Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. júní 1964 Framlag hvers einstaklings skiptir máli Ræða Geirs HaElgrámssonar, horgarstjóra TUTTUGU ár er ekki langur ^tími, þegar við hugleiðum, að einn áratugur er þangað til ís- landsbyggð verður ellefu alda gömul. Tuttugu ár er heldur ekki lang ur tími, þegar við minnumst þess, að hið forna sjálfstæða ís- lenzka þjóðveldi stóð í 332 ár. Það skeið íslenzkrar sögu þyk- ir okkur — í dag —, allt of stutt, og ekki er umburðarlyndi fyrir að fara, þegar við áfellumst forfeðurna fyrir að halda ekki sjálfstæði landsins lengur. Þó er það markvert umhugs- unarefni, að þjóðveldið skyldi standa svo lengi sem raun bar vitni. Og nú hljótum við að gera okkur grein fyrir því, að engum einum manni eða kynslóð var ism að kenna, að það leið undir lok. Aðdragandinn var langur, margir komu við sögu og áttu hlut að sögulokum. Sú staðreynd kennir okkur, að framlag hvers einstaklings getur ávallt skipt máli. Saga framtíðarinnar verður skrifuð af öllum íslendingum, sem nú lifa og eftir eiga að starfa, — að vísu mismunandi sterkum og örlagaríkum dráttum. — ★ — Tvö mikil samtímaskáld hafa nýlega rætt um líf þjóðarinnar og framtíð. Annað skáldanna komst svo að orði: „Það er ekki hægt, en við gerum það samt“, og hitt sagði: „Sjálfstæði þjóðarinnar hefur aldrei náðst í eitt skipti fyrir öll, heldur verður það að ávinnast Á hverjum degi þjóðar- innar.“ Ef við eigum þannig að vera verkefni okkar vaxin, er okkur því fátt nauðsynlegra en finna mikilvægi, fullnægingu og þ§m- ingju í hinu daglega lífi, sinna svo daglegum viðfangsefnum, að þau gangi ósjálfrátt upp í stærri heild og eigi sér markmið í sam- félagi manna. Sumum mönnum finnst stund- um allt vera leiðinlegt og fánýtt, — telja að enginn hugsi nema þeir, en allir aðrir sinni aðeins líðandi stund. Slíkur nöldurtónn getur ein- staka sinnum komið af stað gagn- legum lífshræringum, en al- Einar M. skólastjóri — EINAR MAREL JÓNSSON, rit- höfundur og skólastjóri á Reykja lundi er látinn. Lík hans verður vígt til moídar í dag. Mér er söknuður i huga við fráfall þessa vinar míns. Því eru hér fáein orð til minningar um ^ann. Einar M. Jónsson var fæddur á Stokkseyri 1. desember 1904. Ungur missti hann föður sinn og ólst upp í skjóli móður og móð- ursystra. Einar varð stúdent vorið 1927. Þá hóf hann guðfræðinám hér við háskólann. í miðju námi veikt ist hann af inflúenzu, er leiddi til annarra og alvarlegri sjúk- dóma, er bundu hann við sjúkra- beð í nær tvo tugi ára. Hann komst þó til nokkurrar heilsu á ný fyrir góðra lækna hjálp, eink- um erlendra. Hin síðari æviár sín gat hann því unnið að hugð- arefnum á sviði bókmennta og fræða. Skólastjóri við iðnskólann í Reykjalundi var hann um nokk ur ár. Einar var skáld gott og mennt- ir og fræði áttu hug hans. Hann var trúmaður mikill og unnandi allrar fegurðar. Að ritstörfum gaf hann sig til hinztu stundar. Ljóð hans, ekki sízt trúarljóðin, bera andagift hans fagurt vitni. Ég kynntist Einari einkum síð- asta áratuginn. Hann var hinn góði gestur á heimili okkar hjón- anna hin síðari árin. Okkur og börnunum okkar þótti vænt um hann. Nú hafði talazt svo til með okkur, að hann kæmi í sum- ar og dveldi um hríð. Það átti ekki að verða. Önnur för var hon um búin. Einar var ferðamaður af lífi og sál. Það sýndu allir ferðaþætt- Trnir hans í blöðunum. Nú hefir hann verið kvaddur til annarrar og meiri farar — þeirrar einu, sem allra bíður. Við, vinir hans, vissum, að til þeirrar farar átti hann gott vegarnesti. Það er ást- vinum og vinum huggun harmi gegn. Blessuð veri hans minn- ing. Einar Guðnason. EINAR M. Jónsson, skólastjóri iðnskólans að Reykjalundi, sem Jónsson minningarorð andaðist af hjartaslagi 15. þ. m., átti mjög óvenjulegan og næsta merkilegan æviferil að baki, þótt hann næði ekki sextugsaldri. Hann var