Morgunblaðið - 13.06.1964, Page 20

Morgunblaðið - 13.06.1964, Page 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 13. júní 1964 f JOSEPHINE EDGAR' Vertu því kát og þakkaðu guði íyrir að hafa þak yfir höfuðið og almennilegt að borða dag hvern. Eg roðnaði og varð niðurlút, því að ég vissi, að þetta var ekki nema satt. Það sat ekki á mér að vera að setja út á Fíu, þegar allt, sem ég hafði nokkurntíam haft, var frá henni komið, en sú hugsun létti bara ekkert í mér skapið né áhyggjunum af hjarta mínu. Loksins staðnaemdist vagninn úti fyrir hvítu húsi við fallegt torg í Bayswater. Minna frænka opnaði dyrnar, snyrtilega svart klædd að vanda. Hún rak upp óp, er hún sá mig, og kyssti mig rembingskossi. — Og hvaðan ber þig að? spurði hún. Herbergið þitt er tilbúið, en ég bjóst samt ekki við þér fyrr en i næstu viku. Og fötin þín eru ekki komin enn. — O, hún gaf sér nú frí sjálf og fór á veðreiðarnar með Brend an. Minna frænka horfði á niður- lútt andlitið á mér og síðan á Soffíu, og sagði: Jæja, fæst orð hafa víst minnsta ábyrgð, býst ég við. Við Soffía, sem horfðum hvor á aðra, brostum að þessu og spennan milli okkar leystist upp. Spakmælin hennar Minnu frænku voru okkur svo gamal- kunn, allt frá því að ég mundi fyrst eftir mér í Hackney. Soffía lagði arminn um axlir mér. — Farðu með hana Rósu upp í herbergið hennar, Minna frænka og láttu svo senda te í stofuna mína. Þegar þú svo ert búin að laga þig til Rósa, þá komdu niður og við skulum fá okkur tebolla og tala saman. Hún klappaði ofurlítið á öxlina á mér. — Eg vona, að þú kunn- ir vel við herbergið þitt. Eg fór með Minnu upp á aðra hæð. Húsið var smekklegt eins og allt, sem Soffía kom nærri, en samt fannst mér það minna ó- þarflega mikið á leikhús. Ailt var hvítt og gyllt og ljósgrænt. Stólarnir voru fóðraðir með ijós rauðu og grænu silki, og yfir rúminu var græn ábreiða. Postu línið á þvottaborðinu var með rósaflúri og klifurrósir liðuðust upp eftir grindum á húsveggjun um. Mér fannst ég vera komin í einhvern rósalund. Glugginn vissi út að skemmtilegum garði en handan við hann voru hest- hús. Minna frænka horfði á mig. — Þetta er nú ekkert, væna mín, sagði hún. — Bíddu þangað til þú sérð svefnherbergið hennar! — En þetta hlýtur að kosta einhver ósköp, Minna frænka! Minna yppti öxlum, og sagði þurrlega: — Það kostar hana engin ósköp, Rósa. Lofum þeim, sem efni hafa á því, að borga fyrir það, sem þá langar í, segi ég bara. Jæja, þú ættir að þvo þér og koma svo í te. Eg þvoði brennheitt andlitið á mér og lagaði á mér hárið. Kjóll inn minn var dálítið kruklaður eftir þennan langa dag, ég hugs aði ekki um að fara í annan, en fór niður á fyrstu hæðina. Einkastofa Soffíu var hvít og ljósrauð, með fínum húsgögnum og kristallslömpum. Svefnher- bergið var jafnstórt og ég sá þar snyrtiborð, þakið silfri og fíla- beini og þarna var ker fullt af rósum- og sýrenum, sem fylltu herbergið sætum ilmi. Soffía var í innislopp og fal- lega hárið á henni flaksaðist um herðarnar. Stúlka kom inn með te á bakka og setti á borðið hjá okkur. Lítill, bröndóttur köttur kom inn um leið, og stökk upp í kjöltu Soffíu. Hún strauk hon- um mjúklega meðan við drukk- um. — Woodbourne vildi láta mig kaupa finan hund, sagði hún. — En ég vildi ekki fá hund. Þeir þurfa svo mikið eftirlit og ég hef nóg að gera að líta