Morgunblaðið - 11.07.1964, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 11. júlí 1964
Á uppdrætíinum sjást helztu umferöaræðaruar í framtíðiunL
Þýðmgarmiklar tillögur
um skipulag Reykjavíkur
Samþykktar ■ borgarstjórn í gær
f G Æ R voru lagðar fram á
borgarstjórnarfundi tillögur
að heildarskipulagi Reykja-
víkurborgar, sem þeir Peter
Bredsdorff, skipulagsfræðing-
m1, Aðalsteinn Richter, skipu-
lagsstjóri Reykjavíkurborgar,
og Anders Nyvig, umferðar-
fræðingur, hafa gert.
Tillögumar felast í sextíu blað
síðna greinargerð, þar sem lagð-
ur er grundvöllur að umræðum
©g samþykktum um alla helztu
þætti aðalskipulagsins. Ætti því
að mega ljúka aðalskipulaginu í
framhaldi af þeim samþykktum
á næstu mánuðum. í greinargerð-
inni er yfirlit um forsendur til-
lagnanna að skipulaginu og rök-
semdafærsla fyrir þeim.
Aðalskipulagið er miðað við,
að íbúafjöldinn á Reykjavíkur-
svæðinu („Stór-Reykjavík")
verði 150.000 árið 1993. íbúafjöld
inn mundi þá skiptast þannig:
Reykjavíkurhluti Sel-
tjarnarness 84.000
Seltjarnarneshrepipur 4.000
Selás 3.500
Breiðholt 21.000
Grafarholt 1.000
Kópavogur 12.000
Bessastaðahreppur 1.000
Garðahreppur 7.000
Hafnarfjörður 14.000
Mosfellssveit 2.500
Mikið vantar þó á, að bygg-
ingarmöguleikar innan Reykja-
víkursvæðisins yrði þá þrotnir.
Lausleg athugun sýnir, að þar
gætu búið 300.000 manns, þ.e. í
Reykjavík 180.000; Seltjarnarnes-
hreppi 4.000; Kópavogi 25.000;
Garðahreppi 15.000; Bessastaða-
hreppi 3.000; Hafnarfirði 23.000
og Mosfellssveit 50.000.
★
Hér verður á eftir drepið á ein-
etök atriði úr greinargerðinni, en
vegna rúmleysis verður það ó eng
an hátt tæmandi, heldur verður
að stikla á mjög stóru.
Miðbæjarsvæðin.
Á núverandi miðbæjarsvæðum
má ætla, að staðsettar verði all-
flestar sérverzlanir borgarinnar
Og nokkur hluti skrifstofuhús-
næðis, sem byggt verður. Er þá
einkum átt við stjórnarskrifstof-
ur, þ.e.a.s. skrifstofur og annars
konar bækistöðvar fyrir æðstu
stofnanir ríkis og borgar, banka,
svo og skrifstofur vátryggingarfé
laga, lögmanna, endurskoðenda,
lækningastofur og annað því líkt.
Aðalaukning skrifstofuhúsnæð-
is og sennilega húsnæðis fyrir
smásöluverzlun, em dregur að
sér mikla umíerð og krefst mik-
illa bifreiðastæða, t.d. stórverzl-
anir (supermarket), verður að
eiga sér stað á nýju miðbæjar-
svæði.
Hyggilegt hefur verið talið að
einbeita sér að einum stað frem-
ur en dreifa orkunni á fleiri.
Menn hafa litið svo á, að sá stað-
ur sem væri nægilegá miðsvæðis
bæði miðað við meginbyggðina
í dag og væntanlega byggð, væri
svæðið suðaustan við hin miklu
gatnamót Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar.
Sennilega má ætla, að smásölu-
verzlun þróist frekar á þeim
hluta svæðisins, sem næst liggur
Miklubraut, en skrifstofur og
ýmiss konar stofnanir eigi frekar
heima sunnar á svæðinu.
Staðsetning iðnaðarsvæða.
í heildarskipulaginu er að því
stefnt að halda fremur niðri bygg
ingu iðnaðarhúsnæðis í eldri borg
arhlutum, vestan Snorrabrautar.
