Morgunblaðið - 13.06.1964, Page 13

Morgunblaðið - 13.06.1964, Page 13
Laugardagur 13. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 STOFNUN TIL STORYRKJU Ræða dr. Sturlu Friðrikssonar á landbúnaðar- ráðstefnu ungra Sjálfstæðismanna á Hellu ÍSLENZKUR landbúnaður hefur jafnan verið mjög einhæfur og er það eðlilega sökum legu lands íns og náttúrugæða þess og hins kaldraka veðurfars. Landið hafði ekki neinar nytja jurtir upp á að bjóða aðrar en grasnytjar til heyskapar og beit- ar og skóg til eldiviðar, hvanna njóla, söl og fjallagrös í harð- indum og ber til bragðbætis. Hingað fluttu hins vegar þjóðir, sem voru vanar öðrum og fjöl- breyttari náttúrugæðum af þeirra móðu. jörð, ávöxtum ald- intrjáa, kornrækt og línrækt. Það er því vafalítið, að í byrj- un landnáms hafa landnemar reynt að hefja þá ræktun, sem þeir voru vanir við úr heima- högum. Við vitum að kornrækt- un var stunduð fram eftir öldum og nokkur línræktun á stöðu stað. En þar sem landið var fyrst og fremst grasgefið var það vel fall- ið til kvikfjárræktar, og vegna landýmis hefur mátt stunda hér mun stærri bú og arðbærari en í móðurlandi innflytjendanna. í>að var meðal annars þess vegna, sem menn flykktust hingað til þess að auðgast af búskap, því að uppskera af grasi var gripin úr gjöfulli jörð endurgjaldslaust sem úthey og útigangsbeit. Og landið gaf meira af sér af land- búnaðarvöru en til þess að full- nægja innlendri eftirspurn. Vefn aður og skinn voru flutt út og síðar smjör og prjónles. Á þjóð- veldistíma er landbúnaður aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar og er það fyrst á 14. öld, sem sjávar- afurða fer að gæta meirá í við- skiptum út á við. Landbúnaður heldur þó áfram að vera megin- stoð þjóðarinnar. Sömu búskap- arhættir eru viðhafðir um allar aldir fram á vora tíma, og varð búskapurinn þó heldur einhæf- ari en hann. var í fyrstu. Bæði vegna þjóðfélagslegra breytinga, versnandi veðurfars og rýrnandi jarðvegs. NÝTT VIÐHORF — FJÖLBREYTTARI FRAMLEIÐSLA Með nútíma tækni er viðhorf- íð annað. En þrátt fyrir vélvæð- ingu hlýtur landbúnaður okkar þó að vera háður veðurfari og legu landsins. Og nú sem fyrr búum við fyrst og fremst við skilyrði sem hæfa vexti græn- gresis. Grasnytjar hljóta að verða að- alhráefnið og undirstaða okkar landbúnaðar enn um stund. En til þess að gera atvinnuveginn arðbæran og farsælan verðum við að auka afköst einstaklings- ins og leitast við að gera rækt- tinina fjölbreyttari og óháðari duttlungum veðurfarsins. Það er þó ekki einhlýtt að við séum algerlega upp á veðurfarið komn ir með alla ræktun, og á ég þar við gróðurhúsaræktunina. Með jarðyl getum við skapað suðræn- um jurtum það loftslag, sem þær þarfnast og framleitt tiltölulega ódýra. vöru bæði fyrir innanlands markað og jafnvel útflutning og þar eigum við mikla framtíðar- möguleika f rætkuninrii. Hin miklu hverasvæði á Suð- nrlandsundirlendi eru þeir orku- gjafar, sem geta á komandi tím- um stóraukið að fjölbreytni rækt ■n og iðnað landbúnaðarvara. Svo eitthvað sé nefnt er hugsan- legt að með forræktun undir gleri megi okkur takast að rækta sykurrófur, en sykurvinnsla úr gleri er all varmafrekur iðnað- •r. Ræktun hörjurtarinnar er nuðveld hér á landi, en feying línþráðarins er framkvæmd í kerjum við 30—30 gr. hita. Hálm urinn af hörnum er nýttur tii þylplötugerðar og krefst sú pressun og líming verulegs varma. Ætti okkur að vera sú ræktun og iðja forvitnileg, ört byggjandi þjóð í skóglitlu landi. Við vinnslu á matarolíu úr jurt- um ,scm bera oliurikt fræ er þörf á mikilli gufu ,til þess að skilja upplausnarvökvana frá neyzluolíunni. Við starfrækslu