Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 14. júní 1964 1 JOSEPHINE EDGARl GAR: 1 r 26 SYSTIR — En Dan elskaði þig! aepti ég. — Hann var ruddalegur en góður og örlátur við þig, og hann var maðurinn þinn. — Hann hefur fengið allt borg ®ð upp í topp, sagði hún gremju lega. — Eg hefði aldrei átt að giftast honum. Hann hélt, að hann ætti mig. En það á mig enginn. Eg varð þreytt á rifrild inu í honum og afbrýðisseminni þegar hann var fullur. Hann var seinast farinn að láta þrælana sína elta mig á röndum. En ég hef færzt áfram og uþp á við, Rósa. — Já, en þú giftist honum. — I>að var hans uppáfinning en ekki mín. Eg ætla aldrei að sjá hann aftur. Eg ætla að gleyma þessum Bradybræðrum. Eg leit upp: — Líka Brendan? Hún starði á mig rannsakandi. — Hvað . . . ertu ástfangin af honum? — Eg veit ekki, svaraði ég grátandi. — Eg þekki hann varla neitt. Hvernig get ég það? Rétt þennan stutta tíma í Drovney- stræti, þegar ég var fjórtán ára og svo nýlega, hef ég séð hann fáeinum sinnum. Eg kann af- skaplega vel við hann. Ef hann snertir mig, þá er eins og ég dofni og hjartað slær helmingi örar, en hvernig á ég að vita, hvort þetta er ást? Þú hélzt einu sinni að þú værir ástfangin — af honum André, var það ekki? — og þér skjátlaðist. — Hver hefur sagt þér það? Andlitið á henni var náfölt og harðríeskjulegt. Hún stóð snöggt upp, og stikaði um gólfið, eins og taugaóstyrk. — Var það Mtnna frænka? — Eg kinkaði kolli og hún sagði: — Það hefði hún ekki átt að gera. Jæja, kannski hefði hún annars átt að gera það. Til þess að gera þér skiljanlegt, hvaða bjánar stúlkur geta verið. Til þess að sýna þér, hvernig karl- mennirnir geta blekkt mann. En svo sneri hún sér snöggt að mér. — Hefur Brendan nokkurntíma sýnt þér ástaratlot? Segðu mér það! — Hann hefur einu sinni kysst mig, svaraði ég með mótþróa. — Hvað er við það að athuga? Hún gekk eitt skref í áttina til mín og lyfti hendi, rétt eins og hún ætlaði að berja mig, en svo sneri hún frá mér, og and litið tók svipbreytingum, rétt eins og hún væri að berjast við eitthvað, sem ég vissi ekki hvað var. En svo náði hún strax valdi yf ir sjálfri sér. Hún faðmaði mig að sér og lagði kinnina við mína kinn. — Lofaðu mér að hitta hann aldrei aftur, Rósa. — Hversvegna? svaraði ég í mótmælatón. — Langar þig til að vera sami bjáninn og ég forðum? — Brer.dan er ekki þannig mað ur. — Allir karlmenn eru þann- ig, þegar stúlka er falleg og heimsk. Gott og vel, ég skal segja það öðruvísi, Rósa mín. Alla ævi þína hefur þú verið þiggjandi. Eg hef verið gefandi. Eg hef lagt mig í hitt og þetta, bara til að sjá þér farboða. Það hefði mörg systirin ekki gert. Eg veit margar, sem hefðu stung ið af og skilið þig eftir hjá pabba í Hackney. Það fór hrollur um mig og þá bætti hún við, eins og sigri- hrósandi: — Jæja, þig langar ekki til að hugsa til þess, eða hvað? Gott og vel. Eg hef nú aldrei beðið þig stórra bóna, en eitt bið ég þig um núna: Hittu ekki Brendan í einrúmi. Ekki án þess að ég viti og segi, að það sér allt í lagi. Eg gaf henni loforðið, en þó með tregðu, því að vissu leyti fannst mér hún hafa á réttu að standa, þegar ég minntist þess, hve viljalaus ég hafði verið þeg ar hann kyssti mig. Og svo af því að hún var að segja satt. Hún var eina skyldmenni mitt, hún var systir mín, sem ég elskaði. — Þú skalt komast hærra en nokkur Brady. Þú skalt verða hefðarfrú í þínu eigin húsi. Að alsfrú, Rósa. Fólk skal ekki horfa gegn um þig. Þessvegna sendi ég þig í skóla. Þessvegna er ég að koma þér í Frivolity. Gott og vel, það getur vel verið að Brendan hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann kallaði það upp boð. En svona er nú heimurinn nú á tímum, og hvorug okkar getur gert neina