Morgunblaðið - 19.06.1964, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Fostudagur 19. juní 1964
Bergþdrshvoll
eftir sr. Jón Skagan
Fá íslenzk bæjarnöfn bera
jafn mikinn ljóma frá sögu-
öld sem Bergþórshvoll í Land
eyjum. Jafnframt er og bund
in við það ein mesta harm-
sagan, sem á þeim tímum
gerðist.
Bergþórshvoll er ekki land-
námsjörð og kemur því ekki
við sögu í Landnámu. Tví-
vegis er þar þó vikið að Njáls
brennu sem þekktum atburði.
Njáll býr á Bergþórshvoli á
árunum 960—1011 að því ætl-
að er. Hann var sonur Þor-
geirs gollnis og Ásdísar Ás-
kelsdóttur, hersis hins ómálga.
Bjuggu þau undir Eyjafjöll-
um, sennilega að Holti. Kona
Njáls var Bergþóra Skarphéð
insdóttir. Uppi er tilgáta um
það, að afi hennar hafi heitið
Bergþór og sé nafnið Berg-
þórshvoll við hann bundið.
Gæti hann tímans vegna vel
hafa byggt þar fyrstur manna
og Njáll svo fengið staðinn
með kvonfangi sínu. Nafnið
Bergþóruhvoll, sem nokkuð
hefur tíðkazt eystra, er rang-
mæli, sem enga stoð á í sögu-
legum rökum eða skjölum.
Að því er fróðir menn
telja fór Njálsbrenna fram
23. ágúst árið 1011. Tilefni
hennar var víg Höskuldar
hvítanessgoða, áður fóstur-
sonar Njáls. Að því vígi stóðu
Njálssynir og Kári Sölmund-
arson, einkum vegna rógs
Marðar Valgarðssonar sam-
kvæmt frásögn Njálu. Var
það víg mjög að ósekju unnið
og því illa þokkað. Að eftir-
málum um víg Höskuldar
stóðu margir höfðingjar, þar
á meðal Flosi Þórðarson að
Svínafelli í Öræfum. Sættir
náðust engar á Alþingi sum-
arið 1011. Flosi beitti sér síð-
an fyrir aðför að Njáli og son
um hans og brenndi þá inni
síðla sama sumars eins og
áður er frá greint. — Ýmsir
hafa undrazt þá fyrirskipun
Njáls, að allir skyldu inn
ganga, þegar Flosi nálgaðist
bæinn með hundrað manna
liði. Hann hafði þó heima
nær þrem tugum vígra
manna. Sumir telja að kristi-
legt hugarfar, elli og feigð,
hafi lagzt á eitt um þá fyrir-
skipun. Ég hygg að allt annað
hafi vakað fyrir hinum vitra
og framsýna manni. Njáll
vissi, að húsin á Bergþórs-
hvoli voru ramger og eigi
síðri til varnar en húsin á
Hlíðarenda, þar sem Gunnar
varðist einn lengst og bezt
gegn ofurefli liðs. Hann hafði
einnig — um hásumarið —
nægilegt vatn, sýru og keytu
í húsum inni til að slökkva
eldana fyrst í stað. Hann virð
ist einnig hafa haft uppi njósn
ir og liðssafnað, því að rétt
eftir brennulokin er kominn
að Bergþórshvoli her manns,
vinir hans hvaðanæva. Flosi
hraðar sér svo frá brennunni,
að hann fer þaðan fyrr en
hann er örugglega viss um, að
allir, sem við eldana börðust,
séu dauðir. Arfasátan flýtir
brennunni, breytir áætlun
Njáls um vörnina, og er það
í fullu samræmi við allan
ímugust sögunnar á henni
Þannig hygg ég að bak við
fyrirskipun Njáls hafi legið
hugsuð vörn en engin upp-
gjöf. Um rökin fyrir því hef
ég ritað í tímaritið Dvöl 1940
og í Lesbók Tímans 11. nóv.
