Morgunblaðið - 13.06.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 13.06.1964, Síða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 13. júní 1964 Tengdasonur Krúsjeffs fararstjóri ballettsins Rússneski dans- ílokkurinn kemur 30. júní ÞANN 30. þ.m. kemur tll fs- lands 45 manna ballettflokk- ur frá Kænugarði (Kiev) í Sovétríkjunum og hefur hér sex sýningar á vegum leikhússins. Ballettflokkur þessi er talinn einn hinn bezti í Sovétríkjunum. Fararstjóri flokksins verður Viktor Petro vitj Gontar, en hann er hvorki meira né minna en tengda- sonur sjálfs forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikita Krú- sjoffs. Gontar er framkvæmda stjóri óperunnar í Kænugarði. Kvæntur er hann elztu dótt- ur Krúsjoffs, Júlíu. Gontar mun hafa komið hingað tii lands 1958, og þá látið í ljós ósk um að koma hingað aftur, og kynna íslendingum sov- ézka danslist, eins og hún bezt gerðist. Á meðan dansflokkur inn verður hér, 1.—6. júlí, munu meðlimir búa á Hótel Sögu og Stúdentagörðunum. Hafa þeir látið í ljós ósk um að dvelja hér eitthvað leng- ur, en úr því getur líklega ekki orðið vegna mikilla örð- ugleika á gistihúsaherbergjum á þessum tíma. Kíev-ballettinn á 100 ára af mæli á þessu ári og hefur að undanförnu verið á sýningar- Victor Petrovitj Gontar ferð um Norðurlöndin og vak- ið gífurlega hrifningu og hlot ið mjög lofsamlega dóma. Sinfóníuhljómsveit íslands mun leika undir og kemur stjórnandinn, Zachar Kazjaz- skij, nokkrum dögum áður til landsins til þess að æfa með hennL Eins og fyrr segir verða 45 manns með í förinni þar af 37 dansarar, en sólódansarar eru: Natali Rodenko, Gaveril- enkov, Lukasava og Kalinov- sky. Ballettinn, sem sýndur verður er Giselle, en hann er saminn af Corallis og er mjög sérstætt dæmi um hápunkt rómantísku stefnunnar í ball- ett-formi. Þetta er einn af elztu ballettum, sem varð- veizt hafa frá gleymsku, og er enn þann dag í dag jafn vin- sæll og dansaður um allan heim. Aðalhlutverkið „Gis- elle‘ er óskahlutverk allra dansmeyja og hefur verið svo um langan aldur, en þessi ball ett var fyrst sýndur 1841. Ennfremur verður á efnis- skránni ballettinn Farncesca da Rimini. Tónlistin er eftir Tsjaikovski en kóreógrafían eftir Vronskij. Sagan er byggð á La Divina Commedia eftir Dante. Þá verður einnig sýndur II. þáttur úr hinum þekkta ball- etti Svanavatninu við tónlist Tsjaikovski og Esmeralda, úkranískur klassískur ballett, og þættir úr ballettinum Don Quixote. Túlkur, með ballettflokkn- um, verður Wladimir Jakob, prófessor, í norrænu við há- skólann í Moskvu, en hann tal ar góða íslenzku þótt hann Tveir meðlimir dansflokksins. hafi aldrei komið til íslands. Hann hefur þýtt nokkrar ís- lenzkar bækur á rússnesku m.a. Hjalta litla eftir Stefán Jónsson. Eins og lesendur muna kom Konunglegi danski ballettinn hingað til landsins sl. haust og sýndi við mikla hrifningu og ágæta aðsókn í Þjóðleikhús- inu. Ekki er að efa að ball- ettunnendur kunni vel að meta heimsókn þessa ágæta listafólks. 1 l Flugfélagið hætt að boða farþega í síma ÁÐUR en Flugfélag íslands hóf raglulegt áætlunarflug milli staða innanlands, en flugvélar félagsins héldu uppi flugi er flutningsþörf gaf tilefni til og veður ekki hamlaði, komst á sú venja, að símað væri til allra væntanlegra farþega og þeim tilkynntur brottfarartími og ennfremur hvenær ætti að mæta á flugvelli. Eftir að áætlunarflug var tek- ið upp hélzt þessi siður og hefur svo verið síðan. Með bættum tækjum hefir á síðari árum igengið æ betur að halda uppi áætluðum flugferð- um á fyrirfram ákveðnum tím- um og þykir því ekki ástæða til að halda lengur uppi hinum gamla sið frumbýlisáranna, að hringja sérstaklega í farþega, heldur að þeir mæti á flugvelli samkvæmt áætlun, þ.e. í innan- landsflugi hálfri klukkustund fyrir