaðið - 06.06.1964, Page 8
8 MORGUNi*' At%lO I Latierarcla^ur 6. júní 1964 Listahátíðin sett á morgun í samkomusal Háskólans Bók um Kjarval eftir Thor Vilhjálmsson og nýtt bindi Shakespeare-þýðinga Helga Hálfdánarsonar koma út í sambandi við hátíðina A MORGUN, sunnudag, hefst Listahátíð Bandalags íslenzkra listamanna með setningarathöfn í samkomuhúsi Háskólans. Gefin hefur verið út vönduð skrá yfir hátíðina, sem stendur til 19. júní. Á forsíðu skrárinnar er litprent- uð mynd af málverki Jóhannesar S. Kjarvals, „Úti og inni“. Fremst í skránni er mynd af forseta- hjónunum, en forsetinn, Asgeir Ásgeirsson er verndari Listahá- tíðarinnar. í skránni eru ávörp frá Gylfa Þ. Gíslasyni, mennta- málaráðherra, og Geir Hallgríms- syni, borgarstjóra, og greinin „Listahátíð og listamannaþing“, eftir Sigurð Nordal prófessor. • TVÆR BÆKUR Á fundi með fréttamönnum í gær skýrðu Ragnar Jónsson, framkvæmdastjóri Listahátíðar- innar, og Jón Þórarinsson, for- maður Bandalags íslenzkra lista- manna, frá því, að á sunnudag- inn kæmu út tvær bækur í sam- bandi við hátíðina, bók um Jó- hannes S. Kjarval, eftir Thor Vilhjálmsson, sem Helgafell gef- ur út, og nýtt bindi Shakespeare- þýðinga Helga Háldánarsonar, sem Mál og menning gefur út. Af báðum bókunum verða sérstök tölusett og árituð eintök til sölu á bókasýningu Listahátíðarinnar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Af Shakespeare-þýðingunum verða 100 tdlusett eintök og kostar hvert 500 kr. Af bókinni um Kjarval verða 300 slík eintök og kostar hvert 1000 kr. Thor Vilhjálmsson, rithöfund- ur, var viðstaddur fundinn í gær. Sagði hann m.a., að lesmálið í bókinni væru persónulegar hug- leiðingar um feril Kjarvals og list. Kvaðst Thor hafa umgengizt listmálarann mikið frá því að Ragnar Jónsson fór þess á leit við hann fyrir þremur árum, að hann tæki að sér samningu bók- arinnar. Mestan hluta bókarinnar sagðist Thor hafa skrifað sl. sum- ar. — í bókinni um Jóhannes S. Kjarval eru 75 svarthvítar mynd- ir eftir hann og 25 síður eru lit- prentaðar. Engin litmyndanna hefur verið prentuð áður. Sú elzta er frá 1914, en þá yngstu lauk Karval við fyrir rúmum hálf um mánuði. Er það málverkið sem Alþingi sendi norska Stórþing- inu að gjöf í Jilefni 150 ára af- mælis stjórnarskrár Noregs 17. maí sl. • LEIKRITIÐ „BRUNNIR KOLSKÓGAR" Einar Pálsson, rithöfundur, og Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykja- víkur, skýrðu fréttamönnum frá leikriti Einars, sem nefnist „Brunnir kolskógar" og er fyrsta leikrit eftir hann, sem flutt er. Leikritið verður sýnt í Iðnó nk. þriðjudags- og miðvikudagskvöld í tilefni Listahátíðarinnar. Þetta er einþáttungur, sem gerist í móðuharðindunum 1783 í Öræf- um. Aðalpersónur leiksins eru fjórar, síra Jón, prestur á Meðal- landi, sem Gísli Halldórsson leik- ur, Arnór, bóndi á Öræfum, leik- inn af Brynjólfi Jóhannessyni, Steinvör, systir hans, Helga Bach- mann, og Geirlaug, dóttir hans, Kristín Anna Þórarinsdóttir. Dr. Páll fsólfsson hefur samið tón- listina við leikinn. Leikstjóri er Helgi Skúlason og leiktjöld gerði Steinþór Sigurðsson. Á undan leiksýningunum lesa rithöfundar upp úr verkum sínum. Á þriðju- dagskvöldið Guðmundur Daníels- son, Gunnar Dal og Kristján frá Djúpalæk, en