Ef slíkum byggingum væri hins
vegar haldið áfram, mundi það
raska jafnvægi milli heimila og
vinnustaða á þessu svæði, og
valda auknu álagi á umferðar-
brautum, þar sem ærin vanda-
mál eru fyrir. Aðeins ó svæðinu,
sem vestast er, við Ánanaust, er
gert ráð fyrir lítilsháttar aukn-
ingu, í eðlilegum tengslum við
höfnina. Gert er ráð fyrir óveru-
legri aukningu í Rauðarárholti.
Aukning iðnaðarsvæða að öðru
leyti hlýtur annars vegar að
verða sunnanvert við Suðurlands
braut og irrn fyrir Grensásveg,
þar sem bygging iðnaðarhúsa er
þegar hafin, en hins vegar með-
fram nýju hafnarsvæði frá Laug-
arnesi að Elliðavogi og enn frem
ur þótt síðar verði, í tengslum
við hafnarsvæðin í Gufunesi o.s.
frv.
Áður var talið ráðlegt að fresta
ráðstöfun á lóðum á svæðinu frá
Laugarnesi að Elliðaám með það
fyrir augum að ætla þær til iðn
aðar, sem nauðsynlega þyrfti að
hafa greitt samband við höfnina.
Á hinn bóginn væri rétt að ætla
stað í Gufunesi þeim iðnrekstri,
sem þyrfti mikið rými miðað við
fjölda starfsmanna.
í sambandi við umferðarkönn-
unina hafa verið rannsakaðir sér
staklega tveir möguleikar um
staðsetningu iðnfyrirtægja á Sel-
tjarnarnesi, en stuðlað að aukn-
um iðnrekstri t.d. í Gufunesi, en
hins vegar að iðnaðarsvæðin á
nesinu verði aukin, áður en farið
verði að stuðla að uppbyggingu
iðnaðarsvæða utan þess. Þegar
þessi sjónarmið voru metin miðað
við umferðarálag, reyndist síð-
ari möguleikinn heppilegri, og er
við hann miðað í heildarskipu-
laginu.
Skilyrði, sem væntanleg íbúðar-
svæði eiga að fullnægja.
Gera verður ráð fyrir, að í
íbúðarsvæðum sé greint mjög á
milli umferðar bifreiða og gang-
andi fólks, einkum þannig, að
börn geti komizt á leikvöll og í
aðalbúðir viðkomandi hverfis, án
þess að farið sé yfir akbrautir.
í Reykjavík leggja menn frá
fornu fari mikla áherzlu á að
hafa útsýni helzt út á sjóinn eða
til fjalla. f stórborg er útilökað
að útsýni fáist frá öllum íbúðum,
en staðsetning húsa og hústeg-
undir geta leyst þennan vanda að
töluverðu leyti. Háhýsi geta leyst
málið, ef þau eru rétt staðsett og
skynsamlega innréttuð. Ef það
er ekki, geta þau gert borgar-
myndina ruglingslega og tekið af
útsýni. Þau fullnægja ekki þeirri
iþörf, sem er mikilvæg, að skapa
skjól, og í núverandi mynd verða
þau ekki talin heþpileg fyrir
barnafjölskyldur. Borgarstjórnin
telur því ekki, að háhýsi hafi
miklu hlutverki að gegna við
íbúðarbyggingar x Reykjavík í
náinni framtíð.
Þétt byggð 1—2 hæða húsa get
ur, ef vel tekst til, tryggt íbúun-
um útsýni. Jafnframt getur hún
skapað skjól, sem er mjög nauð-
synlegt vegna veðurfars í Reykja
vík. Þetta byggingarform veitir
góða möguleika til ræktunar og
útivistar.
Lágur sólargangur, einkum að
vetrarlagi skápar nokkurn vanda
í sambandi við uppbyggingu,
einkum í brekkum og hlíðum,
sem snúa móti norðri. Erfitt verð
ur að heimta að sólar njóti vel í
öllum íbúðum að vetrarlagi, en
krefjast verður, að sólar njóti á
leiksvæðum barna.
Að lokum skal vikið að hlut-
verki íbúðarhverfanna. Mikill
hluti fólks, einkum börn, gamal-
menni og húsmæður, eru ekki
tengd daglegu lífi utan heimilis,
nema í íbúðarhverfinu. Þess
vegna er nauðsynlegt að í íbúðar
hverfum sé ýmiss konar starfsemi
félagsíeg og verzlunarleg, þann-
ig að „hrein“ íbúðarhverfi verði
ekki eingöngu „svefnborgir" eins
og kallað er.