eftir Rósu og sjálfri mér. — Ætlarðu að giftast honum? spurði ég hikandi. — Drekktu teið þitt, Rósa, og vertu ekki með neina vitleysu, sagði hún snöggt. — Við erum bæði gift. — Eg sagði feimnislega: — Þyk ir þér mjög vænt um hann? Þetta var nú heimskulegt og það vissi ég bezt sjálf, en ég var svo rómantiskt hneigð, að ég gat að minnsta kosti skilið þetta, ef hún elskaði manninn út af líf- inu. Hún setti frá sér bollann. — Ástin er fyrir þá, sem hafa efni á því, Rósa mín. Það hef ég ekki Og horfðu ekki svona á mig. Eg hef verndað þig. Þú þekkir heim inn ekkert ennþá og þú átt ekki að fá að kynnast honum á sama hátt og ég hef gert. Eg starði niður í gólfábreið- una og elskaði hana og hataði hana í senn. — Eg hélt, að þú hefðir verið að syngja. Hefðirðu ekki getað haft nóg upp úr því, án þess að giftast Dan? Eg hefði vel getað verið án alls þessa marga, sem þú hefur gefið mér. Eg hefði heldur vilja vinna og fá að vera hjá þér, heldur en þetta. — Blessaður bjáninn þinn. Hún lagði arminn utan um mig og þrýsti mér að sér. Þú ert svodd- an krakki. Hvað veizt þú? Syngja! Það gat ekki hlægilegra verið! Það var fyrirlitning í röddinni. Syngja á hinum og þessum knæp um fyrir smánarborgun? Eg hafði enga hæfileika til þess. Aleiga mín var snoturt andlit, svo að ég gerði það eina, sem ég gat gert og allar konur gera — líka þær fínu! Frú Woodbourne með hrossandlitið? Heldurðu kannski, að hana hafi nokkurn tíma langað til að giftast Woody? Hún giftist honum af því, að hún var eins og aðrar konur með það að þurfa að hafa karlmann til að sjá sér farboða. Hún er ekki hætinu betri en ég. Eg skemmti honum þó að minnsta kosti. Eg þagði enn og hallaði mér upp að silkibrjóstinu á henni og barðist við tárin, sem leituðu út. — Öll vitleysan var mér að kenna, sagði hún með ákafa. —. Eg lærði það mjög ung, að karl menn hafa einn mælikvarða fyr ir sig og annann fyrir konurn- ar. En við skulum. ekki gera neinar vitleysur með þig, Rósa. Þú skalt ekki þurfa að nota menn eins og Dan Brady fyrir flotholt til að halda þér uppi, eins og ég hef þurft. Þú skalt stíga beinustu leið upp til höfð- ingjanna, án allra krókaleiða. B YLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOKEHEAD vísu hafði mælt með friði, en það yrði að vera friður að ó- skertri æru Rússa. Hann kvað Gorky eiga að halda sig frá stjórnmálum. Það sem Rússland þarfnaðist nú væri tafarlaus frið arstefna, eins og þegar hefði ver ið lýst í Social Demokrat hans, þegar árið 1915, friður þar sem landið sliti öllu sambandi við bandamenn sína og hæfi vopna hléssamning við alla andstæð- ingana. Hann kvað stjórn Milyu kovs ekki vera annað en verkfæri í hendi Englendinga og Frakka. „Þýzki verkamaðurinn“, hélt hann áfram, „sér nú, að stríðandi lýðveldi kapítalista, sem vilja halda áfram heimsvaldastríði og hallast áfram að ræningjasamn ingum keisaraveldisins. Eg ætla ykkur sjálfum að dæma um, hvort þýzki verkamaðurinn get- ur treyst slíku lýðveldi". Ef stjórnarherrar Þýzkalands hafa séð þessa yfirlýsingu — og það má næstum telja víst, að þeir hafi gert — fer varla hjá því, að þeim hafi hlýnað til Len- ins. Þarna var maðurinn, sem þeir þurftu á að halda. Herfor- ingjaráðið að minnsta kosti, var nú sérstaklega áfram um að koma fram hugmyndinni um heimsendingu útlaganna, og 27. marz sendi það legáta til Sviss til að