Morgunblaðið - 06.06.1964, Síða 14

Morgunblaðið - 06.06.1964, Síða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ r taugardagur 6. júní 1964 Jón Pálsson, yfirsund- kennari, sextugur SEXTUGUR er í dag Jón Páls- son yfirsundkennari við Sund- höll Reykjavíkur. Hann þarf ekki að kynna íslenzkum sund- unnendum, því nafn hans hefir verið tengt hinum stórstígu fram íörum í sundkennslu og sund- þjálfun hér á landi í rösk 40 ár. Þó finnst mér ekki mega undír höfuð leggjast á þessum merku tímamótum í lífi Jóns, að minnast nokkuð á hið mikla starf, sem hann hefir innt af hendi í þágu sundíþróttarinnar. Sund lærði Jón sex ára gam- all í Sundlaugunum í Reykja- vík hjá Páli Erlingssyni föður sínum, hinum landskunna braut- ryðjanda sundlistarinnar hér á landi. Þrettán ára að aldri tók Jón þátt í hinu þekkta Nýjárs- sundi, sem háð var í sjónum á nýjársdag frá árinu 1910 til 1922. Vegalengdin var 50 m og varð Jón þriðji í keppninni. Þótti það frábært afrek af svo ungum pilti að vera. Tvisvar varð hann sig- urvegari í Nýjárssundinu og hlaut bikar að launum. Ungur drengur gerðist hann einn stofnenda Sundfélagsins „Gáins“ árið 1916 ásamt Eiríki Magnússyni bókbindara, er síðan varð fyrsti formaður Sundfélags- ins „Ægis“. Árið 1927 verða merk þátta- skil í sundíþróttinni fyrir for- göngu Jóns og nokkurra annarra sundáhugamanna með stofnun Sundfélagsins „Ægis“. Jón tók að sér þjálfun félagsmanna og auk þess bætti hann á sig þjálf- un sunddeilda Glímufélagsins Ármanns, Knattspyrnufélags Reykjavíkur og íþróttafélags Reykjavíkur, er stofnaðar voru um svipað leyti og síðar. Óiafur Pálsson sundkennari bróðir Jóns tók við kennslu Sund deildar „Ármanns" tveim árum síðar og lagði hann mikla alúð við starf sitt og náði sundfólk undir hans handleiðslu glæsi- legum árangri eins og til dæmis hinn frábæri skriðsundsmaður, Hafliði Magnússon, sem setti setti mikinn svip á sundmótin á árunum 1931—’35. Eftirminnilegast er þó nafn Jóns Pálssonar tengt Sundfélag- iinu „Ægi“, sem hann gerði að slíku stórveldi innan íslenzku sundhreyfingarinnar, að heita mátti, að sundfólk þess færi með sigur af hólmi á nær öllum sund- mótum og sundknattleikum, er háð voru frá stofnun félagsins •árið 1927 og allt fram yfir árið 1940. Láta mun nærri, að á þessu blómaskeiði „Ægis“ hafi félagar þess sett um 130 sundmet, og átti fræknasti nemandi Jóns, Jónas Halldórsson, sundkappi, þar bróðurpartinn. Rösklega 1300 menn og konur hefir Jón þjálfað til þátttöku í sundmótum hérlendis og til keppni á erlendum vettvangi. Landsþjálfarastöðu gegndi hann fyrir Olympíuleikana í Berlín 1936, Evrópumeistaramót í sundi í London 1938, sundkeppni við Dani í Reykjavík 1946, þar sem íslendingar báru hærri hlut, landskeppni við Noreg 1948, einn ig háð í Reykjavík, var það mjög tvísýn og spennandi keppni er lauk með sigri okkar manna. Til London fór hann það sama ár á Olympíuleikana með glæsileg- an sundflokk karla og kvenna er stóð sig þar með mikilli prýði í harðri keppni. Og svona mætti lengi telja. Er Páll Erlingsson, faðir Jóns, lét af störfum við Sundlaugar Reykjavíkur árið 1921 tóku syn- ir hans, Jón og Ólafur, við af 'honum. Auk hinnar almennu sundkennslu tóku þeir bræður nú að sér sem áhugastarf að leið- beina fólki undir keppni í hinum ýmsu sundgreinum með reglu- bundinni þjálfun eins og tíðkað- ist meðal erlendra kappsunds- manna. Þrátt fyrir einangrun Hjartanlegar þakkir til allra ættingja og venzlafólks og kvenfélags Kjósahrepps, sem allir gerðu mér 70 ára afmælisdaginn ógleymanlegan með skeytum, gjöfum og heimsóknum. Bið guð að blessa ykkur