1962. Þær greinar vil ég góð-
fúslega benda á öllum þeim,
sem kynna vildu sér efni
þetta nánar.
Eftir Njálsbrennu er hljótt
um Bergþórshvol öldum sam-
an. Hann kemur ekki við sögu
í Sturlungu og lengi þar á
eftir. Vafalítið hefir þó verið
byggt þar eftir brennuna og
bændur setið þar að búum
sínum, þótt lítt fari af því
sögur. Bergþórshvoll er all
stór jörð eða 20 hundruð að
fornu mati. Lengst mun hún
hafa verið einbýlisjörð. En í
jarðabók Árna og Páls frá
1704 eru þar þó tveir ábúend-
ur. Er áhöfn þeirra á jörð-
inni 20 nautgripir, 26 hross
og rúmlega 200 fjár. Tekið er
þó fram að jörðin fóðri aðeins
16 kýr, 2 hesta og 30 sauð-
fjár. Hefir því djarflega ver-‘
ið ásett eins og oft hér á
landi fyrr og síðar. Talið er
í jarðabókinni að vatn og
sandur spilli mjög túni og
engjum. Eigandi jarðarinnar
er þá Oddakirkja og var svo
öldum saman. Reka fyrir
landi jarðarinnar átti einnig
Oddakirkja. Naut hún hans
fram yfir 1940, en þá lagðist
rekinn allur aftur undir
Bergþórshvolinn. — Á Berg-
þórshvoli hefir aldrei verið
kirkja. En árið 1876 varð
hann prestsetur og hefir
verið svo síðan, þótt prestarn
ir sætu eigi ávallt staðinn.
Verður nánar að því vikið
síðar.
Jörðin Bergþórshvoll ligg-
ur syðst í Vestur-Landeyjum,
á vestri bakka Affallsins,
sem er kvísl úr Markarfljóti
Lengd hennar meðfram Af-
fallinu til sjávar er um 5 km.
Á hinn veginn er hún marg-
falt minni um sig. Næst
Affallinu er mjó ræma þurr-
lendis, en hitt allt mýrar-
svakki með rimum, smátjörn
um og keldudrögum. Engjar
voru þar löngum fjarlægar
og mjög blautar. Mestallt
land jarðarinnar mun lengst
af hafa verið gróið og því
sæmilegt til beitar, þegar til
náðist fyrir vatni eða snjó. En
afskekkt hefir þar verið á
umliðnum árum og öldum og
erfitt til búrekstrar á marg-
an hátt.
Á árþúsundum hefir Mark-
arfljót myndað Landeyjar
með framburði sínum. Kvísl-
ar þess hafa bylt sér á ýmsa
vegu og breytt landi og landa
mörkum. öryggi lands og
landsnytja hefir víða verið
þar fremur lítið og samgöng-
ur í örðugasta lagi. Jarðirnar
voru flestar smáar og búin
löngum að sama skapi. Lágu
til þess ýmsar auðsæjar or-
sakir. Landeyjarnar eiga
engan afrétt og verða því að
hafa búpening í heimahögum
árið um kring. Mótekja er
og nálega engin í öllum Land
eyjum. Grjót er þar og ekki
að fá, nema aðflutt innan úr
Fljótshlíð eða Þórólfsfelli.
Þar vantaði því tilfinnanlega
þessa þrjá hornsteina bú-
rekstrarins, haga, eldsneyti og
efni til bygginga. Fjölmenni
og þéttbýli Landeyja á um-
liðnum öldum hefir því byggzt
meira á sjósókn frá Landeyja
sandi en í fljótu bragði er
unnt að gjöra sér grein fyrir.
