Morgunblaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ r Laugardagur 6. júní 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjaviv Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HEILBRIGÐIR SAMNINGAR ¥jessi lausn hefur fengizt ”* fyrir samhug og góðvild allra þeirra, sem hér hafa átt hlut að máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, er hann undirskrifaði samkomulagið í launamálun- um fyrir hönd ríkisstjórnar- innar í fyrrinótt. „Ég vil þakka þeim ráðherr um, sem við höfum átt skipti við, drengilega framkomu í samningum11, voru orð Hanni bals Valdimarssonar, forseta ASÍ, við sama tækifæri, og Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendasambands ís- lands, sagði: „Ég vil taka und- ir þessi orð og þakka ríkis- stjórninni mikið starf og vinnu, sem hún hefur lagt í þetta samkomulag." Ástæðan til þess, að hinir heilladrjúgu samningar náð- ust er auðvitað sú, að allt ann- ar andi ríkti en oftast áður í vinnudeilum. Nú var unnið að málunum löngu áður en til átaka gat komið, ítarlegra upplýsinga var aflað um þró- un efnahagsmála og menn reyndu fyrirfram að gera sér grein fyrir því, hverjar yrðu afleiðingar hverrar einstakr- ar breytingar á kjarasamning unum. Hér hafa því verið tekin upp ný og heilbrigð vinnu- brögð, líkt og er meðal ná- grannaþjóðanna, sem lengst eru komnar í þessu efni. Eiga allir, sem að þessu samkomu- lagi hafa staðið, þakkir skild- ar. Landsmenn fagna þessu samkomulagi, sem markar tímamót í launabaráttu hér á landi, og Morgunblaðið hef- ur sérstaka ástæðu til að gleðj ast yfir því, þar sem flest á- kvæði þess eru í samræmi við margra ára baráttu blaðsins. Hér hefur margsinnis verið bent á nauðsyn þess að verka- fólk fengi greitt vikukaup. Blaðið hefur barizt fyrir því að dagvinnukaup yrði hækk- að gegn því að eftir- og næt- urvinnuálag lækkaði, og jafn- framt hefur verið rædd nauð- syn þess að stefna í þá átt að vinnutími styttist. Allir hafa verið sammála um nauðsyn þess að auka lán til húsbyggjenda og bæta láns kjör, en undirstaoa þess er einmitt sú, að heilbrigðir samningar ríki, þannig að unnt sé að ráða við verðbólg- una. Þess vegna hefur einnig tekizt með þessum samning- um að ná þessu markmiði. Að því er eftirvinnu- og næturvinnuálaff varðar. hefur fyrst og fremst verið bent á nauðsyn lækkunar þess — gegn hækkun dagvinnu — með hliðsjón af þörfum út- flutningsframleiðslunnar. — Kaupgjald verður að miðast við það, að sjávarútvegurinn geti skilað hagnaði, svo að ekki verði fjárflótti úr þess- ari mikilvægustu atvinnu- grein. Fiskiðjuverin þurfa að láta vinna mikið í eftir- og nætur- vinnu og stundum er meiri- hluti vinnunar unnin utan venjulegs dagvinnutíma. — Þess vegna lendir það með mestum þunga á fiskfram- leiðslunni, þegar eftir- og næt urvinnuálag er spennt upp, og var því um öfugþróun að ræða hér í þessu efni. En nú hefur sem sagt verið snúið við, til heilla, ekki einungis fyrir sjávarútveginn, heldur einnig fyrir launþega við aðr- ar starfsgreinar, sem fremur geta nú en áður lifað af dag- vinnukaupi. Öll er þessi þróun svo á- nægjuleg, að ekki er að furða þótt fögnuður hafi í gær ríkt um land allt. EIN UNDAN- TEKNING U*in undantekning var frá ^ því, að menn gleddust í gær yfir samkomulaginu, sem náðst hefur á vinnu- markaðnum. Þrjú dagblað- anna fluttu þessi tíðindi fagn- andi, sem aðalfrétt, en Tím- inn skýrði lauslega frá mál- inu neðst á forsíðu sinni, en aðalfréttin var um kvöldsölu í Reykjavík. Það er enginn