Morgunblaðið - 19.06.1964, Síða 2
2
MORGUNBLADIÐ
Fostudagur 19. júní 1964
Mesti sólarhrings-
affi til þessa
91 skip með 57.650 mál
Heimir SU siglir inn tii Neskaupstaðar á miðvikudag með fullfermi.
Fjárhagur Reykjavíkur-
borgar með miklum blóma
Reikningur ReYkjavíkurborgar árið 1963
afgreiddur á borgarstjórnarfundi í gær
REIKNINGUR Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1963 var tif
síðari umratiðu í borgarstjórn í
gaer og var hann samþykktur
með 9 samhljóða atkvæðum (>g
mótatkvæðalaust.
Nokkrar umræður urðu um
reikninginn og tóku til máls
fuUtrúar allra flokka í borgar-
stjórn. Bentu þeir á nokur
atriði, sem þeir töldu betur
mega fara, en aðalinntak gagn-
rýninnar var, að tekjuafgangur
borgarstjóðs árið 1963 hefði
orðið of mikill og því um óþarf
ar álögur á borgarbúa að ræða.
Geir Ha/lgrímsson, borgar-
stjóri, svaraði fyrirspurnum og
ábendingum borgarfulltrúanna
og sagði m. a., að bókfærðar
tekjur væru 27.8 milljónir um-
fram fjárhagsáætlun. Þar af
væru 11 milljónir króna, sem út
svörin hefðu farið fram úr áætl
un, og væri það ekki undar-
legt, þar sem áætluð útvör
hefðu verið 287 milljónir króna.
Þessar 11 milljónir væru þv'í að
eins rúm 3% af áæil.aðri út-
svarsupphæð.
Þá benti borgarstjóri á, að
þessar 11 milljónir væru ekki
enn komnar í fjárhirzlur borg-
arsjóðs. Þegar eftirstöðvar yrðu
innheimtar væri jafnvel búizt
við meiri vanhöldum á jnnborg-
unum. Ennfremur hefði ríkis-
skattanefnd ekki ennþá afgreitt
allar kærur fyrir 1963 og kæmi
upphæðin því líklega til að
lækka enn af þeim sökum.
Varðandi áætlun á framlög-
um úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga og tekjur af aðstöðugjctd-
um sagði borgarstjóri, að áætl-
unin um framlag Jöfnunarsjóðs
hefði verið gerð samkvæmt
áætlun ríkissjóðs um það og
hefði verið útilokað að borgar-
sjóður hefði gert um það aðra
áætlun en ríkið. Og- þegar áætl-
unin um aðstöðugjöldin hefði
verið gerð í desember 1962 hefði
Hljómplötuútgáfa „Fálkans44:
Lýðveldishátíðin 1944
og Alþingishátiðin 1930
HLJOMPLOTUDEILD „Fálk-
ans“ hefur nýlega gefið út hljóm
plotu í tilefni af tuttugu ára
afmæli islenzka lýðveldisins.
Platan nefnist: „Lýðveldishátíð-
in 1944 — Alþingishátíðin 1930“.
Á hljómskífunni eru ræður
helztu manna, sem komu við
sogu við þessi tækifæri.
Á siðu 1, „Lýðveldishátíðin"
eru frumræður og ljóð, allt flutt
á Þingvöllum 1944, nema inn-
gangsorð Vilhjálms Þ. Gíslason-
ar, útvarpsstjóra, sem tekin voru
upp nýlega.
Á síðu 2, „Alþingishátíðin",
eru ræður, sem fluttar voru á
Þingvölium árið 1930, en frá
þeim eru ekki til upptökur á
segulböndum eða stálþráðum.
Ræða forsætisráffherra, Tryggva
Þórhallssonar er því fiútt á plöt-
unni af syni hans, Þórhalii
Tryggvasyni, skrifstofustjóra.
