Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 3
Fofíudagur 19. júnf 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 ... ...... Uámmgm^g; <í " " \ v.wWTW"'■'•<•■ <w:"W.•■•■. •'■•■ '• "• '■ W J '' ' ■ ýmsum aldri. júní. Hófst hún kl. 3 og var þá Arnarhóll og nærliggjandi stræti fullskipaður börnum og fullorðnum. Sökum mann- fjöldans var erfitt fyrir smá vaxna að fylgjast með því, sem fram fór á pallinum, en flestir feður bættu úr því, þannig að þeir hófu börnin á loft og létu þau sitja á öxlum sér. Væru börnin feit og stór, en faðirinn hins vegar lítill að burðum, var þeim skýrt frá því, að það væri ekkert að Maðurinn með hjálminn efst á myndinni er elztur. (Ljósm.: Gísli Gestsson). Barnagaman á Arnarhóli Feðgarnir hlæja að Bjössa bollu og Palla pjakki. sjá. Sum barnanna létu sér nægja þ.essar útlistanir, en önnur hættu ekki fyrr en þau voru komin á háhest og þaðan varð þeim ekki þokað á meðan skemmtunin stóð yfir. Eru því margir feður lotnir í herðum síðan. Margt var til skemmtunar á Arnarhóli og góður rómur gerður að þvi, sem fram fór. Gleði ljómaði í andlitum full orðinni jafnt sem hinna yngri. Þeir, sem ekki fengu sæti í stúku á herðum föður síns og sáu ekki, hvað var að gerast á pallinum, léku sér að blöðr- um eða hrekktu nálægar stelpur. Eltingarleikur var og stundaður um allan hólinn, enda aðstæður góðar í mann hafinu. Brugðust menn mis- jafnlega við, þegar börn hlupu á fætur þeirra og höfðu við- komu á ristinni. Margir strákar, sem ekki vöru í fylgd með neinum, sem gæti borið þá, klifruðu upp á húsþök í nágrenninu til þess að sjá yfir. Víðar voru hálf- stálpaðir krakkar í hópum og þar voru gefnar margar yfir lýsingar um ágæti skemmti- kraftanna. Er dagskráin var á enda dreifðust hópar þessir um bæinn og gerðu mikil við skipti í sölutjöldunum, sem voru mörg í nágrenninu. Sátu krakkar síðan á öllum túnum í miðbænum, sleiktu sólskin ið og gæddu sér á sætindum og límonaði. Var ekki annað að sjá en að þeim þættu há- tíðarhöldin á 20 ára afmæli lýð veldisins fara vel fram. al Þennan litla áheyranda fund um við í barnavagni á Kaik- ofnsvegi. Móður hans þótti ekki taka því að lyfta honum á háhest, svo að hann varð að Xáta sér nægja að hlýða á skemmtiatriðin. Á 3. þús. manns á þjóöhátíð á Akranesi Akranesi 18. júni. STÓRHÁTÍÐ var haldin hér 17. júní. Hún var raunveruiega þrí- Iþætt, þjóðhátíðardagurinn, 20 ára afmælisdagur iýðveldisins og 100 óra afmæli bæjarins, sem verzl- unarstaðar. Hátiðin hófst á messu í kirkjunni kl. 10. Á meðan gerði úrhellisrigningu en sólskin var á næsta leiti. Skrúðganga hófst kl. 13,15 inn á iþróttavöll. Jóhannes Ingibjartsson, form. þjóðhátíðar- nefndar, setti hátíðina; séra Jón M. Guðjöhsson flutti ræðu; frú Bjarnfríður Leósdóttir flutti á- varp Fjallkonunnar; skátafélagið hér sýndi 100 ár í svipmyndum, Þjóðdansafélag Reykjavíkur þjóð dansa; sýndir voru kaupmenn í sendiferð; karlakórinn Svanir söng, og Lúðrasveit Akraness lék millj atriða. Þá var barnaskemmtun á Akra torgi kl. 17. Þar sýndi Klemenz Jónsson gamanþátt, Þorgrimur Einarsson dúkkudans; Jan Mora- vek tónlistartrúð og Klemenz Jónsson stjórnaði kvartett í ýms um gerfum og Ómar Ragnarsson skemmtiiþætti. Siðan var dansað. Loks var kvöldvaka á Akra- torgi kl. 21. Bæjarstjórinn, Björg vin Sæmundsson, flutti ræðu