brottför. Ef brottför breytist frá því sem segir i áætlun, mun hinsveg- ar verða hringt til væntanlegra farþetga. • Þeir ganga aftur Ég hitti kunningja minn á förnum vegi og við fórum að rabba um daginn og veginn. Þá segir hann: — Og þeir ganga aftur! — Já, afturgöngur virðast furðu lífseigar, jafnvel nú á tímum! — Afturgöngur? Já, já (svo hló hann) — þetta eru sann- kallaðar afturgöngur! — Hefurðu heyrt eitthvað nýtt? — Nei, við hvað áttu? Hefur þú frétt eitthvað? — Nei, ekkert síðan reim- leikarnir urðu á Saurum! Hef- ur þú frétt af einhverjum nýj- um afturgöngum? — Já, ég sagði, að þeir mundu ganga aftur, kommarnir — Keflavíkurgöngugarparnir! — Jaá, ég var búinn að gleyma þeim afturgöngum! • Á tunglinu Og nú eru þeir að bæta Hafnarfjarðarveginn. Þegar ég sé fyrirliðann þeirra ganga eft- ir veginum með krít, krota hér og þar á götuna, og stinga svo krítinni í vasann — þá fer ekki hjá því að maður fari að hug- leiða alla tækni nútímans. Þeir fara nefnilega eftir þessum strikum á götunni, þegar þeir bæta veginn, fylla eina holu —■ og skilja eftir þrjá hóla í stað- inn — svo að bíllinn hoppar þrisvar á eftir í stað einu sinni áður. Nú þegar hafa Bandaríkja- menn sent sjónvarpshnött á hringbraut um jörðu — og fleiri fylgja á eftir. Og þeir eru að undirbúa skot margs konar fjarskiptahnatta — og innan tið ar fer talsamband og sjónvarp milli heimsálfa um gervihnetti allan sólarhringinn. Ég hef ver- ið að velta því fyrir mér hvort þeir ætli að halda áfram að gera við Hafnarfjarðarveginn og aðrar malbikaðar brautir í þessu landi með þessum að- ferðum þar til hinir fara að mal bika á tunglinu. Kannski verða okkar vinnuflokkar fengnir til þess að taka þau verkefni að sér vegna fenginnar reynslu í holufyllingu við frumstæðustu skilyrði. • Hvað spörum við? Glöggur maður, Sveinn Ól- afsson hjá Eimskip, hefur sagt mér, að í Bandaríkjunum — og sennilega í Evrópu, noti þeir lítið, handhægt tæki til holu- viðgerða. Eins konar hitara, sem eihn maður getur borið, lagt yfir holurnar og gert við þannig, að engar nýjar ójöfnur myndist. Með notkun þessa tækis sé líka hægt að gera við holurnar jafnóðum og þær myndast, bæði sumar og vetur. Hér fara allar viðgerðir yfir- leitt fram á sumrin — og hola, sem myndast að hausti, er oft (yfirleitt — liggur mér við að segja) ekki fyllt fyrr en að vori. Og Sveinn benti mér á, að um tiu þúsund bílar færu um Hafnarfjarðarveginn á dag. Ef gert væri ráð fyrir að einn bíll af hverjum þúsund skemmdi hjólbarða í holu (sem er mjög vægt reiknað, ef miðað er við gæði akbrautarinnar) yrði tjón- ið 10 hjólbarðar á dag, eða 3600 á ári. Ef við reiknum með að hjólbarðinn kosti 1,500 krónur er heildartjónið liðlega hálf milljón á ári. Þarna mætti lengi reikna til að sýna fram á það, að lélegir vegir spari þjóðarbúinu sjálf- sagt ekki mikið þegar til lengd- ar lætur, enda þótt dýrt sé að byggja nýja vegi. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum — og vafalaust gætu þeir, sem vel þekkja til, raða tölunum þannig upp, að niðurstaðan yrði sú, að það væri allt of dýrt fyrir okkur að gera góða vegi. Þá liggur hina vegar beint við að spyrja, hvort við höfum nokkkuð að gera með vegi — yfirleitt. • Jafnvitlausir og Danir Kunningi minn vakti at- hygli mína á því, að einn af sérfræðingum okkar hefði kon\ izt að þeirri niðurstöðu, að ís- lendingar væru jafnvitlausir og Danir. Og hann sagði, að ef sannað væri, að geðveiki væri ekki meiri á íslandi en í Danmörku, þá mundu Danir telja okkur gáfaða þjóð. Og það er senni- lega bezta ráðið til þess að fá viðurkenningu umheimsins 1 eitt skipti fyrir öll — að sanna, að við séum jafnvitlausir og allir aðrir. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - umboðið Bræðurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.