á miðvikudags- kvöldið Guðmundur Frímann, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson og Thor Vilhjálms- son. Sala aðgöngumiða hefst í Iðnó kl. 2 e. h. á sunnudag. Einar Pálsson skýrði frétta- mönnum frá því, að „Brunnir kol skógar" væri annað tveggja leik- rita, sem hann hefði samið um 4Hiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii 1 Gróskumikil sýning á myndlist | 1 Sýnincj Listahátíðarinnar opin næstu 3 vikur 1 = í TILEFNI Listahátíðarinn- 3 ar verður opnuð sýning á ís- S lenzkri myndlist, höggmynda- = list og grafík í sölum Lista- S safns ríkisins í Þjóðminjasafn = inu. 3 Sýningin verður opnuð kl. 3 4 e.h. á sunnudag fyrir boðs- 3 gesti, síðan mun hún verða 3 opin daglega frá kl. 1.30 — = 10 í 3 vikur. 3 Samtals sýna á sýningu 3 þessari 32 listamenn, þar 9 Krlstján eftir Jóh. Sv. Kjarval menn, 18 málarar og 2 vefnað- arlistakonur. Öll þessi verk eru gerð á síðustu 5 árum, og er mein- ingin með því tímamarki að sýna þá list, sem nú er upp á að bjóða á íslandi. Þarna kernir margra grasa og er öll sýningin hin girni- legasta til fróðleiks. Þarna eru nafnkunnir listamenn lista menn að sýna verk sín, og ekki síður þeir, sem minna eru þekktir. Sýning þessi er á margan hátt mjög stórbrotin, og til þess fallin að vekja menn til umhugsunar um, hvar íslenzk list er á vegi stödd í dag. Það ætti að vera óþarfi að nefna nöfmn með föðurnöfn- um, þetta aetti að nægja: Kjarval, Scheving, Jóhannes, Þorvaldur, Hjörleifur, Stein- þór, Júlíana, Sigurjón, Guð- munda, Nína og Nína Sæ- mundsd., Jóhann Briem, Hörð ur, Snorri Sveinn, Kristján, Rikharður, Guðmundur Ben., Sverrir, Hafsteinn, Vigdís, Ólöf, Jón Ben., Guð. Elíasd., Ásgerður, Bragi, Benedikt, Sigurður, Valtýr, Magnús, Barbara, Gunnfríður, Eiríkur, An^’ítsmynd eftir Sigurjón = Ólafsson Hringur Jóhannsson og nokr- 3 rr liciri. Aiit eru þeua oroin Z þeKitt nötn í iistasogu okkar. 3 Synmg þessi sýmr grósku í 3 ísien2Kii írst og þess er að = vænta að hún veroi vei sótt 2 aí aimennmgi. Listahatioin = á masKi eitjr að vera arlegur h viðDuiour hér á íslanai, og = það hlýtUi að vera mark og 2 mið að sýna á hverjum tíma, s hvar við eium staddir á hinu || listræna sviði. sama vandamálið á ólíkum tím- um. Væru þessi leikrit samloka, en ekkert því til fyrirstöðu að sýna þau sitt í hvoru lagi. Það fyrra nefnist „Trillan" og sagðist Einar hafa samið það með sjón- varp í huga. Það gerist í Reykja- vík 1964. Hitt er „Brunnir kol- skógar“, sem nú verður sýnt. • DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐARINNAR Á sunnudaginn verður Lista- hátíðin sett í samkomusal Háskól ans að viðstöddum forseta ís- lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, og konu hans, frú Dóru Þórhalls- dóttur. Jón Þórarinsson, formað- ur Bandalags íslenzkra lista- manna, setUr hátíðina, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, flytja óvörp og Halldór Laxness, rithöfundur, heldur ræðu. Þá leikur Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Igors Buketoffs, „Minni fslands", for- leik eftir Jón Leifs, ljóð eftir Einar Benediktsson og Jónas Hall grímsson. — Söngsveitin Fíl- harmónía og blandaður kór Fóst- bræðra syngja. Síðan lesa rit- höfundarnir Guðmundur Böðv- arsson, Guðm. G. Hagalín