Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júní 1964 r Hnattferð heim til föðurhúsanna Rætt við Sigríði Jensdóttir Bonnevie, Nýja Sjálandi M E Ð A L ferSamanna, sem leggja leið sina hingað til lands á sumrin, eru margir af íslenzku bergi brotnir, sem koma til þess að sjá ættjörð sína eftir langa fjarveru eða ef til vill í fyrsta sinn. — Fréttamaður blaðsins hitti fyr ir skömmu að máli frú Sig- riði Jensdóttur Bonnevie, sem ættuð er úr Flatey á Breiða- firði, en býr nú hinum megin á hnettinum á Nýja Sjálandi. Sigriður er i hópi þeirra, sem aldrei áður hafa litið ísland augum. — Ég er fædd og uppalin í Noregi, sagði Sigríður. Faðir minn, Jens Sigurðsson, sonur séra Sigurðar Jenssonar, prests í Flatey, fluttist til Nor- egs þegar hann var um tvítugt og settist þar að. Móðir mín er norsk. — Þau búa enn í Noregi? — Já, í Tönsberg við Osló- fjörð, sem er elzta borg lands- ins. Þar átti ég heima þangað til ég fluttist til Nýja Sjá- lands með manninum mínum fyrir 13 árum. — Hafið þér heimsótt for- eldra yðar nýlega? — Ég kom til íslands frá Noregi, en þar dvaldist ég í tvo mánuði hjá foreldrum mínum. Þegar ég kom þangað voru liðin 11 ár frá síðustu heimsókn minni til þeirra. — Leiðin er svo löng. — Yður likar vel á Nýja Sjálandi? — Já, mjög vel. Maðurinn minn er norskur, og hann hafði dvalizt í Nýja Sjálandi áður en við giftumst. Hann kunni svo vel við sig að við ákváðum að setjast þar að. Eini ókosturinn er hvað langt er heim. — Hvar búið þér? — Við höfum búið á nokkr- um stöðum, en alltaf á nyrðri eyjunni, þar er meiri veður- sæld. Maðurinn minn er kenn- ari og á Nýja Sjálandi er fyr- irkomulagið þannig, að vilji kennarar fá skólastjórastöðu, verða þeir að hafa kennt við vissan skólafjölda og þess vegna þurfum við að flytja. Nú á meðan ég er að heiman flytur maðurinn minn til Nu- haka, sem er þorp á norðaust- urströndinni. Ég hef ekki séð húsið, er við munum búa í, en vona að það sé skemmti- legt. — Hvernig eru lifnaðar- hættir Ný Sjálendinga? — Þeir lifa flestir á land- búnaði. í þorpunum þar sem við höfum búið, eru fyrst og fremst fjárbændur. Þeir eiga stóra kindahópa, sem ganga úti allt árið. Tún og beitilönd eru sígræn og falli snjór, þiðn ar hann nær samstundis. Flest ir búa Ný Sjálendingar í litl- um timburhúsum með riokkuð stórum görðum í kring og rækta mikið af ávöxtum, blóm um og grænmeti. Þeir eru mjög frjálslegir í umgengni. Þegar komið er inn á heimili þeirra í fyrsta skipti, segja húsmæðurnar oft: „Komdu fram í eldhús. Hér er teketill- inn og ef þig langar í te, skaitu bara hafa það eins og þú sért heima hjá þér og hita það sjálf.“ — Finnst yður nokkuð líkt með íslandi og Nýja Sjálandi? — Á Nýja Sjálandi eru eld- fjöll og heitir hverir eins og hér, og mér finnst fjöllin mjög lík að lögun. sem búsett er á — Hafa verið mikil eldgos á Nýja Sjálandi, síðan þér fluttust þangað? — Nei, engin, sem valdið hafa tjóni, en nokkur eldfjöll eru alltaf lifandi og senda frá sér gufustróka og eld- blossa. — En jarðskjálftar? — Síðasti jarðskjálftinn, sem olli manntjóni varð 1930, en smærri kippir koma alltaf af og til. Það koma sprungur í reykháfa, munir detta af hillum, én þetta venst. — Hafið þér klifið eitthvert eldfjallanna? — Já. Við förum oft á skíði í hlíðum eins þeirra á veturna, það er að segja í júlí og ágúst. Þá er vetur hjá okkur. I hlíð- um þessa eldfjalls hafa risið mörg skíðahótel undanfarin ár, og skíðaíþróttin er nú orð- in mjög vinsæl meðal Ný Sjá- lendinga. Þeir byrjuðu ekki að iðka hana, fyrr en fyrir fáum árum og fyrstu árin var oft spaugilegt að sjá, hvernig fólk klæddi sig til þess að fara á skíði. Konurnar voru marg- ar með hatta og í fínum káp- um. — Þetta eldfjall gýs ékki? — Nei, en ofan í því er gýg- ur fullur af heitu brennisteins blönduðu vatni. Hafa Ný Sjálendingar hita- veitu eins og við hér á ís- landi? — Nei, en þeir hafa byggt eitt raforkuver knúið gufu. Það var tekið í notkun fyrir skömmu og þykir mjög vel heppnað. Annars þarf lítið að hita húsin á Nýja Sjálandi. Flestir hafa aðeins opinn ar- in í stofunni. — Vitið þér hvort þér eruð eini íslenzkættaði íbúinn í Nýja Sjálandi? Sigríður og dætur hennar í útilegu undir trjánum við ströndina. Mikill gróður er víða með ströndinni og í desember, um jólaleytið, þegar hásumar er á Nýja Sjálandi, bera trén fög- ur blóm. Sigríður, Johan Bonnevie, maður hennar, og dætur þeirra tvær, Kristín og Anne Lise, -— Ég veit það ekki, en ég hef aldrei haft spurnir af neinum fslendingi þar. Hins vegar er þó nokkuð mikið af Norðmönnum, Dönum og Sví- um. — En flestir eru íbúarnir frá Bretlandi? — Já, þeir eru flestir af brezkum uppruna, en einnig eru Polynesarnir, sem byggðu eyjarnar áður en Evrópu- menn komu þangað, nokkuð fjölmennir. Það er enginn kynþáttamismunur á Nýja Sjálandi, Polynesarnir hafa alveg sömu tækifærin til menntunar og frama og Ev- rópumenn. .