fæddur að Stokkseyri 1. desember 1904, og voru for- eldrar hans Jón Gíslason og Hild ur Einarsdóttir. Föðúr sinn missti hann þegar hann var 5 ára gam- all, en móðir hans annaðist hann og systur hans yngri af stökum dugnaði og kom þeim vel til manns. Var hún öllum, sem hana þekktu, minnisstæð mannkosta- kona. Þau voru bræðrabörn, hún og Steinn Sigurðsson heitinn skólastjóri og rithöfuhdur, en síra Sigurður Einarsson skáld í Holti var sem kunnugt er bróðurson- ur Steins. Frú Hildur flutti með börn sín til Reykjavíkur 1923 og sama haust settist Einar í 3. bekk menntaskólans. Lauk hann stúd- entsprófi vorið 1927 og var næsta vetur kennari í Hornafirði, sett- ist haustið 1928 í guðfræðideild, en haustið eftir veiktist hann hastarlega, svo að námi hans varð lokið, og stóð á tæpu að lífinu héldi. Svo þjáður var hann árum — já áratugum — saman, að hann gat naumast reist höfuð af kodda, og hvorki þoldi hann Geir Hallgrímsson borgarstjóri, flytur ræðu á kvöldvökunni við Arnarhol. mennt ber hann vitni þess, að nöldrarinn gerir meiri kröfur til annarra en sjálfs sín. Fullyrða má, að engin kyn- slóð hefur átt betra hlutskipti á íslandi en við, sem nú lifum, og vafasamt er, að annars staðar um víða veröld sé nú skemmti- legra að lifa en á íslandi, meiri tækifæri að tjá sig og betri mögu leikar að njóta hæfileika sinna. Óvíða á ungt fólk fleiri leiðir að lesa né skrifa sakir ákafs höfuðverkjar og augnkvala. Gekk svo í átján ár, að ekkert virtist vilja úr rætast, unz honum var komið til góðs læknis í Svíþjóð, og tókst honum þá loks að sigra. Horfði nú allt vel um hríð. Hon- um batnaði óðum, og veturinn 1949—50 var hann kominn heim og tekinn að hressast. Haustið 1954 gerðist hann vistmaður á Reykjalundi og tók brátt að starfa þar. Frá nóvember 1958 var hann skólastjóri iðnskólans þar. Undi hann hið bezta hag sínum, stundaði starf, sem hon- um féll. hið bezta og átti ótal áhugamál. En því miður varð þessi hamingjutími hans og starfsævi ekki lengri. Einar var snemma íhugull og hrifnæmur, enda tók hann ungur að yrkja. Átti sú fegurðarþrá efalaust sinn þátt í því hversu vel honum tókst að bregðast við þungum örlögum, þótt þar hafi einnig til komið karlmennska, trú og bjartsýni. Um það bil, sem verst leit út um heilsuna, tókst Einari að gefa út Ijóðabókina „Brim á skerj- um“, 1946. Var hann þá svo þungt haldinn, að hann gat ekkert skrif ag sjálfur en varð að lesa hvert Ijóð fyrir, oft með hvíldum. Bera þau ljóð það þó sízt með sér að sárþjáður maður hafi orkt. Tólf árum síðan gaf hann út ljóða- bókina „Þallir“, 1958. Frá henni gat hann að sjálfsögðu gengið sjálfur. Liggur ekki annað eftir hann á bókum, en fjölmargar blaðagreinir skrifaði hann, eink- um ferðasögur, því að hann gerði all-víðreist eftir að hann náði fullum bata. Einari tókst það, sem sjaldgæft má kalla, að snúa ósigri miklum í algeran sigur, og naut hann þar mest skapkosta sinna og sér- stæðra gáfna. Æðruleysi, dreng- lyndi og öfundleysi hygg ég vera þau orð, sem einkenndu hann bezt. Svo var og svipur hans og yfirbragð, á hverju sem gekk, bjartur, íhugull og launkíminn. Oss bjekkjarbræðrum hans og skólavinum þykir nú skarð fyr- ir skildi, en sár harmur kveðinn að systur hans, sem þekkti hann bezt þeirra er nú lifa og var honum ómetanlegt athvarf og styrkur. Bjarni Guðmundsson. opnar. Óvíða getur æskumaður- inn betur reynt krafta sína í lífs- baráttunni og fundið, að það munar um hann og framlag hans. Hér þarf einstaklingurinn ekki að hverfa í fjöldann. Við búum í ungu landi með gamla sögu. Við sjáum í dag, hvernig náttúruöflin skópu land- ið í upphafi. Fyrir augum okkar er nýtt land að myndast, bæði af náttúrunnar völdum og mann- anna höndum, — og verkéfnin blasa hvarvetna við. Ekki verður nú sagt eins og raunsæisskáldið sagði fyrir 70— 80 árum: „Það er óhætt að full- yrða, að