Heppilegar tegundir húsa.
Samkvæmt framansögðu er að
því stefnt að íbúðarbygging vérði
framvegis sem hér segir: Þétt-
byggð 1—2 hæða einstæð hús,
tvistæð hús, raðhús, keðjuhús,
atríumhús, lág fjölbýlishús, lág
sambyggð hús umhverfis heila
byggingareiti. í samkeppninni
um skipulag í Fossvogi vakti dóm
nefndin athygli á tillögu, sem
hlaut 3. verðlaun, en þar var gert
ráð fyrir þvi að á nokkrum reit-
um stæðu tveggja hæða sambygg
ingar umhverfis reitina með stór
um skjólgóðum görðum inni á
milli húsanna, en fjarlægð milli
húsa á mismunandi reitum jafn-
framt þannig að góð birtuskilyrði
væru tryggð.
SvO virðist sem alltaf sé all-
mikil eftirspurn eftir lóðum, þar
sem byggja megi 2—3 íbúðir um
fram íbúð lóðarhafa sjálfs. Hið
tíðkanlega form er það, að íbúð-
irnar séu hver upp af annarri, en
húsið beri svip einbýlishúss (með
kjallaraíbúð eins og áður getur),
en það er bæði óviðfeldið útlits
og ólhagkvæmt. Þessari þörf má
fullnægja með geðfelldara bygg-
ingarlagi, t.d. með byggingu par-
húsa, en það eru tvö hús sam-
byggð, hvort með sinn garð eða
byggingu tvístæðra tveggja hæða
húsa, þar sem eru 4 íbúðir. Við
það er miðað, að framfylgt sé
bókstaflega gildandi lagaákvæð-
um um bann við kjallaraíbúðum.
Bætt lífskjör og vaxandi bif-
reiðaeign verða til þess, að sivax
andi fjöldi fólks hefur bæði getu
og vilja til að búa í einbýlishús-
um, og verður því við skipulagn
ingu að reikna með vaxandi
•fjölda fermetra á ibúa.
Útivistarsvæði á Seltjarnarnesi
Fáar borgir hafa slíkan stað
sem Öskjuhlíðina með geymana á
kollinum og tengslin við Fossvog-
inn. Hér eru einstæðir möguleik-
ar. Hér má smám saman koma á
fót útivistarsvæði til vetrar-
íþrótta, siglinga o. s. frv., og á-
kveðið hefur verið, að í heildar-
skipulaginu skuli svæðið allt ætl-
að til útivistar. Flugvöllurinn,
sem liggur við hlíðina, eykur
gildi svæðisins, og getur ef til
vill, þótt síðar verði, skapað
möguleika til stækkunar á'þvL
Laugardalur er annað eðlilegt
stórsvæði til útivistar á nesinu.
Þar er þegar orðin íþróttamið-
stöð og möguleikar eru þar til
aukninga bæði fyrir sérgreinar í
íþróttum og almenna æfingavellL
Hægt er að nota mikinn hluta
svæðisins til vörusýninga um til-
tekinn tíma á ári hverju, og er
'sýningar- og íþróttahúsið fyrsti
áfanginn að því marki. í heildar-
skipulaginu er gert ráð fyrir, að
Laugardalurinn verði útivistar-
svæði, en miðað við, að nokkur
stækkun eigi sér stað.
Strandsvæðin
Strandsvæðin á nesinu, tengsl
borgarinnar við sjóinn og útsýnið
út á hann, möguleikarnir til
skemmtisiglinga, eru þriðji þátt-
urinn. Áðurnefnt svæði við Foss-
vog getur orðið mjög skemmti-
legt. í heildarskipulaginu er gert
ráð fyrir, að svæðin við strönd-
ina séu til almannaþarfa, þar
sem slíkt er unnt.
Samkvæmt þessu getur virzt,
að óráðlegt sé að rjúfa tengsl við
ströndina með mikilli umferðar-
götu á borð við Skúlagötu og síð-
an að rjúfa tengsl íbúðarhverf-
anna við ströndina með breiðu
hafnar- og iðnaðarsvæði með-
fram Elliðavogi austur á bóginn.
Þess vegna er lagt til, að gerður
verði gangstígur sjávarmegin við
Skúlagötu, svo og gangstígir frá
íbúðarhverfunum að hafnar-
Framhald á bls. 17