ná sambandi við Lenin. Þetta var Georg Sklarz, náinn samverkamaður Parvusar, og því ekki líklegur til að fá -góðar móttökur hjá Lenin. En hann hafði fullt embættislegt umboð frá Þjóðverjum, og bæði sendi- ráð Þjóðverja í Bern og ræðis- mannsskrifstofan í Ziirich voru beðnar að veita honum alla að- stoð. Sklarz virðist hafa haft skipun um að smygla Lenin og aðstoðarmanni hans, Zinoviev, yfir Þýzkaland að landamærum Svíþjóðar, og þetta skyldi hann gera á laun við svissnesk yfir- völd. Engin skýrsla er til um mót þeirra Sklarz og Lenins (sem enn var ásamt Krupskayu í Zúrich), en árangurinn liggur í augum uppi. — Lenin gekk ekki að til boðinu. Hann var enn ekki reiðu búinn að fara — að minnsta kosti ekki fyrr en ástandið í Petrograd væri orðið eitthvað ljósara. Var nokkur trygging fyrir því að hann yrði ekki tekinn fastur sem land ráðamaður, við heimkomuna, ekki sízt ef hann kæmi svona, al einn, og fyrir einkasamning við Þjóðverja? Þessi spurning um, hvort það væri landráð að semja við Þjóð- verja, lá einnig þungt á hugum annarra byltingarmanna. Því að það var langt frá því, að þeir væru allir jafn æstir og Lenin í frið, hvað sem hann kostaði. Ef út í það var farið, voru þeir Rússar, jafnframt því að vera sósíalistar; þeirra eigin þjóð hafði fórnað milljónum manns- lífi í baráttunni við Þjóðverja, og það gat verið hættulegt til- tæki að vaða beint inn í herbúðir óvinanna, hversu réttur (á marx iska vísu) sem tilgangurinn með því væri. Hinn 29. marz komu um tut- tugu flokksforingjarnir á ráð- stefnu, og vér höfum upplýsing- ar um, hvað þar gerðist, úr ýms um áttum. Útlagarnir vissu nú, að Þjóðverjar voru fúsir til að útvega þeim járnbrautarlest, en þeir vissu líka, frá Robert Grimm KALLI KÚREKI -ýf • Teiknari; FRED HARMAN •— Prófessorinn getur ekki notað neina vísundabyssu á mig. Það hefur altlaf verið til siðs hér vesturfrá að Mota marghleypur. — Þú þekkir ekkert inn á lögmál einvíga, Gamli minn. Það varst þú lem skoraðir hann á hólm — og þess vegna fær hann að velja vopnin. — Jæja, er það svo, já. En þetta er svo mikill fáráðlingur að hann veit sennilega hvort eð er varla hvoru meg in úr hlaupinu skotið kemur. — Hann hefur safnað hópum dýra fyrir Peabody-safnið — og menn bana ekki elgsdýrum með baunabyssum! — Ég hef séð hann æfa sig. Hann getur rekið nagla í vegg með þessarri byssu sinni — og það úr óraf jarlægð. Gamla svelgist á. — Ég neita að trúa þessu. að svissneska ríkisstjórnin var ófús til að gefa fyrirtækinu heíð arlegan og opinberan stimpil með því að ganga til samninga við Þjóðverja fyrir hönd þeirra. En ennþá var fyrir hendi ein aðferð, til að láta allt líta vel út: ef bráðabirgðastjórnin eða jafnvel Petrograd-sovétið sam- þykkti, að þeir gengju að þýzka tilboðinu, gætu þeir komið til Rússlands eins og heiðarlegir menn. En frá Petrograd heyrðist ekkert orð. Lunacharsky, sem var á þess- um fundi segir að að Lenin und anteknum hafi allir bolsjevíkarn ir þar verið andvígir því að þiggja lestina. Þeir sögðu sem svo að það liti illa út í Rússlandi og að tilboð þetta kynni aðeins Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- 1 blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu i tveim helztu söluturnunum. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verziun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.