Morgunblaðið - 06.06.1964, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.06.1964, Qupperneq 11
Laugardagur 6. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 Fréttatilkynning frá Samkvæmt 1. grein laga nr. 40, 9. júní 1960, um takmarkað leyíi til dragnótaveiða í fiskveiðilandhelgi íslands undir vísindalegu eftirliti, getur ráðherra, samkvæmt tillögum fiskideldar háskóians og Fiskifélags íslands, ákveðið fyrir fyrir eitt ár í senn, að dragnótaveiði sé heimil á ti'íteknu svæði eða svæðum á tímabilinu 15. júní til 31. október eða skemmri tíma, eftir því sem nánar er ákveðið. Fiskifélag íslands hefur leitað álits sveitarstjórna og annarra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu efni. í samræmi við ákvæði téðra laga og athuganir Fiskifélags íslands hefur sjávarútvegsmálaráðuneytið ákveðið að leyfi til dragnótaveiða skuli veitt frá og með 19. þessa mánaðar á eftirgreindum svæðum: 1. Milli lína réttvísandi norðaustur um Bjarnarey sunnan Vopnafjarðar, og réttvísandi norðaustur frá Kögri sunn- an Héraðsflóa. 2. Milli lína réttvísandi austur úr Borgarnesi norðan Seyð- isfjarðar, og réttvísandi austur frá Gerpi Þó skulu veiðar óheimilar innan línu úr Borgarnesi í Skálanes fynr mynni Seyðisfjarðar, og úr Flesjartanga í Fjúksnes fyrir mynni Mjóafjarðar. 3. Frá línu réttvísandi austur úr Hafnarnesi norðan Fá- skrúðsfjarðar að línu réttvísandi austur úr Hafnarnesvita að sunnan. Þó skulu veiðar óheimilar innfjarða í Fáskrúðsfirði inn- an línu úr Hafnarnesvita að sunnan í Hafnarnes að norðan. 4. Frá línu réttvísandi suðaustur úr Kambanesi norðan Breiðdalsvíkur suður og vestur um að línu réttvísandi suður úx Geitahlíðarfjalli (22° v. 1.) austan Grindavíkur. 5. Samfellt svæði frá línu réttvísandi vestur úr hólman- um Einbúa í Ósum, fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vest- firði, að línu réttvísandi norðaustur frá Geirólfsgnúpi á Ströndum. í Faxaflóa takmarkast svæðið af línum, sem hugsast dregnar þannig: 1. Úr Garðskagavita um punktinn 64°8’n.br. 22°42’v.l. í Gerðistangavita. 2. Úr Hólmbergsvita um bauju nr. 6 í Faxaflóa í Kirkju- hólsvita. Á Vestfjörðum er dragnótaveiði óheimil innfjarða, inn- an lína sem hér segir: 1. Úr Ólafsvita um Tálkna, þvert yfir Patreksfjörð og Tálknafjörð. 2. Milli Svarthamra að sunnan og Tjaldaness að norð- an í Arnarfirði. 3. Milli Keidudals að sunnan og Arnarness að norðan í Dýrafirði. 4. Milli Mosdals að sunnan og Kálfeyrar að norðan í Önundarfirði. 5. Milli Keravíkur að sunnan og Galtabæjar að norðan í SúgandafirðL 6. Milli Óshólma að vestan og Bjarnarnúps að austan í ísafjarðardjúpi. 7. Milli Maríuhorns í Grunnavík að sunnan og Láss að norðan, í Jökulfjörðum. Bátum innan lögmætra stærðarmarka, sem skráðir eru og gerðir hafa verið út frá verstöðvum á þessum svæðum, verður veitt leyfi til að veiða hvar sem er á svæðunum. Ennfremur hefur sjávarútvegsmálaráðuneytið ákveðið, að svæðið frá línu réttvísandi norður úr Nestá á Vatnsnesi (20°40’v.ld.) vestan Húnafjarðar að línu réttvísandi norður frá Straumnesi austan Málmeyjarfjarðar (19°20’v.dl.) skuli opnað til reynslu til dragnótaveiða. Þó skulu dragnóta- veiðar óheimilar á svæði í Skagafirði, sem takmarkast af línu, sem hugsast dregin úx norðurenda Tindastóls (Lans- endi) í Drangey og þaðan beina stefnu í Hegranestá. Bátum, sem skráðir eru og gerðir hafa verið út frá verstöðvum á hinu leyfða veiðisvæði verður einum veitt leyfi til að veiða á svæði þessu, en hins vegar verður þeim ekki leyfðar drag- nótaveiðar annars staðar innan fiskveiðilandhelginnar. Sjávarútvegsmálaráðuney tið, 4. júní 1964. Húseigendur óskum eftir 1—2 herb. ibúð. Tvennt fullorðið. Vinnum bæði úti. Reglusemi. — Sími: 36045, milli kl. 2 til 6 laugar- dag O'g sunnudag. ATHUGIU að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa ■ Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Séfasettið K.R. 332 Ódýrasta sófasettið á markaðnum — en þó í gæðaflokki. Formfagurt og Teak armar og fætur. ★ Verð frá kr. 9450.- K.R. er í fyrstu deild — K.R.-húsgögn í fyrsta flokki. K.R.-húsgögn petíunt r a r» a c m, UTANBORÐSMÓTORAR FARA SIGURFOR UM HEIMINN ÞEIR ERU FRAMLEIDDIR I STÆRDUNUM 4'/j, 6Vi, 18, 30 OG 40 HESTÖFL Utanborðsmólorana má panla * Með mismunandi skrúlum « I tveim lengdum (dýptum) * Með st|órnbúnaði og öðrum aukaútbúnaði eftir vali LEITIÐ NANARI UPPLYSINGA HJÁ OSS EÐA KAUPFÉLÖGUNUM - DRATTARVELAR H.jÉ LTGERÐARMEINiiM SÍLDVEIÐIIUENIVi Perkins 18 ha. utanborðsmótorinn hefur gefið góða raun við notkun á síldveiðum. VIÐGERÐARÞJÓNUSTA VARAHLUTIR Dráttarvélar h.f. ÍTALSKAR T Ö F F L U R NÝTT ÚRVAL Laugavegi og AUSTURSTRÆTI. Hvers vegna krefjast SÍA-piltar 200 þús.? Lesið RAUÐU BÚKINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.