— Tala Polynesarnir ensku? — Já, enska er aðalmálið, sem kennt er í skólunum, en þar sem margir Polynesar eru samankomnir, tala þeir sín á milli á eigin máli. — Er það einnig kennt í skólum? — Nei, að minnsta kosti ekki í barnaskólum, en þeir sem þess óska sérstaklega geta tekið tíma í því í gagn- fræðaskólum, og það er sér- stök námsgrein í háskólunum. Polynesarnir eru mjög glað- lynt og viðunnanlegt fólk, söngelskt og brosmilt. — 'Flytjast margir Evrópu- menn til Nýja Sjálands þessi árin? — Já, þó nokkuð. Stjórn Nýja Sjálands gerir mikið til þess að hvetja Evrópubúa til þess að flytjast til eyjanna, fyrst og fremst iðnaðarmenn, en á þeim er mestur skortur. Greiðir stjórnin farið fyrir marga innflytjendur og að- stoðar þá á annan hátt, meðan þeir eru að koma sér fyrir. — Hvernig fannst yður að koma til íslands í fyrsta sinn? — Ég hef bæði heyrt og lesið mikið um ísland og séð myndir héðan, en samt hefur flest ,sem ég hef séð, komið mér á óvart. Einnig er mjög einkennilegt og skemmtilegt að hitta hóp ættingja, sem maður hefur ekki séð fyrr, en vilja allt gera til þess að dvölin verði sem ánægjuleg- ust, og það hefur hún verið í hæsta máta. Ég hefði fegin viljað dveljast lengur á ís- landi, en mér er ekki til set- unnar boðið, ég er búin að ■ vera svo lengi að heiman. — Haldið þér beint heim héðan? — Nei, ég ætla til Banda- ríkjanna og vera þar viku til hálfan mánuð. M.a. ætla ég að heimsækja frænku mína, Ragnheiði Jónsdóttur, sem býr í Boston. Við erum bræðradætur, en faðir henn- ar, Jón Sigurðsson, bjó í Flat- ey. Síðan ætla ég að fljúga vestur yfir Bandaríkin og Kyrrahafið heim. Á leiðinni til Noregs fór ég um Ástralíu og Evrópu. — Svo ferðin til föðurhús- anna er heil hnattferð? — Já, það er heldur langt, en við kunnum vel við okkur á Nýja Sjálandi og gerum ráð fyrir að búa þar áfram. S. J. ,í múrnumS útvarpsleikrit Gunn- ars M. Magnúss, komið út ÚTVARPSLEIKRIT Gunnars M. Magnúss. „I múrnum", er flutt var sem framhaldsleikrit í Rík- isútvarpinu í febrúar og marz sl. hefur nú verið gefið út af Ægis útgáfunni og er komið á markað inn. Bókin er 192 bls. í Skírnis- broti, prentuð í prentsmiðjunni Ásrún. Káputeikningu gerði Benedikt Gunnarsson, en for- mála skrifar Indriði G. Þorsteins son. Eins og útvarpshlustendum mun kunnugt fjallar þetta leik- rit um núverandi Stjórnarráðs- hús, sem fyrr á tímum gekk und ir nafninu „Múrinn" vegna þess að það var upphaflega reist fyrir fanga, og er leikritið samið um ástandið í þessu fangelsi áður en því var endanlega lokað árið 1813 og fangarnir sendir heim vegna matarskorts. Persónur í leiknum eru fimm- tán, fólk af ýmsum stéttum, saka menn, fangverðir, guðsmenn, op inberir embættismenn. Leikritið er í tíu þáttum, og voru tveir þættir fluttir hverju sinni í út- varpinu í vetur. Gunnar M. Magnúss. hefur áð ur fengizt við leikritagerð. Árið 1944 hlaut hann verðlaun í leik- ritasamkeppni útvarpsins fyrir leikritið „í upphafi var óskin“, sem flutt var í útvarpi í janúar 1945. -Þá sendi hann einnig leik- rit til samkeppni sem efnt var til í sambandi við opnun Þjóðleik- hússins. Nefndi hann það „Signý arhátíð“ og var það eitt af fimm leikritum sem viðurkenningu hlutu, en þegar til þess kom að taka það til æfinga samdist ekki með höfundi og leikhússtjóra, svo að sá fyrrnefndi dró leikritið til baka. Gunnar M. Magnúss. Gunnar M. Magnúss. hefur einu sinni áður gefið út leikrit á prenti, það var árið 1949, þegar þrjú leikrit eftir hann komu út á bók. Dallas, 12. júní AP • Marina Oswald, eiginkona Lee Harvey Oswald, hins meinta morðingja Kennedys, forseta, helur sagt í viðtali við fréttamann einn, að mað- ur hennar hafi eitt sinn haft í hyggju að ráiða Richard Nixon, fyrrverandi varafor- seta af dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.