Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. 3úní 1964 PRÓFKOSNINGARNAR í Banda ríkjunum og hinar auknu líkur fyrir því, að öldungadeildarþing- maðurinn, Barry Goldwater, verði frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í haust, hafa verið eitt helzta umræðuefni fréttamanna síðustu daga — og sú spurning ofarlega í hugum margra, hvort ekki væri hugsan- legt að stöðva framsókn hans með einhverjum hætti. Allt fram á föstudag virtist sem fárra kosta væri völ í þeim efnum — en þá lýsti William Scranton, ríkis- stjóri Pennsylvaníu, því loksins yfir, að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér til framboðs fyrir flokkinn. Yar þeirri ákvörðun fagnað mjög af hinum frjálslynd- ari armi hans. Allt frá því úrslitin í prófkosn- ingunum í Kaliforníu voru kunn, hefur verið bent á Scranton sem helztu von frjálslyndra repúblik- ana í baráttunni gegn Goldwater. Var jafnvel búizt við því á ríkis- stjórafundinum í Cleveland um síðustu helgi, að hann gæfi kost á sér. Þegar ekki varð af því, töldu margir hann úr leik. Scran- ton ha'fði rætt við Eisenhower, fyrrverandi forseta, í Gettysburg sl. sunnudag, að ósk hins síðar- nefnda — og var lagt mikið upp úr þeim fundi, þar sem hann hefur ekki viljað skipta sér neitt af baráttu frambjóðend- anna, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli flokksforingjanna, sem telja hann manna líklegastan til að geta haft þau áhrif, að frjáls- lyndir fylki liði sínu um einn mann gegn Goldwater. Á fundinum í Gettysburg lýsti Eisenhower að vísu ekki yfir á- kveðnum stuðningi við Scranton, en að sögn eins starfsmanna hans, hvatti hann ríkisstjórann til að láta heldur meira til sín taka og lét í ljósi þá von, að ekki yrði búið að gera út um málin, áður en landsþingið hæfist í San Fransisco. Eftir fund þeirra kvaðst Scranton vera fús til fram boðs, væri það ósk flokksins, en hann kvaðst ekki mundu berjast fyrir útnefningu. Þegar svo fregnin barst á föstudag um stefnubreytingu Scrantons kom fram sú tilgáta, að það, sem úrslitum hefði ráðið, hefði verið afstaða Goldwaters í atkvæðagreiðslunni 1 öldunga- deildinni á miðvikudag, um þá tillögu að hætta málþofi um frum varp stjórnarinnar um aukin réttindi blökkumanna — en Gold water hefur verið með hörðustu andstæðingum þess frumvarps. Of seinf Nú er aðeins réttur mánuður þar til landsþing repúblikana kemur saman í San Fransisco til þess að taka endanlega ákvörðun um frambjóðanda flokksins. Af 1308 kjörmönnum, sem þar koma saman, þarf frambjóðandi að hljóta stuðning 655 manna. Eftir prófkosningarnar í Kaliforníu voru margir fréttamenn þeirrar skoðunar, að Barry Goldwater yrði búinn að tryggja sér stuðn- ing 655—660 kjörmanna, áður en landsþingið hæfist 13. júlí þann- ig, að hann næði kjöri við fyrstu atkvæðagreiðslu. Á föstudag var haft eftir honum, að hann ætti þegar vísan stuðning rúmlega 500 kjörmanna og of seint væri að reyna að hindra framboð hans. Sagði hann framboð Scrantons koma allt of seint, það .væri ör- væntingarfull tilraun, runnin undan rifjum Nixons, fyrrver- andi varaforseta — og dæmd til að mistakast. Þessi ummæli Gold waters rifjuðu upp það sem bandariska vikuritið „Newsweek“ hafði eftir einum af forystumönn um repúblikana — að til þess að sigra Goldwater þyrfti tvo menn — annar yrði að koma málunum í sjálfheldu og hinn að kom<* þeim úr henni aftur, með fram- boði. Kom þar fram sú tilgáta, hvort verið gæti, að Scranton væri ætlað fyrrnefnda hlutverk- ið og Nixon hyggðist taka að sér hið síðara. Sigur Goldwaters í Kaliforníu á dögunum kom yfirleitt á óvart. Menn höfðu ekkl lagt á það trún- að, að stefna sú og skoðanir, sem hann hefur haldið á lofti, gætu náð svo miklu fylgi meðal Bandaríkjamanna, að talsmaður þeirra kæmist í námunda við for- setastólinn. Bæði innan og utan Bandaríkjanna spyrja menn, hvað valdið hafi velgengni Gold- waters í frambjóðendabaráttunni og sigrinum í Kaliforníu og virð- ist sú skýring þyngst á metun- um, að andstæðingar hans hafa verið -dreifðir og ekki gengið ó- trauðir til baráttu. Rockefeller, ríkisstjóri, hefur til þessa haldið einn uppi virkri baráttu gegn Goldwater og ekki reynzt þeirra heppilegastur í það hlutverk, m.a. vegna hjónabandsmála hans. Telja margir, þ.