og las upp fjölmörg heillaskeyti, sem borizt höfðu í tilefni af 100 ára verzlunarafmæli bæjarins, frá Reykjavíkurborg, fjölda bæja og einstaklingum. Kjartan Ólafsson, brunavörður, flutti kveðju bæði í bundnu og óbundnu máli frá Átthagafélagi Akraness í Reykja- vik og afhenti frá því peninga- upphæð í minnismerkí sjómanna. Þá söng karlakórinn Svanir nokk ur lög, m.a. þjóðsönginn, undir stjórn Magnúsar Jónssonar og Frh. á bls. 27 STAKSTilNAR Barnadauði minnstur á íslandi Öll dagblöðin í Reykjavík hirtu forystugreinar á þjóðhátíð- ardaginn um 20 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis. í forystugrein Alþýðublaðsins var m. a. komizt að orði á þessa leið: „Skýrslur herma að harna- dauði sé minni á fslandi en í nokkru öðru ríki og meðalaldur einn hinn lengsti í heimi, 75 ár fyrir konur og yfir 70 ár fyrir karla. Hefur meðalaldur lengst um 5 ár síðustu tvo áratugi, sið an lýðveldið var stofnað og er það gleðilegur vottur um árang- ur af starfi þjóðarinnar og alhliða framförum. Hitt mun auðveldara að deila um, hvort menning og öðrum and legum þroska hafi miðað áfram eins vel og húsum og skipum á þessu ári. | Listahátið hefur verið haldin í Reykjavík og hefur óneitanlega sýnt mikla grósku, hvernig sem gæðin falla mönnum í geð. Verð- ur a.m.k. sagt, að aldrei hafi þjóð in svo almennt notið lista og feg- urðar, sem nú, eða áhugi æsku fólks sótt meira í þær áttir. Frelsið vcrður ekki gripið í einu andartaki til frambúðar. Það verður að vinnast hvern dag, og því skipta utanríkismál meiru M> nokkur önnur.“ Nýr heimur f forystugrein Tímans á Þjóð- hátíðardaginn er m. a. komizt a9 orði á þessa leið; „20 ár eru ekki langur timl i sögunni. Á þeim 20 árum, sem eru liðin frá endurreisn íslenzka lýðveldisins, hefur þó gerzt mikll saga, bæði hér á landi og í heim- inum yfirleitt. Þessi 20 ár hafa á margan hátt verið sögulegri en heilar aldir áður. Þessu veldur framar öðru tæknibyltingin, sem orðið hefur á þessum tíma og virðist þó rétt í byrjun. Ef skyggnzt er aftur í tímann um þessi 20 ár, getur enginn var- izt þeirri hugsun, að heimurinn er í dag allt annar en hann var þá. Þýzkaland og Japan, sem þá voru að tapa styrjöldinni, eru aftur orðin stórveldi. Þjóðir Asíu og Afríku, sem þá voru í nýlendu fötrum, hafa hrist þá af sér og heimt frelsi sitt, en standa þó enn á óráðnum vegamótum. Mesti og örlagaríkasti atburður þessara ára er þó vafalítið byltingin í Kína og tilkoma nýs kínversks heimsveldis. Ofar þessu ölln stendur hin mikla framsókn tækn innar og vísindanna, sem er lík- leg til að breyta lífi einstakl- inga og þjóða, meira en flesta órar fyrir“. Hugsjón sósíalismans Kommúnistablaðið lýkur for- ystugrein sinni með þessum orð- um: „Það hlýtur að verða verkefnl verkalýðssamtakanna að reisa merki heilbrigðs þjóðarmetnað- ar íslendinga og efla svo um munar þegar á næstu árum hina nýju sjálfstæðisbaráttu í sam- fylkingu við þjóðhollustu öfl bænda, menntamanna og lista- manna. Hugsjón verkalýðshreyf- ingarinnar og sósíalismans um fagurt mannlif, hin bjarta og ris- mikla framtíðarsýn, sem beztu menn hreyfingarinnar hafa brugðið upp þarf að verða og getur orðið kveikja hins djarf- mannlega áræðis, sem nú er þörf, eigi þjóðin að rata til fram- dðar, sem hún á skilið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.