Dr. Sturla Friðriksson. olíuverksmiðju er nauðsynlegt að hafa aðgang að ódýrri hitaorku. Skal í því sambandi minnst á, að tilraunir okkar með ræktun rapsjurta til olíufræs hafa ver- ið jákvæðar bæði á Korpúlfs- stöðum og hér á Rangárvalla- söndum. Ýmsar þjóðir á norðurhveli jarðar hafa á síðari árum leitast við að teygja landbúnað í norð- urhéruð sín. Þetta hafa Svíar, Finnar og Rússar gert. Banda- ríkjamenn í Alaska og Kanada- menn í norðurbyggðum sínum. Með nýjum ræktunaraðferðum og vali á harðgerðari nytjajurt- um hefur þeim tekizt að rækta jörð og stunda landbúnað á norð lægum svæðum. Okkur er nauð- synlegt að fylgjast með nýjung- um þeirra og annarra þjóða og beita þeim við okkar staðhætti og ryðja jafnframt nýjar braut- ir byggðar á innlendri reynslu. Er það fyrst og fremst með aukn- um rannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna þeirra, sem við get- um aukið framfarir landbúnaðar- ins. LITLAR FRAMFARIR FRAMAN AF Þegar við litum yfir landbún- aðarsögu okkar íslendinga finnst okkur framfarir hafa lengst af verið furðu litlar og hægfara. Á öllum öldum koma þó fram nokkrar nýjungar, sem standa til bóta, og eru Sunnlendingar sízt öðrum eftirbátar í þeim efn- um. Húsdýraáburður er notaður hér með því að safna fé í nátt- haga og taðir. Njáll á Bergþórs- hvoli bar skarn á hóla, til þess að auka uppskeru, og einhver nýjung kann að liggja á bak við sögusagnir af kunnáttu Sæmund ar fróða í Odda hins siglda og skólagengna, sem lét bera vatn í hripum, lét fjóshauginn hverfa í skyndingu og safnaði heyjum á yfirnáttúrlegan hátt af túnum, og hlóð upp í garða með kunn- áttu einnar kerlingar og aðstoð Kölska. Biskupar, munkar og nunnur, bartskerar og græðarar koma með ýms lyfjagrös og rækt uðu í urtagörðum. Einna hæst ber Vísa Gísla frá Hlíðarenda um miðja 17. öld með nýjungar í rætkun, þar sem hann jafnvel hyggst taka upp kartöfluræktun löngu áður en kartaflan berst til Danmerkur. Endurvakning korn- ræktar er hafin um 1670 og hing- að koma danskir kunnáttumenn um kornræktun. Rófur eru tekn- ar í ræktun og kartaflan inn- leidd, sem ættuð var allar götur sunnan úr Chile. Smám saman hefjast tilraunir með grænmetis- ræktun og ýmsar tegundir, sem engan hafði órað fyrir, að gætu vaxið hér norður á hjara verald- ar, ná góðum þroska, þegar rækt unarþekkingin er fengin. Okk- ur furðar í dag, hve tilrauna- frömuðir þeirra tíma hafa oft borið sig klaufalega að við ræ'kf- un og skiljum nú að ekki var von á öðru en árangur yrði mis- jafn fyrst í stað, og þannig verð- ur sennilega litið á okkar mis- jafna tilraunaárangur og oft fálm kenndu leit að auðveldari rækt- unarleiðum. Við hinar fyrstu til- raunir með ræktun kartaflna voru þær t.d. settar svo djúpt niður að það var óhugsandi að þær kæmu nokkurn tíma upp. Þá hafði Björn Halldórsson og Magnús Ketilsson ekki grunað að Þýkkvabæingar myndu rækta kartöflur fyrir mikinn hluta þjóð arinnar. Sú eina ræktun, sem heitið gat lá þá í túnunum og voru þau þó lítið til að státa af. En á rytjándu öld og á tuttug- ustu öld tileinkum við okkur landbúnaðarframfarir annarra nágrannaþjóða, sem höfðu yakn að af miðaldadvala nokkuð fyrr en við. Og eftir margendurtekn- ar tilraunir bænda og landbún- aðarfrömuða þessarar aldar höf- um við náð þeirri ræktunartækni sem nútímabúskapur byggist á. SÍVAXANDI SKILNINGUR Á GILDI LANDBÚNAÐAR- RANNSÓKNA Framtakssamir bændur hafa löngum átt drjúgan þátt í að inn- leiða nýjungar í landbúnaði. En á síðustu árum aukast nýjung- ar svo ört í ýmsum greinum land búnaðar, að einstaklingar geta ekki, nema að litlu leyti, komizt yfir að vinna úr það sem nýti- legt er. Enda ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúskapinn að tilraun- ir séu gerðar hjá öllum í senn eða einstakir bændur séu látnir taka á sig þann halla sem af til- raunum getur hlotizt. Þetta er hins vegar á valdi tilraunastöðva og þær eiga að gera samanburð á efni og aðferðum á skipulagð- an hátt. En bóndinn hlýtur þá jafn- framt að eiga kröfu á því að unnið sé sómasamlega að land- búnaðartilraunum og að ríkis- valdið sjái þeirri starfsemi fyrir viðunandi aðstöðu, en á þessu hefur því miður oft orðið mikill brestur. í skýrslu Rann- sóknarráðs um fjármagn til vís- indalegra rannsókna á árunum 1950—60 er talið hæpið að áætla eiginlegan rannsóknar- kostnað í landbúnaði meiri en 3.5 milljón kr. á árinu 1957, en fjármagn til allra rannsókna var um 14% af þjóðartekjunum. Skilningur' á gildi landbúnaðar rannsókna er annar og meiri nú í dag og fjárveitingar hafa auk- izt verulega peningalega, en þess ber einnig»að geta að verð- gildi þeirra peninga hefur rýrn- að að mun. Þessi fjárskortur hefur tilfinnanlega háð rann- sóknum á sviði nytjajurta. Til- raunastöð Atvinnudeildarinnar á jurtakynbótum hafði t. d. verið á hrakhólum um 15 ára skeið þar til hún fékk loks ágætan samastað að Korpúlfsstöðum árið 1960 og vantar nú aðeins herzlumuninn upp á að þar sé sköpuð sómasamleg aðstaða til vísindalegra tilrauna en þá verð- ur vonandi unnt að sinna í rík- ara mæli aðkallandi rannsókn- arefnum, sem nú bíða úrlausnar. ÖR AFKASTAAUKNING í LANDBÚNAÐI Nýjungar og tækniþróun hef- ur verið mjög ör í sjávarútvegi og iðnaði, en fakastaaukningin í landbúnaði hefur ekki verið síður ör á þessari öld eins og sjá má á samanburði á tölu þeirra sem vinna við landbúnað í dag og unnu við hann um aldamót. Þá bjuggu um 80% þjóðarinnar í sveitum miðað við 15% sem búa við landbúnaðarstörf í dag. Og þessi fólksfjöldi fratnleiðir margfalt afurðamagn. Þessi af- kastaaukning heldur væntan- lega áfram, en við getum því að- eins fylgzt með í samkeppni við landbúnað annarra landa að við séum vakandi fyrir nýmælum, sem fram kunna að koma. ókkur er nauðsynlegt að keppa við aðrar Evrópuþjóðir um fram- leiðslu á landbúnaðarafurðum hvort heldur við framleiðum þær til eigin þarfa eða ú.tflutnings. En aukin vélvæðing meðal ná- grannaþjóða okkar hefur gert smábóndanum afar örðugt fyrir. Þannig er talið að bændur geti ekki lifað af 10 hekturum rækt- aðs lands í beztu héruðum Ítalíu og í Frakklandi eru smærri jarðir nú sameinaðar svo unnt sé að koma við stórtækari vél- um. Hér á landi eru jarðir yfir- leitt landstórar og á Suðurlandi er víða allt land jarðanna rækt- anlegt. Er það eðlileg þróun að megináherzla sé lögð á ræktun þessa víðáttumikla, samfellda sléttlendis, sem einnig liggur bezt við mörkuðum þéttbýlisins, á meðan annað land er fremur nytjað til beitar fyrir búsmala. í okkar þjóðfélagi leitumst við við að hjálpa öðrum til þess að hjálpa sér sjálfum, og meðal annars aðstoða þá sem stytzt eru komrrir í ræktún, en vafalítið eru til jarðir, sem af tækni- legum ástæðum geta ekki stækk- að ræktanlegt land að nokkru gagni og munu óhjákvæmilega dragast afturúr í. samkeppninni um að veita ábúanda sómasam- lega afkomu. STOFNUN TIL STÓRYRKJU Á samfelldum ræktunarsvæð- um má hins vegar stofna til stór- yrkju, þar sem viðhafa jná verkaskiptingu og beita stór- virkum vélum á hagrænan hátt. Höfum við meðal annars dæmi þess hér í nágrenninu. Á svipaðan hátt og gert er í 'Gunn- arsholti geta bændur vafalítið, samfara aukinni ræktun, aukið bústofn sinn af sauðfé og geld- neyti og beitt honum að meira eða minna leyti á ræktað land. Konræktun og hraðþurrkun heys eru sérgreinar