Ræffu Ásgeirs Ásgeirssonar, þá-
verandi forseta Sameinaffs Al-
þingis, tók Ríkisútvarpið upp
fyrir skömmu.
Vandað hefur verið til út-
gáfu þessarar, svo sem unnt
hefur verið. Þjóðminjasafnið
iánaði frumplötur frá lýðveldis-
hátíðínni til endurupptöku og
hreinsunar. Magnús Finrnboga-
son, magister, var til ráðuneytis
um val efnis. Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri, var einn-
ig til ráðuneytis um efnisval og
skiptingu efnis. Gerir hann á
p^ötunni grein fyrir efninu og
kynnir ræðumenn. Þórhallur
Vilmundarson, prófessor, hefur
samið umsögn um efni og ræðu-
menn, sem birtist á bakhlið um-
siags á islenzku og ensku. For-
stöðumaður tæknideildar Ríkis-
útvarpsins og starfsmenn hans
aðstoðuðu við yfirfærslu efnis á
bcnd. Hafsteinn Guðmundsson.
forstjóri, gerði frumdrætti að
fiamhliff umslagsins.
E.M.I., stærsta hljómplötu-
fyrirtæki veraldar, lagði sér-
staka áherzlu á að flýta fram-
leiðslu hljómplötu þessarar, svo
að hún gæti verið komin á sölu-
markað fyrir afmæli lýðveldis-
ins. Ennfremur mun E.M.I. koma
því til leiðar, að greinargerð um
útgáfu þessa birtist i ýmsum
b'.öðum í Bretlandi.
Plötur meff íslenzkri tónlist á
erlendan markaff
Því hefur nú endanlega verið
komið í kring, að hljómplötur
„Fálkans", sem eru rneð is-
lenzkri tónlist og framleiddar
eru hjá E.M.X., verði settar á
niarkað í Evrópu og Ameríku.
Má ætla, að t. d. Vestur-íslend-
ingar fagni því að fá slíkar plöt-
ur á markað hjá sér, en á því
hefur verið mikill misbrestur til
þessa.
Framhald á bls. 27
ekki verið hægt að gera ráð
fyrir því, að viðskiptaveltan
ykist árið 1963 jafnmikið og
raun varð á.
3orgarstjóri kvaðst vilja
ítreka, að tekjuáætlanir Reykja
víkurborgar væru gerðar að
mati hinna beztu manna, sem
byggðu þær á reynzlu undan-
farinna ára og útlitinu á hverj-
um tíma. Enda hefði það komið
í ljós, að ef útsvör hefðu ekki
verið hækkuð um 30 milljónir
árið 1963, hefðu aðeiras orðið
3.9 milljónir króna ti.l ráðstöf-
unar af umfra.mtekjum til að
mæta auknum útgjöldum borg-
arinnar á árinu m. a. vegna
launahækkunar startsmanna.
Borgarstjóri sagði, að núna
teldu andstöðuflokkarnir hinn
bókfærða tekjuafgang sem vax-
andi skattheimtu og álögur, en
þegar þeir hefðu sagt um árin
1959 og 1960 að tekjurnar hefðu
aukizt of lítiff og að það benti
til þess að Viðreisnin væri að
draga úr eðlilegri þróun og fram
kvæmdum. Mmnihlutinn virtist
því bæði á mólí því að tekjur
borgarinnar ykjust eða minnk-
uðu.
Þá benti borgarstjóri á, að það
væri ekki nema önnur hlið máls-
ins, að tekjur borgarinnar og
borgarfyrirtækja færu vaxandi,
því þjónustan við borgarbúa færi
einnig vaxandi samkvæmt því,
t.d. sýndu auknar tekjur hita-
veitunnar, að þjónusta þessara
fyrirtækja næði stöðugt til fleiri
og fleiri heimila.
