Morgunblaðið - 19.06.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 19.06.1964, Síða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fosíudagur 19. juní 1964 Dr. Richard Beck: Móðurjörð og feðrafold Dr. Richard Beck flytur ræðu sína. Frá aðalfundi SiS: Fjárfesting verði takmörkuð Kveða frá Vestur-íslending-' um flutt á Lýðveldishátíðinni í Reykjavík 17. júní 1964. „HVAR sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim í Fagraskóg". Þannig kemst þjóð- skáldið ástsæla og nýlega látna, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, ag orði í yndislegri grein um æskustöðvar sínar í Eyjafirði. Vér börn Islands, sem ævidvöl eigum utan ættjarðarstranda, getum tekið heitum huga undir þau fögru orð skáldsins. Vér eigum öll vorn Fagraskóg, hjart- fólgnar æskustöðvar, hvar sem þær kunna að vera á landinu. Og eftir því, sem æviárunum fjölgar, sækja æskuminningarn- ar fastar á hugann. Einar Páll Jónsson skáld í Winnipeg talaði áreiðaníega beint út úr hjörtum alls þorra þeirra landa sinna, sem slitu barnsskónum hér Keima, þegar hann segir í einu sinna snjöllu ættjarðarkvæða: Hún skýrist í huganum, móðir, þín mynd þess meir sem að líður á dag; öll forsagan tvinnuð og tengd minni sál eins og texti við uppáhaldslag. Enn skipta þeir þúsundum, landar vorir vestan hafsins, sem mæla á íslenzka tungu. Eðlilega er meirihluti þeirra í hópi mið- aldra og eldri kynslóðarinnar, þótt finna megi hreint ekki fátt fólk yngra að árum, sem getur talað íslenzku mjög sæmilega. En ræktarsemin við íslaiid er ekki takmörkuð við það fólk eitt af vorum stofni vestan hafs, sem kanri íslenzka tungu eða skilur hana. f hópi hinna, sem það gera ekki, og þeim fer vitan- lf.ga fjölgandi, eru þeir fjölda- margir, sem bera í brjósti ein- lægan ræktarhug til sinnar feðrafoldar. Djúpstæður ræktarhugur fs- lendinga þeim megin hafsins til íslands lýsir sér fagurlega í því, að þeir fjölmenna nú á sumri hverju í heimsókn til ættjarðar- innar. Dvelur hér nú stór hópur þeirra í kynnisför til frænda og vina, meðal þeirra margir sem sjá nú í fyrsta sinn fagurt og sögufrægt land feðra sinna. En ísland svíkur aldrei neinn, er n:eð opnum augum og heilum huga leitar á fund þess, sizt af öllu þá, sem íslenzkt blóð renn- ur í æðum. Ekkert treystir held- ur betur framhaldandi ættar- og menningartengsl vor íslendinga yfir hafið, en einmitt slíkar heimsóknir, og sérstaklega af hálfu yngri kynslóðarinnar vestan hafsins. Það er því fagn- aðarefni, og góð spá um fra-m- tíðina, að fleiri og fleiri úr þeirra hópi leggja nú leið sína til ættjarðarstranda. Vér höldum hér hátíðlegt f dag 2C ára afmæli hins íslenzka lýð- veldis. Það gera Vestur-íslend- ingar einnig víðsvegar um álf- una á þessum blessaða degi, eða um þessar mundir. Satt að segja, á ég dálítið erfitt með að átta mig á því, að tuttugu ár séu lið- in síðan lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944. En við, sem bárum gæfu til þess að lífa þann sigurríka dýrðardag, gieymum honum aldrei. Hann lifir f hugum vorum eins og yndislegt og eilíft-ungt vorsins ljóð. Með stofnun lýðveldisins fór sterk vakningaralda um þjóð- ina, enda hefir ný landnámsöld ríkt hér á íslandi undanfarið, og svo er enn með mörgum hætti. Eg hefi verið svo lánssamur í seinni tíð að geta komið hingað heim á fárra ára fresti, og hefi því af eigin sjón og reynd, og fagnandi huga, fylgzt með hinum stórstígu framförum á mörgum sviðum. En kynni mín af dásamlegri Gott