þó einhver maður hér í bænum sofnaði núna og svæfi í fimm eða tíu ár, þá væri hann viss um, þegar hann vaknaði, að hann hefði bara sofið í fáeina klukkutíma. Því hvert sem hann liti, þá stæði allt í sömu skorð- um eins og þegar hann skildi við það, þegar hann sofnaði." Á tuttugasta lýðveldisvetri hafa ólgað straumar og stefnur, skoðanamunur, lyfting, sem gef- ur lífinu gildi, en í bili er sátt og samlyndi, sem á aðhald í varð- stöðu ólíkra hugsana og hags- muna. — ★ — En það er gömul og ný kenn- ing, að erfið kjör séu ögrun og hvetji til árvekni og sóknar. Við teljum, að saga þjóðarinnar sýni það, að menn buguðust ekki þrátt fyrir erfiðleika. Þeir lásu Passíu- sálma, hlýddu á eldmessur, báðu og vonuðu, en framar öðru, gáf- ust aldrei upp. Spurningin er sú, hvort vel- meguninni takist það, sem ör- birgðinni tókst ekki, að slökkva lífsneistann í brjóstum okkar, hvort hagsældin stofni aðeins til Kalt á þjóðhátíð á Húsavík HÚSAVÍK, 18. júní — Þjóð- hátíðarhöldin á Húsavík hófust með messu kl. 11 oig messaði sóknarpresturinn séra Björn H. Jónsson. Klukkan 13.30 söfnuðust menn saman við barnaskólan og var þaðan gengið í skrúðgöngu á hátíðarsvæðið á Húsavíkur- túni. Formaður þjóðhátíðarnefnd ar, Þormóður Jónsson, setti hátíðina. Ávarp fjallkonunnar flutti Sigríður M. Arnórsdóttir og ræður fluttu Áskell Einarsson, bæjarstjóri og Sigurjón Jóhann- esson, skólastjóri. Lúðrasveit Húsavíkur lék undir stjórn Reynis Jónassonar, og karlakór- inn Þrymur söng undir stjórn SiguiÖar Sigurjónssonar. Þjóð- dansar voru sýnir unöir stjórn Vigdísar Bjarnadóttur. Síðan fór fram keppni í sundi og hand- knattleik og að lokum var dans- að í báðum samkomuhúsum bæjarins. Veður var frekar óhagstætt, frekar kalt, en þó ekki mikil rigning. — Fréttaritari. ólundar og kröfugerðar í stað þess að vígja okkur til starfs í þágu lands og þjóðar. Öllum er rétt að sýna aðgát, þegar vel gengur og létt er und- ir fæti og huga að því, hvort ástæðan sé sú, að þeir leiti und- an brekkunni, í stað þess að sækja á brattann. Öllum er hollt að taka undir orð nýlátins þjóðarleiðtoga: „Spyrjið ekki, hvað landið getur gert fyrir ykkur, heldur hvað þið getið gert fyrir það.“ — ★ — Góðir áheyrendur. f Við leiðum ekki hugann nú að því, hvort tuttugu ára afmælia íslandsbyggðar eða tuttugu ára afmælis Alþingis var minnzt 4 sínum tíma, en líf og tilveru okk- ar eigum við að þakka þeirri sögu, sem á eftir fór. Af þessu megum við þann lær- dóm draga, að hátíðahöldin í dag skipta því aðeins máli, að þau styrki þann ásetning okkar, að i kjölfar þeirra og tuttugu lýð- veldisára komi áratuga, alda og árþúsunda þjóðarsaga. í trausti þess fögnum við góð- um löndum frá Vesturheimi og óskum hvert öðru ánægjulegrar þjóðhátíðar. MliMMMMMMMIMMMMMMMIMMMMMIMMMMIMIMMIMMMM ÚRSLIT í 4. umferð á Norður- landamótinu í bfidge urðu þessi í opna flokknum: ísland 2 - Noregur 2 96—70 6—0 Svíþjóð 2 - Finnl. 2 126—88 6—0 Svíþjóð 1 - ísland 1 128—67 6—0 Danm. 1 - Noregur 1 85—30 6—0 Danm. 2 - Finnl. 1 91,—63 6—0 fjórum umferðum þessi: 1. Sviþjóð 2. Danmörk 3. ísland 4. Finnland 5. Noregur loknum, er 36 stig 33 — 19 — 17 — 15 — Ársþing Bridgesambands ís- lands var haldið 30. maí s.l. Mætt ir voru fulltrúar frá félögunum í Reykjavík, Hafnarfirði, Akur- eyri, Kópavogi, Keflavík og Sel- fossi. Samþykkt var á þinginu að bjóðast til að halda í Reykjavík Norðurlandamótið árið 1966 og athuga að senda spilara á Evrópu meistaramótið í Briissel 1965. Stjórn sambandsins var endur- kjörin, en hana skipa: Forseti Sigurjón Guðmundsson; ritari Þórðux H. Jónsson; gjaldkeri Kristjana Steingrímsdóttir. — Fyrir Norðurland: Hörður Arn- þórsson og Mikael Jónsson, — fyr ir Suðurland Björn Sveinbjörns- son og Óskar Jónsson. Fram- kvæmdastjóri sambandsins er Brandur Brynjólisson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.