Geir Hallgrímsson sagði, að
fjárhagur Reykjavíkurborgar
væri með miklum blóma. Reynt
yrði að stilla álögum 1 hóf, en
veita þó eins fullkomna og góða
þjónustu og kostur væri. Ekki
mætti gleyma þeirri grundvallar
reglu, að skattheimta hins opin-
bera hlyti að fara eftir þeim kröf
um, sem borgararnir sjálfir gera.
TALSVERÐ síld virffist nú vera
gengin á miðin fyrir austan, og
veiddist hún vel í gær meffan
veður leyfði. Er fréttir bárust um
sildveiði á austurmiðunum sigldu
skipin þangaff af miffunum fyrir
Norðurlandi og mun nú allur
flotinn vera kominn austur eft-
ir. Þá hefur orffiff vart síldar út
af Langanesi, en hún er mun
lengra frá landi og hefur crfiff-
lega gengiff að veiffa hana.
Fréttaritari biaffsins á Siglu-
firði símaði í gær, að engin skip
væru nú á miðunum fyrir norff-
an, en siidarleitarskipin Pétur
Thorsteinsson og Fanney leituðu
viff Kolbeinsey og á Húnaflóa í
gær, en ekki var kunnugt um,
aff þau hefðu orffiff vör við ne.itt
teljandi sildarmagn.
Sl. sólarhring tiikynntu 91 skip
um afla samtals 57.650 mál. —
Veiddist síldin einkum á Seyðis-
fjarffardýpi.
Seyðisfirði, 18. júní: —
Samkvæmt upplýsingum frá síld
arleitinni á Dalatanga fengu 91
skip samtals 57 þús. mál sl. sólar
hring. Veiði þessa fengu skipin í
Seyðisfjarðardýpi og Glettinga-
nesflaki 16—32 mílur út af Glett
ing. Til síldarverksmiðjunnar á
Seyðisfirði komu 35 skip með 21
til 22 þús. mál. Kl. 21 var búið
að landa 10500 málum og önnur
10500 mál biðu löndunar. Um sól
arhring tekur að landa þessu
magni, og verður löndun því ekki
lokið fyrr en annað kvöld og
verða þá þrær verksmiðjunnar
allar fullar. Bræðsla hefst á há-
degi á morgun. Aflahæstu skipin
sem hingað komu sl. sólarhring,
eru: Þórður Jónasson RE, 1400
mál, Jörundur II 1000, Vigri 1100
og Mánatindur 1000 mál. í kvöld
virðist heldur lítið vera á seyði
hjá bátunum, en þó munu ein-
hverjir hafa kastað og fengið ein
hverja lítilsháttar veiði. Veðrið
hefur verið gott i dag, en bræla
var sl. nótt og fram á morgun.
— Sv.
Neskaupstað, 17. júní: —
í dag komu hingað þessir bátar
með síld: Heimir SU með 1300
mál, Þorbjörn GK 800 mál og
Hafrún NK með 6—700 mál. Síld
þessa veiddu bátarnir 16 sjómíl-
ur austur af Dálatanga. Eg átti
viðtal við skipstjórann á Heimi,
og sagði hann Hoffell frá Fá-
skrúðsfirði fyrst hafa fundið síld
ina þarna. Fáir bátar hefðu verið
að veiðum þarna, þar sem síldar
flotinn hefði svo til allur verið
fyrir norðan. Síldin óð þarna
mjög vel, var á stóru svæði og
torfur þykkar. Var mjög gott að
Í NA 15 hnúfwr I ,/ SV SÚhnútsr X Snjihpm* p 05: 7 Stúrir í Þrumur W:ú KuUtM ‘ZS Hitutki H Hmt L LmtL
HÆÐ yfir Grænlandshafi og
íslandi, en lægðarsvæði vest-
an Grænlands á hægri hreyf-
ingu NA eftir. Rignir víða á
Suður-Græniandi og hiti i
Brattahlíð var 18 stig, eða
sama hitastig og í París. —
Horfur eru á að veður haldist
þurrt í dag hér á landi, en
S-átt og þykkviðri er þó a
næsta leitL
eiga við hana, hún róleg, og því
kvað hann augljóst að um næga
rauðátu væri að ræða þarna.