og Þór- bergur Þórðarson úr verkum sín- um og að lokum er lofsöngur fyr- ir hljómsveit og kór eftir dr. Pál ísólfsson, ljóð eftir Davíð Stefáns son frá Fagraskógi. Að setningarathöfninni lokinni eða kl. 4 e.h. verða opnaðar tvær sýningar í Þjóðminjasafnshúsinu, myndlistarsýning í Listasafninu og bókasýning í Bogasalnum. — Ragnar Jónsson opnar báðar sýn- ingarnar með ræðu, að viðstödd- um forsetahjónunum. Fyrsta dag- inn verður myndlistarsýningin að eins opin myndlistarmönnum og gestum þeirra, en fyrir aðra gesti er hún opin kl. 2—10 e.h. frá mánudegi. 30 listamenn taka þátt í sýningunni og sýna málverk, höggmyndir og vefnað. Öll lista- verkin eru gerð sl. fimm ár. Það er Rithöfundafélag íslands, sem sett hefur saman bókasýning una í Bogasalnum, en hún skipt- ist í sjö flokka. Er sýningunni ætlað að vera nokkurt yfirlit ís- lenzkra bókmennta þau 20 ár, sem liðin eru frá lýðveldisstofn- uninni. Á sunnudagskvöldið verður há- tíðasýning á óperettunni Sardas- furstinnunni í Þjóðleikhúsinu. • Á mánudaginn hefst sýn- ing Arkitektafélags íslands á þró- un íslenzkra íbúðarhúsabygginga sl. 20 ár, og fer hún fram í húsa« kynnum Byggingaþjónustunnar að Laugavegi 26. Um kvöldið eru tónleikar í samkomuhúsi Háskól- ans. Þar syngur Kristinn Halls- son tvo ljóðaflokka eftir Beet- hoven og Schuman með undir- leik Vladimirs Askhenazy, sem leikur einnig píanósónötu eftir Beethoven. • Á þriðjudags- og miðviku- dagskvöld verða sýningar á leikn um „Brunnir kolskógar“ eftir Ein ar Pálsson, sem fyrr segir, en á undan sýningunum lesa rithöf- undar úr verkum sínum. • Á fimmtudagskvöldið sýnir Þjóðleikhúsið „Kröfuhafa“, leik- rit í einum þætti eftir August Strindberg. Leikstjóri er Lárus Pálsson og leikendur þrír, þau Helga Valtýsdóttir, Gunnar Ey- jólfsson og Rúrik Haraldsson. • Föstudaginn 12. júní verð- ur Listamannakvöld í TónabíóL Þar lesa rithöfundarnir Jóhann Hjálmarsson, • Stefán Jónsson og Þórunn Elfa Magnúsdóttir úr verkum sínum og flutt verður tónlist eftir Árna Björnsson, Hall grím Helgason og Leif Þórarins- son. — Flytendur eru Averil Williams (flauta), Einar G. Svein björnsson (fiðla) og Þorkell Sig- urbjörnsson (píanó). • Á laugardaginn verður ljóðakvöld í Austurbæjarbíói. — Þar syngur Ruth Little lög eftir Edvard Grieg, Gustav Mahler, Franz Schubert og íslenzk söng- lög með undirleik Guðrúnar KTÍstinsdóttur. • Um eftirmiðdaginn 14. júnl verða tónleikar Musica Nova að Hótel Borg. Þar verða flutt tón- verk eftir Gunnar R. Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál S. Pálsson, Magnús Bl. Jóhanns- son og Atla Heimi Sveinsson. — Flytjendur: Polýfónkórinn, stjórn andi Ingólfur Guðbrandsson, Ingvar Jónasson (fiðla), Einar Vigfússon (celló), Þorkell Sigur- björnsson (píanó), Einar G. Sveinbjörnsson (fiðla og víóla), Gunnar Egilsson (klarinett), Sig- urður Markússon (fagott) og Magnús Bl. Jóhannsson (píanó). • Á sunnudagskvöldið verður listamannakvöld í Tjarnabæ. Þar lesa rithöfundarnir Guðbergur Bergsson Jón úr Vör, Stefán Júlíusson og Þorsteinn frá Hamri úr verkum sínum og fluttur verð ur einþáttungurinn „Amalía" eft- ir Odd Björnsson. Það er tilrauna leikhúsið Gríma, sem sér um Framihald á 15-siðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.