Um grjótleysið í Land-
Sr. Jón Skagan
eyjum vil ég skjóta inn ör-
stuttri gamansögu. Vorið
1925 settumst við hjónin að
á Bergþórshvoli. Einn af
fyrst dögum okkar þar var
konan að starfi í stofukytru
á bænum, ásamt ungri stúlku
úr Landeyjum. Festu þær
upp myndir og létu hendur
standa fram úr ermum. Höfðu
þær sem áslag lítinn hamar
og ótraustan. Gekk konan
svo rösklega að verki að ham
arinn brotnaði af skaftinu.
Kallaði hún þá til stúlkunnar
og sagði: „Skrepptu út, góða
mín, og náðu mér í stein svo
að ég geti lamið naglann bet-
ur inn“. Unga stúlkan hrökk
við, fór eins og hjá sér, en
svaraði svo ákveðið: ,.Það er
bara enginn svoleiðis steinn
til hérna' í Landeyjunum“.
Báðar hlógu svo hjartanlega
að gefnum skýringum og
málalokum.
Þegar ekið er Heim að
Bergþórshvoli vestan að,
blasa þrír lágir hólar við aug-
um. Á miðhólnum austan-
verðum stendur bærinn og
mun svo hafa verið frá fyrstu
Séð heim að Bergþórshvoli.
byggð á staðnum. Austasti
hóllinn heitir Flosahóll og er
þeirra hæstur eða 15 metra
yfir sjávarmál. Vafalítið er
hann kenndur við Flosa
Þórðarson frá Svínafelli.
Dæld er í þann hól, sem oft
hefir verið nefnd bæði í ræðu
og riti. Njála segir: „Dalur
var í hválnum og bundu þeir
Flosi þar hesta sína“. Sumir
hafa ætlað að dældin í Flosa-
hól og „dalurinn í hválnum“
sé eitt og hið sama. En ég
fullyrði að svo geti ekki ver-
ið. Bollinn í Flosahól rúmar
engan veginn 200 hesta, sem
Flosi hafði meðferðis. Suður
af Flosahól er hins vegar lítið
skarð í bakka Affallsins, sem
rann þarna rétt hjá. Skarð
þetta er leifar af dæld, sem
hét Flosalág og Affalið braut
smám saman undir sig. Þar
ætla ég að Flosi og menn hans
hafi bundið hesta sína. Þar
voru þeir ekki í skotlengd frá
bænum, og hóllinn skýldi
þeim fyrir eftirgrennslan
Njáls og sona hans. Ókunnug
leiki höfundar Njálu á stað-
háttum virðist ráða því að
sagt er „dalur var í hválnum“
í stað dalur var sunnan við
hválinn, sem öll rök mæla
með. — Vestari hluti Flosa-
hóls mun lengi hafa verið
nefndur fjóshóll með því að
fjós, hesthús — og síðar hlaða
— stóðu þar öldum saman.
En árið 1936 voru þessi hús
öll endurreist og flutt vestur
fyrir bæinn. Og nú hafa allar
rústir á vestanverðum Flosa-
hól verið jafnaðar við jörðu..
Norður af Flosahól er dæld
nokkur, sem heitir Höskuld-
erdæla. Stendur vatn í henni
haust og vor. Nú orðið er
hún botngróin, en talin miklu
dýpri áður af elztu núlifandi
mönnum. Vafalítið er nafn
hennar tengt við Höskuld
Njálsson, eða Höskuld hvíta-
nessgoða, fósturson Njáls.
Skyggn maður, sem sótti mig
heim að Bergþórhvoli, taldi
sig sjá dæld þessa sem djúpa
tjörn og Njálssyni og Kára
þar að sundleikjum. Mætti
vel hugsa sér, að til forna
hefðu þar verið góð skilyrði
til sundiðkana og sundleikja.