á.m. fjöldi stuðn- ingsmanna þans, að fæðing son- ar hans nokkrum dögum fyrir prófkosningarnar — og sú upp- „Málrerk morgundags- ins“ í Ásmundarsal I GÆR, laugardag, var opn- uð í Ásmundarsal á Freyjugötu, sýning á Polytex-plastmálningar verkum, sem gert hafa í samein- ingu Einar Guðmundsson, leir- kerasmiður og Henrik Aunio, finnskur auglýsingaráðunautur, sem dvalizt liefur hér á landi í sex ár. Henrik Aunio var úti í París ATUUGID að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að augiýsa í Morgunbiaðinu en öðrum blöðura. í fyrra og komst þar í kynni við svokallaða sprengi-tækni í mál- verkagerð og mun hafa orðið fyrir áhrifuni af henni, en ekki vildu þeir félagar viðurkenna neinn lærimeistara í listinni' og harðneituðu að hafa notað sprautukönnu, sem blaðamanni virtist við fyrst.r sýn líklegast. Verk þeirra félaga eru signeruð HAK og tjáðu þeir spurulum blaðamanni að það væri þannig til komið að þeir hefðu tekið nöfn beggja, strikað út alla stafi sem þeim væru sameiginlegir og þá orðið eftir H-A-K. Þeir félagar kváðust hafa byrj að á þessu fyrir jólin í fyrra og sögðust vilja með þessu leita til unga fóiksms, þetta væru „málverk morgundagsins”. rifjun á skilnaðarmálum hans og Happy, eiginkonu hans, sem fæð- ingunni fylgdi — hafi séð Gold- water fyrir þeim tæpu sextíu þúsundum atkvæða, sem hann hlaut fram yfir ríkisstjórann — enda hafi honum orðið sérstak- lega vel ágengt meðal kaþólskra. Varð fæðingin, til dæmis, til að undirstrika slagorð Goldwaters: „Do you want a leader or a lover in the White House“. Þá er á það bent, að í Kali- forníu eru íhaldsmenn og öfga- fullir hægrimenn tiltölulega fleiri og öflugri en almennt í Bandaríkjunum. Til dæmis eru John Birch samtökin hvergi öfl- ugri. í augum fjölda þessa fólks er jafnvel Goldwater of langt til vinstri. Meðal frjálslyndari repúblik- ana hefur sú skoðun verið há- vær, að framboð Goldwaters muni reynast flokknum ærið dýrt, jafnvel ríða honum að fullu. Ekki aðeins muni Goldwater tapa fyrir Johnson, forseta, heldur muni fjölmargir repúblikanar, sem bjóða sig fram til sambands- þingsins eða þinga einstakra ríkja, og til ýmis konar embætta, eiga víst tap í kjördæmum, þar sem Repúblikanaflokkurinn hef- ur nauman meirihluta. Hefur jafnvel verið haft við orð, að bú- ast megi við algerum klofningi flokksins, vinni Goldwater út- nefninguna, vegna hins mikla á- litshnekkis sem hann muni bíða heima og erlendis. í því sambandi má geta þess, að sú skoðun hefur einnig komið fram, að ef til vill stokkist báðir flokkarnir upp — að hinir íhaldsömustu demókrat- ar snúist á sveif með Goldwater og frjálslyndir repúblikanar muni aftur styðja Johnson, for- seta. En þótt frjálslyndir repúblik- anar telji víst, að Goldwater tapi fyrir Johnson, loka menn ekki augunum fyrir þeim hugsanlega möguleika, að hann beri af hon- um sigurorð. Að vísu éru vin- sældir Johnsons meðal banda- .rísku þjóðarinnar sagðar fara vaxandi dag frá degi og allar líkur til að hann verði í Hvíta húsinu næstu fjögur árin a.m.k. — svo fremi honum endist líf og heilsa. Þó eru til þau mál, er gætu orðið Johnson þung í skauti í kosningabaráttunni. Ann ars vegar væri versnandi ástand í SA-Asíu og hinsvegar vaxandi kynþáttaóeirðir heima fyrir og árekstrar út af framkvæmd lag- anna um aukin réttindi blökku- manna. Viðbrögð erlendis Viðbrögð erlendra dagblaða við úrslitunum í Kaliforníu gefa nokkra vísbendingu um það, hver áhrif framboð og hugsanleg ur sigur Goldwaters í forseta- kosningunum mundi hafa á að- stöðu Bandaríkjanna í alþjóða- viðskiptum. „Times“ í London viðhafði þau orð um Goldwater, að hann virtist „svo óvæginn í skoðunum sínum á utanríkismál- um, svo gamaldags í