annara, sem hafa til þess hentugar aðstæður og stórvirk tæki. Og hér eru Þykkvabæingar með sína sand- jörð, sérfræðingar í kartöflu- ræktun. Sú ræktun getur orðið enn veigameiri liður í islenzkum landbúnaði ef unnt verður að taka upp útsæðisræktun hér fyrir suðlægari Evrópulönd. Hafa nú þegar verði hafnar at- huganir á því, hvort ekki myndi unnt að rækta hér sjúk- dómslítið útsæði fyrir suðlægari ræktun á neyzlukartöflum. Mjólkurframleiðandinn mun sömuleiðis enn auka afköst sín og öðlast ennþá hagstæðari og áfallaminni búrekstur með gjör- nýtingu á samfelldu ræktunar- landi til heyöflunar og beitar. Enda þótt afréttir séu víða að verða þétt setnir fellur árlega mikill ónotaður gróður til jarð- ar, sem sauðfé nær ekki að nýta en með beitarskiptum og með sambeit sauðfjár og geldneytis getum við nýtt úthagabeit í aukn um mæli. Mörgum kann að þykja vafasamt að fjárbeit á ræktað land verði nokkurn tíma arðvænlegt búskaparlag en eins og mjólkurframleiðendur nota nú oíðið að miklu leyti ræktað land til beitar kúm sínum mun í náinni framtíð óefað þykja eins sjálfsagt að beita fé á ræktað land. Með því móti getum við skapað milljóna aukningu 1 fjárstofni landsmanna og munu þeir fjárbændur, ásamt þeim, sem nota óræktað land til beitar, sjá þjóðinni í ókominni framtíð fyrir ört vaxandi þörfum kjöt- metis og þá um leið framleiða aðrar afurðir til útflutnings. Sú búskaparþekking er hins vegar enn aðeins á byrjunarstigi, en í þeim efnum sem öðrum eru það auknar rannsóknir, sem verða að liggja til grundvallar hagnýtum landbúnaði í fram- tíðinni. Evrópuráðs- fundir um við- skiptamál TVEIR fundir, sem fjalla um við skiptamál eru háldnir í Strass bourg um þessar mundir. Hinn fyrri er fundúr ráðgjafaþings Evrópuráðsins 11. júní til að ræða ársskýrslu Efhahags- og fram- farastofnunarinnar í París (OECD). Slík skýrsla er árlega lögð fram á ráðgjafaþinginu til þess að gefa fulltrúum þjóðþinga Evrópuríkjanna tækifæri til að fylgjast með starfsemi OECD. — Síðari fundurinn er sameigin- legur fundur ráðgjafaþingsins og Evrópuþingsins, en það er þing- mannasamkoma Efnahagsbanda- lags Evrópu (EBE). Umræðuefni þessa fundar er þáttur Evrópu í heimsviðskiptunum. Meðal þeirra, sem þátt taka í umræð- unum eru Walter Hallstein, for- seti framkvæmdanefndar EBE og Nino Bel Bo, forseti stjórnar nefndar Kola- og stálsamsteyp- unnar. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). Mikil stækkun túnanna bylting í framræzlunni TÚN í sveitum landsins eru tal- in um 80 þús. ha. að flatarmáli. Á s. 1. ári ukust þau um 4391,76 ha. og er það líklega mesta túna stækkun, sem orðið hefur á einu ári. Árig 1962 nam hún 3772,46 ha. Um aðrar framkvæmdir í sveit um á árinu 1963 er þetta helzt að segja: Nýjar túnasléttur voru 224,78 ha. og var það 109,8 ha. aukning frá árinu áður. Það mun ar mest um endurræktun vegna kalskemmda, enda njóta þær sléttur framlags eins og um ný- rækt væri að ræða. Hinsvegar minnkuðu þurrheyshlöðubygig- ingar um um ca 20 þús m* og áburðargeymslur stækkuðu ekki eins mikið og árið 1962. En meginbreytingin í jarð- ræktarframkvæmdum ársins 1963 samanborið við fyrri ár er þó í framræslunni. Þar er um hreina byltingu að ræða. Árið 1962 voru gerðar aðeins rúml. 2 km. af lokræsum, en á s. 1. ári tæpl. 10 km. — Það er finnski lokræsaplógurinn, sem þarna er að verki. Um plóg þenn ar. ritar Ólafur Ásgeirsson grein í Frey — 3. tbl. á þ. á. Telur hann árantgurinn af starfi plógs- ins í sumar mjög góðan, víðast hvart betri heldur en búast mátti við. „Þar sem áður voru illfærar keldur, sést nú ekki vatnsdropi".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.