breytingu á hon um. Eg hef vist verið afskaplega vesældarleg á svipinn. Hún brosti og snerti andlitið á mér. Veslings Rósa litla. Eg veit alveg hvernig þér er innanbrjósts, en þú verð ur að hafa þolinmæði. Einn mán uð í London og einrt í Frivolity, og þá ferðu að hugsa öðruvísi. Þá muntu finna, að heimurinn er ekki svo allskostar bölvaður fyrir stúlku, sem kann að sjá fótum sínum forráð. Hlauptu nú til hennar Minnu frænku meðan ég klæði mig. í næstu viku, þeg ar við höfum áttað okkur á öllu, skal ég fara með þig út með mér. Eg fór ekki til Minnu frænku, heldur í rósabeðinn minn og þar fór ég að gráta. Eg var að gráta yfir því, hve ósjálfbjarga ég var og af hræðslunni um, að ég ætti aldrei eftir að sjá Brendan. Klukkan hálfátta, þegar Soffía var farin út, .kallaði Minna mig niður til kvöldverðar, sem við borðuðum í eldhúsinu-. Minna bjó'” til allan matinn og undir venju legum kringumstæðum hefði ég notið þess að borða góða matinn hennar í þægilegu eidhúsinu, en í kvöld þurfti ég að hafa alit á hornum mér. BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN HOOREHEAD að vera þýzkt kænskubragð til að koma óorði á sósíalistahreyf- inguna. Þá stóð Lenin upp og tók að ganga um gólf. Þegar hann tók til máls, kom hann öllum á óvart. „Þegar byltingin er í húfi, getum við ekki verið að súta heimskulega smáborgaralega for dóma. Ef þýzku kapítalistarnir eru svo vitlaustir að vilja flytja okkur til Rússlands, þá er það verst fyrir þá sjálfa. Eg tek til- boðinu. Eg fer“. Eftir því sem Lunacharsky seg ir hafði þetta mikil áhrif og sumir bolsjevíkarnir fóru að hafa aftur á. Loksins samþykktu þeir að fara. Aðrir (þar á meðal Luncharsky sjálfur) sögðust ætla að sjá til og bíða átekta. Martov og Bobrov voru harðir í því, að þeir yrðu fyrst að fá leyfi frá Petrograd, áður en þeir hreyfðu sig, og síðar, þegar Len in og Ziniviev lögðu að þeim í bréfi, neituðu þeir enn að sjá sig um hönd. Enda þótt Lenin tæki þessa af stöðu á fundinum, sýna síðari at hafnir hans, að hann var langt frá því að vera rólegur í huga. Um þessar mundir stóð hann í bréfaskiptum við Ganetsky, gamlan fylgismann sinn sem hann hafði komið fyrir í Kaupmanna höfn, til þess að líta eftir Par- vusi. Danir höfðu þá nýskeð rekið Ganetsky úr landi, fyrir óleyfileg verzlunarviðskipti við Rússland, og nú var hann í Osló, en í símasambandi bæði við Petrograd og Sviss. Síðustu daga marzmánaðar hafði hann verið að hvetja Lenin til að snúa heim, yfir Bretland. En nú, 30. marz, skrifaði Lenin honum langt bréf þar sem hann hafnaði þeirri ráða gerð, en skoraði á Ganetsky að gera það sem hann gæti til að fá Petrograd til að leggja blessun sína yfir þýzku lestina. Herforingjaráðið þýzka hvattí nú æ meir til sóknar; í bréfi til utanríkisráðuneytisins lagði það áherzlu á mikilvægi þess að koma Lenin og félögum hans (um 40 talsins, að því er haldið var) inn í Rússland eins fljótt og auðið væri, og stakk upp á því að sleppa öllum sérskilyrðum og skrifstofukreddum í því sam- bandi — til dæmis skyldi mönn um á herskyldualdri leyft að fara með lestinni. Líklega hefur það verið árang ur af þessu skrifi, að Romberg í Bern. fékk stranga skipun frá Berlín, 2. apríl, þar sem honum var falið að flýta fyrir þessu, og nú hófst æðisgenginn undir- búningur ferðarinnar. Sendiboði var sendur til Zúrich, til að skipa Lenin og Krupskyayu að ferðbúast tafarlaust, og þau tóku saman föggur sínar í snatri, gengu frá öllu, sem þurfti, og innan tveggja klukkustunda voru voni þau komin upp í lest- ina til Bern. Lenin bjóst augsýni lega við að eiga að leggja af stað til Þýzkalands á stundinni, því að hann sendi skeyti til Elisa rovu systur sinnar í Petrograd og sagði henni að búast við sér 11. apríl. En