fögnuður í röðum Framsóknarforingj- anna, þótt hitt sé áreiðanlegt mál, að óbreyttir flokksmenn fagni ekki síður en aðrir landsmenn. Þeir ættu að draga lærdóm af geðvonzku leiðtoganna þessa dagana. MISSKILNINGUR Alþýðublaðið birtir í gær forystugrein, sem byggð er á misskilningi. Er þar rætt um væntanlega olíuhreinsun- arstöð og látið liggja að því að olíukaup myndu hætta frá Austur-Evrópuríkjunum, ef hún yrði reist. Þetta er á al- gerum misskilningi byggt, því að gert er ráð fyrir að halda áfram verulegum olíukaupum frá þessum löndum, þótt af bessari framkvaemd vrði. Ovíst hver verður varaforseta efni demókrata í Bandaríkjunum Robert Kennedy og Adlai Stevenson vinsælastir ÞEGAR ræt‘ hefur verið um forsetakosningarnar, sem fram eiga að fara í Bandaríkjun- um í haust, hafa umræðurnar venjulega snúizt um >að hver sé líklegasti frambjóðandi replúblikana. Engar vanga- veltur eru i)m það hver verði frambjóðandi demókrata, því sjálfsagt er talið að það verði Johnson forseti. En annað mál er svo hitt hver verður kjör- inn varaforsetaefni demó- krata. Mikið hefur um þetta mál verið ritað í bandarisk blöð, og oftast hefur borið þar hæst nafn Roberts Kennedys, dóms málaráðherra, bróður Kenn- edys heitins forseta. Heyrzt hefur að Johnson forseti sé lítið hrifinn af þeirri hugmynd að fá Kennedy sem varafor- setaefni. Haft er eftir forset- anum að ef kjósendur endi- lega vilji fá Kennedy, sé eins gott að bjóða hann fram sem forsetaefni, og býðst John- son þá til a3 draga sig í hlé. Ekki skal hér rætt um gildi skoðanakannana í Bandaríkj- imum yfirleitt. Þær hafa sýnt það að undanfömu að ekki ér of mikið mark á þeim tak- andi, eins og ljósast kom fram við kosningarnar í Kaliforníu á þriðjudag, þegar Rockefell- er var spáð yfirburðasigri yfir Goldwater. En sanikvæmt skoðanakönnun meðal demó- krata er Robert Kennedy enn lang vinsælasta varaforseta- efnið, þótt Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi aukið vinsseldir sínar að Corps), J. W. Fullbright, öld- j§ ungadeildarþingmaður frá i= Arkansas, Edmund Brown, EE ríkisstjóri í Kaliforníu, og §§ Robert F. Wagner, borgar- M stjóri í New York. Kjósendur demókrata víða j§ um Bandaríkin hafa verið M sþurðir að því hvern þeir S óski að fá í framboð sem vara =§ forsetaefni. Fer hér á eftir l§ listi yfir vinsældir sjömenn- §§ inganna, sem nefndir voru = hér að ofan: = Jan. marz. apr. maí. % % % % Kennedy 34 37 47 41 Stevenson 26 25 18 26 Humphrey 14 13 10 11 Shriver 8 7 7 3 Brown 5 4 3 5 Fulbright 2 3 3 3 Wagner 2 3 2 2 Adlai Stevenson. undanförnu. Fleiri hafa kom- ið til greina, m.a. Hubert Humphrey, öldungadeildar- þingmaður frá Minnesota, Sar gent Shriver, forstöðumaður „Friðarsveitanna'* (Peace Robert Kennedy hefur lýst = því yfir opinberlega að hann = kæri sig ekki um að sér verði = ýtt út í framboð sem varafor- §f setaefni, og hefur ráðherrann §1 marg tekið fram að hann hafi j§ ekki gefið kost á sér til fram- jz boðsins. Þessvegna þykir skoð = anakönnuðum í Bandaríkjun- = um ekki nóg að leyfa kjós- j}§ endum að tilnefna hver sem S er við kannanirnar, heldur s spyrja einnig hver sé líkleg- s astur ef Kennedy verður ekki M í kjöri. Lítu' þá vinsældalist- § inn þannig út: Stevenson ........... 42 % 5 Humphrey ............ 15 — = Shriver ............. 10 — S Brown ................ 7 — H Fulbright ............ 5 — § Wagner ............... 