veður Heppin vorum við með 17. júní. Nú gátu allir skartað sínu fegursta. Börnin voru létt- klædd og nutu dagsins í ríkum mæli. Það vard skemmtilegur blær yfir hátíðinni og fólksf jöld inn varð svo mikill, að pinnaís og pylsur settu minni svip á daginn en oft áður. Ef finna mætti að einhverju, þá dettur mér helzt í hug, að hátalara- kerfið í miðbænum hefði mátt vera ögn fullkomnara. Það var t. d. áberandi gallað á Austur- velli. Ræða forsætisráðherra heyrðist aðeins við þinghúsið. Þeir, sem stóðu hinum megin vallarins, heyrðu ekki orða skil. Góð dagskrá En sjálfsagt má deila um það hvort ekki væri þörf einhverrar nýbreytni við þessi hátíðahöld á næstunni. Eg minntist á það ekki alls fyrir löngu, að þjóð- hátíðardagskráin væri svo til sú sama ár eftir ár. Það væri sennilega ekki úr vegi að hleypa einhverju nýju blóði í undir- búningsnefndirnar. Annars var kvöldvakan á Arnarhóli með sögu þjóðar vorrar, og af sigur- vinningum íslenzkra landnema í Vesturheimi í harðsóttri braut- ryðjendabaráttu þeirra hafa glætt mér í brjósti bjargfasta trú á íslenzku þjóðina og fram- tíð hennar, á þann manndóms- og frelsisanda, sem með henni býr og fram hefir komið í svo möng- um og glæsilegum myndum á förnum ferli hennar. í þeirri framtíðartrú flyt ég forseta íslands, ríkisstjórninni og þjóðinni allri, hjartanlegar heillaóskir Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi og ís- bezta móti að þessu sinni, f rauninrii mjög góð — og efnið, sem þar var flutt sennilega það bezta, sem völ er á hér hjá okkur. Ef, ef, ef .. .. Nú eru þeir farnir að moka síldinni upp, ég held bara fyrr en nokkru sinni áður. Nú hefur sem betur fer enginn áhyggjur af verkföllum. Það hefur stund um hvarflað að mér, að senni- lega skapaðist hér algert vand- ræðaástand, ef Jakobi Jakobs- syni dytti í hug að fara í sumar frí — maður talar nú ekki um verkfall — yfir hásumarið. Von andi er búið áð taka úr honum botnlangann, því illt væri það til afspurnar, að síldarvertíðin lamaðist vegna eins botnlanga, þegar við erum loksins búin að tryggja að verkföllin komi ekki í veg fyri að þeir haldi áfram að moka upp síldinni. Við Miklubraut Og svo kemur hér bréf frá húsmóður. „Kæri Velvakandi, Ég hef nok.krum sinnum und LAUGARDAGINN 6. júní var aðalfundi Sambands isl. sam- vinnufélaga sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði, og hófst föstudaginn 5. júní, lokið. Reikn- ingar Sambandsins voru sam- þykktir og síðan var samþykkt tillaga frá félagsstjórn um út- hlutun tekjuafgangs til kaupfé- laganna að upphæð 2,5 milljónir. Þá voru tckin fyrir önnur mál. Forstjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, flutti erindi um „bylt- ingu í samvinnumálum i Dan- mörku.“ Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar: „Aðalfundur S.Í.S., haldinn í Bifröst 5. og 6. júní 1964, sam- þykkir að kjósa 5 manna nefnd, er hafi það hlutverk, að gera tillögur um framtíðarstarfsemi samvinnuhreyfingarinnar, með það fyrir augum, að hún geti sem bezt gengt hlutverki sínu við síbreytta aðstöðu í þjóðfé- laginu.