Vestan við Flosahól er ofur
lítil lægð, en þá tekur við
Bæjarhólinn. Á honum stend-
ur bærinn og mun svo hafa
verið alla tíð frá söguöld. Þar
mun brenna Njáls, harmleik-
urinn mikli, hafa gerzt á sín-
um tíma. Ef til vill hefir bær
inn eitthvað færzt til við end
urbyggingar, en naumast mun
þar miklu skeika frá fyrsta
grunni. Vestan við bæjarhól-
inn er slakki nokkur, en vest-
ur af honum þriðji hóllinn,
sem ekki hefir nafn borið.
Er hann flatur að ofan, lang-
ur til vesturs og allbrattur
að norðanverðu. Á þeim hól
hefir ekki verið byggt svo vit
að sé.
í Landeyjum er austanátt
alltíð. Ég veitti því oft at-
hygli, að í hægri austanátt
lagði reykinn frá bænum með
fram hól þessum norðanverð-
um í áttina að Káragerði.
Kemur það vel heim við sög-
una um för Kára úr brenn-
unni. Var sú leið sjálfsögð,
bæði til að fylgja reyknum
og dyljast um leið bak við
hólinn. — Skammt vestur frá
Bergþórhvoli er bærinn Kára
gerði. Dregur hann nafn af
Kára Sölmundarsyni. Þar eru
tvö örnefni kennd við hann,
sem vert er að skoða og muna.
Rétt austan við bæinn er
lægð, sem heitir Káratjörn.
Sagt er að Kári hafi þar
slökkt eldinn í klæðum sín-
um. Sú tjörn er nú öll upp
gróin. En leifar sjást enn af
görðum, hlöðnum út í hana,
sem sýna að þar hefir áður
verið dýpi mikið. Svo sem
20 metrum vestur frá Kára-
tjörn er svo Káragróf, örlítil
dæld eða jarðfall í lambhús-
hólnum á Káragerði. Þar er
sagt að Kári hafi hvílzt eftir
brennuna og baðið í Kára-
tjörn. Gróf þessi hefir grynnzt
frá Njálsbrennu. Hefir Krist-
í rás tímanna eins og aðrar
lægðir. Enn má þó einn mað-
ur fela sig í henni nokkurn
veginn. Og góð er útsýn það-
an til bæjarins að Bergþórs-
hvoli. Eitt örnefni frá dögum
Njáls eru svonefndir Lín-
akrar. Eru þeir við Affallið
á austurmörkum jarðarinnar,
um hálftíma gang frá Berg-
þórshvoli. Reitir þessir eru
ferkant f 5ir, einir sex að tölu,
markaðir görðum, sem enn
sést víða fyrir. Talið er, að
þar muni Njáll hafa stundað
kornyrkju og jafnframt rækt-
að hör til língerðar og ann-
arra þarfa. Bendir nafnið mjög
til þess að svo hafi verið.
Frá Bergþórshvoli er út-
sýn ein hin víðasta og feg-
ursta á landi- hér. í heiðskíru
veðri blasa við augum lág-
sveitir Rangár- og Árnes-
þings umgirtar hálfhring tign-
arlegra fjalla, jökla og heiða.
í góðu skyggni sést þaðan í
fjórar sýslur og til níu kirkna.
í suðri- rísa Vestmannaeyjar úr
sjó eins og „risar á verði við
sjóndeildarhring". Austast er
Elliðaey, þá Bjarnarey, en
síðan Heímaey, sem er þeirra
hæst og mest um sig. Úr byggð
inni þaðan sést ljósadýrðin
vel frá Bergþórshvoli, þegar
skyggja tekur. Vestur af
Heimaey er mest Álfsey, en
Hani, Hæna o. fl. eyjar á
milli þeirra. Vestur af Álfsey
og lengra úti er svo hið nýja
náttúruundur, Surtsey, ef til
vill önnur stærsta eyjan í dag.
Vestast í klasanum er Eini-
drangur, mjór og hávaxinn
einstæðingur. En skammt aust
ur af honum Þrídrangar, þar
sem nú er viti fyrir sæfar-
Framhald á bls. 19
Á SÓGUSLÓÐUM