5 — = irmillllllllllllllllllllllllllllilllllllllillillillllllllllllilllllllllllílllllllllllllillllllllllllfllíllClllllllllllllllllllllllllllllllllllljlillllllllllilllllllllllllllimillllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIII'illlUllt Gagnfræðaskólanum á Akureyri slitið Ef til vill má segja, að þessi misskilningur Alþýðublaðsins og fleiri aðila sé afsakanleg- ur, þar sem ekki hefur verið birt ítarleg greinargerð um fyrirhugaða olíuhreinsunar- stöð, því að málið hefur verið til athugunar hjá ríkisstjórn og stóriðjunefnd. Alþýðublaðið segir rétti- lega, að íslendingar þurfi að eignast olíuhreinsunarstöð, áður en langt líður, en virðist telja athugandi að kaupa jarð olíuna, hráefnið, í Austur- Evrópu. Það hafa þeir inn- lendir aðilar og erlendir sér- fræðingar, sem um málið hafa fjallað, hinsvegar ekki talið æskilegt, af mörgum á- stæðum, sem hér skulu ekki ræddar. En einmitt með hlið- sjón af því, að búizt var við, að á þetta yrði bent sem rök gegn þessu fyrirtæki, hefur verið gert ráð fyrir svo mikl- um kaupum á fullunnum olíu vörum í Austur-Evrópu, að ekki yrði mikill munur á and- virði þeirra og jarðolíunnar, sem auðvitað er miklu ódýr- ari. Þennan misskilning verður strax að leiðrétta, en annars skal málið ekki rætt nánar að sinnL Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri var slitiff s.l. laugardag. Settur skólastjóri, Sverrir Páls- son, flutti skólaslitarræðu og gaf yfirlit yfir skólastarfið á liðnum vetri. 24 fastir kennarar og 13 stunda kennarar störfuðu við skólann, og nemendur voru alls 639 í bóknámsdeildum og 6 í verk- námsdeildum. Brautskráðir gagn fræðingar voru 75. Hæstu eink- unn á gagnfræðaprófi hlaut Erna María Eyland, 8,51, næst hæstu Helga Gísladóttir, 7,75 og þriðju hæstu Þóra Baldursdótt- ir, 7,69. Landspróf þreyttu 44, en úrslit þess liggja ekki fyrir enn. Unglingaprófi luku 208 og hæstu einkunn þar hiaut Þór- halla Gísladóttir 9,00. Hæstu einkunn í skóla hlaut Sigrún Valdimarsdóttir, 1. bekk, 9,11. Skólahúsið rúmar ekki lengur nándár nærri alla nemendurna svo að taka varð á leigu 6 kennslustofur utan þess, og al- menn kennsla fór frarn á fjórum stöðum í bænum. Nú er hins vegar að rísa vegleg viðbótar- bygging, sem væntanlega verð- ur tekin í notkun í haust. Þar fáist 8 almennar kennslustofur, auk nýrrar toennarastofu og smiðastofu. Tíu ára gagnfræðingar færðu skólanum að gjöf fagran verð- launabikar. sem vera á farand- gripur og veitast árlega þeim, sem hlýtur hæstu einkunn í ís- lenzku á gagnfræðaprófi ár hvert. Nú hreppti bikarinn Erna María Eyland. Gagnfræðingar frá 1953 færðu skólanum málverk af látnum bekkj arbróður, Sveini Eiríkssyni flugmanni, málað af einum bekkj arbræðranna Kristni Jóhanns- syni, listmálara. Gagnfræðingar 1962 gáfu minn ingarskildi um tvo bekkjarbræð- ur, Gylfa Stefánsson og Guð- mund Ingva Aarason, er báðir létust á síðasta ári. Lionsklúbburinn Huginn veitti tvenn bókarverðlaun fyrir bezta árangur í stærðfræði, bókfærslu og vélritun á gagnfræðaprófi, og hrepptu þau Margrét Guðmunds dóttir og Haki G. Jóhannesson. Verðlaun frá skólanum sjálf- um hlutu Valdimar Gunnars- son, umsjónairmaður skóla, Guð- mundur Kristmundsson og Gunn ar Aðalsteinsson, allir í 4. bekk, fyrir vel unnin störf og trausta framkomu, og Halldór Halldórs- on í 3. befck landsprófsdeildar fyrir yfirburði í námi. í lok athafnariranar ávarpaði settur stoólastjóri namendur nokkrum orðum, kvaddi gagn- fræðiragana, þakkaði þeim góð kynni og bað þeim góðs flam- aðar. Jakob Trygigvíison stýrði söng við athöfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.