“ lendinga þar í álfu nú á 20 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis. Bið éig svo landi og lýð blessunar um ókomna tíð í hjartaheitum bænarorðum þjóðvakningar- mannsins Eggerts Ólafssonar: ísland ögrum skorið eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefir mig, fyrir skikkan skaparans. Vertu blessað blessi þig, blessað nafnið hans. anfarnar vikur fengið mér gönguferð eftir gangbrautunum með fram Miklubrautinni og það nú síðast í morgun. Mér hefur stundum flogið í hug, að nú töluðu fáir um Miklubraut- ina og alla þá virinu, sem í hana var lögð á sínum tíma. Geysi- mikill fjöldi á þó þarna leið um á hverjum degi, akandi eða gangandi, og mér leikur grun- ur á, að einhverjum a.m.k. finn ist mikill munurinn og að Miklabrautin hafi breytzt. Ja, bara eins og vera ber segja kannske einhverjir, því að oft hafa yfirvöld okkar kæru borg ar verði gagnrýnd, bæði opin- berlega og ekki síður manna á meðal fyrir slóðaskap á frá- gangi gatna í borginni. Hvort slóðaskapurinn eða seinlætið á rætur að rekja til peninga- skorts, veit ég ekki, en þegar ég um daginn var að öfundast yfir gangstéttunum við Reykja hlíð, sem verið var að steypa, fór ég ósjálfrátt að reikna út, eftir aldri húsanna í Hlíðun- um, hvenær mætti vænta slíkra hlunninda í nýjú hverf- in, þar sem húsmæðurnar þurfa helzt að hafa sérstaka skó til í nefndina voru kosnir: Jakoh Frímannsson, Erlendur Einars- son, Helgi Rafh Traustason, Guð- röður Jónsson og Ragnar Péturs- son. Fjárfesting verður takmörkuð. Eftirfarandi var samþykkt: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, haldinn í Bifröst 5.—8. júní 1964, ályktar með tilliti tii þess alvarlega rekstursfjárskorts, sem atvinnu- rekstur landsmanna á nú við að stríða, að nauðsyn sé á, að mikill- ar varúðar sé gætt í fjármálum, og leggur m.a. áherzlu á eftir- taldar ráðstafanir: 1. Að fjárfesting Sambands og kaupfélaganna sé takmörkuð sem mest má verða og ekkl hafriar nýjar byggingafram- kvæmdir að sinni, nema fá til þerra sé fyrrfram tryggt. 2. Að útlán séu minnkuð. 3. Að aukin áherzla sé lögð á innheimtu útistandandi skulda." | í stjórn Sambandsins höfðu lokið kjörtíma Þorsteinn Jónsson frá Reyðarfirði og Finnur Krist- jánsson, kaupfélagsstjóri á Húsa vík. Þorsteinn Jónsson baðst und an endurkosningu, en hann hef- ur setið í stjórn Sambandsins f 41 ár. í stað hans var kosinn Guðröður Jónsson kaupfélags- stjóri á Norðfirði. Finnur Krist- jánsson var endurkosinn. (Úr fréttatilkynningu frá S. I. S.). nota í hverfinu". Ef farið er f góðum skóm í bæinn (í leik- hús, kvikmyndahús eða slíkt), þá þarf helzt hversdagsskó milli hússins og strætisvagnsina og skiþta svo yfir á spariskóna, þegar í bæinn kemur, þ. e. ef hælarnir eiga ekki að verða allir upptuggðir. Og svona venjulegar húsmæður, sem eru að spara upp í afborgun af nýju íbúðinni og kaupa þvf ekki spariskó oft á ári, þær hugsa sig a.m.k. tvisvar um áður en þær nota spariskóna í „hverfinu", þó ekki sé nema 50 metra vegalengd í strætis- vagn. Um daginn þegar ég var að stikla á hverfisskónum mínum í búðina, sá ég að komnir voru ungir piltar, svona 14—15 ára, til að undirbúa eyjarnar við Miklubrautina undir grassán- ingu. Og auðvitað sannfærðist ég um sannleiksgildi sagnanna Um „bæjarvinnutempóið“, þeg ar ég sá, að 3—4 piltar voru 2 daga að raka síðustu umíerð- ina á efsta hluta eyjarinnar, þ.e. frá Háaleitisbraut og svo sem 100 metra niður með Miklubrautinni. Og mér datt í hug, hvort þessum ungu pilt- um væri holt, í einum af sín- um fyrstu vinnutímum ævinn ar, að geta skrópað svona og svikizt um. Myndu þeir í fram- tíðinni bera virðingu fyrir aga, stundvísi og samvizkusemi. Og ég þóttist hafa fundið eina af mörgum orsökum Meinsemdar innar miklu“. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - umboðið * Bræðurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.