öll og ykkar framtíð. Ingveldur G. Baldvinsdóttir, Skorhaga, Kjós. Maðurinn minn STEINN ÓLAFSSON lézt í Borgarspítalanum 5. þessa mánaðar. Fyrir mina hönd Katrín Kjartansdóttir og vandamenn. Faðir okkar og tengdafaðir GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON sjómaður, lézt að heimili sínu Barmahlíð 18 föstudaginn 5. júní. Marin Guðmundsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Aðalsteinn Ó. Guðmundsson, Sigríður S. Sveinsdóttir, ÓJafur Guðmundsson, Elín ísleifsdóttir. Eiginmaður minn KRISTINN JÓNSSON Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. júní kl. 2,30. Ragnhildur Stefánsdóttir. Okkar beztu þakkir til allra er sýndu okkur vinarhug við fráfall og minningarathöfn föður míns og bróður okkar ÓLAFS HALLDÓRSSONAR loftskeytamanns. Anna Ólafsdóttir og systkini hins látna. okkar á þessu sviði, sem og flestu öðru á þeim tíma, tókst þeim bræðrum að koma upp álitlegum hópi kappsundsmanna með sér- kennilegan og fallegan sundstíl, sem síðari tíma sundþjálfarar okkar hafa tleinkað sér. Má þetta teljast einstakt afrek þegar þess er gætt, að enginn er- lendur kappsundsmaður eða sund- þjálfari kom hingað til lands fyrr en að síðari heimsstyrjöld- inni lokinni og kom þá í ljós, að íslenzkt sundfólk hafði frá- bæra getu í kappsundi eins og kunnugt er og sérstaka aðdáun hinna erlendu gesta vakti hið stílhreina og fágaða sund hinna íslenzku keppinauta þeirra, Auk þess sem að ofan greinir i efir Jón Pálsson samið stór- merka bók um sundkennslu, sem uppfyllti mikla þörf og hefur reynzt sundkennurum eins konar „biblía“ sundsins. Ennfremur hefir Jón haldið fjölda fyrir- lestra um sundíþróttina víðs veg- ar um landið jafnframt því sem hann hefir leiðbeint sundkenn- urum um land allt. Jón Pálsson hefir hlotið í vöggugjöf miklar og góðar gáf- ur. Skáldmæltur er hann vel og fáa hefi ég heyrt tala jafn fag- urt mál og hann, enda er unun að hlýða á útskýringar hans og leiðbeiningar við kennsluna. — Hann hefir tamið sér vandvirkni og samvizkusemi í starfi og fer ekki troðnar slóðir og engan nemanda vill hann láta frá sér fara fyrr en hann hefir tileinkað sér það bezta sem hann getur honum í té látið. Kvæntur er Jón Þórunni Sig- urðardóttur .landpósts frá Árna- nesi og eiga þau þrjú uppkomin börn. Ég vil að lokum þakka Jóni þrjátíu ára vináttu og veit að ég mæli fyrir munn hinan fjöl- mörgu -vina og kunningja Jóns er ég óska honum hjartanlega til hamingju með daginn og alls góðs á ókomnum árum. Þorsteinn Hjálmarsson. ' Tannlæknirinn einn hreinsar tennur yðar betur en Kolynos — og auk þess er ága:tt og ferskt bragð a£ ‘Kolynos’ Super Whlte, sem g'erir tennurnar hvítari, ferska lykt úr munninúnl og bjartara bros. Leitið að • túpunni með rauða f ánanum. Frá listahátíðinni Nokkrir ósóttir aðgöngumiðar að setningarathöfn Listahátíðarinnar í Háskólabíói eru til sölu til hádegis í dag hjá Lárusi Blöndal og Bókav. Sigfúsar Eymundssonr en eftir það í Háskólabíói. LISTAHÁTÍÐINNI Aðgöngumiðar að Tónleikum Asjkenazys og Kristins Hallssonar í Háskólabíói, nk. mánudagskvöld, eru til sölu hjá Lárusi Blöndal og Sigfúsi Eymundsen. Það sem óselt kann að vera við innganginn. Sportveiðimenn Munið veiðitækin hjá okkur......... Hagkvæmt verð. — Góð bílastæði. TJ estíittöst Garðastræti 2 — Sími 16770. BIFREIÐAEIGENDUR HJÓLBARÐAVIÐG E R ÐIR HJÓLBARÐASALA Opið alla daga helga sem virka írá kl. 8 — 23. KAPPKOSTUM FLJÓTA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU. HJÓLeARÐAVERKSTÆÐIÐ HRAUNHOLT gegnt Nýju sendibílastöðinni neðan Miklatorgs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.