ennþá var margt eftir ógert. Robert Grimm, svissneski sós íalistinn, var, þegar hér var komið sögu, búinn að fá nóg af milliliðastarfseminni sinni. Hann hafði farið að minnsta kosti fjór um sinnum til Rombergs, hann hafði verið aðvaraður af Hoff- mann, sínum, eigin utanríkis- ráðherra, og hann hafði ekki haft verulega ánægju af að fást við svona marga Rússa, sem voru alltaf í háa rifrildi. Auk þess vissi hann, að Lenin hafði óbeit á honum; Lenin taldi Grimm vera afturhaldsmann og hafði oftar en einu sinni kallað skoðan ir hans „andstyggilegr". En Grimm hneigði sig hof- mannlega og fór; hann fékk í sinn stað Fritz Platten, annan sviss- neskan sósíalistaforingja, sem var meira til vinstri, og það var Platten, sem tók nú að smala saman útlögunum og skilja sauð ina frá höfrunum. Hinn 3. príl tilkynnti hann Romberg, að eitthvað milli 20 og 60 Væru reiðubúnir að fara. Þeir mundu ganga að skilyrðum Þjóð- verja, sagði hann, en þeir legðu áherzlu á, að nöfn þeirra væru ekki birt og að þeir ferðuðust í lokuðum vagni með „extraterri- KALLI KÚREKI ~>f- »*• Teikncui; FRED HARMAN — Þú ert bara að reyna að hræða mig, með því að segja mér hvað pró- fessor Boggs sé mikil listaskytta. — Við erum bara að reyna að forða þér frá því að lenda í líkkistu. — Jæja, en ykkur verður nú ekki kápan úr því klæðinu. Hann móðgaði mig og jafnvel þó ég væri hræddur, sem ég ekki er, gæti ég hvergi látið sjá mig ef ég gæfist upp. — Þetta hemskulega stolt þitt legg- ur þig í gröfina. — Jæja, Litli Bjór, ætli við verðum ekki að sýna honum það. Segðu hon- um hvað þú sást fleira. (Mundu hvað ég sagði þér!) — Hvað var það? torial" réttinum. Þeir vildu líka hafa tryggingu fyrir því, að eng um einstökum af hópnum yrði vikið úr lestinni á síðustu stundu. Allt þetta taldi Berlín aðgengi- legt og 4. apríl var samningur gerður um ferðina. Samt urðu enn tafir. Útlagarn ir komust að því, að það tók tíma að garíga frá öllum sínum mál- um, eftir svo langa dvöl í Sviss, og eins áttuðu þeir sig fyrst á því nú, að leyfi sænskra stjórn- arvalda þurfti til að komast inn í Svíþjóð. Skeyti var sent þýzka sendiherranum í Stokkhólmi um að koma þessu í kring. Lenin og vinir hans voru enn haldnir kvíða um móttökurnar í Petrograd, og 7. apríl frömdu þeir hreingerningu, sem virtist heldur en ekki einkennilega barnaleg. Þeir fengu hóp af frönskum, þýzkum, svissneskum pólskum og (síðar) skandínavisk um sósíalistum til að undirrita yfirlýsingu um það, að sem „rússneskir internasjónalistar44 væri þeir allir andvígir heims- valdastefnu, einkum þó þýzkri, og kæmu til Rússlands á þennan hátt til þess eins að vinna fyrir byltinguna þar — byltingu, sem yrði til blessunar öreigalýð allra landa. Enn önnur yfirlýsing var sam- in af ferðamönnunum sjálfum, daginn eftir: þeir lýstu því yfir, að þeir mundu styðja byltingu í Þýzkalandi, jafnskjótt sem þeir væru sjálfir komnir til valda i Rússlandi. Þó að Þjóðverjar kæmust að þessum skjölum — og allt bertdir til þess, að svo hafi verið .— bendir ekkert til þess, að það hafi valdið þeim neinum óróa. Annaðhvort töldu þeir Þýzkaland „byltingartryggt*4 og tóku svona hótanir ekki alvar lega, eða þá þeir voru reiðubún ir að skilja þær eftir orðanna hljóðan og í þeim tilgangi gerðar að gera þetta ævintýri gómsæt- ara byltingamönnunum sjálfum og stuðningsmönnum þeirra 1 Rússlandi. Hinn 8. apríl sjáum vér, að Romberg tilkynnir til Berlínar, að enn ríkti allmiklar áhyggjur um móttökur hópsina í Petrograd, og það sé áríðandi að á leiðinni yfir Þýzkaland fái enginn Þjóðverji að tala við ferðamennina, svo að þeir kæmu ekki frekar upp um sig. Ennfrem ur skyldu þýzk blöð þegja vand lega um ferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.