Veður var gott og liðu aðeina
um 10 stundir frá því Heimir fór
frá Norðfirði og þar tll hann koru
með fullfermi þangað aftur.
Skipstjórinn á Heimi, Steindór
Árnason, kvað ekkert leitarskip
hafa verið á þessum slóðum.
Hann sagði síldarflotann að norð
an sigla nú hraðbyri á þessi síld
arrhið, og má búast við, að marg
ir verði komnir þngað í kvöld.
Neskaupstað, 18. júní: —
I gærkvöldi og í nótt komu hing-
að um 50 síldarbátar. 30 þeirra
höfðu um 20 þús. mál. Aíia-
hæst voru: Þorbjörn II 1250 máL
Sigfús Bergmann 1000, Jón á
Stapa 1000, Arnfirðingur 850, Haf
þór NK 900, Sólrún 700 og Sig-
urður AK 750. Brælu gerði í gær
kvöldi og fóru flest skipin ínn,
en veður fer nú batnandi og bát
ar halda nú sem óðast út aftur,
Bræðsla hófst hjá síldarbræðsl-
unni í dag. — Ásgeir.
Eskifirði, 18. júní: —
Sl. sólarhring hafa eftirtalin skip
landað hér: Seley 1000 mál, Stein
grímur trölli 800, Vonin KE 700,
Jón Oddsson 300, Hrafn Svein-
bjarnarson 200, Björgúlfur 400,
Höfrungur II 600, Snæfell 1000,
Jón Kjartansson 1100, Vattar-
nes 900 og Björg SU 250.
í sumar verða hér starfandi
fjórar söltunarstöðvar.
— Fréttaritari.
Sumarmót
Stíidentafélags-
Mið'Vesturlands
Stúdentafélag Mið-Veistur-
lands efnir að venju til sumar-
móts að Bifröst í Borgarfirði í
ár, og verður tólfta sumarmót
félagsins haldið ha gina 27,-
28. júní n.k. í ár eru það Snæ-
fellingar sem annast stjórn móts
ins, en aðalræðumaður verður
Sigurður A. Magnússon rithöf-
undur. Efnið sem hann fjallar
um verður „Sjónvarpið og á-
hiif þess á þjóðmenningiuna.“
— Suður-Afrika
Frahald af bls. 1
farnar til þess að þvinga han»
til breyttrar stefnu.
Fundur Öryggisráðsins hófst
alllöngu seinna en ráðgert hafði
verið sökum þess að fulltrúar
Sovétríkjanna og Tékkóslóvakiu
fengu frest til að ráðgast við
ríkistjórnir sínir.
Tillaga Noregs og Bolivíu var
málamiðlun milli tillaga Asíu- og
Afríkuríkja og A.-Evrópulanda
annars vegar, og Vesturveldanna
hins vegar. Var hún samþykkt á
fundinum og greiddu átta fulltrú
ar henni atkvæði, enginn á móti,
en þrír fulltrúar sátu hjá, Sovét-
ríkin, Tékkóslóvakía og Frakka.
Bretar og Bandaríkjamenn
greiddu tillögunni atkvæði.
Skömmu fyrir atkvæðagreiðsl-
una flutti fulltrúi Sovétríkjanna
ræðu, þar sem hann réðst harð-
lega á tillöguna, og átaldi Vest-
urlönd fyrir að styðja að mála-
miðlun vegna kynþáttamisréttis-
ins, sem ætti sér stað í Suður-
Afríku. Sakaði hann Vesturlönd
um að vilja láta aðgerðir gegn S.-
Afríku dragast á langinn.
Fulltrúi Breta kvað það valda
vonbrigðum hverja stefnu Sovét-
ríkin hefðu tekið í máli þessu.
■*