hugmynd- um um innanríkismál — og svo ósamkvæmur sjálfum sér“. Jafn- vel minnstu líkur fyrir því, að Goldwater yrði forseti Banda- ríkjanna sagði „Times“ myndu verða til að veikja trú manna er- lendis á þroska og stöðugleika bandarískra stjórnmála. Hollenzka blaðið „De Volks- rant“ sagði, að sigur Goldwaters í Kaliforníu sýndi, hve Repúblik- anaflokknum hefði hnignað og gildi hans rýrnað. „Dagens Ny- heter“ í Stokkhólmi kallaði úr- slitin þar „sigur fyrir heimsku og hyldýpi fáfrséði repúblikana". í brezkum blöðum kom fram sú eindregna skoðun, að Bretar gætu aldrei falið Goldwater kjarnorkuvarnir sínar. Ennfrem- ur, að framboð hans yrði mikill og ótvíræður sigur fyrir de Gaulle, Frakklandsforseta, og stefnu hans, og gæti haft afdrifa- rískar afleiðingar fyrir Atlants- hafsbandalagið. í brezka blaðinu „The Sunday Times“ skrifar Henry Brandon, að dómur sögunnar muni senni- legast falla á þá lund, að Eisen- hower sé fyrst og fremst um að saka, hvernig komið sé fyrir Repúblikanaflokknum. Um þetta segir m.a.: „Árið 1952 lét hann (Eisenhower) dragast inn í stjórn mál með það fyrir augum, fyrst og fremst, að hindra útnefningu hins íhaldssama einangrunar- sinna, öldungadeildarþingmanns- ins Roberts Taft. Þótt honum tækist það og hann væri kjörinn forseti gerði hann ekkert til að breyta stefnu flokks síns í samræmi við þá frjálslyndu stefnu, sem hann taldi sig fulltrúa fyrir. Þegar svo Nixon, varaforseti hans, sóttist eftir forsetaembættinu, gerði hann lítið honum til hjálpar. Og síðustu mánuði, er Eisenhower hefur haft annað tækifæri til að hafa áhrif á framtíð flokks síns, hefur hann neitað að beita áhrif- um sínum til stuðnings einhvers hinna frjálslyndari repúblikana, enda þótt Goldwater sé sýnu í- haldssamari en Taft var 1952. Milton Eisenhower, bróðir for- setans fyrrverandi, og nokkrir aðrir vinir hans, sem sóu fram á hina vaxandi hættu, sem af Gold- water stafaði, töldu hann loks 4 að gefa út yfirlýsingu um skoð- anir sínar sem — jafnvel þótt hún var varlega orðuð — mætti frekar túlka Rockefeller í hag ea Goldwater. Þegar þessi yfirlýs- ing barst til eyrna George Hump hrey, sem var fjármálaráðherra 1 forsetatíð Eisenhowers og gamall vinur hans — og þess utan ákaf- ur stuðningsmaður Gojdwaters —• bað hann Eisenhower að leggja á það áherzlu, að yfirlýsingu hans hefði ekki verið ætlað að lýsá Goldwater óhæfan sem frambjóð anda flokksins. Þetta gerði Eisen Jiower mánudaginn 1. júní“. Síðar í greininni segir Bran- don: „Gengi Goldwaters er hrein asta ráðgáta. Hann hefur koll- varpað nær öllum pölitískum reglum. Hanri kemur úr litlu ríki, hann er lélegur ræðumaður, hef- ur varla nokkra kímnigáfu og ekki hæfileika til að skírskota til fjöldans og hrífa hann með sér. Hann er hreinskilinn — og ein- hverju sinni, er talið barst að forsetaembættinu, sagðist hann vera logandi hræddur við það. Og um gáfnavísitölu sína fórust honum svo orð: „Ég hef ekki fyrsta flokks heila“. Enn sem komið er, hefur hann ekki lítillækkað sjálfan sig með því að draga kosningabaráttuna niður í svaðið. Það segir hins- vegar ekki, að stuðningsmenn hans hafi engum bolabrögðum beitt. Rockefeller ríkisstjóri sagði fréttamönnum, að honum hefði margsinnis verið hótað lífláti I prófkosningunum í Kaliforníu, en hann hefði óskað eftir, að það yrði ekki gert uppskátt, þar eð það gæti valdið barnshafandi konu hans ótta. Goldwater mun gæða virðu- leik mörg hin verstu öfl banda- rísks þjóðlífs. Og því gerir Banda ríkjastjórn ráð fyrir þeim mögu- leika, að kosningabaráttan í sum- ar geti orðið einhver hin illskeytt asta, sem sögur fara af“. Að lokum bætir Brandon þvl þó við, að Goldwater hafi að undanförnu dregið heldur úr öfg um stefnu sinnar og skoðana — og ýmsir aðrir hafa bent á, að stefna harðskeyttra stjórnmála- manna reynist. oft öllu hógvær- ari, þegar þeir eru seztir í valda- stól heldur en yfirlýsingar þeirra, meðan þeir eru að berjast um hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.